Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 28

Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 F A S T U S _ H _ 3 6 .0 5 .1 5 Velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 Drykkir sem vinna gegn vökvatapi Resorb™ SportResorb™ • Lausn við vökvatapi, eftir t.d. uppköst. • Gott í flensu með háum hita og svitakófi. • Reynist vel þegar dvalið er í heitum löndum. • Reynist vel daginn eftir áfengisnotkun. • Bætir upp vökvatap • Minnkar líkur á vöðvakrömpum • Flýtir endurheimt (recovery) Um leið og við minnumst Páls heitins Skúlasonar með því að íhugahvernig hugsunin stjórnar heiminum má horfa til tungutaksins. Íkjarabaráttu nægir ekki að vera duglegur í störukeppni viðsamningaborðið heldur ræður úrslitum að ná völdum á tungutak- inu og sigra umræðuna í samfélaginu. Þá reynir á frelsi og víðsýni fjölmiðla því þeir eru nær allir í eigu annars viðsemjandans. Auglýsingastofur hjálpa líka til við að skapa fréttir og umræður í þágu þeirra sem borga best, ýmist með því að láta skína í víðtækan stuðning al- mennings við verkfallsaðgerðir byggðar á réttmætum kröfum eða með því að draga fram neikvæð áhrif verkfalla á saklaust og jafnvel sjúkt fólk. Tungu- takinu er beitt til að kenna fólki í verkfalli um hörmungarnar eða stilla at- vinnurekendum upp sem þvergirðingum. Þriðja leiðin er að varpa boltanum til stjórnmálamanna og ætlast til að þeir hlaupi undir bagga með eignafólki í landinu, lækki skatta og hækki bætur úr ríkissjóði þannig að áfram sé hægt að hækka laun stjórnenda og arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum. Í þessari umræðu er mik- ilvægt að öll sameinist í þul- unni um stöðugleikann, kaupmáttinn og ábyrgð aðila vinnumarkaðarins á því að verðbólgudraugurinn verði ekki vakinn upp. Að því sögðu mega launþegar tog- ast á innbyrðis með því að benda á einhverja sem hafa fengið tiltekna kaup- hækkun og þá vilja aðrir fá hana líka, launþegum með og án háskólaprófs er att saman, einnig launþegum í starfi hjá ríki og sveitarfélögum annars vegar og hjá öðrum atvinnurekendum hins vegar, launþegum á landsbyggðinni og launþegum á höfuðborgarsvæðinu, körlum og konum; þegar allt um þrýtur geta eljarar juðast á listafólki. Þau sem vilja koma höggi á ríkisstjórnina benda á að hún hafi eytt öllu sem var til skiptanna í skuldaleiðréttingu, sem hefði annars mátt nýta til að hækka kaupið svo um munaði … Svona er tungutakinu beitt til að skapa átök og stjórna umræðunni og at- burðarásinni uns enginn vogar sér að beita öðru orðfæri í baráttunni. Í fréttatíma útvarpsins var sagnfræðingur að vísu borinn fyrir þeirri nýstár- legu kenningu að ástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði væri óánægja með misskiptinguna í þjóðfélaginu. Til upprifjunar þá er skiptingin svona: 90% skattgreiðenda eiga 25% eigna í samfélaginu, restin er í höndum 10% skattgreiðenda. Þar af á 1% jafn miklar eignir og öll 90 prósentin sem um- ræðustjórarnir segja að setji þjóðfélagið á hliðina með sinni óraunhæfu kröfugerð sem ógnar stöðugleikanum. Væri ekki hægara að leysa vandamál þessara 90% skattgreiðenda, sem eru sennilega allt innbyrðis hnútum kast- andi launafólk í ASÍ, BSRB og BHM, með því að stækka kökusneið þeirra um örfá prósentustig – og nota til þess tungutakið? Tala um skurðinn á allri kökunni en lokast ekki inni í þrasi um þann fjórðung sem eftir er á meðan 10 prósentin borða sinn hluta? Tungutak og kjarabarátta Tungutak Gísli Sigurðsson Kjarabarátta Mikil ólga er á vinnumarkaði og tíminn að renna út. Einn af meginþráðunum í þeim umræðum, semnú standa yfir um kjaramál er krafan um um-talsverða hækkun lægstu launa. Talsmennþess að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund krónur á mánuði segjast ekki skilja hvernig sú hækkun hjá takmörkuðum hópi fólks geti leitt til efnahagslegrar kollsteypu. Þá segja aðrir: Slík hækkun fer óhjákvæmi- lega inn í allt launakerfið í landinu og þess vegna verður kollsteypa. Báðir hafa rétt fyrir sér. Umræður af þessu tagi eru ekki nýjar af nálinni. Ég man vel eftir slíkum umræðum fyrir tæplega hálfri öld, á erfiðleikaárunum 1967-1969. Þá var að vonum rætt um að hækka lægstu laun umfram önnur en þá kom í ljós að and- staðan við slíkt kom m.a. úr verkalýðshreyfingunni sjálfri þar sem þeir sem hærra voru launaðir innan hennar vildu ekki sætta sig við að bilið á milli þeirra og hinna sem lægri voru í launum minnkaði. Þetta stef hefur hvað eftir annað komið við sögu í kjara- samningum síðustu áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama. Samt virðast allir taka undir nauðsyn þess að hækka lægstu laun og enginn getur haldið því fram með rökum að slík hækkun til afmarkaðs hóps setji efnahagslíf lands- ins úr skorðum. Hvernig hefur verið staðið að þessum málum í öðrum löndum? Í Bandaríkjunum, höfuðvígi kapítalismans, eiga lögbundin lág- markslaun sér um hundrað ára sögu en þó er aðallega miðað við lagasetningu frá árinu 1938, þegar lágmarkslaun voru lögbundin þar í landi og hafa verið síð- an. Þó er einhver munur á lágmarkslaunum eftir ríkjum. Lágmarkslaun voru bundin í lög í Bretlandi árið 1998 og nýlega í Þýzkalandi en þau virðast ekki hafa tíðkast á Norðurlöndum. Kannski hefur ekki verið þörf á þeim þar. Við vitum öll að krafa verkalýðsfélaganna um verulega hækkun lágmarkslauna nú er réttmæt og að það er sann- gjarnt að verða við henni. En jafnframt fer ekki á milli mála að slík hlutfallsleg hækkun yfir línuna mundi leiða til efnahagslegs ófarnaðar fyrir þjóðarbúið. Og ef marka má umræður nú er ekki líklegt að verkalýðshreyfingin sé bet- ur í stakk búin nú en áður til að semja um meiri hækkun til láglaunafólks en annarra. Hins vegar eru komnar í gang umræður um aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og þar hefur verið rætt um hækkun persónuafsláttar í skattakerfinu og jafn- vel einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum. Það er tímabært að ræða það í alvöru hvort setja eigi löggjöf um lágmarkslaun hér á Íslandi og koma með af- gerandi hætti til móts við sanngjarnar kröfur sem fram hafa komið áratugum saman en aldrei fundizt fullnægj- andi lausn á. Og að slík löggjöf yrði þáttur í allsherj- arlausn kjaramála á þessu vori. Andmæli munu bæði berast frá hægri og vinstri. Á hægri kantinum frá þeim, sem munu segja að lög- gjafinn eigi ekki að hafa afskipti af kjarasamningum. Á bak við þá afstöðu liggur viss grundvallarsannfæring í stjórnmálum. En þeir sem þá afstöðu taka ættu að íhuga sögu þessarar löggjafar í Bandaríkjunum. Ábyrgir forystumenn repúblikana hafa ekki beitt sér fyrir afnámi þeirrar lagasetningar í 77 ár. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi hefur ekki boðað afnám þessara laga þar og Kristilegir demókratar í Þýzkalandi stóðu að löggjöf um lágmarks- laun þar. Einstaka talsmenn Alþýðusambands Íslands hafa lýst andstöðu við lögfestingu lágmarkslauna af áþekkum ástæðum. Þeir hafa talið það sitt hlutverk að semja fyrir hönd þessara hópa. En þeim hefur ekki tekizt vel til við það hlutverk og þessa stundina er staðan sú í kjaradeilum, að ASÍ kemur þar lítið við sögu og hefur bersýnilega verið sett til hliðar af eigin aðildarfélögum. Alþingismenn hljóta að íhuga sínar skyldur. Til hvers eru þeir kjörnir á Alþingi? Eitt af þeirra hlutverkum er augljóslega að taka á málum af þessu tagi, þegar óréttlætið blasir við en þeim sem það stendur næst hefur ekki tekizt áratugum saman að bæta úr. Það getur líka verið gagnlegt fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins að horfa til Bretlands og íhuga þær breyttu áherzlur, sem David Cameron er að fylgja fram í nýrri ríkisstjórn. Hann vill gera Íhaldsflokkinn að flokki hins vinnandi fólks í Bretlandi. Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn var næststærsti flokkurinn á þingum Alþýðusambandsins, þótt fulltrúar þar væru vissulega ekki merktir flokkum. En flokks- skrifstofurnar kunnu að telja. Í athyglisverðu samtali, sem ég átti við sérfróðan mann fyrir nokkrum dögum um þessar breyttu áherzlur Íhalds- flokksins kom þessi athugasemd: Það eru tragedíurnar í lífi fólks sem mótar það. Cameron og kona hans misstu barn. Þetta er rétt. Þau vita af eigin reynslu hvað það er að finna til. Og þess vegna finnur Cameron til með því fólki í Bretlandi sem á bágt og vill bæta hag þess. Við Íslendingar eigum að finna til með því fólki í okkar samfélagi sem býr við erfiðan hag. Þingmenn stjórnar- flokkanna ættu að skoða lagafrumvarp sem þrír þing- menn, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J. Sigfús- son og Birgitta Jónsdóttir, hafa lagt fram um lögfestingu lágmarkslauna og ræða hugsanlegar breytingar á því sem þátt í lausn kjaradeilna. Það er sanngjarnt og réttlátt og aðrir hópar í samfélag- inu geta ekki vísað til laga sem sett eru á þeim forsendum sem fordæmi fyrir kauphækkunum þeim til handa sem mundu leiða til nýrrar efnahagslegrar kollsteypu. Lögfesting lágmarkslauna þáttur í lausn kjaradeilna? Lágmarkslaun eru lögbundin í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzkalandi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Nokkrir útlendir fræðimenn,sumir jafnvel vinsamlegir Ís- lendingum, hafa efast um, að þeir fái staðið undir sjálfstæðu ríki. Frægt varð viðhorf danska rithöfundarins Georgs Brandesar. Hann hafði mælt fyrir minni Íslands árið 1900 og sagt, að ekki kæmi að sök, hversu fáir þeir væru. Sauðir væru að vísu fleiri en menn á Íslandi, en svo væri einnig í Danmörku, þótt í öðrum skilningi væri. En þegar Einar Benediktsson krafðist sérstaks fána fyrir Ísland í viðtali við danskt blað 1906, sneri Brandes við blaðinu og skrifaði háðsgrein í Politiken 16. desember um, að Amager ætti að óska eftir sjálfstæði og hafa eigin fána. „Marg- ir eru þeirrar skoðunar, að skærlit gulrót á spínatgrænum fánafleti væri einkar þekkileg.“ Ef til vill er á vitorði færri, að hinn kunni breski sagnfræðingur Alfred Cobban gerði lítið úr íslensku þjóð- ríki í bók, sem hann birti 1944 um sjálfsákvörðunarrétt þjóða (Nation- al Self-Determination, Oxford Uni- versity Press). Cobban andmælti þar hugmyndinni um þjóðríkið, að hver þjóð ætti að mynda sjálfstætt ríki. Sérstaklega væri hún óraun- hæf, þegar um smáþjóð væri að ræða (bls. 74). „Ef við tökum dæmi, er þá raunhæft að trúa því, að orðið verði eða verða ætti við sjálfstæð- iskröfum íbúa Wales, Hvíta- Rússlands, Elsass eða Flandurs með viðurkenningu sérstakra ríkja þeirra? Ætti franska Kanada að mynda sérstakt ríki? Myndi Möl- tubúum vegna betur sem þjóð, ef þeir slitu tengslin við Breta og reyndu að stofna sjálfstætt ríki án nokkurs tillits til fyrirætlana grann- ríkja við Miðjarðarhaf? Hefur Ísland efni á því að vera án efnahagslegra tengsla við eitthvert stærra og auð- ugra ríki?“ Nú kunna ýmsir að telja Cobban óspámannlega vaxinn, því að Hvíta- Rússland og Malta eru þegar sjálf- stæð ríki og öflugar aðskiln- aðarhreyfingar starfa í franska Kan- ada (Quebec) og á Flandri. En auðvitað er Hvíta-Rússland mjög háð Rússlandi, og Malta hefur að miklu leyti afsalað sér fullveldi með aðild að Evrópusambandinu. En þegar Cobban skrifaði þessi orð, hafði Ísland verið fullvalda ríki í 26 ár. Það þurfti auðvitað eins og öll smáríki stuðning, vináttu og við- skipti við stærri þjóðir, en þetta hlaut ekki eins og Cobban virtist gera ráð fyrir að einskorðast við eitt- hvert eitt ríki, einn ráðríkan Stóra bróður. Jón Sigurðsson svaraði Cobban vel löngu áður í ritgerðinni „Um skóla á Íslandi“ í Nýjum fé- lagsritum 1842 (bls. 146-7): „Þá hefir menntunin verið mest, þegar mestar hafa verið utanferðir og Íslendingar átt mest viðskipti við önnur lönd; þó ekki við eitt land, heldur mörg.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Brandes og Cobban gera lítið úr Íslendingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.