Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 14

Morgunblaðið - 01.05.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sex ár eru síðan lokað var fyrir umferð í gegnum Rauðalæk í Laugarneshverfi í Reykjavík. Göt- unni var lokað eftir niðurstöðu könnunar meðal íbúa árið 2009. Enn standa þar steinblokkir sem nota átti til bráðabigða. Að sögn Stefáns Agnars Finnssonar hjá Samgöngusviði Reykjavíkurborgar er hugmyndin að ganga betur frá lokuninni, hins vegar eru ekki uppi áform þess efnis í náinni framtíð. Hann segir að enn heyrist raddir meðal fólks sem er óánægt með lokunina en mikill meirihluti var hlynntur henni þegar gengið var til atkvæðagreiðslu árið 2009. Íbúar í nærliggjandi hverfum hafa kvartað undan því á Facebooksíðu Laug- arneshverfis að ekki hafi verið gengið betur frá lokuninni. Vilja varanlega lokun Heiðar Ingi Svansson, formaður hverfisráðs Laugardals, segir að fólk í hverfinu hafi kallað eftir betri frágangi við lokunina. Jafn- framt að með því verði lokunin var- anleg þar sem niðurstaða könnunar meðal íbúa hafi verið ótvíræð. Nokkuð er síðan Bólstaðarhlíð var lokað fyrir gegnumakstri sem þyk- ir hafa gefið góða raun, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Þar var notast við bráðabirgðalok- un í rúman áratug, að sögn Stef- áns. Rauðalækur Umferð um götuna var bönnuð árið 2009 að ósk íbúa þar. Steinblokkir hafa staðið til bráðabirgða í sex ár  Kalla eftir betri frágangi við lokun Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Leyniskýrslur“ sem unnar voru um Landsbankann og Glitni af erlendum sérfræðingum sem Eva Joly útveg- aði reyndust vera „peninga- og tímaeyðsla“ að sögn ónafn- greinds fyrrver- andi starfsmanns sérstaks saksókn- ara. Þáðu sér- fræðingarnar á milli 600 og 700 evrur á tímann fyrir þá vinnu sem þeir inntu af hendi, en á þeim tíma var það vel yfir 100.000 krónum á klukkustund. Þessu er haldið fram í nýútkom- inni bók Eggerts Skúlasonar, rit- stjóra DV, Andersenskjölin, rann- sóknir eða ofsóknir? þar sem farið er yfir feril Gunnars Andersen í for- stjórastóli Fjármálaeftirlitsins á gagnrýninn hátt. Fengu skýrsluna í umslagi Í bókinni segir frá því að hinn 8. desember 2010 hafi DV upplýst um tilvist leyniskýrslu sem Jean-Michel Matt, starfsmaður franska rann- sóknarfyrirtækisins Cofisys og liðs- maður í teymi Evu Joly, hafði unnið um Glitni og sent til sérstaks sak- sóknara. Vitnar Eggerts til heimild- armanns síns á fjölmiðlum, sem seg- ir nokkra blaðamenn hafa fengið sendan minniskubb með eintaki af skýrslunni í umslagi án þess að send- anda hafi verið getið. Í skýrslu Matt voru ýmsar lánveit- ingar Glitnis gagnrýndar, einkum það að bankinn hafði lánað þrjátíu aðilum 366 milljarða króna á árinu 2008, og að 62% þessara lána hefðu runnið til tengdra aðila. Á svipuðum tíma var annarri skýrslu lekið í fjölmiðla, að þessu sinni um Landsbankann, en höfund- ar hennar voru Helge Skogseth Berg og Jörgen Rönningen, en Berg er sagður náinn samstarfsmaður Joly í bókinni. Sagði í skýrslunni að Landsbankinn hefði staðið mun verr en ársskýrslur sýndu, og var endur- skoðunarfyrirtækið Pricewater- houseCoopers harðlega gagnrýnt í skýrslunni. Miklum annmörkum háðar Eggert ber saman skýrslurnar tvær og segir þær áþekkar að öllu leyti. Eggert vísar í heimildarmann sinn, sem áður hafi starfað hjá emb- ætti sérstaks saksóknara, en sá segir að skýrslurnar hafi báðar verið „miklum annmörkum háðar og hafa ekki á nokkurn hátt komið að gagni“. Þá hafi skýrslurnar aldrei verið hluti af málatilbúnaði embættisins gegn þeim einstaklingum sem voru til rannsóknar, og hefðu því í raun verið „peninga- og tímaeyðsla“, að sögn heimildarmannsins. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingar, lagði síðar fram fyrirspurn á Alþingi um verktaka- kostnað hjá sérstökum saksóknara. Í svari dómsmálaráðherra kom fram að Cofisys, sem vann Glitnis-skýrsl- una, hefði fengið tæpar 14 milljónir króna fyrir skýrsluna um Glitni, en Lynx-lögfræðistofan í Noregi hefði fengið rúmar 80 milljónir fyrir sín störf, sem einkum sneru að Lands- bankaskýrslunni. Samtals fengu sér- fræðingarnir því um 94 milljónir króna fyrir skýrslur, sem sagðar eru allt að því gagnslausar. Skýrslur „peninga- og tímaeyðsla“  Sérfræðingar á vegum Evu Joly fengu um 94 milljónir króna fyrir skýrslugerð  Þáðu vel yfir 100.000 krónur á tímann  Hafa aldrei verið hluti af málatilbúnaði sérstaks saksóknara Andersenskjölin » Í nýútkominni bók Eggerts Skúlasonar er fjallað um tvær skýrslur, sem sérfræðingar á vegum Evu Joly skrifuðu. » Heimildarmaður Eggerts, sem áður starfaði hjá embætti sérstaks saksóknara, segir skýrslurnar ekki hafa komið að „nokkru gagni“, og að aldrei hafi verið byggt á þeim í mála- tilbúnaði embættisins. » Í svari dómsmálaráðherra til Össurs Skarphéðinssonar kom fram að þeir sem unnu skýrsl- urnar hefðu fengið um 94 millj- ónir til samans fyrir störf sín á vegum embættisins. Eva Joly BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 FLINGA 80 CM KR. 9.800 FLINGA 160 CM KR. 16.700 GINA STÓLL KR. 19.700 BETINA EIKARSKENKUR 170X43X72 KR. 142.900 NÝTT - CALVIN TUNGUSÓFI 269X153 CM KR. 227.400 FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚĐUM VERĐ FRÁ KR. 4.900 MONICA BORĐSTOFUBORĐ STÆKKANLEGT 90X180/270 KR. 157.800 MINIMAL VEGGKLUKKUR KR. 9.9.80 BORĐ 2 SAMAN KR. 28.400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.