Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Sumargötur Nú er sumarið sannarlega komið fyrst litríku hjólin eru mætt til að loka götum fyrir umferð bíla í miðborginni. Þetta bláa hjól stendur við Skólavörðustíg og tónar vel við gula litinn.
Kristinn
Biblían segir frá alls
konar fólki í alls konar
aðstæðum, bæði hvers-
dagslegum og ýtrustu
aðstæðum lífsins. Ég
heillast sérstaklega af
frásögnum af konum í
Biblíunni og finnst ég
nánast hafa eignast vin-
konur í þeim, svo mjög
hef ég velt þeim fyrir
mér og reynt að setja
mig í þeirra spor. Nokkrar þeirra eiga
það sameiginlegt að vera eignaður
kveðskapur í Gamla testamentinu.
Ein þeirra er Hanna sem sagt er
frá í Fyrri Samúelsbók. Hanna þráði
heitt að verða móðir. Í samfélaginu
sem Hanna bjó í var álitið að það væri
meira en lítið að konu sem ekki gat
eignast börn. Svo Hanna bað til Guðs,
heitt og innilega, að hún fengi að eign-
ast barn. Og Hanna var bænheyrð.
Hún fæddi dreng, og tjáði þakklæti
sitt í lofsöng sem lesa má í 2. kafla
Fyrri Samúelsbókar.
Önnur kona er Mirjam, systir Móse
sem Mósebækurnar fimm eru kennd-
ar við. Móse naut dyggrar aðstoðar
systkina sinna þeirra Arons og Mir-
jam í vandasömu leiðtogahlutverki
sínu sem Guð hafði valið hann til, að
leiða Ísraelsþjóð úr ánauð í Egypta-
landi. Í 2. Mósebók, 15. kafla, er sagt
frá því þegar Mirjam fer fyrir hópi
kvenna sem fagna, slá á trumbur,
dansa og syngja lofsöng þegar Guð
hafði klofið Sefhafið svo Ísraelsmenn
fóru þurrum fótum
gegnum hafið á flótta
sínum. Almennt er álitið
að þessar ljóðlínur sem
eignaðar eru Mirjam
séu með allra elstu text-
um/textabrotum Gamla
testamentisins.
Í Dómarabókinni er
sagt frá Debóru sem,
var einn af fyrstu leið-
togum („dómurum“)
þjóðarinnar fyrir kon-
ungatímann. Frá henni
er sagt í 4. kafla Dómarabókarinnar.
Debóra var afar farsæll dómari sem
fylkti þjóð sinni að baki sér. Eftir ár-
angursríka herför yrkir Debóra og
syngur sigursöng. Þess má geta að
þegar Vigdís Finnbogadóttir, sem
var fjórði forseti íslenska lýðveldisins
var sett í embætti, prédikaði hr. Sig-
urbjörn Einarsson biskup og lagði út
frá frásögninni um Debóru.
Það er nærandi, áhugavert og
spennandi að kynnast fólkinu í Biblí-
unni. Á afmælisári Hins íslenska
Biblíufélags sem fagnar nú 200 ára
afmæli sínu er vel til fundið að taka
sér Biblíuna í hönd og lesa.
Eftir Ninnu Sif
Svavarsdóttur
»Móse naut dyggrar
aðstoðar systkina
sinna þeirra Arons og
Mirjam í vandasömu
leiðtogahlutverki sínu.
Ninna Sif Svavarsdóttir
Höfundur er prestur.
Konur sem yrkja
í Biblíunni
Vér einir vitum
sögðu einvaldskon-
ungar sem töldu sig
hafa þegið vald sitt
frá Guði. Almúginn
hafði því ekki rétt til
að hafa aðra skoðun. Í
lýðræðisþjóðfélagi eru
gagnstæð viðhorf.
Morgunblaðið hefur
um áratugaskeið verið
opið mismunandi
skoðunum og sjónarmiðum. Þess
vegna er blaðið og blogg blaðsins
lifandi vettvangur skoðanaskipta.
Tjáningarfrelsið fer fyrir brjóst-
ið á blaðamanninum Árna Matt-
híassyni sem talar úr sömu háhæð-
um og einvaldskonungar til forna.
Í pistli á miðvikudaginn bregður
hann þeim um greindarskort, sem
finnst eitthvað athugavert við
framlag Íslands á Feneyjatvíær-
ingnum þar sem Svisslendingur
gerir mosku í kirkju.
Í greininni, sem Árni skrifar á
kostnað okkar áskrifenda Morgun-
blaðsins, sýnir hann helstu ein-
kenni þess sem vinstrimenn
mundu kalla tilraun til fasískrar
þöggunar. Að mati blaðamannsins
eru þeir sem hafa skrifað eitthvað
misjafnt um moskubygginguna í
kirkju í Feneyjum á kostnað ís-
lenskra skattgreiðenda samkynja
hópur vanvita, sem eru auk þess
miðaldra hvítir kristnir karlmenn,
andstæðingar múslima, á móti
hommum, á móti femínistum og á
móti listamönnum.
Það er huggun harmi gegn, að
mati blaðamannsins,
að hópurinn er kom-
inn af léttasta skeiði
og hann opinberar þá
von sína að maðurinn
með ljáinn muni fljót-
lega höggva stór
skörð í raðir þeirra
sem eru á öðru máli
en hann.
Ég hef gert at-
hugasemdir við að
mörgum tugum millj-
óna sé varið til að
byggja mosku í kirkju
í Feneyjum og umstangið í kring-
um það. Í fyrsta lagi finnst mér
það sóun á almannafé. Í öðru lagi
sé ég ekki að það sé í samræmi við
þann tilgang að kynna íslenska
myndlist. Í þriðja lagi er verkið
sett upp til ögrunar. Við Íslend-
ingar fengum á okkur bjánastimpil
á árinu 2008 og ítrekun á því er
óþörf. Blaðamaðurinn ætti að
skoða hvað kollegar hans á víð-
lesnum blöðum eins og t.d. Daily
Telegraph og Le Figaro hafa um
málið að segja.
Umræðan og sjónarmiðin í
þessu máli eru aðallega varðandi
notkun almannafjár. Það skuli
gengið fram hjá íslenskum lista-
mönnum við kynningu á íslenskri
list í Feneyjum. Að ekki skuli
kynnt íslensk list. Þessi atriði eiga
erindi í þjóðfélagsumræðu í lýð-
ræðislandi. Það hefur ekkert með
afstöðu til homma, listamanna,
kristni eða femínisma að gera.
Blaðamanninum Árna Matthías-
syni til upplýsingar þá vill nú
þannig til að sá sem þetta skrifar
er jákvæður í garð þessara hópa
þannig að staðalímynd hans er líka
röng.
Eftir að ég lét í ljós andúð mína
á því að listaelítan skyldi ganga
jafn freklega og raun ber vitni
gegn íslenskum myndlistamönnum
og íslenskri myndlist hafa margir
myndlistarmenn haft samband við
mig og gert mér grein fyrir hvern-
ig ástandið er í spilltu umhverfi
listaelítunnar, þar sem sumir eru í
náðinni en öðrum útskúfað eins og
í Sovét forðum. Því verður að
breyta.
Þegar tugum milljóna króna er
varið í moskubyggingu sem hefur
engin tengsl við Ísland á kynning-
arhátíð myndlistar í Feneyjum, þá
er eðlilegt að spurt sé: Erum við
að verja peningum skattgreiðenda
á réttan hátt? Getum við ekki gert
betur?
Sú þöggun sem er varðandi
þetta mál í íslenskum fjölmiðlum
er ógnvekjandi en eftirtektarverð,
lærisveinar Göbbels kunnu það fag
út í æsar. Angi af sama meiði er
umrædd grein blaðamannsins
Árna Matthíassonar.
Eftir Jón
Magnússon »Umræðan í þessu
máli er aðallega
varðandi notkun al-
mannafjár. Það skuli
gengið framhjá íslensk-
um listamönnum við
kynningu á íslenskri list
í Feneyjum.
Jón Magnússon
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Vér einir vitum