Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
hafa í auknum mæli staðið frammi
fyrir freistingum í formi amerísks
skyndibitafæðis – og kolfallið fyrir
því. Enda virðast þær þyngjast rétt
eins og aðrar konur.
Þessi raunveruleiki breytir þó
engu um eftirspurn eftir fyrirsætum
með mjúkar línur á tískusýningar-
pallana. Hún er engin. Ekki fremur
en endranær að minnsta kosti á
frönsku tískuvikunni í París í apríl
síðastliðnum. Öðru máli gegndi á
Pulp-tískuvikunni, Pulp Fashion
Week, sem haldin var nokkrum dög-
um áður þriðja árið í röð. Sú fékk að
vísu ekki eins mikla athygli, en virð-
ist þó óðum vera að sækja í sig veðr-
ið. Hönnunarteymið Histoire de
Courbes hafði fengið nóg af eins-
leitninni og setti á laggirnar sína
eigin tískuviku þar sem fyrirsætur í
góðum holdum áttu helst upp á pall-
borðið. Mörgum sem ekki eru sleipir
í frönskunni kann að koma nafn-
giftin undarlega fyrir sjónir, en pulp
þýðir þroskaður ávöxtur á frönsku.
„Okkur hefur alltaf ver-
ið sagt að þroskaðar
konur með mjúkar
línur væru hvorki
fallegar né kyn-
þokkafullar,“
sagði einn for-
sprakki Pulp-
tískuvikunnar. Og
lýsti því yfir að sú
stefna tískutímaritanna að
hampa ævinlega örmjóum
fyrirsætum sem ímynd
hinnar einu sönnu feg-
urðar væri hreint og
klárt ofríki. Þá kvart-
aði hún yfir að lítið
væri um tískufatnað
fyrir þéttvaxnar
konur í verslunum
og þær fengju
ekkert sem pass-
aði á þær nema
gamaldags og hall-
ærislegar flíkur.
Normið?
Eitthvað virðist
vera að rofa til því
tískuhönnuðir í
New York, Lond-
on og Mílanó hafa
í nokkur ár boðið
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
F
ranska meðalgunnan er
6,7 sentimetrum gildari
í mittið en hún var fyrir
fimmtán árum sam-
kvæmt ObEpi-Roche-
rannsókn frá 2012. Að sögn samtaka
franskra fataframleiðenda var hin
sama meðalgunna í fatastærð 38 ár-
ið 1970, en notar núna númer 40.
Um 40% franskra kvenna eru í fata-
stærð 44 eða þar yfir.
Goðsögnin um að franskar kon-
ur fitni ekki fékk byr undir báða
vængi upp úr aldamótum með met-
sölubók Mireille Guiliano, Franskar
konur fitna ekki, sem kom út í ís-
lenskri þýðingu 2006. Konur víða
um heim urðu grænar af öf-
und þegar þær lásu að
franskar kynsystur
þeirra gætu drukkið
rauðvín og borðað osta,
brauð og bökur nánast
eins og þær lysti án þess
að fitna um gramm auk
þess sem þær virtust
ekki þurfa að
stunda líkams-
rækt til að við-
halda vext-
inum. Þessi
goðsögn hefur
verið býsna líf-
seig, þrátt fyrir að
staðreyndirnar
tali öðru máli.
Að öllum lík-
indum átti hið
rómaða franska
eldhús lengst af
mestan þátt í
hversu annálaðar
franskar konur
hafa verið fyrir
grannan vöxt. Und-
anfarin ár hefur
svolítið kveðið við
annan tón því þær
Goðsögn að franskar konur fitni ekki
Svokölluð Pulp-tískuvika var haldin í París þriðja ár-
ið í röð á svipuðum tíma og franska tískuvikan í vor.
Hönnunarteymi þar í borg hafði fengið nóg af eins-
leitninni sem speglaðist í ofurgrönnum fyrirsætum og
tefldi fram þroskuðum fyrirsætum með mjúkar línur.
AFP
Vel heppnuð tískusýning Tískuhönnuðurinn Oliver Jung og fyrirsætur fagna þriðju Pulp-tískuvikunni í París.
Fjölbreytni Á Pulp-tískuvikunni er lögð áhersla á fjölbreytileikann, mjúkar línur og þroskaðar konur.
AFPStjarna Pulp-tískuvikunnar Fyrirsætan, Clementine, hefur nóg að gera í Bandaríkj-
unum, þar sem hún segir tískuhönnuði viðurkenna tilvist þéttvaxinna fyrirsætna.
upp á sérstakar tískusýningar fyrir
þéttvaxnar konur. Ein þekktasta
franska fyrirsætan í yfirstærð, Cle-
mentine Desseaux, gerir það gott í
Bandaríkjunum, en hún var stjarn-
an á Pulp-tískuvikunni og verndari
sýningarinnar.
Kannski er tískuheimurinn far-
inn að horfast í augu við að ofur-
grannar fyrirsætur eru fjarri því að
vera normið. En líkt og á frönsku
tískuvikunni, þar sem sumar fyrir-
sæturnar voru svo grannar að þær
minntu á anorexíusjúklinga, virtust
nokkrar á Pulp-tískuvikunni eiga við
offituvandamál að stríða. Hvorugt
getur talist norm.
Þá er umhugsunarefni að
haldnar séu sérstakar tískusýningar
með fyrirsætum í svokallaðri yfir-
stærð, ef raunveruleikinn er sá að
slíkur vöxtur sé að verða normið.
Ættu þær ekki alveg eins heima á
sýningarpöllunum á hefðbundnum
tískuvikum? En kannski er normið
ekki í tísku og verður aldrei. Og
hvað er norm ef út í það er farið,
stærð 40, 44 …?
Clementine Desseaux, eða Clem eins og hún kallar sig,
notar föt númer 44. Hún hafði ekki erindi sem erfiði
þegar hún reyndi fyrir sér sem fyrirsæta í París og
freistaði því gæfunnar í Bandaríkjunum. Núna býr hún
í Miami og hefur haslað sér völl sem eftirsótt fyrir-
sæta auk þess sem hún heldur úti vefsíðunni Bonjour
Clem, sem gerir þéttvöxnum konum hátt undir
höfði.
Í viðtali í tengslum við Pulp-tískuvikuna sagði
Clem að bandaríski tískuiðnaðurinn hefði – öfugt
við tískuiðnaðinn í París – lagað sig að þeirri stað-
reynd að fjöldi kvenna er í yfirstærð. Annars
sagði hún BMI-stuðulinn ekki aðalatriðið heldur
áherslu vissra tískuhúsa á að ráða aðeins van-
nærðar fyrirsætur. Til gamans sagði hún lyga-
sögu um að útidyrahurð eins tískuhússins í Par-
ís væri svo þung að hún væri notuð sem
mælikvarði á aðvífandi fyrirsætur í atvinnuleit. Ef
þær gátu opnað sjálfar voru þær ekki ráðnar.
Fyrirsæta í yfirstærð
Yfirstærð Tískuiðnaður-
inn í París virðist ekki
hafa tekið tillit til þeirrar
staðreyndar að 40%
franskra kvenna nota
fatastærð 44 eða þar yfir. AFP
CLEMENTINE DESSEAUX