Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Íslandsmeistarinn frá því í fyrraGuðmundur Kjartansson hóftitilvörn sína með því að gerajafntefli við Henrik Danielsen
í 1. umferð Íslandsmótsins sem hófst í
Hörpu á uppstigningardag. Sigur
Guðmundar í fyrra kom verulega á
óvart og hann er til alls vís í keppni
landsliðsflokksins í ár. Mótið í ár vek-
ur einkum athygli fyrir þátttöku Jó-
hanns Hjartarsonar og Jóns L. Árna-
sonar sem hefja þarna undirbúning
sinn fyrir EM landsliða sem fram fer
hér á landi í nóvember. Þegar dregið
var um töfluröð varð útkoman þessi:
1. Henrik Danielsen 2. Sigurður
Daði Sigfússon 3. Jón L. Árnason 4.
Héðinn Steingrímsson 5. Einar Hjalti
Jensson 6. Jóhann Hjartarson 7.
Lenka Ptacnikova 8. Hjörvar Steinn
Grétarsson 9. Bragi Þorfinnsson 10.
Björn Þorfinnsson 11. Hannes Hlífar
Stefánsson 12. Guðmundur Kjart-
ansson.
Jóhann, Héðinn og Hjörvar unnu
fremur auðvelda sigra í 1. umferð en
Hannes Hlífar lenti í tapstöðu:
( Sjá stöðumynd 1 )
Sigurður Daði Sigfússon – Hannes
Hlífar Stefánsson
Hér at hvítur gert út um taflið með
21. Rxh7+ Kc7 22. Bf6 Hg8 23. De2!
Kannski hefur Sigurður ekki tekið
eftir því að leiki svartur 23. … Dg4 er
hægt að taka riddarann á e5 með
skák. Hann valdi hinsvegar að þrá-
leika með 21. Rg4+ Ke8 22. Rf6+
Kd8 23. Rg4+ og nagar sig sennilega
í handarbökin fyrir það.
Því er við að bæta að Friðrik Ólafs-
son, sem skoðaði þessa stöðu heima
hjá sér, kom strax auga á leik sem
„skákreiknarnir“ voru ekki með: 21.
De2! Eftir 21. ... h6 22. Be3 Db4 á
hvítur nokkra góða kosti t.d. 23. Hf4!
Db8 24. Bc5! Rd7 25. Hd4 og vinnur.
Það sem er athyglisvert við þessa
stöðu að svartur getur bókstaflega
engu leikið, t.d. 25. ... Dc7 26. De1! og
drottningin er á leið til b4 eða h4.
Aðstæður á 8. hæð Hörpunnar eru
prýðilegar með stórfenglegu útsýni
yfir Faxaflóann, Esjuna, Akrafjall og
Skarðsheiði. Aðstaðan er hinsvegar
óviðunandi frá sjónarhóli áhorfenda
þar sem einungis eru sýndar fjórar
skákir á sýningartjaldi. Vonandi bæt-
ir mótshaldarinn úr því. Hinsvegar er
hægt er að fylgjast með öllum skák-
um í beinni útsendingu á netinu.
Alls hafa fimm þátttakendur ein-
hvern tímann orðið Íslandsmeistarar.
Hjörvar Steinn Grétarsson sem er 22
ára gamall hefur nokkrum sinnum
reynt og kannski kemur röðin að hon-
um í ár. Ef ekki þá er bara að vera
þolinmóður; sá sem á flesta titla,
Hannes Hlífar Stefánsson, varð Ís-
landsmeistari fyrst í tólftu tilraun.
Hjörvar vann sannfærandi sigur á
Einari Hjalta sem kom inn í mótið á
síðustu stundu en Þröstur Þórhalls-
son og Stefán Kristjánsson hættu við
þátttöku:
Skákþing Íslands 2015; 1. umferð:
Einar Hjalti Jensson – Hjörvar
Steinn Grétarsson
Hollensk vörn
1. d4 f5 2. c4 d6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3
g6 5. g3 Bg7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 c6
Leningrad-afbrigði Hollensku
varnarinnar nýtur mikilla vinsælda
um þessar mundir. Svona tefldi
Shkariyar Makedyarov á Reykjavík-
urskákmótinu í vetur.
8. b3 Ra6 9. Bb2 Dc7 10. d5 e5 11.
dxe6 Bxe6 12. Rg5 Hae8 13. Rxe6
Hxe6 14. Dc2 Rc5 15. e3 Rfe4 16.
Re2 Hee8 17. b4?
Ekkert lá á þessum leik. Gott er 17.
Hfd1 eða 17. Rd4.
17. … Bxb2 18. Dxb2 Rd3! 19. Da3
Re5 20. Hfd1 Rxc4 21. Dxa7 d5 22.
Dd4 Ra3 23. Hdc1 De7 24. Rf4 Ha8
25. Rd3 Rb5 26. Db2 Ha3!
Lokar á framrás a-peðið og nær yf-
irráðum yfir a-línunni.
27. Re1 Dg7 28. Dxg7 Kxg7 29.
Rc2 Ha4 30. Bf1 Rbc3 31. Rd4 Hfa8
32. f3
Hann varð að reyna 32. b5.
32. … Hxa2 33. fxe4 Hxa1 34.
Hxc3 fxe4 35. Kg2 H8a3 36. Hxa3
Hxa3 37. Kf2 Kf6 38. Be2 Ha2
Með tvö peð yfir á hrókurinn alls
kostar við léttu menn hvíts.
39. b5 c5 40. Rb3 b6 41. Kf1 Hb2
42. Bd1 Hxh2 43. Be2 Hh1 44. Kf2
Hb1 45. Rd2 Hb2 46. Ke1 Ke5 47.
Kd1 c4
– og hvítur gafst upp.
Jóhann, Hjörvar og Héðinn
hófu Íslandsmótið með sigri
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson | brids@mbl.is
Ágæt þátttaka hjá eldri
borgurum í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 12. maí var spilaður
tvímenningur með þátttöku 24
para.
Efstu pör í N/S - % skor:
Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 62,5
Albert Þorsteinss. - Jórunn Kristinsd. 58,1
Auðunn R. Guðmss, - Unnar Guðmss. 55,8
Viðar Valdimarss. - Óskar Ólafsson 54,9
Jens Karlsson - Björn Karlsson 51,9
A-V
Óli Gíslason - Magnús Jónsson 63,2
Kristján Þorláksson - Jónína Óskarsd.
60,6
Ágúst Stefánss. - Helgi Einarsson 59,0
Sveinn Snorras. - Þorleifur Þórarinss. 53,7
Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 52,1
Vormót Bridsfélag
eldri borgara í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 19. maí verður spil-
aður Monrad Barómeter. 6 umferð-
ir með 4 spilum á milli og veitt
verða góð verðlaun fyrir efstu sæt-
in. Allir spilarar eru velkomnir og
keppnisgjald verður óbreytt.
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í félagsheimili eldri
borgara í Hafnarfirði að Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl.
13.
Bridsfélag Reykjavíkur
Vetrarstarfi félagsins lauk með
einmenningi sl. þriðjudag.
Lokastaðan:
Skúli Skúlason 62,1 %
Þóranna Pálsdóttir 58 %
Kjartan Ásmundsson 56,7 %
Bridsfélag Reykjavíkur
Vetrarstarfi félagsins lauk með
einmenningi sl. þriðjudag.
Lokastaðan:
Skúli Skúlason 62,1 %
Þóranna Pálsdóttir 58 %
Kjartan Ásmundsson 56,7 %
Óskað er eftir kaupanda að samliggjandi athafnalóðum
á besta stað við Krókháls 7 og Hestháls 15
Hafðu samband við sölumenn Eignamiðlunar í síma 588 9090.
Nánari upplýsingar er einnig að finna á eignamidlun.is
2
Guðlaugur I. Guðlaugsson,
sölumaður.
GSM 864 5464
gudlaugur@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson,
lögg. fasteingasali.
GSM 824 9093
kjartan@eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson,
framkvæmdastjóri,
lögg. fasteignasali.
Sala fasteigna frá
G rafarholtsvöllur
Ves
turl
and
sve
gur
H
öf
ða
ba
kk
i
Hestháls
K ró
khá
ls
Stórhöfði
Suðurlandsvegur
Til
sölu
TVÆR SAMLIGGJANDI
BYGGINGALÓÐIR
Alls 23.323 m2
Um er að ræða tvær samliggjandi og mjög vel staðsettar lóðir
Samtals 23.323 m2
Byggingaréttur er rúmir 16.000 m
Á Hesthálsi 15 er 375,8 m2
2
iðnaðarhúsnæði
Góð tenging við stofnbrautir
Mögulegt er að hafa aðkomu bæði frá Hesthálsi og Krókhálsi