Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Fjölmiðlafræðingurinn Jón Aðalsteinn Bergsveinsson vinnurhjá almannatengsla- og ráðgjafarfyrirtækinu Cohn & Wolfe.„Við erum mikið í því að veita fyrirtækjum ráðgjöf, fjöl- miðlaráðgjöf, hjálp í stórum og smáum krísum og í samskiptum við starfsfólk og almenning.“ Jón Aðalsteinn var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu auk fjölda tímarita á borð við Bleikt og blátt, Tölvuheim og Brimfaxa, tímarit smábátaeigenda. „Það sem kom mér á óvart hjá Cohn & Wolfe er að ímyndin af al- mannatengli er önnur en starfið raunverulega er. Við hugsum um hag neytenda og veitum mun meiri aðstoð en margir halda. Það má segja við séum milliliður fyrirtækja og neytenda. Utan vinnu nýt ég tímans með fjölskyldunni og reyni að fara á listasýningar en það mætti vera mun meira af því. Fór síðast á sýn- inguna Nýmálað 2 sem er núna í gangi á Kjarvalsstöðum, en við eldri sonurinn hjóluðum þangað saman. Ég hef frá æsku verið bóka- ormur. Fyrir utan allar bækurnar um almannatengsl er ég að lesa skáldsöguna American Pastoral eftir Philip Roth. Ég hef skokkað reglulega eftir að ég varð fertugur og er nú í betra formi en ég var fyrir fertugt.“ Sambýliskona Jóns er Auður Sigurðardóttir, táknmálstúlkur hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Synir þeirra eru Eysteinn Auðar Jónsson 10 ára og Ísleifur Auðar Jónsson 7 ára. „Ég hef aldrei farið í kröfugöngu á afmælisdaginn, en alltaf talið fánana, bjó á Selfossi þegar ég var krakki, á annarri hæð í blokk, sá þaðan yfir stóran hluta bæjarins og taldi alltaf fánana sem var flaggað. VR er með hlaup á Klambratúni í tilefni dagsins og mig langar að taka þátt í því og draga strákana mína með í það.“ Jón Aðalsteinn Bergsveinsson er 44 ára Feðgarnir Jón Aðalsteinn ásamt sonum sínum, Eysteini og Ísleifi. Telur ennþá fána á afmælisdaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Helgi Hrannar Traustason er þrítugur í dag. Hann ólst upp á Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, býr á Hofsósi og er húsasmíðameistari. Sambýliskona hans er Vala Kristín Ófeigsdóttir grunnskólakennari. Þau eiga þrjú börn. Árnað heilla 30 ára Akureyri Ástrós Anna fæddist 1. maí 2014 kl. 6.38. Hún vó 2.920 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Signý Sigurmonsdóttir og Gunnar Árni Magnússon. Nýr borgari A nna fæddist í Reykjavík 1.5. 1985 og ólst upp í Vesturbænum: „Ég átti nú víst heima í Breið- holtinu fyrstu fimm ár- in en man eiginlega ekkert eftir því. Síðan fluttum við í rauðu blokkina við Kaplaskjólsveginn, beint á móti KR-stúkunni, og þar ólst ég upp fram á fullorðinsár. Ég var því KR- ingur í húð og hár eins og reyndar allir KR-ingar eru, byrjaði ung að æfa fótbolta og handbolta með KR og ætlaði aldrei í önnur lið. Ég keppti með KR í knattspyrnu til 19 ára aldurs og lék nokkra meistaraflokksleiki og æfði og keppti í handbolta í KR frá sex ára aldri og þar til ég varð 10 ára. Þá hætti ég í handboltanum og ætlaði að leggja fótboltann fyrir mig. Ég byrjaði svo aftur í hanboltanum 13 ára en þá hafði KR lagt handbolt- Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handboltakempa – 30 ára Fjölskyldan Finnur Ingi, Fanndís Hera og Anna Úrsúla skoða kynngimagnaða altaristöflu Baltasars í Flateyjarkirkju. Handboltaútlagi frá KR sem fór í Gróttu og Val Enn eitt markið Anna Úrsúla skorar gegn Stjörnunni fyrir skömmu síðan. EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.