Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 20
Flugferðin yfir hafið Hornafjörður Reykjavík Vogar í Færeyjum Wick í Skotlandi Sywell á Englandi SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hópur flugmanna á fimm litlum heimasmíðuðum flugvélum stefnir í næstu viku að því að fljúga frá Reykjavík til Skotlands með viðkomu á Höfn í Hornafirði og í Vogum í Færeyjum. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því um áramót og stefnan var strax sett á að fara utan síðari hluta maí. Þá er að jafnaði stað- vindasamt yfir norðurhöfum og lægð- ir sjaldan í loftinu. „Okkur sýnist langtímaspáin fyrir næstu viku vera góð. Við horfum til næsta miðviku- dags, 20. maí,“ segir Sigurður Ás- geirsson, flugstjóri hjá Landhelgis- gæslunni, sem er fyrirliði hópsins. Hafa mikla reynslu Vélarnar sem flogið verður út eru TF BTH og BLU, sem báðar eru Pitts Special, en hinar eru TF ART, TF RVA og TF RVC, allar þrjár af gerðinni Van’s. Þær eru allar smíð- aðar af Árna Sigurbergssyni, fyrrver- andi flugstjóra, sem er einn leiðang- ursmanna. Fáir ef þá nokkrir Íslendingar hafa smíðað jafnmargar flugvélar og Árni, sem á að baki vel yfir 20 þúsund flugtíma, rétt eins og Björn Thoroddsen, sem verður á ann- arri vél. „Fljótlega eftir að hugmyndin um þessa ferð kom fram var nefnt að gaman væri ef flotinn yrði aðeins heimasmíðaðar vélar og það gekk eft- ir. Að slíkt skyldi nást er mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður Ás- geirsson, sem hefur margsinnis flogið litlum vélum milli landa. Hann býr því að mikilli reynslu sem nú kemur sér vel. Þess má og geta að sjötta vélin verður í samfloti við hinn heimasmíð- aða flota. Það er TF-MAX, af gerð- inni Socata, sem nú hefur verið seld til Bretlands. Á flugsýningu í Syvell Fyrsti áfangi ferðarinnar, frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði, er 400 kílómetrar. Áætlaður flugtími þangað er 1:40 klst og er þá miðað við 125 hnúta flughraða. Leiðin frá Höfn til Voga í Færeyjum er um 470 kíló- metrar og flogin á um 2:30 klst. Legg- urinn frá Færeyjum til Wick, sem er nyrst í Skotlandi, er svo viðlíka bæði í vegalengdum og flugtíma. Ætlunin er að fljúga áfram suður Bretland, milli- lenda á nokkrum stöðum og enda síð- an í bænum Syvell, sem er nokkru fyrir norðan Lundúnir. Þar verður haldin flugsýning dagana 29.-31. maí og er koma Íslendinganna hluti af dagskránni. Heimferð þeirra er svo fyrirhuguð einhvern fyrstu daganna í júní. Sigurður Ásgeirsson segir að í mörg horn hafi verið að líta við und- irbúning ferðar. Öryggismálin séu númer eitt. Tveir verða í hverri vél, verða í flotgalla með björgunarvesti og gúmmíbátur er um borð. Þá hafa leiðangursmenn fengið margvíslegar æfingar, meðal annars í þyrlubjörgun hjá Landhelgisgæslunni. Þá hefur verið farið vandlega yfir kort og leið- arlýsingar. Flogið verður yfir hafið í 5.500 feta hæð og þaðan af lægra eftir skilyrðum til sjónflugs. Landsýn mestan hlutann „Nei, þótt þetta séu eins hreyfils flugvélar er þetta í góðu lagi. Mót- orarnir slá sjaldan feilnótu og vél- arnar eru yfirfarnar mjög vandlega. Stóra breytingin er þó sú að nú eru komin GPS-tæki sem sýna hárná- kvæma staðsetningu. Slíkt er mikið öryggisatriði. Menn vita því alltaf hve er langt í land vilji svo ólíklega til að eitthvað beri út af,“ segir Sigurður og bætir við að sú tilfinning að fljúga yfir sjó og sjá svo land rísa úr hafi sé jafn- an býsna ljúf. „Miðað við flughæð og hæð fjalla munum við, sé veður gott, hafa land- sýn lengst af í fluginu til Færeyja. Fyrst Vatnajökul í baksýn og ekki löngu eftir að honum sleppir, kannski 150 sjómílur frá Færeyjum, fara topparnir þar að gægjast upp á sjón- deildarhringinn. Sama verður í Skot- landsfluginu; mestan hluta leiðar sést stranda í millum, sem staðfestir að flugleiðin milli Íslands og Skotlands er ekki löng, þrátt fyrir allt.“ 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Í tilefni af 60 ára afmæli Kópavogs er opið til kl 21 í kvöld. Fríar sjónmælingar og léttir veitingar í boði. Traust og góð þjónusta í 18 ár Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 „Mér fannst hugmyndin um að fljúga yfir hafið á heima- smíðaðri vél mjög spennandi og þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar og sló til þegar þetta tækifæri kom bauðst,“ segir Berglind Heiða Árna- dóttir flugmaður. Þau feðg- inin, Berglind og Árni Sigur- bergsson, ætla að fara saman á vélinni TF ART og munu þau skiptast á að fljúga. „Flugið er alltaf skemmti- legt og verður seint hvers- dagslegt. Þetta verður samt góð tilbreyting frá þotuflug- inu og þess utan góð reynsla,“ segir Berglind sem starfar hjá Icelandair og flýgur á Boeing 757-vélum „Hlutirnir þróast oft þannig að fólk hættir á litlu vélunum þegar það fer í atvinnuflug. Sjálf hef ekki haft tíma til að sinna einkafluginu síð- ustu árin svo það er frábært að rifja upp kynnin við þetta skemmtilega sport. Verkefnið er spennandi og hópurinn góður. Svo er líka ómetan- legt að fljúga með pabba sem á stóran þátt í að ég fór í flugið á sínum tíma. TF ART er fyrsta vélin sem pabbi smíðaði og varð kveikjan að því að ég fór að læra flug á sínum tíma. Svona tækifæri kemur bara einu sinni á ævinni.“ Þetta er tækifæri ævinnar FEÐGININ ÆTLA AÐ FLJÚGA SAMAN TIL SKOTLANDS Fljúgandi Berglind Heiða og Árni faðir henn- ar með dóttursoninn Kristófer Sölva. Á heimasmíðuðum yfir hafið  Stefna á sjónflug frá Reykjavík til Skotlands í næstu viku  Þaulvanir flugmenn og mikill undir- búningur  Maí er besti mánuðurinn  Um fimm tíma flug yfir sjó  Taka svo þátt í flugsýningu Morgunblaðið/Þórður Listflug TF-BTH er ein vélanna sem flogið verður utan í næstu viku og verður Sigurður Ásgeirsson undir stýri. Leiðangursfólk Frá vinstri Árni Sigurbergsson, Berglind Árnadóttir, og synir hennar tveir sem verða heima, og þá Björn Thoroddsen, Sigurður Ásgeirsson, Sveinn Kjartansson, Óli Öder, Guðjón Jóhannesson, Atli Þorvaldsson, Þorvaldur Bjarnason og Þórður Arnar Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.