Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Seðlabankinnbættist ámiðvikudag í hóp þeirra sem telja að í óefni stefni í efnahagslíf- inu verði gengið að launakröfum stéttarfélaganna. „Trúir fólk því í alvöru að verð- bólga verði 2,5% til lengdar þegar laun eru að hækka um tugi prósenta?“ spurði Þór- arinn G. Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, þegar vaxtaákvörðun bankans var kynnt. Þórarinn sagði að yrði geng- ið að kröfu um 30% launahækk- un í samningum myndi það koma verst niður á þeim sem væru með lægstu launin og þeir yrðu fyrstir til að missa vinnuna. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, brást við gagnrýni Seðlabank- ans í Morgunblaðinu á fimmtu- dag. Hann fann einkum að því hvað þessi gagnrýni væri seint fram komin. Ekki hefði heyrst mikið í Seðlabankanum á með- an ríki og sveitarfélög sömdu við hluta sinna starfsmanna um sambærilegar hækkanir og því væri „of seint í rassinn gripið hjá bankanum að fara að vekja þetta mál upp núna“. Gylfi segir síðan reyndar að viðvaranir Seðlabankans séu ótrúverðugar, en af orðum hans má ráða að einu gildi um það hvort þær séu réttar eða rangar, leiðangurinn sé hafinn og þá verði ekki staðar numið, jafn- vel þótt blasi við að launakröfurnar séu í raun krafa um kjararýrnun. Vissulega má gagnrýna þau fordæmi sem hafa verið sett í kjaramálum. Ekki þurfti mikið innsæi eða reynslu til að átta sig á hvert þau myndu leiða. Í raun er staðan í efnahagslífinu það góð að hún hefði átt að auðvelda samningsgerðina, en í staðinn er allt upp í loft. Ari Skúlason, sem áður var hjá ASÍ og nú er hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, lýsti þessu í pistli þegar í janúar: „Nú við lok samningstíma blasir því við sú undarlega staða að þau markmið um lága verðbólgu og stöðugleika sem sett voru við gerð síðustu kjarasamninga hafa náðst, en samt sem áður er óþreyjan og óánægjan meiri en oft áður.“ Markmiðin hafa sem sagt náðst og nú ætti að vera lag að byggja á þeim. Aukning kaup- máttar er viðkvæmt samspil og tekur tíma, en það er auðvelt að grafa undan árangri. Nú virðist það vera markmiðið af því að fámennir hópar sættu lagi. Allir fái það sama þannig að á endanum tapi allir. Ann- aðhvort græði allir jafnt eða allir tapi jafnt. Sumir kunna að sjá í því einhvers konar rétt- læti, en það getur varla verið markmiðið. Markmið um verð- bólgu og stöðug- leika náðust og allt er upp í loft} Krafan um kjararýrnun Það gerist ekkioft að sagt sé frá því í fréttum að markvisst sé unnið að því að lengja biðlista í heilbrigð- iskerfinu. Í Morg- unblaðinu í gær kom fram að þeim einstaklingum, sem þurfi að bíða lengur en þrjá mánuði eftir augasteinsaðgerð hefði fjölgað úr 1.220 í 2.861 frá árinu 2012. Þetta er þó sett fram með þeim fyrirvara að talning hafi breyst á þessu ári þannig að nú sé miðað við fjölda aðgerða, ekki ein- staklinga. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyr- irspurn Svandísar Svav- arsdóttur á Alþingi. Í svarinu kemur fram að ætla megi að einstaklingum á biðlista eftir aðgerð fari fjölgandi á þessu ári. Augasteinsaðgerðir hafa skipt sköpum í lífi margra. Það munar miklu að geta séð sér til gagns, lesið sér til ánægju. Þessar aðgerðir eru spurning um lífsgæði. Með því að fresta að- gerðunum er þeim lífsgæðum slegið á frest. Iðulega er hamr- að á því að mark- mið heilbrigðisyfirvalda sé að gera fólki á efri árum kleift að vera sem lengst heima hjá sér og hjálpa því að komast hjá því að þurfa að fara inn á stofnun. Sú ákvörðun að lengja biðlist- ana eftir augasteinsaðgerðum er í hróplegu ósamræmi við þá stefnu og ber vitni skorti á heildaryfirsýn. Biðlistarnir eru ekki heldur langir vegna þess að heilbrigð- iskerfið hafi ekki burði til að sinna aðgerðunum. Hæglega væri hægt að gera fleiri að- gerðir. Ekki er heldur hægt að bera við sparnaðarrökum. Bið- listarnir eru aðeins spurning um að fresta kostnaði, ekki að komast hjá honum, nema þá að þeir byggist á þeirri von að fólki endist ekki aldur til að bíða eftir aðgerðinni, en heldur kaldranalegt væri að ætla mönnum það. Biðlistarnir eru að- eins spurning um að fresta kostnaði, ekki komast hjá honum} Skortur á sýn N iðurstöður skoðanakönnunar sem MMR framkvæmdi fyrir Andríki, sem sýna að 90% að- spurðra vildu að fjölmiðlamenn upplýstu viðmælendur sína áð- ur en símtöl væru hljóðrituð, koma ekki á óvart. Þær endurspegla réttmæt viðbrögð á tímum þegar ríki og stórfyrirtæki stunda per- sónunjósnir í stórum stíl. Hins vegar má leiða líkur að því að niðurstöðurnar hefðu orðið aðrar ef stuttur formáli um vinnubrögð blaðamanna hefði farið fyrir spurningunni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Sigríður Á. Andersen og Birgir Ármannsson, hafa lagt fram frumvarp þar sem m.a. er gerð tillaga að málsgrein sem hljóðar svo: „Aðili þarf þó ekki að tilkynna um upptöku símtals þegar ljóst er að viðmælanda sé fullkunnugt um hljóðritun- ina. Óheimilt er þó að birta slíka upptöku opinberlega eða vitna orðrétt til hennar með sambærilegum hætti án leyfis allra þeirra sem þátt taka í samtalinu.“ Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að máls- greinin er samin með blaðamenn í huga, en henni er ætlað að setja þeim þrengri skorður þegar kemur að upptöku samtala og birtingu. Úr greinargerðinni má lesa að áhyggjuefnið sé hvað blaðamenn gera með efni samtals- ins, ekki geymsla þess, enda stunda fjármálastofnanir, tryggingafélög, opinberar stofnanir og fyrirtæki hljóð- upptökur án eftirlits með því hvernig þær eru geymdar og hversu lengi. Í þeim tilfellum á fólk ekkert val um upp- töku, ef það á annað borð þarf á þjónustu við- komandi að halda. Samskipti við blaðamenn eru sér á báti. Þegar blaðamaður hefur samband er hann að leita upplýsinga með birtingu í huga, það er sjálfgefið. Tökum hljóðuupptökur út úr dæm- inu og það breytir engu; blaðamaðurinn mun punkta niður þær upplýsingar sem hann fær og vitna í viðmælendur sína, nema annað sé tekið fram. Það eina sem hefur þá breyst er að ef upp koma álitamál um samhengi, eða ná- kvæmlega hvað var sagt, stendur orð gegn orði. Það er hvorki viðmælandanum né blaða- manninum í hag. Þá viðhafa margir blaðamenn þau vinnubrögð að skrifa samtal upp jafnóðum og það fer fram, en styðjast við upptöku til að tryggja að tilvitnanir séu upp á hár. Myndu þau vinnubrögð falla undir fyrrnefnt ákvæði? Viðmælendur gera miklar kröfur um nákvæmni og þar fara stjórnmálamenn fremstir í flokki. En þar sem frum- varpið virðist allt að því tilefnislaust, fær maður það einna helst á tilfinninguna að þarna sé kerfið að rísa upp á aft- urfæturna, og bæta við enn einum varnarveggnum á milli sín og blaðmanna, til viðbótar við her upplýsingafullrúa og aðstoðarmanna. Eða er tilgangurinn að gera blaðamenn tortryggilega? Það má a.m.k. lesa úr frétt um fyrrnefnda skoðanakönnun á andriki.is, þar sem talað er um „hroka“ Blaðamannafélagsins og geðþótta „hins vandaða blaða- manns“ í sjálfumglöðum umvöndunartón. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Af undarlegu frumvarpi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Embættismenn Sameinuðuþjóðanna og mannrétt-indasamtök hafa gagn-rýnt stjórnvöld í Malasíu, Indónesíu og Taílandi fyrir að bjarga ekki bátum flóttafólks sem hefur flú- ið ofsóknir í Búrma og fátækt í Bangladess. Talið er að þúsundir sveltandi flóttamanna kúldrist nú í ofhlöðnum bátum sem fá hvergi að leggja að landi vegna þess að ekkert ríkjanna vill taka á móti þeim. Á meðal bátafólksins eru margir efnahagslegir flóttamenn frá Bangla- dess sem hafa greitt smyglurum fyr- ir að flytja þá til grannríkjanna í von að þar bíði þeirra betra líf. Aðrir eru úr röðum rohingya-múslíma í Rak- hine-fylki á vesturströnd Búrma. Um milljón rohingya-múslíma býr í Rak- hine. Múslímarnir hafa sætt ofsókn- um yfirvalda í Búrma sem líta á þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Ráðamennirnir í Búrma segja að rohingya-menn séu ekki sér- stakur þjóðflokkur, heldur Bengalar sem hafi komið til Búrma þegar land- ið var bresk nýlenda. Rohingya- menn hafa ekki fengið ríkisborgara- rétt í Búrma og njóta því ekki sömu réttinda og aðrir landsmenn. Þeir geta t.a.m. ekki gengið í skóla og hafa ekki ferðafrelsi. Langflestir íbúar Búrma eru búddatrúar og múslím- arnir hafa oft sætt ofsóknum. „Búum í landi sem er hættulegra en hafið“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að yfir 120.000 roh- ingya-menn hafa flúið frá Búrma á síðustu þremur árum og flestir þeirra hafa farið til Malasíu eða Bangladess. Um 200.000 rohingya- menn hafast nú við í flóttamanna- búðum í Bangladess, margir þeirra við ömurlegar aðstæður, og stjórn- völd í landinu neita því að þeir séu Bengalar, eins og Búrmamenn halda fram. Muhammed Hashim, 25 ára roh- ingya-maður sem indónesískir sjó- menn björguðu úr sjónum í vikunni, segir að flóttamennirnir geri sér grein fyrir því að þeir hætti lífi sínu með því að reyna að komast yfir hafið til grannríkjanna en þeir tækju enn meiri áhættu með því að vera um kyrrt í Búrma. „Við vissum að þetta yrði hættulegt en áttum einskis ann- ars úrkosti,“ hefur The New York Times eftir honum. „Við búum í landi sem er hættulegra en hafið.“ Margir flóttamannanna vilja helst komast til Malasíu þar sem múslímar eru í meirihluta og skortur er á ófag- lærðu vinnuafli. Tugir þúsunda flótta- manna hafa komið til Malasíu á síð- ustu árum, flestir þeirra múslímar, en ríkisstjórn landsins hefur nú fyrir- skipað sjóhernum að hrekja báta flóttafólksins í burtu nema þeir séu að sökkva. Þótt múslímar séu í meirihluta í Indónesíu hafa þarlend stjórnvöld neitað að taka við flóttafólkinu frá Búrma. Stjórn Taílands kveðst vera tilbúin að hjálpa flóttafólkinu en ljær ekki máls á því að veita því varanlegt landvistarleyfi. Joe Lowry, talsmaður Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM), líkir framgöngu grannríkjanna við borðtennisleik. „Þau eru að leika ping-pong á hafinu með fólk,“ hefur New York Times eftir honum. Áætlað er að allt að 8.000 flótta- menn séu í bátunum. Smyglararnir skildu fólkið eftir án matar og drykkjarvatns og dæmi eru um þeir hafi rænt flóttafólkið öllum peningum sínum og öðrum verðmætum áður en þeir fóru úr bátunum. Margir hafa nú þegar dáið úr sulti, að sögn flótta- manna sem var bjargað. Leika ping-pong á hafinu með fólk AFP Flóttafólk í neyð Flóttamenn frá Búrma sækja matarpakka sem taílensk herþyrla varpaði niður við bát þeirra í landhelgi Taílands í gær. Indónesískir sjómenn björguðu í gær nær 800 flóttamönnum úr sökkvandi bátum undan strönd Aceh-héraðs á eyjunni Súmötru og fluttu þá til hafnar. Á meðal flóttafólksins voru að minnsta kosti 60 börn. Taílenskt herskip fann 106 Rohingya-múslíma sem komust á land á eyju. Taílenski sjóher- inn aðstoðaði einnig bát með um 300 Rohingya-múslíma og bauðst til að flytja þá til Taí- lands en flóttamennirnir af- þökkuðu það af ótta við að þeir yrðu sendir aftur til Búrma. 900 manns bjargað FLÓTTAFÓLK Í HÁSKA AFP Offsóttir Rohingya-múslímar í báti undan strönd Taílands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.