Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA BRASILÍA Fyrir um 150 árum settust íslendingar að í Curitiba í Brasilíu og nú í dag skipta afkomendur þúsundum. Við kynnumst þeim og samfélagi þeirra í dag, en í Curitiba er öflugt Íslendingafélag. Við heimsækjum m.a. hinar glæstu borgir Rio de Janeiro, Curitiba og Florianapolis. Við sjáum stórkostlega náttúru, regnskóga, aflmestu fossa heimsins og fallegar strendur. Kynnumst brosandi heimamönnum sem vilja allt fyrir þig gera. Verð kr. 644.724 á mann í tveggja manna herbergi Innifalið í verði: Allt flug og allir skattar, gisting með morgun- verði, ísl. fararstjóri, akstur, skoðunarferðir o.m.fl. 19. SEPTEMBER - 4. OKTÓBER Næstkomandi sunnudag 17. maí kl. 14.00 verður hin árlega Siglufjarð- armessa haldin í Grafarvogskirkju. Ræðumaður verður Ólafur Nilsson, lögg. endurskoðandi, einn af stofn- endum Siglfirð- ingafélagsins Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði, þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Antonia Hevesi, fyrrverandi organisti Siglufjarð- arkirkju. Fjóla Nikulásdóttir syng- ur einsöng við undirleik Gunnsteins Ólafssonar. Siglfirðingarnir Hólmfríður Ólafsdótt djákni og Snævar Jón Andrésson guðfræðinemi flytja ritningarorð. Þá flytja félagar úr stjórn Siglfirðingafélagsins bænir. Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þor- steinsson, heiðursborgara Siglu- fjarðarkaupstaðar, verða fluttir í messunni. Eftir messu er hið rómaða kaffi- samsæti Siglfirðingafélagsins. Allir eru boðnir velkomnir. Siglufjarðarmessa í Grafarvogskirkju Bændasamtök Íslands telja við- ræður við undanþágunefnd dýra- lækna tilgangslausar eftir að nefndin hafnaði öllum undan- þágubeiðnum samtakanna án skýr- inga á fundi sem haldinn var í gær. Undanþágubeiðnirnar sneru að undanþágu til slátrunar vegna vax- andi þrengsla á búum og tekju- skorti, að því er fram kemur í yfir- lýsingu BÍ. Kom höfnun nefndarinnar BÍ í opna skjöldu þar sem fjárhagstjón bænda sé nú þegar orðið gríðarlegt og samráð samtakanna við BHM og Dýralæknafélag Íslands hafi litlu skilað. Undanþágubeiðnirnar fylgdu þeirri forskrift sem gefin var upp á fundi Bændasamtaka Ís- lands og BHM miðvikudaginn 13. maí. Áttu þær að létta undir með búunum og koma í veg fyrir fjölda- gjaldþrot í greinunum, sem stefnir í fái bú ekki tekjur bráðlega. Fjöldagjaldþrot búgreina yfirvofandi FRÉTTASKÝRING Malín Brand malin@mbl.is „Þetta eru svo rosalegar aðgerðir að þær eru ekki framkvæmanlegar og ekki nothæfar í svona kjarabar- áttu,“ segir Jón Magnús Jónsson, bóndi á Reykjum og fram- kvæmdastjóri Ísfugls, um þau áhrif sem verk- fall dýralækna hafa haft. Kjöti af þeim skepnum sem slátrað hefur verið á undan- þágu af dýra- velferðarsjón- armiðum hefur verið komið fyrir í frysti og ekki má selja það fyrr en að verkfalli loknu, eins og sam- ið var um á milli ræktenda og undanþágunefndar. Jón Magnús segir það býsna hart að öll starfsemi ræktenda stöðvist vegna deilna sem þeir séu ekki sjálfir aðilar að. „Ef starf- semi frystihúss er stöðvuð, svo dæmi sé tekið, þá stoppa togar- arnir en fiskarnir eru í sjónum og lifa góðu lífi. En við erum með fiskana, það er að segja dýrin. Okkur er trúað fyrir þeim og við þurfum að sjá til þess að þau haldi lífi og líði vel,“ segir hann til út- skýringar á þeirri stöðu sem rækt- endur eru í. Neysla á unnum vörum eykst Ekki skila tekjurnar sér þegar ekkert fæst greitt fyrir kjötið og staða ræktenda versnar gagnvart birgjum því skorturinn á rekstrar- fé gerir það að verkum að erfiðara verður að standa í skilum með hverjum deginum. Neytendur hafa fundið fyrir skorti á fersku fugla- og svínakjöti í verslunum og gengur á það sem til er af frosnum kjúklingi. Í svari Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, við fyrir- spurn blaðamanns um stöðuna á markaði kemur fram að ljóst sé að valkostum neytenda hafi fækkað og það hafi skilað sér í mjög auk- inni sölu í þeim tegundum kjöts sem til eru í verslunum. „Við sjáum því aukna sölu á mörgum tegundum af lambakjöti og því sem við eigum til af nautakjöti. Sala á ýmsum öðrum meira til- búnum vörum hefur einnig auk- ist,“ segir í svari Steinþórs. Réttindi dýra virt erlendis Systurfélög eggja- og kjúklinga- bænda á Norðurlöndunum hittust í Noregi í síðustu viku og var staðan hjá íslenskum ræktendum vandlega rædd og ljóst að bændur erlendis hafa fylgst með þeirri stöðu sem komin er upp hér á landi vegna verkfalls dýralækna. „Danir og Svíar sögðu að hjá sér væri búið að taka þessa umræðu og Svíar lýstu því yfir að enginn í vinnu sem tengist dýrum, slátrun, eða kæmi á nokkurn hátt að þessu ferli, legði niður vinnu í vinnudeil- um. Dýrið hefði sinn rétt. Vinnu- deilan hér á landi og staða hennar vakti mikla furðu hjá þessum að- ilum. Þetta eru jú löndin sem við viljum helst bera okkur saman við,“ segir Jón Magnús. Aldrei aftur Jón Magnús segir að ljóst sé að gera þurfi áætlun um hvað gera skal í búskap ef koma skyldi til verkfalls síðar. „Þetta má aldrei gerast aftur. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því hve tæpt þetta stendur,“ segir Jón Magnús. Alifuglaræktendur óskuðu eftir því í vikunni að fá að slátra og setja afurðirnar beint á markað en því var hafnað í gær. „Það þótti ekki grundvöllur til að slaka neitt á að svo stöddu. Því miður. Þetta er afskaplega erfitt ástand,“ segir Charlotta Oddsdóttir, talsmaður Dýralæknafélags Íslands. Eftir sem áður voru í gær veitt- ar undanþágur til innflutnings á stofneggjum til kjúklingafram- leiðslu næsta árs og til útflutnings á Senegalflúru-seiðum. „Bæði varðar þetta framtíðarframleiðslu og afurðir komandi mánaða,“ segir hún. „Þetta má aldrei gerast aft- ur,“ segir forstjóri Ísfugls  Fordæmalaust á Norðurlöndum að dýrum sé ekki slátrað vegna verkfalla Hænur Staðan sem komin er upp á kjúklinga- og svínabúum er grafalvarleg og myndi ekki koma upp í nágrannalöndunum, að sögn Jóns Magnúsar. Jón Magnús Jónsson Verkfall dýra- lækna hjá Mat- vælastofnun sem hefur staðið yfir frá 20. apríl hef- ur valdið öllum búgreinum tjóni. Þar af hefur svína- og ali- fuglarækt orðið fyrir mesta skað- anum. Í sameig- inlegri fréttatilkynningu hags- munaaðila er fullyrt að aðgerðir 20 dýralækna hafi stórskaðað bú- greinar og geti mögulega eyðilagt þær ef fram heldur sem horfir. Mörg hundruð störf eru í húfi og ástandið hefur bitnað á dýrunum þar sem reglur um dýravelferð hafa verið brotnar meðan á verk- fallinu hefur staðið. Varlega áætlað er tjón svína- og alifluglabúgreinanna metið á 80- 100 milljónir kr. á viku þar sem eðlileg slátrun er ekki leyfð og vegna ólögmætra skilyrða dýra- lækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað. Hefur Samkeppniseftirlitinu verið sent erindi þess efnis. Telja forstöðu- menn búgreina slíkt brot á sam- keppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Óska þeir eftir því að gripið verði inn í aðgerðir með viðeigandi viður- lögum. Um 80-100 milljóna kr. tjón á viku og hundruð starfa í húfi Svín Verkfallið bitnar á dýrunum. » Þar sem dýralæknar Mat- vælastofnunar eru í verkfalli eru sláturafurðir ekki heilbrigð- isvottaðar. Á meðan er ekki slátrað án undanþágu. » Alifugla- og svínaræktendur hafa fengið undanþágur til slátrunar á grundvelli dýra- velferðarsjónarmiða. » Að slátrun lokinni fara afurð- ir í frost þar sem ekki má selja þær fyrr en að verkfalli loknu. » Alifuglaræktendur hafa leigt frystirými til að koma kjötinu fyrir. Ísfugl leigir t.d. frysti- geymslur hjá Sundafrosti. Kjúk- lingurinn er frystur heill. » Afurðastöðvarnar sem svína- ræktendur skipta við hafa ýmist hlutað skrokkana niður og unn- ið kjötið eða fryst skrokkana heila, hafi þær tök á. » Að verkfalli loknu munu ali- fuglaræktendur þíða afurðirnar og hluta niður í þeim tilvikum sem það á við. » Um 1.400 tonn af kjúklinga- og svínakjöti bíða nú í frysti- geymslum víða um land. » Tómlegt er orðið í kjöt- borðum verslana víða um land og nokkuð um liðið síðan ferskur kjúklingur kláraðist. » Velta má fyrir sér hvort brunaútsala verði á svína- og fuglakjöti að verkfalli loknu þegar afurðirnar fara á mark- að. Hvar er kjötið núna? Á MEÐAN EKKI MÁ SELJA AFURÐIR HRANNAST BIRGÐIR UPP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.