Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Dukkah er frábært með brauði, salatinu, grillaða grænmetinu, á kjúklinginn og fiskinn og með nýgrilluðu lambakjöti Dukkah frá Yndisauka ómissandi í matargerðina Dukkah er blanda af möndlum, hnetum, sesamfræjum og sérvöldu kryddi. Blandan er upprunnin í Egyptalandi og var upphaflega notuð með brauði sem fyrst er dýft í góða ólífuolíu og svo í dukkah. Dukkah fæst íHagkaupum,Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Mosfellsbakaríi, Kjöthöllinni,Nóatúni,Garðheimum, Miðbúðinni og Bakaríinu viðBrúnnaAkureyri. reiðubúnir að fjárfesta í Kaupþingi. Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bank- ans, hefðu aftur á móti verið mikið erlendis í aðdraganda bankahruns- ins til þess að kynna bankann og afla fjárfesta. Spurt út í söluhlið viðskiptanna Ingólfur sagði að þegar komið hefði að ákvörðunum um umfangs- mikla sölu á bréfum í Kaupþingi hefði frumkvæðið ekki alltaf verið Kaupþings. Þegar komið hefði að ákvörðunum um verð kvaðst hann hafa ýmist tekið þær sjálfur, ef hann kom að þeim, eða yfirmenn hans en ákvarðanir hans hefðu verið bornar undir yfirmenn. Ingólfur sagðist ekki hafa verið í viðskiptum við neina viðskiptavini bankans í Lúxemborg. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, gaf engin fyrirmæli um að halda uppi verði á bréfum í bankanum, samkvæmt því sem fram kom í skýrslutöku af Ing- ólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, á áttunda degi aðalmeðferðar stóra markaðsmis- notkunarmáls Kaupþings fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Ingólfur sagðist ekki vita til þess að slík fyrirmæli hefðu verið gefin af Hreiðari Má, þegar verjandi Hreið- ars, Hörður Felix Harðarson, innti hann eftir því. Hreiðar gaf hvorki fyrirmæli um opnunartilboð né lok- unartilboð né um viðskipti í kauphöll svo að Ingólfur vissi til. Þeir Ingólfur og Hreiðar eru báðir á meðal ákærðra í málinu en sak- sóknari telur að samið hafi verið um stór viðskipti um kaup á bréfum í Kaupþingi í aðdraganda hrunsins til þess að halda verði bréfanna uppi. Kom ekki að lánveitingum Ákæran í málinu hefur í raun tvær hliðar, kaup- og söluhlið. Mikið hefur verið spurt út í kauphlið málsins að undanförnu, en í gær hóf saksóknari að spyrja meira út í söluhlið málsins, þar sem ákært er fyrir að bankinn hafi losað sig við bréfin með því að lána félögum með lítið eða neikvætt eigið fé fyrir kaupum á hlutabréfum í bankanum. Við skýrslutökuna í gær ítrekaði Ingólfur fyrri málflutning um að hann hefði ekki tekið ákvarðanir um stór viðskipti með bréf Kaupþings nema með samþykki yfirmanna sinna. Þá hefði hann hvergi komið að lánveitingum vegna kaupa á bréfun- um og ekkert vitað á þeim tíma hvernig þau væru fjármögnuð. Ing- ólfur lagði áherslu á að starfssvið hans hefði verið innanlands, á Ís- landi, og hann hefði tekið þátt í því að finna innlenda aðila sem væru Söluhliðin skoðuð Morgunblaðið/Golli Markaðsmisnotkun Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, gaf ekki fyrirmæli um að halda uppi verði á bréfum, að sögn Ingólfs.  Ingólfur Helgason, fyrrv. forstjóri Kaupþings á Íslandi, vissi ekki hvernig kaupin á bréfum voru fjármögnuð Stóra markaðsmisnotk- unarmál Kaupþings » Saksóknari hóf í gær að spyrja meira út í söluhliðina. » Ingólfur sagðist ekki hafa komið að lánveitingum við sölu á eigin bréfum í bankanum. Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Ísfélag Vestmannaeyja telur að verði makrílfrumvarp sjávar- útvegsráðherra samþykkt óbreytt, sé ekki verið að fara eftir skýrri niðurstöðu sem fram kemur í áliti umboðsmanns Alþingis. Þetta kem- ur fram í umsögn félagsins um frumvarpið sem skilað var inn til nefndasviðs Alþingis. Telur félagið að nota hefði átt aflareynslu frá öðru tímabili til þess að ákveða kvótann. Árið 2008 var veiði á mak- ríl takmörkuð við heildarafla og öðluðust skip veiðireynslu á næstu þremur árum. Árið 2011 ákvað ráð- herra að ráðstafa aðeins hluta af heildaraflanum til skipanna sem höfðu veiðireynslu, með reglugerð. Komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu árið 2012 að sú ráðstöfun ráðherra, að hlut- deildasetja ekki makrílinn frá árinu 2011, væri ekki í samræmi við lög þar sem skipin sem stunduðu veið- ar á árunum 2008-2010 voru talin hafa uppfyllt skilyrði um samfellda veiðireynslu. Höfðuðu viðurkenningarmál Ísfélagið hefur stefnt íslenska ríkinu til viðurkenningar á bóta- skyldu vegna ákvörðunar ráðherra og byggir félagið málið meðal ann- ars á niðurstöðu umboðsmanns. Í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegsráðherra er fjallað um stefnu félagsins vegna meintrar rangrar úthlutunar í makríl. Segir þar að fyrirséð sé að málarekst- urinn muni taka nokkur ár ef nið- urstaða héraðsdóms verður borin undir Hæstarétt en niðurstöðu í málinu er að vænta í maí. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimaey Ísfélagið vísar í umsögn sinni til álits umboðsmanns Alþingis. Ekki farið eftir skýrri niðurstöðu  Vilja að miðað sé við annað tímabil Píratar fengju 30% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og stuðn- ingur við ríkisstjórnina hefur minnk- að, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Þá hefur Björt framtíð tapað miklu fylgi á kjörtímabilinu. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í gærkvöldi og má sjá könnun Gallup í heild sinni á vef RÚV. Fylgi Pírata hefur aukist um 8% frá síðasta mánuði og hefur tvöfald- ast síðan í febrúar. Tæp 8% segjast ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fylgi flokksins hefur minnkað um 3% milli mánaða, hann hefur tapað um tveimur fimmtu hlutum af fylgi sínu á tveimur mán- uðum og hefur ekki mælst með jafn- lítið fylgi á kjörtímabilinu. Tæp 23% segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, fylgið hefur minnkað um 2% og hefur ekki mælst minna á kjörtímabilinu. Fylgi Sam- fylkingarinnar minnkaði jafnmikið og mælist nú 14%. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan í júlí 2013. 10% myndu kjósa Framsókn Litlar breytingar eru á fylgi ann- arra flokka á milli mánaða, eða 0,5 – 0,7%. Tæp 11% segjast ætla að kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð, 10% Framsóknarflokkinn og rúm- lega 4% aðra flokka en þá sem nú eiga sæti á Alþingi. Könnunin var gerð 8. – 29. apríl. Spurt var hvaða flokka fólk myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og hvort væri líklegra að viðkomandi kysi Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern hinna flokkanna. Þá var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Heildarúrtakið var 4.192. Morgunblaðið/Golli Píratar Frá stofnfundi Pírataflokksins í nóvember 2012. Síðan þá hefur flokknum vaxið fiskur um hrygg og mælist nú með mest fylgi allra flokka. Fylgi Pírata hefur tvöfaldast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.