Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 1

Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  114. tölublað  103. árgangur  ÞROSKAÐAR FYRIRSÆTUR MEÐ MJÚKAR LÍNUR Í́SLENSKIR HRÚTAR Í CANNES LÓFAKLAPP Á HEIMSFRUMSÝNINGU 49PULP-TÍSKUVIKA 10 Morgunblaðið/Þorkell Neysla Fólk kaupir nú unnar kjötvörur í auknum mæli í verslunum.  Heldur er tómlegt um að litast þar sem ferskur kjúklingur og svínakjöt á að vera í matvöruversl- unum. Að sögn forstjóra Slátur- félags Suðurlands hefur sala á lamba- og nautakjöti aukist síðustu vikur og sömu sögu er að segja af unnum kjötvörum sem fólk kaupir nú í auknum mæli. Ekki er slátrað á meðan dýralæknar Matvælastofn- unar eru í verkfalli nema í undan- þágutilvikum en þá eru sláturaf- urðirnar settar í frysti. Fyrirtæki í þessum greinum lýstu yfir í gær að tjón svína- og alifuglabúgreinanna væri a.m.k. 80-100 milljónir kr. á viku á meðan eðlileg slátrun er ekki leyfð. »12 Aukin neysla á unnum kjötvörum í verkfallinu Benedikt Bóas Björn Jóhann Björnsson „Við byrjuðum fundinn ferlega neikvætt en svo var lagt fram nýtt plagg með breyttum áherslum og framsetningu. Við sátum yfir því og tölurnar eru nær því að vera okkur að skapi og það verður áfram unnið með það. Það má segja að þetta hafi verið jákvæðasti dagurinn hingað til,“ segir Krist- ján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, sem er aðili að Flóa- bandalaginu. Gangur er í samningaviðræðum Samtaka at- vinnulífsins, Flóafélaganna, VR og Landssam- bands íslenskra verslunarmanna en næsti fundur verður á sunnudag. Í gær ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa SA tækifæri til að koma með betra tilboð. Ekkert þokaðist í viðræðum BHM og ríkisins í gær og er næsti samningafundur boðaður á mánu- dag. „Það var farið að hreyfast aðeins en við erum áhyggjufull yfir stöðunni,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM, og bendir á að kurr sé í sínum félagsmönnum yfir ástandinu. Sú hug- mynd kom upp innan samninganefndar BHM að herða aðgerðir en ákveðið var að bíða með það um stund. Í föstudagspistli á vefsíðu Landspítalans segir Páll Matthíasson forstjóri að ástandið sé orðið með öllu óþolandi fyrir sjúklinga og starfsfólk og framundan séu verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta. Þá taki steininn fullkomlega úr. „Það má ekki verða,“ segir hann. „Jákvæðasti dagurinn“  Gangur í viðræðum Flóafélaganna og verslunarmanna  Ekkert þokaðist í deilu BHM og ríkisins  LSH þolir ekki verkfall hjúkrunarfræðinga og stoðstétta Morgunblaðið/Golli Flugfreyjur Sunna Dögg, Stella Andrea og Kristín Eva í Katar. Undanfarin ár hefur þótt eftirsóknar- vert meðal ungra íslenskra kvenna að starfa sem flugfreyja hjá stórum flug- félögum í Mið-Austurlöndum, enda bjóði það einnig upp á þann mögu- leika að ferðast um heiminn samhliða starfinu. Þær Kristín Eva, Stella Andrea og Sunna Dögg tóku hvatvísa ákvörðun fyrir um ári þegar þær komust að hjá Qatar Airways og fluttust búferlum austur á bóginn. Það er ekki sjálf- gefið að komast að hjá slíku flug- félagi, umsækjendur eru gríðarlega margir, hvaðanæva úr heiminum og gerðar eru miklar kröfur. Vinkon- urnar þrjár segja ekkert annað flug- félag hafa svo stífar reglur og þjálfun og vinnuumhverfið er oft erfitt. „Ef þú endist í vinnu hér í tvo mánuði þá ertu eins og vel þjálfaður hermaður. Það að við séum hérna ennþá er í raun ótrúlegt. Það hefði enginn trúað því í byrjun að við myndum endast svona lengi,“ segir Kristín Eva. Regl- ur í Katar eru auk þess yfirhöfuð mjög stífar á vestrænan mælikvarða. Ævintýrin vega þó á móti. Stöllurnar lýsa lífinu í Katar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Eins og vel þjálfaðir hermenn  Íslenskar flugfreyjur starfandi í Mið-Austurlöndum Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að Oddeyrarbryggju á Akureyri í gærmorgun og fékk góðar móttökur hafnarstarfsmanna og bæj- arbúa. Um borð eru nærri 600 farþegar og tæp- lega 300 í áhöfn. Skipið er skráð á Bahama- eyjum og er tæp 30 þúsund brúttótonn að stærð. Amadea lagði úr höfn í gærkvöldi þar sem leiðin lá til Reykjavíkur. Þar leggst skipið að Skarfa- bakka snemma á morgun, sunnudag. Amadea fyrst að Oddeyrarbryggju Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins sigldi inn Eyjafjörðinn í gær – kemur til Reykjavíkur á morgun  Forrannsókn á áhrifum fá- breytts fæðis á einkenni ís- lenskra barna með ADHD sýnir að mataræði get- ur dregið úr áhrifum ADHD. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Rannsóknar- stofu í næringarfræði og BUGL, barna- og unglingageðdeild Land- spítalans. Stærri rannsókn verður gerð á næstunni. Börn með ADHD ættu m.a að forðast hveiti og mjólk- urvörur skv. rannsókninni. »6 Fæða getur dregið úr einkennum ADHD Hveiti Hefur ekki góð áhrif á suma.  Kviðdómur í Boston, Banda- ríkjunum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að dæma skuli Dzhokhar Tsarnaev, sem stóð ásamt bróður sínum að sprengju- árásinni á maraþon borgarinnar sumarið 2013, til dauða. Þrír létu lífið í árásinni og nokkuð hundruð særðust. Þetta er í fyrsta skipti sem kviðdómur við alríkisdómstól dæmir hryðjuverkamann til dauða eftir árásirnar á Bandarík- in í september 2001. Sprengjumaður dæmdur til dauða Dzhokhar Tsarnaev Fyrir besta vininn Sími 698 7999 og 699 7887 MVestlendingar til liðs »4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.