Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Fábreytt fæði (e. few foods diet) get- ur hugsanlega gagnast sumum börn- um með ADHD, athyglisbrest með ofvirkni, sem næringarmeðferð til að greina viðkvæmni fyrir ákveðnum fæðutegundum. Þetta kom fram í forrannsókn á fá- breyttu fæði og áhrifum þess á einkenni íslenskra barna með ADHD. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn hef- ur verið gerð á ís- lenskum börnum með ADHD og styður hún sambærilegar erlendar rannsóknir. Forrannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem 30 íslensk börn munu taka þátt í á næstunni, og vonir standa til að hægt sé að gera enn stærri rannsókn á um 100 börnum. Rannsóknin er samstarfsverkefni milli RÍN, Rannsóknarstofu í nær- ingarfræði, og BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, og er unnin að ósk BUGL. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum sýndu fimm af sex börnum jákvæð viðbrögð við fábreyttu mataræði. Það þýðir að það dró úr ADHD- einkennum barnanna. Tengsl matar og geðsjúkdóma „Niðurstaðan kom okkur virkilega á óvart. Við bjuggumst frekar við að um helmingur myndi svara á jákvæð- an hátt en það hlutfall er algengast í sambærilegum erlendum rann- sóknum. Það var líka mjög gaman að sjá að foreldrarnir voru mjög ánægð- ir,“ segir Freydís Guðný Hjálmars- dóttir, einn rannsakenda, en meist- araverkefni hennar í næringarfræði byggist á rannsókninni. Freydís segist alltaf hafa haft áhuga á tengingu milli næringar og hegðunar. Hún bendir á að rann- sóknir sýna að tengingin sé til staðar. Í þessu samhengi nefnir hún erlendar rannsóknir, t.d. um næringu og árás- arhneigð, en í einni slíkri dró úr árás- arhegðun þeirra sem neyttu tiltek- innar fæðu. Börnin sem tóku þátt í rannsókn- inni neyttu fábreytts fæðis í þrjár vik- ur en fæðið er byggt á brotthvarfs- mataræði sem notað er á LSH til að greina fæðuofnæmi þegar engar aðr- ar skýringar fást. Mataræðið er að- eins tímabundið og inniheldur sem fæsta þekkta ofnæmis- og óþolsvalda. Ef barn svarar þessu tímabili með breyttri hegðun, tekur við endur- kynningarferli sem getur verið langt og strangt þar sem skaðvaldurinn er fundinn og er sú vinna rétt að hefjast hérlendis. Því er fábreytta fæðið ekki meðferðin sjálf, heldur er það mat- aræðið sem hannað er eftir endur- kynningarferlið. Við meðferðina þarf bæði sér- fræðiþekkingu á mataræði og á ADHD. Foreldrar fengu sérstakar leiðbeiningar um t.d. uppskriftir til að fara eftir. Þar sem um strangt matar- æði var að ræða þá var einnig könnuð meðferðarheldnin, þ.e.a.s. hversu ná- kvæmlega börn og foreldrar fylgdu mataræðinu, hún mældist 68% að meðaltali. Freydís var nokkuð ánægð með þá niðurstöðu því ferlið er strangt og getur á köflum verið erfitt því um mikla sérfæðu er að ræða og nokkrar fjölskyldur treystu sér ekki til að klára ferlið. Hveiti og mjólkurvörur Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einstaklingarnir bregðast við tiltek- inni fæðu á misjafnan hátt, t.d. eru sumir með appelsínu og kanil á sínum bannlista. Þær matvörur sem hafa reynst hafa mest áhrif á börn með ADHD eru hveiti og mjólkurvörur, en það á alls ekki alltaf við og ekki ráð- legt að taka næringarríkar vörur úr mataræðinu sé þess ekki þörf. Freydís bindur vonir við að niður- staða stóru rannsóknarinnar eigi eftir að styrkja þessa. Í framhaldi af því verði vonandi hægt að bjóða upp á næringarmeðferð fyrir börn með ADHD og að könnuð verði áhrif mataræðis á einkennin. Mataræði hefur áhrif á ADHD  Fábreytt fæði getur mögulega gagnast sumum börnum með ADHD  Rannsóknin sú fyrsta sem gerð er á íslenskum börnum  Stærri rannsókn í bígerð  Niðurstöðurnar komu á óvart Getty Images/iStockphoto Hveiti Mjólkurvörur og hveiti hafa mest áhrif á börn með ADHD. Freydís Guðný Hjálmarsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eftir þetta verðum við komin með allt það sem góðan golfvöll þarf að prýða. Við vonum að rætt verði um Húsatóftavöll sem einn af bestu golfvöllum landsins,“ segir Halldór E. Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur. Framkvæmdir eru hafnar við miklar endurbætur á golfvelli félagsins. Bláa lónið mun fjármagna meginhluta kostnaðarins. Húsatóftavöllur er 18 hola golf- völlur við veginn frá Grindavík og út á Reykjanes. Byggðar verða tvær nýjar brautir frá grunni. Þá verða gerðar fjórar nýjar flatir og þeirri fimmtu breytt verulega. „Þegar framkvæmdum lýkur, á árinu 2017, getum við sagt að meirihluti flat- anna, 10 af 18, verði af 2012-árgerð eða nýrri,“ segir Halldór og getur þess til skýringa að miklar endur- bætur hafi verið gerðar á vellinum á árunum 2008 til 2012. Það skipti miklu máli að vera með sem flestar flatir sem gerðar eru samkvæmt nýjustu tækni og samræmdar. Áætlað er að þessar fram- kvæmdir ásamt göngustígum og öðrum umhverfisverkefnum kosti um 40 milljónir samtals. Bláa lónið leggur þessa fjárhæð fram á þrem- ur árum. Bláa lónið hefur hafið framkvæmdir við stækkun upplif- unarsvæðis lónsins og byggingu nýs hágæða hótels. Verður golfvöllurinn liður í að veita gestum hótelsins af- þreyingu um leið og vonast er til að fleiri gestir Bláa lónsins sæki Grindvíkinga heim. Undirgöng undir Nesveg Með bættri aðstöðu mun aðdrátt- arafl Húsatóftavallar fyrir íslenska kylfinga aukast. „Þetta vekur at- hygli í golfheiminum. Við höfum verið að fá 140-150 manns á hverj- um sunnudegi frá því við opnuðum í vor, þrátt fyrir kulda og strekking,“ segir Halldór. Grindavíkurbær kemur að upp- byggingunni með því að leggja bundið slitlag á veginn að golfskál- anum og bílastæði. Þá verður á árinu 2017 gerð undirgöng undir Nesveg til að tengja saman brautir á neðra og efra svæði golfvallarins sem vegurinn skiptir. Halldór segir að það muni auka öryggi kylfinga sem þurft hafa að slá yfir veginn og fylgja kúlum sínum eftir. Ljósmynd/Haraldur H. Hjálmarsson Húsatóftavöllur Fyrirhugaðar framkvæmdir á golfvelli Grindvíkinga munu auka aðdráttarafl hans enn frekar. Rætt verði um golfvöllinn sem einn af þeim bestu  Bláa lónið leggur 40 millj. í endurbætur á Húsatóftavelli Forsvarsmenn klúbbsins vonast einnig til að aðdráttarafl vallarins meðal erlends ferðafólks aukist. Þess má geta að Bláa lónið mun kynna golfvöllinn sérstaklega í markaðs- og kynningarefni sínu. „Við höfum þá sérstöðu að geta boðið Bandaríkjamönnum og fólki af meginlandi Evrópu að spila niðri við sjó. Það finnst þeim merkilegt. Bretarnir hafa velli með slíkar að- stæður en þeir hafa ekki hraun. Ég hef hitt fólk þaðan sem finnst stórkostlegt að leika á slíkum velli. Við teljum okkur hafa eitthvað fyr- ir alla, ekki síst sjó og hraun fyrir fólk sem mest spilar á golfvöllum inni í skógum,“ segir Halldór. Hann bendir einnig á þá sér- stöðu að nú slái kylfingar yfir gjána á flekaskilunum á milli Am- eríku og Evrópu. Eftir endurbæt- urnar verði slegið yfir gjána tvisv- ar á hverjum hring. Slegið „milli heimsálfna“ KYNNT ERLENDUM FERÐAMÖNNUM Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn fékk heimild til greiðslustöðvunar til 5. júní næstkomandi, með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Tilgang- urinn er að freista þess að ná nýrri skipan á fjármál félagsins sem varð illa úti í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Helgi Jóhannesson hrl. á lög- mannsstofunni LEX er aðstoðar- maður félagsins í greiðslustöðvun- inni. Búmenn leituðu einnig til endurskoðunarstofunnar KPMG. Skrá um um eignir og skuldbind- ingar Búmanna verður lögð fram á fundi með lánardrottnum ásamt áætlun um hvernig reynt skuli að greiða úr fjármálunum og leitað eftir afstöðu lánardrottna. Unnt er að óska eftir framlengingu greiðslu- stöðvunar í lengri tíma en þó að há- marki í sex mánuði. Meðan á greiðslustöðvun stendur er skuldara óheimilt að ráðstafa eignum sínum og stofna til skuld- bindinga nema vegna dagslegs rekstrar. Einnig er almennt óheimilt að greiða skuldir eða efna aðrar skuldbindingar. „Það er trú þeirra sem unnið hafa að lausn á vanda Búmanna að greiðslustöðvunin sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í því mikla verkefni að endurreisa fjárhag fé- lagsins og styrkja starfsemi þess til framtíðar,“ segir í yfirlýsingu. Búmenn í greiðslu- stöðvun til 5. júní Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Hér gefst einstakt tækifæri á að upplifa stórfenglegt landslag Noregs, þrönga firði, há fjöll með snæviþöktum tindum, fallega fossa og sveitabæi byggða í snarbröttum fjallshlíðum. Margir markverðustu staðir Noregs munu verða heimsóttir m.a. Niðarósdómkirkjan, Geirangursfjörðurinn og Björgvin. Verð: 199.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjórar: Inga Erlingsdóttir & Guðni Ölversson 27. júní - 2. júlí Í tröllahöndum í Noregi Sumar 9 Örfá sæti laus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.