Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Ráðstefna um árangursríka starfsendurhæfingu
samhliða markvissu matsferli
Dagskrá
• Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK setur ráðstefnuna
Different Work Ability Assessment in Europe
• Gert Lindenger forseti EUMASS – Evrópusamtaka tryggingalækna
Árangur VIRK – Hvernig getum við gert enn betur?
• Ása Dóra Konráðsdóttir sviðsstjóri starfsendurhæfingarsviðs VIRK
ICF rannsóknir og framþróun
• Sólveig Ása Árnadóttir dósent við HÍ
New Assessment Method in the Netherlands and the use of ICF
• Annette de Wind tryggingalæknir hjá Atvinnutryggingastofnun Hollands
Framkvæmd starfsgetumats VIRK
• Sveina Berglind Jónsdóttir deildarstjóri mats og eftirlits hjá VIRK
ICF við mat á færni við vinnu
• Inga Jónsdóttir sviðsstjóri iðjuþjálfunar á Reykjalundi
Fundarstjóri
• Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi
Allir velkomnir – skráning á virk.is
Ókeypis aðgangur
21. maí / kl. 13.00-16.30
í Silfurbergi í Hörpu
Samkeppniseftirlitið lagði í gær 650
milljóna króna sekt á Norvik, móð-
urfélag Byko, vegna brota Byko á
samkeppnislögum og EES-samn-
ingnum með umfangsmiklu ólög-
mætu samráði við gömlu Húsa-
smiðjuna.
Eftirlitið telur að brot Byko hafi
meðal annars falist í reglubundn-
um, yfirleitt vikulegum, samskipt-
um við gömlu Húsasmiðjuna um
verð, birgðastöðu og fleira í því
skyni að hækka verð eða vinna
gegn verðlækkunum á grófvörum.
Einnig hafi verið haft samráð um að
hækka verð í öllum tilboðum á gróf-
vöru í áföngum, hækka verð á mið-
stöðvarofnum og að vinna gegn
verðsamkeppni í sölu á gagnvörðu
timbri (pallaefni) á aðalsölutíma
þeirrar vöru og reyna þess í stað að
hækka verð.
Þá hafi Byko gert sameiginlega
tilraun með gömlu Húsasmiðjunni
til þess að fá Múrbúðina til að taka
þátt í samráði um verð á grófvöru
og með því að hafa ákveðið með
Byko að fylgjast með aðgerðum
Múrbúðarinnar á markaðinum.
Samkeppniseftirlitið segir brot
Byko hafa verið framin af ásetningi.
Þau hafi verið til þess fallin að
valda húsbyggjendum og almenn-
ingi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin
sé lögð á móðurfélag Byko til þess
að stuðla að því að brot af þessu
tagi verði ekki framin innan þeirrar
samstæðu sem Byko tilheyrir.
Byko telur með ólíkindum að
stjórnvald líkt og Samkeppniseft-
irlitið taki ákvörðun sem er í beinni
andstöðu við niðurstöðu dómstóla í
fyrri málum. Í tilkynningu frá fé-
laginu segir að slík ákvörðun geti
vart verið lögmæt. Hefur fyrirtæk-
ið ákveðið að kæra ákvörðunina til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
kij@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Samkeppni Byko telur með ólíkindum að stjórnvald líkt og Samkeppnis-
eftirlitið taki ákvörðun sem er í beinni andstöðu við niðurstöðu dómstóla.
Sekta Byko um
650 milljónir
Byko hefur kært ákvörðunina
„Við vinnum að því að leita uppi
fjárfesta fyrir fyrirtæki sem þarfn-
ast frekari fjármögnunar og einnig
að leita tækifæra til kaupa á fyrir-
tækjum, eins og Betware er gott
dæmi um,“ segir Johan. „Ég mun
leggja sérstaka áherslu á tækni-
geirann í þessum efnum enda er
bakgrunnur minn í ýmsum
tæknifyrirtækjum, einkum á vett-
vangi símafyrirtækja og einnig
netleikjaþjónustu. Það skiptir
miklu máli í því sambandi að hafa
skilning á því hvernig frumkvöðla-
fyrirtæki virka og hvers konar
stuðning þau þurfa á ólíkum skeið-
um í uppbyggingunni og þar get ég
orðið að liði. Þannig tryggjum við í
raun að stjórnendurnir geti ein-
beitt sér að þeim markmiðum sem
fyrirtæki þeirra hverfast um á
sama tíma og við sjáum um fjár-
mögnunarmálin.“
Víðtækt tengslanet
„Við hjá Beringer eigum í sam-
tali við fjölda aðila á hverjum tíma
um möguleg verkefni. Við finnum
fyrir augljósum áhuga á þeirri
þjónustu sem við veitum og erum
sannfærð um að það er eftirspurn
eftir henni,“ segir Johan. Hann
bendir þó á að það ferli sem leiðir
til beinna kaupa eða fjárfestingar í
vaxtarfyrirtækjum taki lengri tíma
en margir telji sér trú um. „Menn
verða að gera sér grein fyrir því að
tíminn sem það tekur að leiða fjár-
festa og fyrirtæki saman getur
verið langur. Við höfum mjög skýr-
an ramma og starfsreglur sem við
vinnum eftir, sem tryggir gæði og
öryggi viðskiptanna og það er
reynsla okkar að þegar fyrirtæki
leita að nýjum fjárfestum þurfi þau
að hafa góðan tíma fyrir sér. Það
er alltaf vont þegar fyrirtæki eru í
tímaþröng að leita að auknu fjár-
magni.“
Spurður út í næstu skref hjá
Beringer Finance og hvort fyr-
irtækið muni vaxa jafn hratt á
komandi mánuðum og það hefur
gert á tiltölulega stuttum starfs-
tíma sínum segir Johan að eig-
endur fyrirtækisins skoði mörg
tækifæri í þeim efnum.
Horfa til fleiri landa
„Við erum að kanna möguleika á
því að útvíkka starfsemi okkar og
þar kemur m.a. til greina eins og
staðan er núna að hefja starfsemi í
Þýskalandi, Bretlandi og jafnvel í
Bandaríkjunum. Slíkt myndi hafa
jákvæð áhrif á starfsemina og opna
leiðir inn á stærri markaði. Við er-
um sannarlega í samskiptum við
aðila í þessum löndum nú þegar en
það myndi efla starfið enn frekar
ef við verðum sýnileg og með
starfsemi í fyrrnefndum löndum.“
Mun tengja fjárfesta við Ísland
Beringer Finance hyggst opna starfsstöðvar í fleiri löndum á næstu misserum
Íslensk tæknifyrirtæki eru spennandi og vaxtarmöguleikar þeirra eru miklir
Fjárfestingar Johan Öshman segir erlenda fjárfesta mjög áhugasama um
það sem er að gerast á Íslandi og þá ekki síst í nýjum tæknifyrirtækjum.
Morgunblaðið/Golli
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fyrr í mánuðinum tók Johan Öhm-
an við stöðu framkvæmdastjóra á
skrifstofu Beringer Finance í
Stokkhólmi. Fyrirtækið, sem er
sænskt en með töluverða íslenska
eignaraðild, er með starfsstöðvar
þar í borg sem og í Osló og
Reykjavík. Meðal þess sem Johan
mun leggja áherslu á er að leiða
saman íslensk fyrirtæki og fjár-
festa að utan. Hann er reyndar
ekki ókunnugur þeim málum því
hann var íslenska hugbúnaðarfyr-
irtækinu Betware til ráðgjafar
þegar það var selt til Austurríkis á
síðasta ári.
„Ég var eigendum Betware til
ráðgjafar þegar það var selt til
austurrísku fyrirtækjasamsteyp-
unnar Novomatic á liðnu ári. Mörg
fyrirtæki sýndu því mikinn áhuga
og niðurstaðan varð fyrirtækinu
mjög hagfelld, ekki aðeins fjár-
hagslega heldur einnig vegna þess
að nýr eigandi sinnir því vel og
vinnur að því að tryggja fyrirtækið
betur í sessi og skapa því frekari
tækifæri til vaxtar.“
Áhersla á tæknigeirann
Johan mun, eins og áður sagði,
leiða skrifstofur Beringer í Stokk-
hólmi en hann mun leggja sérstaka
áherslu á að sinna fyrirtækjum á
sviði tækniþróunar.
!"#
"$
##"#
!""
%
$
"!%#
%"#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%"#
"
"$
#$"
!#$
%%
"$
"%#
%#"
$
!#
"$%
"$%
##!
!#$
%"
"%
"%
%"
!$%$
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Greiningardeild
Íslandsbanka met-
ur það svo að verð-
bólga muni aukast
hratt á þessu ári
og að undir lok
þess verði hún
komin í 3,2%. Telur
deildin að ári síðar
verði hún komin í 3,6%. Í spá bankans
er þó aðeins gert ráð fyrir því að samn-
ingsbundin laun muni hækka um
6,5-7% á þessu ári og 5,5-6% á næsta
ári.
Greiningardeildin segir að „það tæki-
færi sem gafst til að festa í sessi lága
og stöðuga verðbólgu á Íslandi í kjölfar
kjarasamninga í ársbyrjun 2014 hafi
farið forgörðum og framundan sé gam-
alkunnugt tímabil meiri verðbólgu en
samrýmist innri og ytri stöðugleika
hagkerfisins til lengri tíma litið.“
Segja verðbólguna
farna á skrið að nýju
Stuttar fréttir…