Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
✝ Hjördís Vil-hjálmsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. maí 1954. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 9. maí
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Vilhjálmur
Jóhannesson, f. 6.
júní 1931, d. 7. des.
1983, og Lilja
Ágústa Jónsdóttir,
f. 12. sept. 1931, d. 29. jan.
2015.
Bróðir Hjördísar er Jóhann-
es, f. 1955, sambýliskona Hall-
dóra Kristjánsdóttir, f. 1956,
þau eiga tvær dætur. Systur
Hjördísar eru Lilja, f. 1964, gift
Júlíusi Magnússyni, f. 1962, og
eiga þau þrjú börn en fyrir átti
Júlíus einn son; og Magnea, f.
1964, gift Magnúsi Magnússyni,
er Kristín Alma Sigmarsdóttir
og eiga þau eina dóttur, Jódísi
Kristínu. 4) Vilhjálmur við-
skiptafræðingur, sambýliskona
hans er Erla María Einars-
dóttir.
Að loknum grunnskóla fór
Hjördís í Lindargötuskóla og
síðan í Fósturskóla Íslands og
lauk þaðan prófi 1975. Eftir það
flutti hún til Grundarfjarðar og
byrjaði þar sem leikskólastjóri.
Síðar færði hún sig yfir í grunn-
skólann og kenndi þar til 1992
er hún flutti með fjölskyldunni
til Noregs. Þar starfaði hún
sem leikskólastjóri í eitt ár áður
en hún hóf nám í sérkennslu við
háskólann í Osló. Þaðan útskrif-
aðist hún sem sérkennari árið
1995. Eftir það hélt hún til Ís-
lands aftur og hóf starf sem
sérkennari við Grunnskóla
Grundarfjarðar og starfaði við
skólann þar til hún þurfti að
láta af störfum af heilsufars-
ástæðum.
Útför Hjördísar fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 16.
maí 2015, og hefst athöfnin kl.
14.
f. 1965, þau eiga
fimm börn.
Eftirlifandi eig-
inmaður Hjördísar
er Pétur Guðráð
Pétursson íþrótta-
kennari, f. 1951, og
áttu þau fjögur
börn: 1) Eva Jódís
hjúkrunarfræð-
ingur, sambýlis-
maður hennar er
Pétur Vilbergur
Georgsson kennari og eiga þau
þrjú börn, Vilhjám Darra, Anítu
Ósk og Andreu Ósk. 2) Ásdís
Lilja kennari, sambýlismaður
hennar er Vilberg Ingi Krist-
jánsson pípulagningameistari
og eiga þau tvö börn, Birgittu
Sól og Hjördísi Maríu. Fyrir átti
Ásdís soninn Andra Má Magna-
son. 3) Jón Pétur bygginga-
fræðingur, sambýliskona hans
Í dag kveð ég elskulega eigin-
konu mína, móður, ömmu, ráð-
gjafa og algjöra hetju. Eiginlega
allt sem góð lýsingarorð ná yfir.
Hjördís var einstök persóna,
vinur, hlustari, ráðgjafi, sálusorg-
ari og einstaklega hjartahlý
manneskja sem ekkert aumt
mátti sjá og var alltaf tilbúin til að
hjálpa öðrum, ekki síst þeim sem
minna máttu sín. Hvar sem hún
var sogaðist að henni fólk sem
trúði henni fyrir sínum hjartans
málum eins og hún væri þeirra
eini trúnaðarvinur.
Hjördís elskaði að vinna með
börnum hvort sem var á leikskóla
eða grunnskóla og sýndi þar ein-
staka þolinmæði. Aldrei hraut af
vörum hennar styggðaryrði né
blótsyrði, sem var algjör bann-
vara hjá henni. Vegna þessarar
þolinmæði vann hún hug og
hjörtu barnanna þótt einhver
mótþrói eða óróleiki væri í gangi.
Sem sérkennari var hún sérlega
lagin við að láta þá sem erfitt áttu
námslega finna fyrir framfara-
skrefum í námi, þótt agnarsmá
væru þau oft á tíðum, og fékk þar
með áhuga barnanna til að vaxa
og breytast í kappsemi. Ófáir
nemendur með lesblinduvanda-
mál fengu áhuga á að reyna að
lesa með þeim aðferðum sem
Hjördís kenndi þeim og talaði í
þau kjark. Börn hennar og barna-
börn voru alltaf í forgangi hjá
henni. Hún setti sig alltaf í síðasta
sæti í röðinni hvernig sem henni
leið. Þetta kom berlega í ljós í
veikindum á sjúkrahúsi þar sem
þurfti að áminna hana að hringja
á aðstoð þegar hún þyrfti, en það
vildi hún helst ekki til að trufla
ekki fólk sem væri að sinna meira
veiku fólki.
Hjördísi var einkar annt um að
börnum og barnabörnum farnað-
ist vel í námi og fylgdist grannt
með því og var óþreytandi í að
hringja og senda símskilaboð með
spurningum um hvernig gengi í
hinum og þessum prófum. Allt
þetta var endurgoldið með upp-
lýsingum, þakklæti og stolti yfir
góðum árangri og þakklæti fyrir
hjálpina. Síðustu kveðjuna fékk
hún á dánarbeðinum með orðun-
um: „Amma, ég fékk níu á próf-
inu.“
Hjördís var einstaklega mikil
handavinnukona, bæði með
prjóna, við saum, hekl eða annað
handverk, og alltaf skyldi skila frá
sér vönduðu og fallegu handverki.
Annað kom ekki til greina og
nemendum hennar var innprent-
að það sama og þeir látnir stroka
út eða rekja upp það sem var mið-
ur gott. En ánægjan með lokið
verk lét ekki á sér standa.
Raunum sínum í veikindum var
hún dugleg að leyna til að aðrir
sæju ekki hve illa henni leið og
færu að taka inn á sig áhyggjur
hennar vegna. Henni gekk þetta
svo vel að stundum hélt fjölskyld-
an að allt væri í himnalagi þar til
fjölskyldan lærði að lesa í svip-
brigðin. Verst fannst Hjördísi ef
fjölskyldan færi að hafa áhyggjur
af henni. En að hún hefði áhyggj-
ur af fjölskyldunni var annað mál.
Hvíldu í friði, ástin mín, og
hafðu þökk fyrir öll árin sem við
fengum saman, öll yndislegu
börnin sem þú gafst mér, allt sem
þú kenndir mér og að gera mig að
betri manni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Þín er sárt saknað.
P. Guðráð.
Elsku besta, einstaka mamma
mín.
Það verður erfitt að sætta sig
við að nú sé komið að því að við
kveðjumst í síðasta skiptið í þess-
um heimi. Ég átti eftir að segja
þér svo margt, hvað ég er þér
þakklátur fyrir allt, fyrir að hafa
haft þig sem móður, fyrir allt sem
þú kenndir mér, fyrir að gera mig
að þeim manni sem ég er. Það sem
veitir mér helst kraft til að takast
á við þetta núna, eins og oft áður
þegar reynt hefur á mig, er að
hugsa um hversu sterk þú ert. Ég
skil ekki hvernig þú fórst að því en
það var sama hvað kom mikið
mótlæti, þú varst alltaf svo já-
kvæð, glæsileg og sterk. Þú ert
einstök baráttuhetja.
Ég er svo þakklátur fyrir að
Erla María skyldi fá tækifæri til
að kynnast þér, þótt kynnin hafi
verið alltof stutt, því allir sem
voru svo heppnir að fá að kynnast
þér vita að það er ekki hægt að út-
skýra þína einstöku nærveru og
góðmennsku með orðum.
Góðu minningarnar um þig eru
endalausar og ég er svo þakklátur
fyrir það sem við áttum því mér
hlýnar alltaf við að hugsa um það
sem við höfum upplifað saman.
Ég gat alltaf leitað til þín með það
sem ég var að fást við og þú varst
svo góð í að hlusta á mig, skilja
mig, trúa á mig og gefa mér góð
ráð til að klára hlutina með sóma.
Eins og þú gerðir alltaf. Sérstak-
lega vil ég þakka þér fyrir hvað þú
lagðir mikla áherslu á námið mitt
og hvað þú hafðir óendanlegan
áhuga og tíma fyrir að aðstoða
mig. Ég mun aldrei ná að klára að
segja þér allt sem ég er þér þakk-
látur fyrir en það er allt í lagi. Ég
veit að þú verður alltaf með okkur
og ég mun halda áfram að segja
þér frá því sem ég ber í brjósti. Þú
verður alltaf í hjarta mínu.
Erla María sagði einu sinni við
mig fyrir löngu að við værum í
raun að skrifa ævisögu okkar sjálf
á hverjum degi með því hvernig
við komum fram. Mamma mín, þú
hefur skrifað fallegustu ævisögu
sem hugsast getur með gjörðum
þínum, góðmennsku þinni og um-
hyggjusemi í garð annarra. Ég er
svo þakklátur fyrir að eiga þig
sem fyrirmynd og ég mun halda
áfram að fara eftir því sem þú
kenndir mér og kenna mínu fólki
það lika. Varðandi annað sem ekki
náðist að kenna mér, þá mun ég
sækja styrk í það að hugsa hvern-
ig mamma hefði tæklað hlutina.
Elsku mamma, ég ætla að gera
mitt allra allra besta til að skrifa
fallega ævisögu eins og þú gerðir.
Ekki hafa áhyggjur af okkur.
Við systkinin og tengdabörn pöss-
um upp á pabba og öll ömmugullin
þín. Við verðum sterk öll saman
eins og alltaf og pössum hvert upp
á annað, þú mátt treysta því.
Ég elska þig endalaust,
mamma mín, og mun alltaf gera,
hafðu það nú gott.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt. Þinn mömmu-
strákur,
Vilhjálmur.
Elsku mamma. Hún er mér of-
arlega í huga núna sú stund í febr-
úarmánuði síðastliðnum þegar við
sátum saman við eldhúsborðið
heima hjá ykkur pabba og þú
varst að vanda þig við að skrifa
minningargrein um ömmu. Ég
sagði við þig hvað lífið gæti verið
sorglegt og að ég fyndi til með þér
að missa mömmu þína, því mér
fannst að allir ættu að eiga
mömmu.
Ég minnist þessarar stundar
þó ekki með sorg í hjarta heldur
þakklæti, því nærvera þín var svo
góð og það var alltaf notalegt að
spjalla við þig. Við spjölluðum
m.a. um minningargreinar og ég
sagði þér að ég kysi að skrifa ekki
grein, því það væri ekki mín leið
til að syrgja og þakka fyrir, held-
ur vildi ég gera það á annan hátt.
Þú studdir mig í því, eins og
reyndar öllu öðru.
Ég er þakklátur fyrir þessa
umræðu sem við áttum og ég ætla
að standa við þau orð og minnast
þín á þann hátt sem við töluðum
um.
En ég á þér svo margt að þakka
að ég get ekki látið það ógert að
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Mig langar að
þakka þér fyrir að hafa hugsað
svo vel um okkur, kennt okkur svo
margt og fyrir að hafa alltaf verið
til staðar. Ég er þakklátur fyrir
allar góðu minningarnar sem við
eigum, öll samtölin sem við áttum
og ekki síst fyrir öll hlýju faðm-
lögin. Þú hefur kennt mér svo
margt og ég verð þér ævinlega
þakklátur fyrir það. Þrátt fyrir að
þú sért farin á annan stað núna er
ég enn að læra af góðmennsku
þinni og meðtaka og skilja betur
þá hluti sem þú lagðir mikla
áherslu á að ég myndi tileinka
mér. Þú varst alltaf svo glæsileg
og vel til fara, lagðir metnað í allt
sem þú gerðir, hvort sem það var
vinna, handverk, veisluhöld eða
skreytingar fyrir bæjarhátíðina
okkar.
Ég er þakklátur fyrir það hvað
þú hugsaðir vel um okkur systk-
inin, alla vini okkar sem voru þér
sem þín eigin börn og ekki síst
hvað þér þótti vænt um Kristínu
Ölmu eftir að við fórum að búa
saman. Ég er þakklátur fyrir það
hvað þú reyndist pabba vel og
varst honum trygg alla tíð, og
ekki síst þakklátur honum fyrir að
hafa staðið þétt við bakið á þér
alla tíð í gegnum súrt og sætt.
Það sem gleður mig þó einna
mest er að Jódís Kristín, dóttir
mín, skuli hafa fengið að kynnast
þér og finna fyrir ömmuhjartanu.
Þó svo að hún komi ekki til með að
muna eftir þér þá fékk hún að
elska þig og það gerði hún svo
sannarlega.
Þú munt ætíð eiga stað í hjarta
hennar og ég hjálpa henni að
elska þig. Ég mun fylgja henni út í
lífið með þann fróðleik og ást í far-
teskinu sem þú hefur veitt mér.
Guð geymi þig að eilífu. Þinn
Jón Pétur.
Elsku besta mamma, ég sakna
þín svo sárt.
Það er svo margt sem mig
langar að segja. Svo margar
minningar sem koma upp. Góðar
minningar.
Þetta er svo erfitt, svo rangt,
svo óréttlátt og svo óraunveru-
legt. Allt sem þú hefur gengið í
gegnum, en alltaf með höfuðið
hátt. Aldrei heyrði ég þig kvarta.
Þú varst mér svo góð fyrir-
mynd og allt sem þú gerðir var
svo vel gert, það kom alltaf frá
hjartanu. Þú gast einhvern veginn
allt og það var svo gott að geta
leitað til þín með hvað sem er, þú
varst alltaf til staðar. Hvert á ég
nú að leita? Þú settir þig inn í allt
sem við vorum að gera til að geta
hjálpað okkur við það sem við vor-
um að kljást við. Skólann, uppeld-
ið, eldamennsku, prjónaskap,
daglegt líf. Þú bara komst mér í
gegnum allt sem ég hef þurft að
takast á við. Ég hefði ekki getað
þetta án þín, ég væri ekki sú sem
ég er án þín. Þú lést alla aðra
ganga fyrir, sama hversu mikinn
toll það tók af þér. Þú lést okkur
aldrei sjá það.
Þú varst og ert í hjarta mér
hjartahlýjasta, duglegasta, sam-
viskusamasta, þolinmóðasta og
sterkasta kona sem ég þekki. Fal-
leg bæði að utan og innan. Hetjan
mín. Ég vil vera eins og þú.
Ég man aldrei eftir látum,
skömmum né rifrildum í kringum
þig, það varst bara ekki þú. Þú
tókst öllu með jafnaðargeði og
notaðir þína einstöku þolinmæði
og skilning til að takast á við hlut-
ina.
Þið pabbi voruð svo frábær
saman, svo samstiga og ótrúleg.
Ég vildi að þið hefðuð fengið meiri
tíma saman. Tíma til að njóta alls
sem þið hafið byggt svo vel upp í
gegnum öll þessi ár.
Þú varst svo einstök amma.
Börnin mín voru svo háð þér, litu
upp til þín og leituðu til þín. Ég er
svo þakklát fyrir stundirnar sem
þau áttu með þér. Þú gafst þér
alltaf tíma fyrir þau, aldrei heyrð-
ist orðið „bíddu“. Þau bara gengu
fyrir öllu. Öll samskipti við þau
voru svo falleg. Þau fóru ekki í
pössun/„geymslu“ til þín, heldur
fóru til þín til að leika með ömmu.
Þau sátu aldrei aðgerðalaus hjá
þér heldur gafstu þér alltaf tíma
til að setjast niður með þeim til að
föndra, lesa, spila, sauma og
spjalla. Þú varst trúnaðarvinur
þeirra og hlustaðir á allt sem þau
höfðu að segja með innlifun og
samkennd.
En nú ertu farin eftir hetjulega
baráttu allt fram á hinstu stund
og ég er þér svo óendanlega þakk-
lát fyrir allt sem þú hefur gert fyr-
ir mig og hjálpað mér með. Þú
varst ekki bara mamma mín held-
ur líka besti og tryggasti vinur
sem hægt er að hugsa sér.
Ég kveð þig elsku mamma mín
með svo miklum sársauka og vona
að þú sért komin á góðan stað, því
þú átt bara það besta skilið.
Ég lofa þér að við munum
passa vel hvert upp á annað því
það hefðir þú viljað. Fjölskyldan
var þér svo mikils virði.
Ég elska þig svo mikið. Minn-
ing þín mun lýsa í hjörtum okkar.
Þín
Ásdís.
Elsku Hjördís mín. Ég trúi
ekki að þú sért farin frá okkur.
Einhver partur af mér vonar að
ég geti farið í Sæbólið og þú tekið
á móti mér með knúsi í forstof-
unni og spurt hvort ég vilji ekki fá
mér eitthvað að borða. Dekkað
svo upp hlaðborð eins og þér einni
var lagið og sagt „ruglastu ekki í
sortunum“. En lífið er ósann-
gjarnt og fólk sem hefur svo
margt að lifa fyrir er tekið frá
okkur hinum allt of snemma.
Þú varst mér svo miklu meira
en bara tengdamóðir, þú varst
mér sem móðir og ein af betri vin-
konum sem alltaf var hægt að
leita til. Ég er svo óendanlega
þakklát fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig, kennt mér og
hjálpað mér með í gegnum síð-
ustu sjö árin.
Óskin mín um að þú fengir að
vera amma barnanna minna rætt-
ist og áttuð þið Jódís Kristín góða
19 mánuði saman. Samband þitt
við barnabörnin var svo ótrúlega
náið og fallegt og ég hef oft sagt
að það ætti að vera mynd af þér
við orðið „amma“ í orðabókinni.
Það þyrfti engar frekari útskýr-
ingar. Mér finnst ákaflega sárt að
hugsa til þess að Jódís Kristín eigi
ekki eftir að muna eftir þér en ég
geymi fallegu minningarnar um
ykkur tvær saman í hjarta mínu
eins og gull, þær eru mér svo dýr-
mætar.
Ég er þér og Guðráði svo þakk-
lát fyrir að hafa alið börnin ykkar
vel upp og gefið ykkur allan
heimsins tíma í það verkefni því
að börnin ykkar fjögur eru ein-
hverjir vönduðustu einstaklingar
sem ég þekki. Jón Pétur er sá
allra besti faðir sem ég gæti hugs-
að mér fyrir börnin mín og gefur
litlu ákveðnu Jódísi Kristínu allan
heimsins tíma, kærleika og þolin-
mæði sem hún þarf á að halda og
við erum heppin að hafa svona
góðar fyrirmyndir þegar kemur
að foreldrahlutverkinu.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið þann heiður að kynnast þér
og hafa þig í mínu lífi þó að það
hafi verið í of stuttan tíma.
Það er erfitt að kveðja þig
elsku Hjördís mín, en ég reyni að
hugga mig við það að núna ertu á
góðum stað, í hraustum líkama,
búin að setja á þig gloss og ert
vonandi að segja einhverjum
brandarann um bleiku skóna.
Þín
Kristín Alma.
Elsku einstaka tengdamamma
mín.
Þegar ég hugsa til þín er ég
fyrst og fremst þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér.
Þakklát fyrir þær stundir sem
við áttum saman og samtölin okk-
ar sem voru svo uppbyggjandi.
Þakklát fyrir þær hlýju mót-
tökur sem ég fékk alltaf og hvað
þú varst mér góð.
Þakklát fyrir hvað þú hafðir
mikla trú á mér og hvað þú varst
áhugasöm um allt sem ég tók mér
fyrir hendur.
Kappsemin í þér var ótrúleg og
ég mun aldrei skilja hvernig þú
varst alltaf svo jákvæð og bjart-
sýn þó illa stæði á. Þetta vil ég
taka mér til fyrirmyndar og mun
ég alltaf hugsa til þín þegar ég
þarf á kraftinum þínum að halda.
Það er sárt að hugsa til þess að ég
fái ekki að verja fleiri stundum
með þér en á sama tíma veit ég að
þú ert á betri stað núna, þar sem
þú þarft ekki að þjást lengur. Ég
get huggað mig við þá tilhugsun.
Ég og Villi munum alltaf lifa eftir
því sem þú hefur kennt okkur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt. Þín tengdadótt-
ir,
Erla María.
Elsku amma.
Orð lýsa því ekki hversu mikið
ég á eftir að sakna þín. Þú hefur
passað mig alveg frá fæðingu og
Hjördís
Vilhjálmsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma,
Svo mörg ósögð orð, svo
margt ógert en svo margt
búið að segja og svo margt
búið að gera og eftir standa
yndislegar minningar. Orð
mín til þín koma til þín á
annan hátt.
Ástarkveðja frá stóru
stelpunni þinni,
Eva Jódís.
Elsku amma, ég mun
sakna þín svo mikið.
Hver á núna að sauma
með mér?
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Þín
Hjördís María.
Elsku besta amma Hjör-
dís.
Það var leiðinlegt að þú
fékkst ekki fleiri ár með
okkur. Við söknum þín. Þú
varst okkur mjög kær og
mikilvæg. Þú varst í uppá-
haldi hjá okkur.
Þú ert mjög falleg og
frábær. Þú varst svo góð í
lífinu. Við viljum vera eins
góð og þú. Þú settir alltaf
alla fram fyrir þig. Í hvert
sinn sem við komum í heim-
sókn til þín og afa, fengum
við eitthvað gott í gogginn.
Takk fyrir að fylgja okk-
ur eftir í öllu sem við gerð-
um, t.d. skólanum, íþrótt-
unum og bara okkar lífi.
Takk fyrir að kenna okk-
ur yndislegu hæfileikana
þína, s.s. að flauta, prjóna,
sauma og að læra að taka
fólki eins og það er með
kostum og göllum.
Takk fyrir að elska okk-
ur öll. Takk fyrir öll þessi
yndislegu ár með okkur. Þú
munt alltaf eiga stað í
hjartanu okkar.
Við elskum þig öll, besta
amma í heimi.
Þín barnabörn,
Vilhjálmur Darri, Aníta
Ósk og Andrea Ósk.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800