Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 35

Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 alltaf fylltist maður gleði þegar maður kom í heimsókn. Þú varst mér afar kær og eiginlega eins og annað foreldri. Sama hversu illa þér leið þá hugsaðirðu alltaf um alla aðra en sjálfa þig og kvartaðir aldrei. Þú varst aldrei reið, sama hvað maður gerði og það er ekki til nein slæm minning með þér. Þú áttir bara gott skilið. Þú átt aldrei eftir að yfirgefa mig, þú átt alltaf eftir að vera hjá mér og átt stóran hluta í mínu hjarta. Núna kveð ég þig, elsku amma. Hvíldu í friði. Þinn Andri Már. Elsku amma. Mér þykir svo vænt um þig og það eru svo margar minningar sem við áttum saman og ég vildi bara að þær yrðu fleiri. Ég gat alltaf talað við þig um allt og þú hlustaðir alltaf. Þú hjálpaðir mér mikið þegar ég var með kvíða og talaðir alltaf við mig þegar ég þurfti vernd- arengil sem þú saumaðir fyrir mig þegar ég átti erfitt. Þú hjálpaðir mér mikið en núna ert þú vernd- arengillinn minn og ert komin á góðan stað. Mér þykir vænt um þig. Þú gerðir allt fyrir alla. Þú gast allt. Þú áttir gott hús gott hjarta gott knús og alltaf eitthvað í að narta og svo varstu alltaf til í að kjafta. Þín Birgitta Sól. Elsku stóra systir. Það er erfitt og óraunverulegt að skrifa nú kveðjuorð til þín. Þú varst búin að heyja margar orrusturnar við ill- vígan sjúkdóm sem á endanum bar sigur úr býtum. Alltaf sýndir þú þrautseigju og æðruleysi og varst frekar sú sem stappaði stál- inu í aðra. Okkur er úthlutað mis- löngum tíma hér á jörð. Ég velti fyrir mér tilganginum með því og hugsa í leiðinni um réttlæti og um óréttlæti sem mér finnst eiga við í þínu tilfelli. Þinn tími kom allt of fljótt. Ég reyni að réttlæta þessa hugsun með því að einblína á að nú er þjáningum þínum lokið. Mig langar sérstaklega að þakka þér fyrir góðu árin sem við tvíburasysturnar áttum hjá þér og fjölskyldu þinni í Grundarfirði. Þar upplifðum við fullt af ævintýr- um sem fylgja æskunni. Til að byrja með fengum við að fara saman í dvöl til þín á sumrin, en síðan fór önnur í einu. Ég átta mig nú á því að það hefur verið nóg að gera hjá þér með fjögur börn, hvað þá að bæta við tveimur böldnum til viðbótar. Ég vil líka þakka þér fyrir allt sem þú kennd- ir mér, t.d. að prjóna, baka og elda mat, því það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri enn og gefur mér ómælda ánægju. Þú varst alltaf svo þolinmóð við þessa kennslu eins og allt annað. Síðast þegar við hittumst sast þú úti í sólinni sunnan við vegg í faðmi ástvina þinna. Nú veit ég að slíkt er hið sama nema á öðrum stað í faðmi þeirra sem farnir eru. Nú er ég staðráðin í að reyna að ylja mér á öllum góðu minningunum sem ég á um þig og góðmennsku þína. Ég bið góðan guð að styrkja ástvini þína sem eiga um sárt að binda og sendi alla mína góðu strauma til ykkar allra. Lilja og fjölskylda, Dalvík. Það er erfitt að trúa því að Hjördís frænka sé dáin. En nú ert þú komin til afa Villa og ömmu Lilju. Við minnumst þess alltaf hve vel þú tókst á móti okkur þeg- ar við komum í heimsókn. Alltaf áttir þú eitthvert heimabakað góðgæti svo sem kleinur eða snúða handa okkur. Þú og Pétur voruð svo gjafmild og við hlökk- uðum alltaf til að opna gjafir frá ykkur, því þær voru alltaf svo fín- ar, oft eitthvað til að föndra eða búa til. Mest spennandi fannst okkur þó að koma til ykkar á Grund- firska daga. Húsið ykkar var svo vel og fallega skreytt og þar var alltaf svo mikið skemmtilegt að gera fyrir krakka. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki hitt þig aftur en við vitum að þú vakir yfir okkur og við munum aldrei gleyma þér. Þín frændsystkini, Magnús Már, Berglind og Kristín. Fallin er frá, langt um aldur fram, elskuleg vinkona okkar, Hjördís Vilhjálmsdóttir. Við kynntumst henni fyrir rúmum 40 árum þegar hún var í 5. bekk Lindargötuskólans. Ári síð- ar lágu leiðir Hallbjargar og Hjördísar saman í Fóstruskólan- um og tókst þá fljótlega mikil vin- átta á milli okkar. Þá var Pétur kominn inn í spilið og allt frá þeim tíma hafa þau verið í hópi okkar bestu vina. Höfum við átt margar ánægjulegar samverustundir sem núna renna gegnum hugann, hver af annarri, og allar yndislegar og eftirminnilegar. Hjördís var höfðingi heim að sækja. Þegar við komum í Grund- arfjörðinn var þar jafnan hlaðið veisluborð. Okkur þótti stundum um of og reyndum einu sinni að koma óvænt. En Hjördís var viðbúin, dró fram hverja kökuna á fætur annarri og sagði með bros á vör. „Hélduð þið virkilega að það væri hægt að koma mér á óvart í þessum efnum“? Hjördís var í einu orði sagt, yndisleg manneskja allt í gegn. Hún hugsaði fyrst um aðra, svo um sjálfa sig. Hún spurði fyrst, hvernig hefurðu það og gaf svo góð ráð í kjölfarið áður en hægt var að spyrja um hennar hagi. Hún var hjálpsöm og ráðagóð og við undruðumst hverju hún kom í verk. Meðfram stóru og gestkvæmu heimili og barnabörn- um sem hún sinnti af einstakri natni, gat hún prjónað og saumað og föndrað og bakað svo undrum sætti. Hér á árum áður, þegar börnin okkar voru yngri, áttum við marg- ar ánægjustundir í Mýrarhúsum með þeim Hjördísi, Pétri og börn- um þeirra. Þá var leikið sér í fjör- unni, siglt út á vatnið, veitt eða bara svamlað. Á þeim árum var alltaf gott veður og í minningunni um Hjördísi var alltaf gott veður. Nokkur sumur var Hallmar sonur okkar hjá þeim og reyndist Hjördís og fjölskyldan öll honum einstaklega vel og fáum við þeim það aldrei fullþakkað. Þessa tíma naut hann mjög vel og var eins og einn af fjölskyldunni. Hjördís var hreinskilin með af- brigðum og lét skoðanir sínar hik- laust í ljós. Ákvarðanir sem við hjónin tókum og henni þóttu ekki réttar þurftum við jafnan að rök- styðja fyrir henni. Aldrei virkaði það þó sem umkvörtun eða nöld- ur, bara góð ráð, gefin af góðum vini. Nú hefur hún kvatt okkur í hinsta sinn en eftir sitja ljúfar minningar um yndislega vinkonu. Elsku Pétur, Eva, Ásdís, Jón Pétur, Villi, barnabörn , tengda- börn og aðrir ástvinir. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hallbjörg og Óskar Elvar. Elsku vinkona. Okkur var greinilega aldrei ætlað að hittast aftur. Í þau skipti sem við reynd- um var eitthvað sem kom upp á. Ég sit hér með síðasta bréfið frá þér og það andar bjartsýni, lyfin virðast vera að virka og meinin hafa aðeins minnkað. Ein- hvern veginn datt mér ekki í hug að við myndum aldrei hittast aftur þegar ég les þessar línur. Þar kemur líka fram hversu ánægð þú varst með afmælisveisl- una sem þú ætlaðir ekki að hafa en fjölskyldan sá til að yrði haldin, þar sem fjölskylda, vinir og sam- starfsmenn komu og fögnuðu þessum degi með þér með falleg- um ræðum og hljóðfæraleik barnabarnanna. Ég var staðráðin í að koma í heimsókn til ykkar þegar við komum til landsins í sumar og kem til með að gera það allavega til að kasta kveðju á Pétur og þau börn og barnabörn sem eru á staðnum og fer svo auðvitað að leiði þínu. Þrátt fyrir að ég sé búin að vera búsett erlendis í yfir 30 ár hélst vinátta okkar óbreytt og vil ég kveðja þig með þessu fallega ljóði: Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Pétur, börn, tengdabörn og barnabörn, hugur okkar er með ykkar á þessum erfiðu tím- um. Missir ykkar er mikill og mik- il eftirsjá að frábærri eiginkonu, móður, tengdamóður og síðast en ekki síst ömmu. Munið bara að sá sem hefur verið elskaður lifir kyrr í hjörtum okkar. Sofðu rótt, elsku Hjördís, og Guð geymi þig. Þín vinkona, Birna Ágústsdóttir og Júlíus Sigmundsson. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Í dag verður borin til grafar góð vinkona og samstarfsfélagi okkar til margra ára, Hjördís Vil- hjálmsdóttir. Hjördís starfaði ásamt manni sínum, Pétri Guðráði, við Grunn- skóla Grundarfjarðar. Hún starf- aði sem kennari fyrstu árin þar til þau hjónin tóku sig til og fluttu til Noregs þar sem hún útskrifaðist sem sérkennari og var það hennar starf þar til hún hætti að vinna fyrir nokkrum árum vegna heilsu- brests. Hjördís var hæg í umgengni og afar viðkunnanleg á allan hátt. Hún vann sína vinnu af alúð og umhyggju og nemendunum þótti afar gott að koma til hennar. Hún bar hag allra nemenda sinna fyrir brjósti og mátti ekki hugsa til þess að þeim liði illa á nokkurn hátt. Eins nutum við samstarfs- fólk hennar góðs af henni því allt- af var gott að leita til hennar með hvað sem var. Hjördís var vandvirk og allt sem hún tók sér fyrir hendur varð að vera 100%. Hún var afkasta- mikil og minnumst við hannyrða hennar og fallegs handverks. Hún var höfðingi heim að sækja og átti fallegt heimili. Hún hafði alltaf fínt í kringum sig, hvort sem það var heima eða í vinnunni. Það þurfti allt að vera í röð og reglu, stundum þannig að okkur þótti nóg um. Hjördís var mikil fjölskyldu- manneskja. Fjölskyldan var henni allt. Hún var algjör draumaamma og sá ekki sólina fyrir barnabörnunum sínum. Hún var mjög stolt af öllu sínu fólki. Sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Guðráðs, Evu Jódísar, Ásdísar, Jóns Péturs, Vilhjálms, tengdabarna og barna- barna. Ykkar missir er mikill en minning um góða konu mun lifa með okkur öllum. Fyrir hönd starfsfólks Grunn- skóla Grundarfjarðar, Unnur Birna Þórhallsdóttir. Góður vinur er gulli betri. Hjördís Vilhjálmsdóttir flutti til Grundarfjarðar um svipað leyti og við hjónin fyrir um það bil fjór- um áratugum. Eiginmaður henn- ar, Pétur Guðráð Pétursson, var heimamaður. Í Grundarfirði hófu þau búskap sinn og þar hafa þau búið alla tíð síðan. Þau byggðu sér fljótlega glæsilegt einbýlishús og yndislegt var að fylgjast með hversu samhent og einhuga þau stilltu saman krafta sína. Sam- félagi sínu í Grundarfirði hafa þau hjónin skilað einstöku starfi, fyrst og fremst sem kennarar við leik- skóla og grunnskóla staðarins en hæfileikaríkt fólk kemur líka víð- ar við sögu í kennslu- og fé- lagsmálum. Það munar um slíka í fámennri byggð. Hjördís var einstök kona, falleg og hlý manneskja sem bar með sér gæsku og gleði í allra garð. Hún var greind kona, hugsandi og næm og læs á líðan fólks og fram- göngu og hún hafði ríka tilfinn- ingu fyrir dýpstu rökum lífsins. Traust manneskja, hreinskiptin, réttsýn og heilsteypt. Slíkar eig- indir nýtti hún vel í starfi sínu sem kennari. Þar bjó hún yfir stað- góðri þekkingu og tók ástfóstri við nemendur sína og vildi allra vanda leysa. Vandvirk og ná- kvæm og kunni þá list að gera námið að skemmtilegum leik. Þessa nutu líka börnin hennar og barnabörn sem auðguðust af visku hennar og kærleik. Hjördís var mikil hannyrðakona. Á því sviði lék allt í höndum hennar og listrænir hæfileikar nutu sín. Þau hjónin sóttu sér frekari menntun í sérkennslu- og uppeld- isfræðum til Noregs en þar dvöldu þau við háskólanám í þrjú ár. Og fallegt er heimili þeirra, vel búið og snyrtilegt. Þar ríkir hlýr andi gestrisni og Hjördís töfraði fram veislukost á engri stund hve- nær sem gesti bar að garði. Þar var jafnan gott að koma til fagn- aðarfunda. Hjördís bjó við heilsuleysi um langt árabil. Þung áföll riðu yfir með fárra ára millibili og settu mark sitt á tilveruna. Erfiðar læknisaðgerðir skiluðu tíma- bundnum bata en sífellt sótti í sama horf. Hjördís mætti þessu mótlæti af einstöku æðruleysi og í raun ótrúlegt að vitna hvernig hún hélt reisn sinni og gleði í gegnum þær raunir allar. Bónd- inn hennar góði, börnin og fjöl- skyldan umvöfðu hana ástúð sinni og hjástoð. Síðustu vikur og dæg- ur hafa verið þungbær og sorgin sár og djúp við ótímabært fráfall góðrar konu. Eftirminnileg eru orðin sem Hjördís flutti í tilefni sextugsafmælis síns fyrir tæpu ári. Sú ræða var lærdómsrík þeim sem hlýddu, full af einlægu þakk- læti og heilbrigðri lífsýn. Engin leið var að sjá að þar færi kona sem ekki gekk heil til skógar, svo fallega bar hún sig og glæsilega með geislandi brosi og hlýju fasi. Tveir hvítir englar, sem töfrað- ir voru úr saumavélinni hennar Hjördísar, prýða stofurnar okkar; einn í sumarhúsinu okkar í Grundarfirði og annar í Garða- bænum. Þeir minna okkur á góða vinkonu og þeir minna okkur á þá einlægu trú sem helgaði líf henn- ar og tilveru. Í þeirri trú kveðjum við og þökkum samleið góðra daga, einstaka og trölltrygga vin- áttu og hlýhug allar stundir. Guð huggi og styrki ástvini alla á kom- andi tíð. Guð blessi minningu mætrar konu. Jón Þorsteinsson, Sigríður Anna Þórðardóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA S. JÓNSDÓTTIR húsfrú, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 8. maí. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson, Pálína Friðgeirsdóttir, Íris Nordquist, Ragnar Guðmundsson, Jónas E. Nordquist, Chaemsri Kaeochana, Róbert Aron Magnússon, Ásgeir Örn Nordquist, Edda G. Ólafsdóttir, Árni H. Sófusson og langömmubörnin Patrekur, Andrea, Karen, Oliver, Kristófer og Aron. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INDRIÐI PÁLSSON, fyrrverandi forstjóri, Sóltúni 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 13. maí. . Elísabet Guðný Hermannsdóttir, Sigríður Indriðadóttir, Margeir Pétursson, Einar Páll Indriðason, Halla Halldórsdóttir, Elísabet, Indriði, Halldór og Ingibjörg. Okkar ástkæra, SIGRÚN GÍSLA HALLDÓRSDÓTTIR, Suðurgötu 18b, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 13. maí. Útförin auglýst síðar. . Halldóra Ragna Einarsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Gísli Arnar Elínarson, Magnús Sverrisson, Ásta Pálína Ragnarsdóttir, Jóhann Magni Sverrisson, Leidy Karen Steinsdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÖRN BJÖRNSSON, fyrrverandi héraðsdýralæknir, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 13. . Jóhanna M. Einarsdóttir, Andrés K. Hjaltason, Edda K. Einarsdóttir, Haraldur Ólafsson, barnabörn og langafabarn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞÓRMUNDUR ÍSAKSSON flugumferðarstjóri, Háaleitisbraut 38, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 14. maí. Útför verður auglýst síðar. . Þóra Karítas Ásmundsdóttir, Jónína Helga Jónsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Svanhildur Jónsdóttir, Jóhann Jónsson, Helena Jónsdóttir, Páll Ríkarðsson, Ásmundur Ísak Jónsson, Guðrún Björg Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.