Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Ekki fer framhjá
neinum að nú eru
verkföll á Íslandi. Af
hverju? Skýringar,
sem gefnar eru af
þeim sem rætt er við í
fjölmiðlum, eru jafn
margar og mismun-
andi og þeir aðilar eru
margir sem rætt er
við. Allir telja þeir sína
skoðun þá einu réttu.
En er það svo? Á öll-
um málum eru tvær hliðar. Nú seg-
ir einhver (skiljanlega): æ, æ, er nú
enn einn nöldurseggurinn mættur á
ritvöllinn, sem hefur ekkert vit á
svona málum“. Ef þeir sem telja
sig hafa lausnir og vit á þessum
málum eru þeir einu sem telja sig
eiga rétt til að tjá sig, af hverju er-
um við þá á þessum stað í baráttu
fyrir mannsæmandi kjörum?
Á einu kröfuspjaldi í bar-
áttugöngu er þess krafist að
„menntun verði metin til launa“.
Öll menntun er dýrmæt hverjum
manni. Hvað felst í „menntun“? Er
„menntun“ talin sú ein, sem fengin
er í skólahúsi? Hvað um þá mennt-
un sem fengin er með starfsreynslu
á vinnumarkaði, heimilisstörfum,
uppeldi barna, umönnun sjúkra og
aldraðra? Þessir hópar hafa unnið
hörðum höndum við sköpun verð-
mæta fyrir þjóðfélagið og byggt
það upp af elju og fórnfýsi. Að
mínu mati er „reynsla“ líka
„menntun“. Ekki virðist oft rætt
við þennan hóp um hvaða kröfur
hann geri. Það er ekki undarlegt,
því þessi lágværi hópur hefur tak-
markaðan rétt og ekki háværan
hóp talsmanna. Réttur
þessa hóps felst m.a. í
„bótum“ sem skammt-
aðar eru úr hnefa
þeirra sem völdin hafa
og telja sig vita hvað
þessum landsmönnum
nægir að fá.
Fyrir stuttu var
sagt frá því að fólk á
sjúkrastofnunum
fengju náðarsamleg-
ast að fara í bað einu
sinni í viku og ef fatl-
aðir þurftu að fara til
læknis, skyldu þeir
gjöra svo vel að bíða rólegir þar til
„röðin kæmi að þeim“, sem stund-
um verður til þess að þeir missa
t.d. af tímanum hjá lækninum. Slík
dæmi eru dökkur blettur á sam-
félagi okkar.
Mikið er rætt um að ná skuli
„jöfnuði“ fyrir hinn „almenna borg-
ara“. Hverjir eru „almennir borg-
arar“? Eru það ekki allir lands-
menn? Í auglýsingu frá
fasteignasölu var sagt að þar fengj-
ust íbúðir fyrir „venjulegt“ fólk!
Hvaða fólk í þessu landi er ekki
„venjulegt“ fólk? Er ég að mis-
skilja þetta allt saman? Um hvaða
„jöfnuð“ er verið að ræða? Ég hef
ekki heyrt rætt um að þeir sem
stjórna starfsgreinafélögum (oft á
góðum launum), skuli „njóta“ sömu
kjara og þeir hópar sem þeir segj-
ast berjast fyrir. Væri það þó ekki
fyrsta skref í átt til „jöfnuðar“?
Hér virðast sumir vera jafnari en
aðrir!
Þetta fámenna land þarf ekki að
hafa nema eitt félag/talsmann (og
einn lífeyrissjóð). Íslendingar eru
jafnmargir og íbúar í Århus. Er vit
í því að hundruð stéttarfélaga séu í
þessu fámenna landi? Ætli það sé
ekki ein skýringin á því að svo illa
gengur að fá fram réttindi um
kaup og kjör? Er ekki rétt að for-
ystumenn stéttarfélaga, sem ekki
ná samkomulagi um kaup og kjör
innan tilskilins tíma, víki sæti og
kallaðir verði til aðilar sem hafa
víðsýni til að breyta þessu kerfi
sem hefur gengið sér til húðar?
„Kerfið“ á að vera til fyrir fólkið,
en ekki fólkið fyrir „kerfið“.
Er vit í því að fámennar stéttir
stöðvi atvinnurekstur fyrirtækja og
þjónustu um allt land – til sjávar
og sveita? Er vit í því að starfs-
menn ríkisins (þ.e. fólksins í land-
inu) hafi þann rétt að stöðva af-
greiðslu og þjónustu opinberra
stofnana? Hefur ríkið ekki, sam-
kvæmt lögum, skyldur gagnvart
landsmönnum sem þurfa á þjón-
ustu stofnana þess að halda?
Af hverju er svo mikill munur á
kjörum fólks? Af hverju þarf fólk
að fara í verkfall til að njóta mann-
réttinda í framfærslu?
Við erum greinilega komin vel út
af veginum. Afleiðingar verkfalla
bitna ætíð á þeim sem minna mega
sín. Um það eru allir sammála. Það
er kominn tími til að fá nýjan spila-
stokk og gefa aftur, því það er
greinilega vitlaust gefið. Hvað
finnst þér?
Af hverju verkföll? Er vit í því?
Eftir Guðrúnu
Snæbjörnsdóttur »Hverjir eru
„almennir borg-
arar“? Eru það ekki
allir landsmenn?
Guðrún
Snæbjörnsdóttir
Höfundur er fv. stjórnunarritari, eig-
inkona, móðir, amma og langamma.
Á morgun, sunnu-
daginn 17. maí, er ís-
lenski safnadagurinn
og fjölbreytt dagskrá
víða um land. Dag-
skrá á safnmenn.is,
safnabokin.is og fa-
cebook.is
Mánudaginn 18.
maí halda söfn víða
um heim upp á al-
þjóðlegan dag safna.
Tilgangur dagsins er
að undirstrika hlutverk safna í að
stuðla að menningarlegum sam-
skiptum og sameiginlegum auði,
gagnkvæmum skilningi og friði
meðal fólks. Markmið safnadags-
ins er að vekja athygli á hlut-
verkum safna í vitundarvakningu
um þörfina á betri nýtingu sam-
félagslegra gæða og að samfélög
nýti auðlindir sínar af virðingu við
lífkerfið.
Í ljósi ágangs mannsins á nátt-
úruauðlindir, lítillar nýtingar hans
á því sem hann framleiðir og
mengunar sem af því hlýst, hafa
vaknað knýjandi spurningar um
framtíðina og lífsskilyrði komandi
kynslóða. Sjálfbærni tekst á við
þessar spurningar með því að
skoða þarfir mannsins í samtím-
anum og með hvaða hætti er hægt
að fullnægja þeim án þess að tefla
í tvísýnu möguleikum komandi
kynslóða til góðra lífsskilyrða.
Umhyggja fyrir náttúru og um-
hverfi er líklega einna þekktasta
hlið umræðunnar um sjálfbærni. Í
tilfelli safna á sú umræða sér tvær
hliðar. Hafi söfn neikvæð áhrif á
umhverfi sitt er það ósamhljóða
markmiðum þeirra að búa í haginn
fyrir framtíðina. Í þessum efnum
glíma söfn hins vegar við ákveðinn
vanda. Söfn eru oft meginaðdrátt-
arafl ferðamanna, sem nýta sér
farartæki eins og bíla, skip eða
flugvélar til að komast á staðinn,
en eldsneytisnotkun þeirra er bæði
mengandi og talin ýta undir hlýn-
un jarðar. Söfn geta
lagt ríkulega af mörk-
um í þessum efnum
sem vettvangur þar
sem fjallað er með
gagnrýnum hætti um
áhrif mannsins á um-
hverfið. Hita-, raf-
magns- og vatns-
notkun safna er oft
mikil í rekstri þeirra
og skiptir máli hvern-
ig sú orka er mynduð
og nýtt. Einnig er
mikilvægt að söfn
stuðli að sjálfbærni
með því að skipta við þjónustuað-
ila í nærumhverfi sínu, sem um
leið styrkir samfélagslega innviði.
Söfn eru félagslegar stofnanir
sem hafa það að markmiði að efla
félagsleg tengsl og heilbrigði sam-
félaga með menntun að leiðarljósi.
Þessum hlutverkum er best þjónað
með því að rækta fjölbreytileika
sem þrífst innan samfélaga og
leggja áherslu á að starfsemi safna
endurspegli það. Þetta þýðir að
söfn verða að taka félagslega
ábyrgð í störfum sínum og vera
leiðandi í því að virkja fólk til
samfélagslegrar og menningar-
legrar þátttöku. Leiðir sem söfn
hafa farið í þessum efnum er að
efna til sérsýninga, heimilda-
söfnunar, stutt er við bakið á
framleiðslu í heimabyggðum með
sölu þeirra í söfnunum og þau hafa
einnig boðið upp á viðburði og
dagskrár sem nemendur allra
skólastiga og aðrir hópar hafa tek-
ið þátt í með hagsmuni samfélags-
ins að leiðarljósi, svo eitthvað sé
talið. Söfnum er einnig mikilvægt
að huga að tengslum nærsam-
félaga við íbúa annarra samfélaga
í heiminum, með því að fást við
spurningar um tengslin s.s. í sam-
bandi við áhrif ferðamanna-
straums, flutning menningarminja
og umhverfismál.
Án fjármagns geta söfn ekki
starfað og þjónað komandi kyn-
slóðum og er þar með eitt meg-
inatriðið til að safnkostur, þekking
og miðlun hennar geti uppfyllt þau
hlutverk. Efnahagslegir burðir
samfélaga hafa sett mörgum söfn-
um fjárhagslegt þak til að sinna
skyldum sínum og hefur það knúið
söfn til að aðlagast þeim að-
stæðum og hvatt þau til að leita
fleiri leiða til að standa straum af
kostnaði við starfsemina. Söfn
þurfa að huga að orkunotkun, end-
urvinnslu, samstarfi og fjölbreytni
í starfseminni sem aukið getur
tekjur þeirra. Langtíma hugsun
skiptir hér miklu máli, en þetta
getur verið erfitt viðfangs vegna
stofnkostnaðar og takmarkaðs
skilnings.
Á sama tíma og söfn huga að að-
stæðum og vandamálum líðandi
stundar með hagsmuni framtíð-
arinnar í huga, er samt sem áður
fjölmargt sem þau geta gert betur
á komandi árum. Söfn þurfa að
skerpa á umræðum og aðgerðum
um sjálfbærni og innleiða betur
grænar lausnir og ganga þannig
enn frekar fram með góðu for-
dæmi.
Söfn í þágu sjálfbærni
Eftir Sigurjón Bald-
ur Hafsteinsson » Söfn eru félagslegar
stofnanir sem hafa
það að markmiði að efla
félagsleg tengsl og heil-
brigði samfélaga með
menntun að leiðarljósi.
Sigurjón Baldur
Hafsteinsson
Höfundur er dósent
við Háskóla Íslands.
- með morgunkaffinu
Innifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn,
flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.
Þeir sem b
óka ferð til
Mallorca í
maí fá frítt
fyrir
alla fjölsky
lduna í
Aqualand,
á meðan
birgðir end
ast.
ROC PORTONOVA
79.900 KR.
26. maí–2. júní. Íbúð með 1 svefnherbergi.
Eftir frábæra Spánardaga höfum við ákveðið að mæta mikilli
eftirspurn með sölu á aukasætum til Mallorca. Þessi sívinsæli
sumarleyfisstaður hefur upp á allt að bjóða, náttúrufegurð,
veðursæld, fjölbreytta afþreyingu og mikið úrval veitingastaða.
Bókaðu sólríkt sumarfrí með okkur. Sölumenn verða við símann
og taka vel á móti viðskiptavinum í dag á milli kl. 10 og 14.
ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR!
PORTO DRACH
89.900 KR.
2.–9. júní. Íbúð með 1 svefnherbergi.
MALLORCA
MA
LLO
RC
A
FENALS GARDEN
85.900 KR.
12.–20. júní Tvíbýli + morgunmatur
HOVIMA JARDIN
CALETA
105.900 KR.
TENERIFE
ARENA CENTER
90.900 KR.
16.–23. júní Íbúð með 1 svefnherbergi.
ALMERIA
CO
STA
BR
AVA
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
OPIÐ
LAUGARDAGINN
16. MAÍ KL.10–1
4
VA
LI
Ð
BES
TAHÓTELIÐ
BESTUDAGARNIRBÓKAST FYRST!
FLEIRI
FÍNIR DAGAR
Á SPÁNI!
m.v. 2 fullorðna og 2 börn
136.500 kr. m.v. 2 fullorðna
m.v. 2 fullorðna og 2 börn
108.900 kr. m.v. 2 fullorðna
m.v. 2 fullorðna og 2 börn
99.900 kr. m.v. 2 fullorðna
m.v. 2 fullorðna og 2 börn
101.500 kr. m.v. 2 fullorðna
m.v. 2 fullorðna og 2 börn - FULLT FÆÐI!
Verð: 120.900 kr. m.v. 2 fullorðna