Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Nýliðinn aprílmánður var fremur kaldur um landið suðvestanvert, en þó ekki eins kaldur og sami mán- uður árið 2013. Þetta kemur fram í bráðabigðayfirliti Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig og er það -0,4 stigum undir meðal- lagi áranna 1961 til 1990, en -1,4 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var apríl í hlýrri kantinum þrátt fyrir kuldakastið í lok mánaðarins. Þar var meðalhit- inn 2,7 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en í meðallagi sé miðað við síðustu tíu ár. Austanlands var hiti víða yfir meðallagi síðustu tíu ára. Úrkoma var innan við meðallag í Reykjavík, en vel yfir því á Akur- eyri. Sólskinsstundir í Reykjavík voru lítillega yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 – en undir meðallagi síðustu tíu ára, segir Trausti. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Malín Brand Umferðin Veðrið í nýliðnum apríl var mjög rysjótt á köflum. Nýliðinn apríl hlýrri en apríl 2013 Nemendur Klettaskóla, foreldrar og kennarar við skólann fögnuðu í gær nýrri viðbyggingu sem væntanleg er við skólann. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, ásamt nokkrum nem- endum skólans tóku fyrstu skóflustunguna en heilmiklar framkvæmdir eru fyrirséðar við skól- ann sem taldar eru koma til með að efla skólann mikið. „Framkvæmdirnar munu gjörbylta starf- semi skólans og skapa nýja möguleika. Meiri- háttar breytingar verða á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur,“ segir Erla Gunn- arsdóttir, skólastjóri Klettaskóla. Erla segir að á næstu dögum verði byrjað að grafa fyrir 3.400 fermetra viðbyggingu við skól- ann og í haust sé stefnt að því að byggingarvinna hefjist. Jafnframt er fyrirhugað að gera breyt- ingar á eldra húsnæði skólans. Í fréttatilkynningu frá skólanum kemur fram að norðvestan við skólahúsið verði íþróttahús, tvær kennslusundlaugar og hátíðar- og matsal- ur. Erla segir hreyfinám mjög mikilvægan þátt við skólann og því hafi mikið að segja að aðstaða til hreyfingar sé góð. Í tilkynningunni segir jafnframt að austan megin við Klettaskóla muni rísa félagsmiðstöð. Endurbætur verði gerðar á upplýsingaveri og bókasafni og bætt verði við hæð með aðstöðu fyrir starfsfólk. Þá muni verkgreinastofur flytj- ast í eina smiðju og frístundaaðstaða færast um set. Leiðir innan- og utanhúss munu styttast og verða greiðari. Erla segir leiksvæði á lóð einnig verða endurgert svo það henti betur nemendum skólans. Áætlað er að lokið verði við framkvæmdirnar árið 2018 og að heildarkostnaðurinn nemi 2,6 milljörðum króna. brynjadogg@mbl.is Framkvæmdir hefjast á nýrri viðbyggingu við Klettaskóla Morgunblaðið/Eggert Ný viðbygging mun gjörbylta starfsemi Klettaskóla Verk myndlistarmannsins Christ- ophs Büchel, sem verður fulltrúi Ís- lands á Feneyjatvíæringnum sem hefst 9. maí næstkomandi, nefnist Moskan, The Mosque á ensku, og verður sett upp í afhelgaðri kirkju frá 10. öld. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar mynd- listar er verkið unnið í samstarfi listamannsins og samfélaga músl- íma á Íslandi og í Feneyjum en í hinum gamla og sögulega hluta Feneyja hefur aldrei risið moska, þrátt fyrir sterk söguleg áhrif ísl- amskrar menningar þar. Sagt er að tilgangurinn með verkinu sé „að draga athygli að stofnanavæddum aðskilnaði og fordómum í samfélag- inu“. Til stendur að bjóða upp á fræðslu- og menningarkynningar fyrir gesti sýningarinnar, meðal annars til að auka skilning á mis- munandi menningarheimum. Sýn- ingarstjóri verkefnisins er Nína Magnúsdóttir. Leynd yfir verkinu Í fyrra var í fyrsta skipti auglýst eftir umsóknum um verkefni til að setja upp í íslenska skálanum á Fen- eyjatvíæringnum, elstu og fjölsótt- ustu myndlistarhátíð samtímans. Talsverða athygli vakti þegar val- nefnd kaus tillögu Büchel, tæplega fimmtugs svissnesks listamanns sem lítið hefur farið fyrir í íslensku lista- lífi þótt hann sé búsettur á Seyðis- firði. Hann hefur lengi starfað með einu þekktasta galleríi samtímans, Hauser & Wirth, og sett upp athygl- isverðar og viðamiklar innsetningar í virtum söfnum og sýningarsölum. Á dögunum hlaut hann virt verð- laun, Swiss Grand Prix Art – The Prix Meret Oppenheim. Talsverð leynd hefur hvílt yfir verki Büchel enda viðfangsefnið að margra mati viðkvæmt. Í tilkynn- ingunni er vitnað í Illuga Gunn- arsson, mennta- og menningar- málaráðherra, sem segist vona að verkið verði jákvætt innlegg í um- ræðu um umburðarlyndi. Þá segir formaður Félags múslima í Feyjum um íslenska skálann: „Blað hefur verið brotið í sögu Feneyjaborgar með nýju listformi – list sem er ekki einungis takmörkuð við málverk eða höggmyndir, heldur list sem mætir kalli nútímans um samtal.“ Moskan verður sett upp í hinni fornu kirkju heilagrar Maríu hinnar miskunnsömu, Santa Maria della Misericordia, sem er frá 10. öld en afhelguð og hefur ekki verið opin al- menningi í fjóra áratugi. Fyrsta moskan Þá sjö mánuði sem sýningar tvíæringins eru opnar, er verkinu sem byggist á þeirri staðreynd að þetta verður fyrsta moskan í hinum sögulega hluta Feneyja, ætlað „að tengja saman þúsundir múslima í Feneyjum sem eru frá 29 löndum, múslimska ferðamenn sem sækja borgina heim ásamt öðrum Fen- eyingum og ferðamönnum,“ eins og segir í tilkynningunni. Kirkjan mun verða miðstöð fyrir ýmsa starfsemi samfélags múslima í Feneyjum og verður almenningi boðið upp á ýmiskonar fræðslu. Büchel tengir hugmynd verksins við söguleg áhrif íslamskrar menn- ingar á Feneyjar og þær félags- og stjórnmálalegu skírskotanir sem borgin hefur í hnattrænum búferla- flutningum nútímans. Þá hafi hvorki verið byggðar moskur í Feneyjum né á Íslandi en í stuðningsyfirlýs- ingu Sverris Agnarssonar, formanns Félags múslima á Íslandi, segir að félagið sé stolt af stuðningi sínum við verkið á sama tíma og takmark þess nálgast, „að byggja fyrstu moskuna í nyrstu höfuðborg heims. Það er von okkar að verkefni sem þessi leiði til líflegrar starfsemi með- al hófsamra, víðsýnna múslima á al- þjóðavísu“. efi@mbl.is Moska í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum  Verk listamannsins Christophs Büchel sett upp í samvinnu við félög múslima Skálinn Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum verður að þessi sinni þessi kirkja frá 10. öld, þar sem verkið Moskan eftir Büchel verður sett upp. Christoph Büchel „Það liggur per- sónuleg ákvörðun að baki. Ég tók að mér flókið og erf- itt verkefni á árinu 2010. Það má segja að þegar okkur tókst að skila hagnaði á síðasta ári væri kominn góður tímapunktur til að loka þessum kafla í lífi mínu. Mark- miðin sem ég setti í rekstrinum þegar ég tók við starfinu í nóvember 2010 höfðu náðst. Ég taldi hreinlegast að stíga til hliðar og leita að nýjum áskorunum,“ segir Sigurður Erlings- son, fráfarandi forstjóri Íbúðalána- sjóðs, um þá ákvörðun að láta af starfinu. Hann segir ákvörðunina alfarið sína eigin. Viðbrögð starfsfólks hafi verið tilfinningarík. „Það snart mig hversu mikil eftirsjá er hjá starfs- mönnum vegna brotthvarfs míns. Það birtust sterkar tilfinningar,“ seg- ir Sigurður sem er viðskiptafræð- ingur að mennt og með MBA-gráðu. „Í stuttu máli má segja að búið sé að finna nær öllum vandamálunum sem ég stóð frammi fyrir árið 2010 farveg. Áhætta í rekstri fer minnk- andi og gæði lánasafnsins hafa auk- ist. Samhliða þessu skilaði sjóðurinn hagnaði á árinu 2014 í fyrsta sinn frá 2007. Okkur hefur tekist vel til með þá umsvifamiklu leigustarfsemi sem við rekum og sjóðurinn hefur náð góðum árangri í sölu fullnustueigna. Fjárhagsleg endurskipulagning leigufyrirtækja í viðskiptum við Íbúðalánasjóð hefur tekist vel. Mikl- ar umbætur hafa orðið á innviðum sjóðsins m.t.t. lykilferla, kerfa og áhættustýringar,“ segir Sigurður. Góður tíma- punktur til að loka þess- um kafla Sigurður Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.