Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 ✝ Ólafur Svein-björn Vilhjálms- son fæddist á Ísa- firði 26. júlí 1927. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 10. maí 2015. Foreldrar hans voru Sesselja Svein- björnsdóttir, f. í Botni í Súgandafirði 11.2. 1893, d. á Ísa- firði 10.12. 1950, og Vilhjálmur Jónsson, f. á Höfða í Grunnavík 25.5. 1888, d. á Hrafnistu í Reykjavík 24.11. 1972. Systkini Ólafs eru Guðmundína Kristín, f. 1915, d. 2009; Guðfinna, f. 1917, d. 1998; Jón, f. 1918, d. 1994; Guðmundur Friðjón, f. 1919, d. 1920; Guðmundur Frið- rik, f. 1921, d. 2006; Jóhanna, f. 1922, d. 2001; Ásgeir Þór, f. 1924, d. 2008; Hansína Guðrún sambýliskona Line K. Jenssen. Guðbjartur á sex börn úr fyrri samböndum og sjö barnabörn. Line á þrjú börn áður. 5) Stúlka, andvana fædd 19.10. 1964. 6) Sesselja Anna, f. 3.1. 1967, maki Jón Pétur Einarsson og eiga þau tvö börn. Sesselja á þrjú börn úr fyrra sambandi. 7) Ólaf- ur Helgi, f. 15.9. 1971, maki Ása Rut Halldórsdóttir og eiga þau þrjú börn. Ólafur á þrjú börn úr fyrri samböndum og Ása á tvö börn áður. 8) Þórey María, f. 30.5. 1973, maki Þórður Emil Sigurvinsson og eiga þau fimm börn. 9) Lilja Debóra, f. 4.5. 1976, maki Sæmundur Bjarni Guðmundsson og eiga þau tvö börn. Lilja á eitt barn úr fyrra sambandi. 10) Nína Dís, f. 25.3. 1985, sambýlismaður Magnús Salvarsson og eiga þau tvö börn. Ólafur bjó á Ísafirði alla sína tíð. Hann vann hjá Vegagerð ríkisins alla sína starfsævi og stundaði búskap meðfram því til æviloka. Ólafur Sveinbjörn verður jarðsunginn frá Ísafjarðar- kirkju í dag, 16. maí 2015, kl. 14. Elísabet, f. 1926; Finnur, f. 1929, d. 1930; Sumarliði Páll, f. 1930, d. 2013; Jason Jó- hann, f. 1932, d. 2009; Matthías Sveinn, f. 1933, d. 1999. 4. júní 1960 kvæntist Ólafur Helgu Maríu Kristjánsdóttur, f. 6.9. 1939. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Þórey, f. 7.6. 1958, maki Guðjón Andersen og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Vilhjálmur, f. 25.10. 1960. Fyrr- verandi sambýliskona hans er Birna Ólafsdóttir og eiga þau tvö börn. 3) Kristján, f. 12.1. 1962, maki Hulda Valdís Stein- arsdóttir og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 4) Guð- bjartur Brynjar, f. 1.6. 1963, Já, þannig líður tíminn. Í dag er borinn til grafar tengdafaðir minn Ólafur Vilhjálmsson eða Óli Villa eins og hann var kallaður í dag- legu tali. Ég minnist Óla fyrst þegar við Kristján sonur hans kynntumst, hann var hæglátur og flíkaði ekki skoðunum sínum að óþörfu en stóð fast á sínu ef svo bar undir og talaði aldrei illa um neinn. Kom upp vænlegum níu barna hópi og var stoltur af. Óla féll aldrei verk úr hendi og ósérhlífinn var hann og þó svo vanheilsan hafi tekið sinn toll und- anfarin ár og oft staðið tæpt var það jákvæðnin og dugnaðurinn sem kom honum af stað aftur og stefnan var ætíð sú að vera kom- inn af stað inn fjárhús fyrir næsta burð eða göngur. Oft var gantast með það að Óli ætti níu líf eins og kötturinn og hafði hann gaman af því og brosti í kampinn. En senni- lega eiga þau líf sinn tíma eins og önnur líf. Bóndi var Óli fram í fingurgóma og vorin voru hans uppáhaldstími, oft kallaði hann á mig þegar við vorum saman í fjár- húsinu og benti út á túnið og dásamaði litlu lömbin sín, hvað þau væru falleg, hann elskaði kindurnar sínar. Á haustin þegar hann talaði um að þessa eða hina kindina vantaði en okkur hinum fannst hver kind annarri lík brást sú þekking ekki frekar en vana- lega. Það var Óla þungbært þegar við urðum að lóga öllu fénu vegna mengunar í Sorpbrennslunni Funa mánuði fyrir burð. Eitt skipti stuttu eftir förg- unina þegar við sátum yfir kaffi- bolla heima og Óli var nýkominn innan úr fjárhúsi sagði hann mér að tíkin okkar hefði lagst á auðar grindurnar og spangólað „og ég gat ekki annað en grátið með henni,“ sagði hann. Já, svona var Óli minn, mátti aldrei neitt aumt sjá hvort sem það voru afabörnin hans eða skepnurnar. En önnur áhugamál átti Óli líka þó svo að hann léti sig aldrei í fyrsta sæti og færi ekki að sinna þeim fyrr en á fullorðinsárum, nokkrum sinnum fórum við á þorrablót og alltaf var hann fyrst- ur manna út á gólfið með tengda- dótturina sér við hlið. Óli elskaði að dansa og seinna fór hann svo að dansa með eldriborgurum. Eitt sinn kom hann til mín á Urðar- veginn, nánast hoppaði inn um dyrnar af gleði og sagði að hann hefði ekki misst úr eitt einasta lag og dansað við allar konurnar frá upphafi til enda. Óli kom stundum með okkur í sumarfrí og þá nutu feðgarnir þess að vera í heita pottinum og slaka á eða það var ferðast saman um landið. Óli var svo þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert og talaði lengi um það á eftir. Strákarnir mínir nutu þeirra for- réttinda að fá að alast upp með afa sínum og þær eru dýrmætar, minningarnar um góðan afa. Elsku tengdapabbi minn, mikið á eftir að verða tómlegt hérna hjá okkur eftir að þú ert farinn en minningin lifir og lífið heldur áfram, nú eruð þið sameinuð á ný, tengdamamma og þú. Þín tengdadóttir Hulda. Við höfum átt margar stundir saman og flestar af þeim voru þar sem þér þótti best að vera, í fjár- húsinu með kindunum. Uppá- haldstími þinn var rétt að byrja, sem er sauðburðurinn, en þú ljóm- aðir allur þegar hann nálgaðist og spenningurinn fór varla framhjá neinum. Svo tók næsti kafli við, heyskapurinn. Þar passaðir þú upp á að allt færi rétt og vel fram og þess á milli gekkst þú um túnin með hrífuna þína til að aðgæta að hvert einasta strá hefði farið með, því ekki mátti skepnurnar skorta hey. Svo fór að líða á haustið og aftur varstu farinn að ljóma af spenningi. Nú voru kindurnar þín- ar að koma heim. Elsku afi minn, margs er að sakna og margs er að minnast. Þú varst sannarlega gull af manni. Ég vil þakka þér fyrir allt. Þú hef- ur reynst mér og mínum vel og skilur eftir stórt spor í hjarta okk- ar. Við höfum margar skemmti- legar og ljúfar minningar um þig sem munu fylgja okkar um ókom- in ár. Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann lætur. Þar er loftið svo tært, þar er ljósblikið skært. – Þar af lynginu er ilmurinn sætur. (Hugrún.) Ég kveð þig að sinni, afi minn. Þinn, Ólafur Sveinbjörn. Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson ✝ Steinn Péturs-son Tavsen fæddist á Hofsósi 8. júlí 1949. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 6. maí 2015. Foreldrar Steins voru Aðalheiður Bára Vilhjálms- dóttir, f. 31. októ- ber 1922, d. 3. október 1960, og Pétur Andreas Tavsen, f. 20. september 1919, d. 24. maí 1990. Systkini Steins eru Uni Þórir, f. 19. mars 1942, d. 24. mars 2014; Hermína Sofía, f. 29. júlí 1948, d. 1. ágúst 1993; Sig- urður Bjarnar, f. 21. október 1950; Rúnar, f. 3. febrúar 1953; Salmína Sofie, f. 6. september 1954. Steinn missti móður sína 11 ára gamall og fór þá í fóstur á Bæ á Höfðaströnd til Krist- ínar og Björns sem reyndust Vestmannaeyjum var hann á Guðmundi VE, Þórunni Sveins- dóttur VE og Gjafari VE. Í Vestmannaeyjum tók hann fiskimanninn í Stýrimannaskól- anum sem gaf honum stýri- mannaréttindi í fraktina og sigldi hann á Mælifellinu á Grænland, Ameríku, Evrópu og Rússland. Hann var til sjós á nokkrum bátum sem Hofsós- ingar áttu, þar á meðal á Haf- borg, Berghildi, Frosta og Rót. Á tíunda áratugnum varð breyt- ing á högum Steins þegar hann fór að vinna sem verkstjóri við hellulagnir og aðra verktaka- vinnu, meðal annars hjá Fjöl- verki, þar sem hann var lengst, svo með Sigurði bróður sínum hjá STP verktökum. Síðustu ár- in vann Steinn hjá Hampiðjunni við netagerð og netauppsetn- ingu. Steinn var síðustu fjögur árin til heimilis á Borgarvegi 15 hjá bróðursyni sínum Ómari og einnig var hann mikið yfir æv- ina hjá Salmínu systur sinni í Skagafirði. Útför Steins verður gerð frá Hofsóskirkju í dag, 16. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 14. honum vel. Börn Steins eru: 1) Bára Jónína, f. 27. jan- úar 1969, móðir Hallfríður Sigríður Jónsdóttir, maki Kristinn Frímann Árnason, f. 15. des- ember 1968, börn þeirra eru Unnur Inga, Andrea Ösp og Árni. 2) Sváfnir Már, f. 13. ágúst 1986, móðir Bergrún Antons- dóttir. Steinn var skipstjóri og stýri- maður að mennt. Hann byrjaði snemma að vinna og vann bæði til sjós og lands. Hann var með- al annars við útgerð hjá frænda sínum, Þorgrími Hermannssyni, og öðrum skyldmennum. Eins og tíðkaðist fór Steinn á vertíð- ir á veturna í Ólafsvík og Vest- mannaeyjum, þar sem hann var meira og minna í rúm 20 ár. Í Ekki grunaði mig það þegar faðir minn Uni Pétursson andaðist hinn 24. mars 2014 að þú, sjö árum yngri bróðir hans, myndir fara að- eins rúmum 13 mánuðum seinna. Ævi okkar hefur verið samtvinnuð frá því ég fæddist. Þú sagðir mér að daginn sem ég fæddist hefði verið gott veður og mjög góð grásleppuveiði svo ekki var verið í landi að bíða eftir að ég kæmi. Þegar þið komuð í land var litið við, farið að sofa og aftur á sjóinn að draga fleiri net. Svona var allt þitt líf, elsku frændi, þú flakkaðir um landið og varst á ýmsum bátum og togurum. Einn- ig fórstu um allan heim á Mælifell- inu í millilandasiglingum. Þegar ég var 14 ára og allir fóru að skemmta sér um verslunar- mannahelgi þá komst þú og varst tilbúinn að fara á færaveiðar með okkur feðgunum. Ekki var nú ánægjan mikil hjá mér að vera enn eina helgina á sjó. En að vera með ykkur svona kappsömum að mokdraga þorsk á rafmagnslaus- ar Elliðarúllur gerði það að verk- um að allt ergelsi gleymdist og ég ætlaði ekki að vera minni maður en þú, frændi, svo það var ekki stoppað fyrr en allt var fullt og siglt í land með tæp 12 tonn á 12 tonna báti. Það var ekki að ástæðulausu að þú, Steinn Pétursson Tavsen, varst kallaður „Harður“ af mér og fleirum þótt þú gengir undir nafn- inu Brói. Þér fannst ekkert vera neitt mál og reyndir alltaf að finna léttari lausn til að auðvelda vinn- una fyrir mannskapinn. Það er nú ekki hægt að gleyma því þegar Hafborgin SK var keypt og þú vildir vera með í að róa á þessum báti, fyrst á línu, dragnót og svo á hörpudiski. Þú hafðir ekki séð eða prófað vitlausari vinnuaðferðir en að moka sama grjótinu og skelja- ruslinu með ísskóflum 10 til 14 tíma á dag. Þetta gekk alveg fram af þér svo þú fórst aftur til Vest- mannaeyja þar sem þér líkaði allt- af vel að vera. Þar varstu í góðum plássum eins og til dæmis á Guðmundi VE, Þórunni Sveinsdóttur VE og Gjaf- ari VE. Alltaf togaði Norðurlandið aftur og aftur og komst þú eins og farfuglarnir á vorin og fórst á haustin þegar skyggja tók. Þú varst farsæll og fengsæll skip- stjóri og stýrimaður. Einnig slas- aðist enginn alvarlega og ekki misstirðu mann á sjónum. Margir skipstjórar mættu taka ykkur bræður sér til fyrirmyndar með það hvernig á að koma fram við mannskapinn. Mitt fyrsta verk með stýri- mannaréttindi var að koma um borð hjá þér á Sólfellinu EA og rerum við nokkra mánuði saman á rækjuveiðum eða allt þar til við pabbi fórum aftur saman í útgerð. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt og varst þú ekki nema 11 ára þeg- ar mamma þín dó og þú fórst í fóstur á Bæ á Höfðaströnd. Þar líkaði þér vel og bjóst vel að því sem þú lærðir þar ásamt að því að byrja stuttu seinna á sjó hjá frænda þínum, Þorgrími Her- mannssyni, og öðrum skyldmenn- um sem voru hjá þeirri útgerð. Þegar leiðir okkar lágu aftur sam- an vildirðu stoppa í nokkra daga, sem urðu að fjórum árum, og var það góður tími sem við fengum saman. Þú vildir allt fyrir alla gera sem sakna og syrgja sárt núna. Farðu í friði og mega höfuðáttirnar norð- ur, austur, suður og vestur leið- beina þér. Þín er sárt saknað, elsku frændi. Þorgrímur Ómar Tavsen. Steinn Pétursson Tavsen HINSTA KVEÐJA Hvíl í frið elsku pabbi minn Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín dóttir, Bára. ✝ Jón ÞorsteinnSigurðsson fæddist á Rana við Hvamm í Dýrafirði 22. janúar 1920. Hann lést á dvalar- heimilinu Tjörn á Þingeyri 4. maí 2015. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, f. 10.7. 1888, d. 11.3. 1941, frá Næfranesi við Dýrafjörð, og Margrét Arnfinnsdóttir, f. 21.6. 1895, d. 14.1. 1969, frá Lambadal við Dýrafjörð. Jón var fjórða barn foreldra sinna en þau eignuðust níu börn. Eft- irlifandi bræður Jóns eru þeir: Jóhann Sigurlíni, f. 8. júlí 1928, og Gunnar, f. 6. maí 1930. Eftir fæðingu Jóns fluttust foreldrar hans að Botni í Dýra- firði, en árið 1925 flytjast þau í Lambadal innri, eftir að snjó- flóð féll í Botni. Bjuggu þau í Lambadal innri til ársins 1938 er þau fluttu í Hvamm. Jón kvæntist Guðbjörtu Hall- dóru Vagnsdóttur frá Arnar- firði árið 1953 og eignuðust þau sex börn, þau eru: Sigrún, Mar- grét Ingibjörg, Sigurður Pétur, Jónína Sólveig, Ólafur Ragnar og Arnfinnur Auðunn. Barnabörn Jóns eru níu og barna- barnabörnin átta. Jón og Halldóra hófu sína sambúð á Brekku en fluttust að Hvammi árið 1956 og bjuggu þar til ársins 1962 er þau fluttust til Þingeyrar. Jón var sjómaður og fór á sína fyrstu vetrarvertíð 14 ára árið 1934 og lét ekki af sjó- mennsku fyrr en 1981. Eftir það gekk hann í þau störf sem voru í boði, fiskvinnslu, slátrun og öll almenn verkamanna- störf. Árið 2005 flutti Jón í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Tjörn og síðar hjúkrunardeild- ina árið 2013 þar sem hann dvaldi þar til hann lést. Útför Jóns Þorsteins verður gerð frá Þingeyrarkirkju í dag, 16. maí 2015, kl. 14. Elsku besti afi minn! Þú ert sá besti afi minn. Þú ert nú far- inn til himna. Ég mun sakna þín svo mikið. Nú er hann afi minn farinn til himna að hitta ömmu mína. Hann var alltaf að tala um ömmu. Við drukkum oft kaffi og mjólkurkex með og spiluðum rússa og þú talaðir svo mikið um ömmu af því þú saknaðir hennar svo mikið. Ég kveð þig, afi minn með þessu ljóði. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. Í jörðinni sáðkornið sefur, uns sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur það duft, sem hér gröfin við tekur. (Stefán Thorarensen/Sigurbjörn Einarsson) Jón Hrafnkell Árnason. Jón Þorsteinn Sigurðsson Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, sonar, bróður og mágs, EGILS STEINGRÍMSSONAR, Þórunnarstræti 127, Akureyri. Sérstakar þakkir til allra þeirra er sinntu honum í veikindum hans. . Unnur Hreiðarsdóttir, Hanna Sóley Egilsdóttir, Þóra Ásgeirsdóttir, Birgir Steingrímsson, Finnur Steingrímsson, Erla Sigurgeirsdóttir, Kristján Steingrímsson, Harpa Sigurðardóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR. Þökkum starfsfólki Dalbæjar fyrir frábæra umönnun. . Guðmundur H. Óskarsson, Arna G. Hafsteinsdóttir, Rakel M. Óskarsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Þóra K. Óskarsdóttir, Haukur Jónsson, Óskar A. Óskarsson, Anna H. Jóhannesdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.