Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 44

Morgunblaðið - 01.05.2015, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 Hálsmen 29.900 Hálsmen 14.900 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is Eyrnalokkar 14.900 Hringur 16.900 Hálsmen 17.900 Ný skartgipalína Hringur 17.900 Hringur 29.900 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú mátt aldrei freistast til þess að sniðganga lögin þótt þér sýnist það geti einfaldað hlutina. Beittu þinni víðfrægu staðfestu og fylgdu henni eftir. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver þér eldri og reyndari gefur góð ráð í dag. Nú er komið að því að sinna þessum málum og leiða þau til lykta. Reyndu að vinna meira í einrúmi eftir því sem líða tekur á daginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að forðast að eyða of miklum peningum þegar fjárútlát eru ann- ars vegar. En gættu þess vandlega að flýta þér ekki um of; það gæti haft hörmulegar afleiðingar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Margir eru þeir sem tala upp í eyr- un á þér. Hafðu hugfast að það sjá ekki all- ir hlutina í sama ljósi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú vera að drukkna í alls kyns misvísandi upplýsingum. En það má búa sig undir eitt og annað til þess að vera viðbúinn þegar uppákomurnar dynja yfir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Láttu ekki hug- fallast heldur gakktu æðrulaus til verks. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú bregst kröftuglega við umhverfinu um þessar mundir. Reyndu að fá aðra til að sjá þína hlið á málinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hugsanlegt er að þú þurfir að horfast í augu við mátt tiltekins hóps í dag. Reyndu ekki að fela mistökin heldur bættu úr þeim með bros á vör. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er góður tími til að gera áætlanir varðandi starfsframa þinn. Kyrr og friðsæll hugur ryður veginn fyrir lífs- máta sem er bæði einbeittur og innihalds- ríkur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér. En það að vilja er ekki sama og að framkvæma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Tilfinningar þínar til vinar gætu breyst á næstu vikum. Láttu það gerast og árangurinn mun koma þér skemmtilega á óvart. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki vænlegt til árangurs að blanda of mörgum inn í málin. Sættu þig við það, þótt erfitt sé, og taktu til hendinni við þau nýju verkefni sem bíða þín. Ingólfur Ómar Ármannsson sendimér fallegt Vorljóð til birtingar í Vísnahorni: Á mosabreiðu merlar döggin hrein morgunsólin risin er á ný, Kátir þrestir flögra grein af grein og gróðurmoldin angar frjó og hlý. Ég heyri loftsins villta vængjaslátt um vangann leikur golan mjúk og þýð, Í lautu niðar lækjarsytra kátt og litfríð blómin skreyta dal og hlíð. Geislar sólar gylla bláan sæ glettin báran hjalar þíðan óð, Vorsins komu glaður fagnað fæ fuglar syngja Drottni ástarljóð. Davíð Hjálmar Haraldsson orti á þriðjudaginn og skrifaði í Leirinn þetta skemmtilega erindi um „líf og dauða á lóðinni“ og lét pistil fylgja, sem því miður er ekki pláss fyrir hér í Vísnahorni: Safnast dýrin mörg á mína lóð, minna þau á smáa, frónska þjóð. Fundinn mola gleypir hver sem getur. Maðkur, gaukur, mávur, þröstur, hrafn; misleitt er það villidýrasafn. Bjóðist færi hver þar annan etur. Páll Imsland skrifaði síðbúnar sumarkveðjur í Leirinn á laugar- dag:. Hann Láki oft spilaði ping pong og á pjátur hann lék undir sing song, en á síðkvöldum gráum í sófanum bláum spilaði’ hann sparlaka ding dong. Sigurlín Hermannsdóttir kallar þessa limru (Leir)tilvistarkrepp- una: Ég veit ekki neitt hvað ég vil og veit ennþá síður hvað skil. Eitt veit ég þó (þótt varla sé nóg) ég veit fyrir víst ég er til. Þessi limra kallast á við limruna „Fríháls“ eftir Þorstein Valdimars- son: Ég aðhefst það eitt sem ég vil og því aðeins að mig langi til. En langi þig til að mig langi til – þá langar mig til svo ég vil! Hér kemur svo önnur limra eftir Þorstein: „Daglæti“. Frænku dreymdi’ að hún dæi úr slagi. Og þetta’ er dæmi af grófara tæi. – ekki um slag til baga heldur baga af slaga. – Banamein frænku varð slagi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorljóð, tilbrigði og tilvistarkreppa Í klípu HANN HUGSAÐI MEÐ SÉR AÐ ÞETTA VÆRI „CATCH- 22“. EKKI Í HEFÐBUNDNUM SKILNINGI, EN Í ÞESSU STARFI LÆRIRÐU AÐ FYLGJA EÐLISÁVÍSUNINNI. JAFNVEL ÞÓTT HÚN SÉ ALGJÖRT FÍFL. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, ÍMYNDAÐU ÞÉR AÐ ÞÚ HAFIR KRÓAÐ AF SKÓGARBJÖRN OG HANN HLEYPUR INN Í YFIRGEFIÐ HÚS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að muna að kyssa hana ekki þegar hún er nýbúin að mála sig. ÞAÐ ER ERFITT AÐ FYLGJA ÖLLUM BREYTINGUNUM Í HEIMINUM ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ BYRJA Á BREKKUSÖNGNUM... ÞÚ ÆTTIR AÐ GERA ÞAÐ SEM ÉG GERI LÁTA EINS OG ÞÆR HAFI ALDREI GERST ÉG SKIL ÞIG 15 VORU HANDTEKNIR Í RASSÍUNNI. HANDTÖKUHEIMILD HEFUR VERIÐ GEFIN ÚT Á SJÖ TIL VIÐBÓTAR Gaman, er fyrsta orðið sem kemurupp í hugann eftir viðburði fyrrakvöldsins, þar sem bar hæst að KR tryggði sér Íslandsmeistaratit- ilinn í körfubolta karla annað árið í röð og í 14. skipti í sögunni. Árangur „strákanna okkar“ gladdi einnig Vík- verja og hann sýndi sjálfur gamla takta með því að stökkva en ekki hrökkva þegar færið gafst, minnugur þess að sókn er besta vörnin og tæki- færið gefst bara einu sinni. x x x Ungir sem aldnir fylgdust spenntirmeð viðureign bestu körfubolta- liða landsins á Sauðárkróki og spenn- an þar var heldur meiri en í Laug- ardalshöll, þar sem „strákarnir okkar“, íslenska landsliðið í hand- bolta, fóru enn einu sinni á kostum, unnu serbneska landsliðið með 16 marka mun og virðast vera á hrað- ferð í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi í janúar á næsta ári. x x x Lafmóður Víkverji hefur ekki leng-ur taugar í eins mikla spennu og stefndi í fyrir norðan og lét sig því vanta á keppnisstað, en fylgdist með í sjónvarpinu og á spjaldtölvunni. „Fjórði leikhluti er hafinn og nú er að duga eða drepast fyrir Tindastól,“ skrifaði sérfræðingurinn á netið. Ekki var minnst á hvað KR þyrfti að gera til þess að verja titilinn en um leið fékk Víkverji nettilboð sem hann gat ekki hafnað og gekk frá pöntun á meðan KR sigldi örugglega framúr. x x x Leikmenn eru margir góðir í körfu-bolta. Fyrir úrslitarimmu KR og Tindastóls sagði þjálfari Njarðvík- inga eftir að hafa fallið úr keppni á móti Vesturbæjarstórveldinu að margir KR-ingar gætu stolið fyr- irsögnum hér og þar. Friðrik Ingi Rúnarsson taldi síðan upp hvern leikmanninn á fætur öðrum, sem gæti gert gæfumuninn, en nefndi ekki Michael Craion, einn besta mann KR. Að leik loknum í fyrra- kvöld var hann valinn besti maður úrslitakeppninnar. Til hamingju Michael Craion og til hamingju KR. víkverji@mbl.is Víkverji Einn er Guð. Einn er og meðalgang- arinn milli Guðs og manna, mað- urinn Kristur Jesús sem gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma. (Fyrra Tímóteusarbréf 2:5-6)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.