Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 6

Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóhannes Loftsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Breather Ventilation sem er fyrirtæki stofnað í kringum upp- finninguna Andblæ, segir að mjög stór skekkja sé í nýlegri skýrslu sem unn- in var af verk- fræðistofunni Eflu, til að meta nothæfisstuðul Reykjavíkurflug- vallar. Þetta segir Jóhannes að geti stefnt flugöryggi á Íslandi í voða. Þekktar langtíma veðursveiflur „Ástæða þess að ég fullyrði þetta, er sú að útreikningarnir hjá Eflu taka ekki tillit til þekktra langtíma veðursveiflna í veðurkerfum kring- um Ísland sem mælst hafa frá upp- hafi veðurmælinga,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. Jóhannes segir að Norður-Atl- antshafs-áratugasveiflan sé lang- tímaveðursveifla, tengd sjávar- straumum, sem sé t.d. talin valda hita- og veðursveiflu með um 60-70 ára endurtekningatíma, og séu hlý- indin sem við höfum upplifað að und- anförnu að miklu leyti ákveðin end- urtekning á hlýju tímabili á 4. áratug síðustu aldar. „Í skýrslu Eflu var ákveðið að nýta ekki eldri veðurgögn og ein- göngu notuð nýlegri veðurgögn úr fullkomnari veðurmælingum. Þessir mælar geta þó ekki mælt veður aftur í tímann,“ segir Jóhannes. Hann vísar í töflu, sem birt er með þessari frétt, þar sem glöggt sjáist að þessi aðferð Eflu valdi sláandi stórri skekkju því meðalvindhraði yfir 65 ára tímabilið sé um 39% meiri en mælingar frá tímabilinu sem Efla notar í sínum útreikningum. „Í verstu árum hefur meðalvind- urinn farið í 7,4 m/s sem er 83% meiri meðalvindur en er á skemmra tíma- bilinu í greiningu Eflu. Það kemur því ekki á óvart, þegar nær eingöngu eru tekin góðviðrisár með í reikning- inn, að út komi niðurstaða sem bendi til þess að neyðarbrautin sé óþörf.“ Röng veðurgögn „En þetta eru röng veðurgögn og því er niðurstaðan röng. Það sem verra er, þá eru ákveðnar vísbend- ingar þegar komnar fram sem benda til þess að brátt taki við kaldara og vindasamara tímabil,“ segir Jóhann- es. Jóhannes segir að í ljósi þess að þegar sé byrjað að taka ákvarðanir út frá þessari röngu greiningu Eflu „sem gætu stefnt flugöryggi í áætl- unarflugi og sjúkraflugi hér á landi í voða,“ þá telji hann réttast að Efla myndi draga skýrslu sína til baka. Stór skekkja í skýrslu Eflu?  Jóhannes Loftsson verkfræðingur segir Eflu hafa stuðst við nýleg veðurgögn sem valdi verulegu van- mati  Meðalvindhraði 40% meiri miðað við 65 ára tímabil  Segir ranga greiningu geta ógnað öryggi Samanburður á vindhraða í Reykjavík við grunngögn flugvallarskýrslu Eflu Heimild: Veðurstofa Íslands 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 8 m/s 7 m/s 6 m/s 5 m/s 4 m/s 3 m/s 2 m/s 1 m/s 0 m/s Ár sg ild iv in dh ra ða íR ey kj av ík hæstamæling 83%hærri enmeðalgildi skýrslu! 39% slekkja Meðalvindur 9 ára tímabils (tímabil notað í skýrslu) Meðalvindur 20 ára tímabils (tímabil notað í skýrslu) Meðalvindur 65 ára tímabils (tímabil ekki notað í skýrslu) Mælingar á ársgildi vindhraða í Reykjavík 1950-2014 v = 5.6 m/s v = 5.5 m/s v = 4.03 m/s Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur Jóhannes segir stóra skekkju vera í skýrslu Eflu. Jóhannes Loftsson Fjöldi listamanna, bæði í myndlist og tónlist, gefur vinnu sína og verk til styrktar Leiðarljósi, stuðnings- miðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og langvinna sjúkdóma. „Þetta er í raun miðstöð sem þjóðin gaf en hún var opnuð í kjölfar landssöfnunar samtakanna Á allra vörum sem fram fór í Ríkisútvarp- inu haustið 2012,“ segir Bára Sig- urjónsdóttir, forstöðukona Leiðar- ljóss. „Leiðarljós er í raun ákveðin framlenging af spítalanum, börn sem fara heim af spítala þurfa áfram mikla þjónustu og foreldr- arnir þurfa líka alhliða stuðning og margvíslega ráðgjöf. Söfnunin er mjög mikilvæg svo hægt sé að sinna þessum hópi betur,“ segir Bára. Haldið verður uppboð á listaverk- um sem samtals eru metin á 15-20 milljónir og mun ágóðinn renna óskiptur til Leiðarljóss. Verkin sem um ræðir eru mjög fjölbreytt að sögn Árna Más Jenssonar, vel- unnara Leiðarljóss. „Sverrir Krist- insson, listaverkasafnari, tók að sér að yfirfara verkin og meta verð- mæti þeirra. Segir hann verkin mjög áhugaverð og fjölbreytileg en á sýningunni má finna verk eftir marga þekktustu samtímalistamenn á Íslandi, til dæmis Daða Guð- björnsson, Eddu Heiðrúnu Back- man, Hallgrím Helgason og Jón Ax- el Björnsson. Einnig erum við með eitt verk frá svissneskum lista- manni.“ Verkin verða til sýnis í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur til 2. maí en 3. maí klukkan 14 verða þau boðin upp í Gamla bíói. Allir gefa vinnu sína Á uppboðinu munu Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Ragnheiður Gröndal og Þór Breiðfjörð flytja lög úr Jes- us Christ Superstar. Þau gefa vinnu sína. „Allir listamenn gefa vinnu sína og erum við þeim mjög þakk- lát. Við erum einnig með góða stuðningsaðila svo sem Arion banka, Íslandsbanka, Landsbank- ann, Marel, Eimskip og marga fleiri. Við viljum koma sérstöku þakklæti til þeirra,“ segir Árni. brynjadogg@mbl.is Listamenn styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra Leiðarljós gegnir mikilvægu hlutverki og fær veglegan stuðning  Myndlistarmenn gefa verk sín á uppboð  Ágóðinn rennur óskiptur til Leiðarljóss  Styrkur til fjölskyldna veikra barna Morgunblaðið/Golli Listaverk Fjöldi málverka eftir íslenska samtímalistamenn verður á uppboðinu 3. maí í Gamla bíói. Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn tveimur dætrum sínum. Brotin voru framin árin 2005 og 2009 og áttu sér stað á heimili mannsins. Brotið gegn yngri dóttur hans, sem var 11 ára gömul þegar fyrsta brotið átti sér stað, var fram- ið í rúmi ákærða. Hann strauk henni innanklæða, káfaði á brjóst- um hennar, setti hendi stúlkunnar ofan í nærbuxur sínar og lét hana strjúka getnaðarlim sinn. Hann strauk jafnframt kynfæri dóttur sinnar og stakk fingri sínum inn í leggöng hennar. Þegar stúlkan var 15 ára gömul káfaði hann á brjóst- um hennar utanklæða þar sem hún lá sofandi á heimili ákærða. Síðar á sama ári braut maðurinn gegn eldri dóttur sinni, sem þá var 19 ára gömul. Hann káfaði á lærum hennar þar sem hún lá í rúmi hans. Reyndi hann jafnframt ítrekað að káfa á kynfær- um hennar. Manninum var gert að greiða dætrum sínum skaðabætur, annars vegar 900 þúsund krónur og hins vegar 600 þúsund. Braut kynferðislega gegn dætrum sínum Dómur Maðurinn hlaut 3 ára dóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.