Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur til ráðaleysis og vonleysis vegna sameiginlegra verðmæta eða vegna skuldbindinga þinna við einhvern. Um- bæturnar eru litlar en þýðingarmiklar. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú ert að verja dótið þitt frá utanaðkomandi öflum muntu líklega missa það. En líttu ekki of lengi um öxl því það er framtíðin sem skiptir máli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur gefið ungum einstaklingi góða gjöf með því að kenna honum þolin- mæði og sjálfsaga. Stattu svo við ákvörðun þína. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engan veginn það sama hvers virði þú ert persónulega og svo fjár- hagslega. Láttu það ekki á þig fá. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að setja þér takmark með öllu þínu athæfi. Ef þú tekur rétt á málum snúast þau þér í hag, því þú hefur verks- vitið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú munt sjá að eitt er um að tala og annað í að komast. Hraðar er ekki betra og hægar er ekki verra. Notaðu meiri háttar látbragð til að lýsa gjafmildi vina þinna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú vinnur ótrúlega vel með þeim sem eru jafn skipulagðir og þú. Leyfðu þeim að flæða óhindrað í stað þess að reyna að vera eðlileg og láta sem ekkert sé. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Vertu líka opinn fyrir því að kaupa þau verk- færi sem flýtt geta fyrir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það bætir og kætir að grípa til nýstárlegra vinnuaðferða, þótt einhvern tíma taki að komast upp á lagið með þær. Höfum það einfalt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Af öllum líkindum ert þú sá allra skemmtilegasti á heimilinu. Ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum. Þér ber- ast óvæntar fréttir af fjarlægum vinum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur ekki velkst í vafa lengur heldur verðurðu að taka af skarið. Gefðu öðrum færi á að leggja orð í belg og sýndu þeim tillitssemi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu ekki öllu sem sjálfsögðum hlut og sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig. Leitaðu þér upplýsinga um hlutina og dragðu þínar eigin ályktanir af þeim. Síðasta laugardagsgáta var eftirGuðmund Arnfinnsson – með nýju sniði frá hans hendi: Tengist það við af og út. Auka má við heila. Tengt við fót þér færir sút. Fest við stíl sem veila. Árni Blöndal leysir gátuna þannig: Hörð afbrot og harka ljót. Heilabrot mín eru skjót. Böl er að hafa brotin fót, og brjóta stíl í Þokkabót. Helgi R. Einarsson segir: Hér kemur svar við síðustu gátu og farið frjálslega með. Tilgáturnar fara á flot, flestar reynast glappaskot, gleðst svo er ég greini not- a-gildi orðsins, sem er brot. Svar Guðmundar sjálfs: Framan við brot er af og út. Iðka brot má heila. Fót mun brot þér færa sút. Finnst mér stílbrot veila. Og limra eftir hann: Hann Kolbeinn í Kinn var hugsi, kunnur að drolli og slugsi, heimskur sem naut, heilann braut, og hugsar nú minna sá uxi. Sem rímar við limru eftir Krist- ján Karlsson: „Gyðjan er hugsi eftir Kristmann Guðmundsson. (Þögn). Mun eiga að vera gyðjan er uxi.“ Ragnar Árnason að lesa tilkynn- ingar í útvarp fyrir mörgum árum. „Nú hættum við hórdómi og slugsi,“ mælti Hámundur, „gyðjan er uxi“. Hann bíður um stund, brýtur stól, drepur hund. Enn bíður hann. Gyðjan er hugsi. Hér kemur svo ný gáta eftir Guð- mund: Voða hissa verður sá. Valda sárindum það má. Mark, sem litlu lömbin fá. Í ljánum býr, sem heggur strá. Hjálmar Jónsson sendi mér Windows-póst: „Ein fyndnasta frétt vikunnar er um Fiskistofu. Fyrir- svarsmenn koma hamingjusamir í fjölmiðla og segja vandann leystan. Fært er allt í fyrri skorður, fyrir deilur girt. Fiskistofa flutt er norður, fólkið verður kyrrt. Halldór Blöndal halldórblöndal@simnet.is Vísnahorn Gyðjan og Kolbeinn í Kinn eru hugsi Í klípu „ÉG OG MÓÐIR ÞÍN HÖFUM TEKIÐ Á OKKUR OF MIKLAR SKULDIR. VIÐ VÆRUM TIL Í AÐ ÞÚ MYNDIR SELJA ÍBÚÐINA OG FLYTJA AFTUR HEIM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NIÐURSTÖÐURNAR ÚR PRÓFUNUM ÞÍNUM VORU NEIKVÆÐAR. HYPJAÐU ÞIG!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... í hjarta fjölskyldu þinnar. EKKERT ENDIST AÐ EILÍFU RANGT! ÁVAXTATERTUR TELJAST EKKI MEÐ! ÉG VELTI FYRIR MÉR AF HVERJU ÞEIR HAFI EKKI VEITT NEINA MÓTSPYRNU? KANNSKI ÞVÍ AÐ ÞETTA VAR ALLT BÚIÐ TIL Í KÍNA! Víkverji er breyskur eins og flest-allt fólk. Hann rekur sig oft á veggi eins og gengur og gerist í líf- inu því leiðin er víst ekki öll undan fæti. Það væri vissulega þægilegra ef svo væri en þá væri alls óvíst hvort hann gæti staldrað við og horft yfir farinn veg af hæðinni. x x x Víkverji hefur komist að því aðhann á oft mjög erfitt með að fylgja fyrirmælum. Hann þarf oftast að bæta einhverju við út frá eigin brjósti og hunsar oft þau fyrirmæli sem gefin eru. Þetta á þó sérstak- lega við um mataruppskriftir. Vík- verja er gjörsamlega fyrirmunað að fara nákvæmlega eftir þeim leið- beiningum sem standa á pakkanum þó að þær hafi sýnt fram á, oftast með tilraunum, hvernig haga skuli hlutunum svo besta mögulega út- koman blasi við. x x x Segjum að Víkverji sé í eldhúsinuog ákveði að breyta uppskrift. Þá er það spennan fyrir nýrri út- komu sem er hvatinn að aðgerð- unum. Víkverji vill vita hvað getur mögulega komið út úr nýrri upp- skrift. Það skal þó tekið fram að Vík- verji er nokkuð liðtækur við mat- seldina og að því sögðu þá telur hann sig í stakk búinn að breyta og bæta út frá eigin skynbragði. Oftast hefur það gengið vel en ekki alltaf. Tekið skal fram að hann þykist ekki vita betur. Ástæðan er einnig sú að honum þykir stundum gaman að gefa reglum löngutöng þótt hann sé löghlýðinn og heiðarlegur fram í fingurgóma. Hann á t.d. mjög erfitt með að ljúga, að eigin sögn. x x x Hins vegar hefur hann staðið sjálf-an sig að því í áhugamáli sínu að hann á á köflum erfitt með að fylgja fyrirmælum og framkvæma það sem eldri og reyndari benda honum á að gera af því að það hefur sýnt sig að vera árangursríkt. x x x Auðmýkt og að hlusta betur er efstá blaði hjá Víkverja þessi dægr- in. Sjáum hvað það endist lengi. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálmarnir 34:19)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.