Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 10

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 10
Einbeiting Yrsa leiðbeinir Kristínu með filmu og eins gott að vanda sig. Hressir nemendur Fremst f.v.: Aníta Mjöll Dalkvist Gunnarsdóttir, Þórey Ingvarsdóttir, Magnea Fönn Dalkvist Gunnarsdóttir og Kristín Sara Magnúsdóttir. Fyrir aftan Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir og Kári Ingvarsson. Yrsa segir það hafa verið hreint frábært að verameð krökkunum og kenna þeim að taka myndirog framkalla á filmu. „Það var ótrúlega gamanfyrir mig að sjá andlit þeirra þegar mynd birtist á filmunni.“ Anítu í 3. bekk fannst skrýtið hvernig mynd- irnar gátu komið á filmuna sem þau hengdu upp. „Það var ótrúlegt því venjulega sér maður myndirnar bara á skján- um á tölvunni eða myndavélinni. Mér fannst líka skrýtið þegar Yrsa setti hendurnar í myrkrapokann og fann film- urnar og setti í dollur.“ Þórey í 5. bekk sagði þau hafa lært að nota fókus og skoða vel bakgrunninn áður en þau smelltu af á myndavélinni. „Áður en við smelltum af þurft- um að ákveða af hverju við vildum taka myndir því við höfðum bara ákveðið margar myndir á filmunni.“ Magneu í 1. bekk fannst merkilegast þegar þau settu filmurnar í box- ið og voru að hrista. „Svo settum við efni eða vatn í boxið og það mátti ekki koma ljós.“ Kristínu í 7. bekk fannst nám- skeiðið æðislegt. „Mér fannst svo skemmtilegt að læra um myndavélina og ljósmyndun, við vorum líka svo mikið úti og það finnst mér svo gaman. Ég hlakka mikið til að setja myndirnar mínar á pappír og kannski hengja þær upp á vegg.“ Kári í 8. bekk segir þau hafa lært að nota myndavél- ina rétt, stilla fókus, fá rétta birtu, kanna bakgrunn og stilla upp hlutum ef þau vildu hafa eitthvað sérstakt á myndinni. „Mér fannst framköllunin líka skemmtileg en þá fengum við að nota ýmsa framköllunarvökva og sjá ferlið frá a til ö. Ástu í 9. bekk fannst frábært að vera á námskeið- inu þann eina dag sem hún gat verið. Í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi eru aðeins sex nemendur. Yfir vetrartímann er ekki mikil afþreying í boði fyrir unga fólkið og því tóku krakkarnir því fagnandi þeg- ar Yrsa Roca Fannberg kvikmyndagerðarkona kom og hélt ljósmyndanámskeið. Vetur Girðing í forgrunni hjá Anítu, fjallið Reykjaneshyrna er í fjarska. Eldhús Kári hafði fókusinn á matnum en matseljan var í bakgrunni. Snillingar á Ströndum Ljósmyndarar Magnea og Aníta úti í kuldanum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Lögreglumessan hefur verið haldin þann 1. maí í yfir 20 ár og hafa lög- reglumenn ævinlega fjölmennt til hennar, prúðbúnir í hátíðarbúningi lögreglumanna í fylgd ástvina sinna og fjölskyldna. Allir eru hjartanlega velkomnir á Löggumessuna sem verður í dag kl. 11 í Laugarneskirkju. Prestur verður sr. Kristín Þórunn Tómasdótir en ræðumaður Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og fyrrver- andi lögreglumaður. Lögreglukórinn mun einnig syngja. Kirkjugestir eru hvattir til að mæta tímanlega því fyrir guðsþjónustuna munu verða haldnir stuttir en kröft- ugir karlakórstónleikar fyrir kirkju- gesti, sem hefjast kl. 10:45. Eftir messuna verða léttar veit- ingar í boði Lögreglukórsins í safn- aðarheimili kirkjunnar og þar verða trúlega einnig sungin belgingsleg karlakórslög fyrir gesti. Allir velkomnir og Lögreglukórinn syngur Löggumessa Hefur þú gert stuttmynd eða ert að vinna að þinni fyrstu stuttmynd? Viltu öðlast aukna þekkingu á nýsköpun og framleiðslu? European Film Forum Scanorama og Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík (RIFF) kynna námskeiðið Scanorama Shortcut fyrir unga kvikmyndagerðarmenn (18-30 ára). Námskeiðið er tvískipt og fer fram á Íslandi (á Sauðárkróki og í Reykjavík) dagana 26. til 30. maí og í Litháen dagana 19. til 25. júlí. Leitað er að fimm íslenskum og fimm litháískum kvikmyndagerðar- mönnum sem hafa reynslu af stutt- myndagerð eða eru að vinna að sinni fyrstu stuttmynd. Umsóknarfrestur er til og með deginum í dag. Nánar: www.scanorama.lt/en/shortcut/- news/scanorama-shortcut-work- shop-those-who-have-faith-short-film. Skráningu lýkur í dag Fyrir ungt kvikmynda- gerðarfólk Getty Images/iStockphoto Kvikmyndagerð Spennandi fag. Kringlunni 4c Sími 568 4900 Gallabuxur margar gerðir og litir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.