Morgunblaðið - 16.05.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 16.05.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Indriði Pálsson, fyrr- verandi forstjóri Skelj- ungs og héraðsdóms- lögmaður, lést á Land- spítalanum í Fossvogi 13. maí sl. á 88. aldurs- ári. Indriði fæddist 15. desember 1927 á Siglu- firði þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Páll Ásgrímsson, verkamaður og síðar verslunarmaður á Siglufirði, og María Sig- ríður Indriðadóttir, húsfreyja á Siglufirði. Albræður Indriða voru Einar og Ásgrímur, sem báðir eru látnir. Systkini Indriða frá seinna hjónabandi föður hans eru Magnús, Sigríður og Lilja Kristín. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1948, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1954 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1958. Að loknu námi gerðist Indriði fulltrúi hjá Samein- uðum verktökum á Keflavíkurflugvelli 1955-57. Síðan starf- rækti hann lögfræði- stofu í Reykjavík á ár- unum 1957-59 og var jafnframt fram- kvæmdastjóri Félags löggiltra rafvirkja- meistara 1957-58 og Meistarasambands byggingarmanna 1958- 59. Á árunum 1959-71 var hann fulltrúi for- stjóra hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. en var síðan ráðinn forstjóri Skelj- ungs árið 1971. Því starfi gegndi hann til ársins 1990 og var síðan stjórnarformaður Skeljungs frá 1990-99. Indriði sat í stjórn Hf. Eim- skipafélags Íslands á árunum 1976- 99, sem varaformaður stjórnar 1984- 92 og stjórnarformaður frá 1992-99. Auk þessa gegndi Indriði fjölmörg- um trúnaðarstörfum í atvinnulífinu, m.a. sat hann í stjórn Flugleiða hf. frá 1988-2001 og í stjórn Ferðaskrif- stofunnar Úrvals-Útsýnar hf. 1987- 92. Þá var hann í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands 1972-78 og í stjórn Verslunarráðs Ís- lands 1982-1990. Indriði var formaður Stúdenta- félags HÍ 1949-50. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur og sinnti þar stjórnarstörfum á árunum 1984- 87, þar af sem forseti 1985-86. Indriði var stórmeistari Frímúrararegl- unnar á Íslandi á árunum 1988-99. Indriði var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1988 og stórriddarakrossi 1993. Indriði kvæntist Elísabetu Guð- nýju Hermannsdóttur (f. 1928) frá Seyðisfirði hinn 15. janúar 1955. Börn Indriða og Elísabetar eru Sig- ríður, gift Margeiri Péturssyni, og Einar Páll, kvæntur Höllu Halldórs- dóttur. Barnabörnin eru fjögur: El- ísabet Margeirsdóttir, Indriði Ein- arsson, Halldór Einarsson og Ingibjörg Einarsdóttir. Andlát Indriði Pálsson, fyrrverandi forstjóri Unnið var að því að koma bátnum Gottlieb 2622, sem varð vélarvana við Hópsnes á Reykjanesi á miðviku- daginn sl., í Njarðvíkurslipp í gær. Báturinn er talsvert mikið laskaður og ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hversu miklar skemmdirnar eru. Seinni partinn í gær var bátskrokkurinn kominn upp á varnargarðinn í Grindavík þar sem tvær beltagröfur héldu honum á meðan beðið var eftir að hann yrði fluttur á vörubíl landleiðina inn í Njarðvík. Vanir menn eru við stjórn- völinn á þessum stórvirku vélum og að sögn sjónar- votta var ekki búist við öðru en að verkefnið yrði leyst með stakri prýði þrátt fyrir mikinn þunga bátsins. Gottlieb í greipum beltagrafa Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frá ársbyrjun 2009 hafa tæplega 6 þúsundum fleiri íslenskir ríkisborg- arar flutt til Noregs og Svíþjóðar en flutt hafa hingað frá þessum löndum. Eru brottfluttir til Noregs umfram aðflutta þar af rúmlega 4.500, að því er lesa má úr gögnum Hagstofunnar. Til samanburðar bjuggu 4.747 manns í Fjarðabyggð um áramót. Þessi straumur skýrir að mestu hvers vegna tæplega 7.600 fleiri ís- lenskir ríkisborgarar hafa flutt frá landinu en til þess frá 2009. Til sam- anburðar eru brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta frá 2000 um 11 þús., eins og hér er sýnt. Á fyrsta ársfjórðungi voru brott- fluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang alls 370 umfram aðflutta. Að óbreyttu verður árið 2015 því fjórtánda árið frá aldamótum þar sem brottfluttir íslenskir ríkisborg- arar eru fleiri en aðfluttir. Þessu er öfugt farið hjá erlendum ríkisborg- urum. Aðfluttir erlendir ríkisborgar- ar á fyrsta ársfjórðungi voru þannig 660 fleiri en brottfluttir. Þar af komu 240 fleiri erlendir ríkisborgarar frá Póllandi en fluttust þangað héðan. Straumur frá Póllandi Á árunum 2009 til 2011 voru brott- fluttir erlendir ríkisborgarar frá Ís- landi til Póllands tæplega 2.400 fleiri en aðfluttir. Frá ársbyrjun 2012 eru aðfluttir frá Póllandi hins vegar um 2 þúsundum fleiri en brottfluttir. Brottfluttir íslenskir ríkisborgar- ar sem flutt hafa til Finnlands eru 30 fleiri en aðfluttir frá ársbyrjun 2009 til 31. desember 2014. Danmörk sker sig úr Norðurlöndunum þar sem flutningsjöfnuður íslenskra ríkis- borgara til landsins er jákvæður. Að- fluttir ísl. ríkisborgarar frá Dan- mörku eru þannig 495 fleiri en brottfluttir frá 2009 til ársloka 2014. Þúsundir flytja frá landinu  Um 6 þúsundum fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa flutt til Noregs og Svíþjóðar frá ársbyrjun 2009 en fluttu þá heim frá þessum löndum  75% þeirra fóru til Noregs Aðfluttir umfram brottflutta 2000—2015 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar 2000 2015* *Eftir fyrsta ársfjórðung. Samtals: -10.869 23.373 Frá 2009: -7.582 1.891 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 -1.000 -2.000 -3.000 Heimild: Hagstofa Íslands Stórmeistararnir Jóhann Hjartar- son og Jón L. Árnason töpuðu báðir sínum skákum á Íslands- mótinu sem fer fram í Hörpu. Mótherjar þeirra voru stórmeist- ararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Hjörvar Steinn og Héðinn Stein- grímsson eru efstir og jafnir að lokinni annarri umferð mótsins. Á annað hundrað skákáhugamenn hafa skilað spá um úrslitin, skv. umfjöllun á skak.is og spá flestir því að Hannes Hlífar sigri og Hjörvar Steinn verði í öðru sæti. Úrslitin eru þó fjarri því að vera ráðin enda mótið rétt að byrja. Enginn spáði rétt um úrslit móts- ins í fyrra þegar Guðmundur Kjartansson hlaut Íslandsmeistara- titilinn. »29 Hjörvar og Héðinn eru efstir  2 umferðum lokið Gert er ráð fyrir að verktakar Vaðla- heiðarganga geti farið að bora og sprengja Eyjafjarðarmegin í byrjun júní. Óvissa er með hvenær hægt verður að hefjast handa á ný Fnjóskadalsmegin vegna vatnsins sem þar steymir inn í göngin. ÍAV vinnur að því að bæta vinnu- aðstæður Eyjafjarðarmegin með ýmsum aðgerðum. Hitinn sem stafar af heita vatninu sem enn rennur inn í göngin þarf að lækka svo þar sé hægt að hefja borun. Kominn er stór blásari sem notaður verður til að loftræsta göngin og starfsmenn ÍAV vinna hörðum höndum við setja upp stærri loftræstirör svo hægt sé að blása meira lofti inn að stafni. Óvissa með austurstafninn Unnið verður að efnaþéttingu í næstu viku til að loka sprungum. Sigurður R. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá ÍAV, gerir ráð fyr- ir að hægt verði að hefja aftur borun og sprengingar um mánaðamót eða í byrjun júní. Forsenda þess að það takist sé að þessar undirbúningsað- gerðir skili tilætluðum árangri og samningar náist við verkkaupann um fjárhagsmál sem tengjast vinnu- aðstæðunum. Ætlunin var að sprengja frá báð- um stöfnum um þessar mundir til að reyna að vinna upp tafir. Nú hafa sprengingar stöðvast báðum megin vegna vatns og hita. Enn er óljóst hvenær hægt verður að hefjast handa Fnjóskadalsmegin. Um 400 lítrar á sekúndu renna þeim megin út úr göngunum og hefur rennsli heldur minnkað frá því það var mest en 20. apríl var rennslið 120 lítrum meira en nú er. Um 620 innstu metr- arnir í göngunum eru undir vatni. helgi@mbl.is Byrjað að sprengja aftur í byrjun júní  Vinnuaðstæður bættar í Vaðlaheiði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fnjóskadalur Heldur hefur dregið úr rennsli kalda vatnsins. VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair KÚBA - ný ferð! Verð frá269.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann í tvíbýli *Verð án Vildarpunkta 279.900 kr. 23. - 30.NÓVEMBER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.