Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
✝ Signý Gunn-laugsdóttir
fæddist á Blönduósi
20. október 1967.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Blönduósi 4. maí
2015.
Foreldrar henn-
ar eru Geirlaug
Ingvarsdóttir,
bóndi á Balaskarði
í Laxárdal, Austur-
Húnavatnssýslu, f. 26.9. 1932, og
Gunnlaugur Þórarinsson,
verkamaður og bóndi í Skaga-
firði, f. 20.8. 1925, d. 7.1. 2010.
Hálfsystkini Signýjar, samfeðra,
eru Halldór, f. 30.4. 1969, og
brautaskóla Norðurlands
vestra. Signý lagði stund á bú-
rekstur alla ævi, fyrst á Bala-
skarði en eftir að leiðir þeirra
Magnúsar lágu saman 2006 tóku
við bústörf á Syðra-Hóli í Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Líf Signýjar
og yndi voru bústörf og sam-
vistir við dýr og menn. Hún naut
góðs af því að geta með sanni
sameinað hjá sér vinnu og
áhugamál. Hún hafði gaman af
því að taka á móti gestum og
eiga margir góðar minningar af
heimsóknum og spjalli á Bala-
skarði og Syðra-Hóli. Signý
barðist hetjulega við krabba-
mein síðustu æviár sín og var
flutt á Heilbrigðisstofnunina á
Blönduósi í mars sl. þar sem hún
andaðist eins og áður sagði að
morgni 4. maí sl.
Útför Signýjar verður gerð
frá Hólaneskirkju í dag, 16. maí,
kl. 14 en jarðsett verður í Hösk-
uldsstaðakirkjugarði.
Þórunn, f. 29.4.
1971.
Eftirlifandi sam-
býlismaður Signýj-
ar er Magnús Jó-
hann Björnsson, f.
17.6. 1969. For-
eldrar hans eru
Björn Magnússon,
f. 26.6. 1921, d.
13.11. 2010, og Ing-
unn Lilja Hjalta-
dóttir, f. 31.7. 1943.
Börn Magnúsar eru Björn Elv-
ar, f. 2002, og Stefanía Dúfa, f.
2005.
Signý ólst upp á Balaskarði
og sótti barnaskóla á Húnavöll-
um og framhaldsskóla í Fjöl-
Elsku besta vinkona mín og
frænka er látin langt fyrir aldur
fram, eftir erfið veikindi. Ég sem
hélt að við ættum eftir að verða
gamlar saman og halda áfram að
eiga okkar löngu samtöl í mörg ár
í viðbót.
Ég kynntist Signýju, eða
Ninný, þegar ég kom í fyrsta
skipti í sveit á Balaskarð sumarið
1985. Sama sumar og uppáhalds-
hundurinn minn, hann Skuggi,
kom sem hvolpur. Ég var svo lán-
söm að fá að vera þetta sumar og
nokkur sumur á eftir hjá þessum
yndislegu konum á Balaskarði;
Ninný, Gillu mömmu hennar,
Elsu móðursystur Ninnýjar og
ömmu, Signýju. Ninný var nokkr-
um árum eldri en ég, en við urð-
um strax nánar vinkonur, og höf-
um verið alla tíð síðan. Það var
ekki til það umræðuefni sem við
gátum ekki talað um. Það eru ansi
margir tímar sem við höfum setið
við eldhúsborðið á Balaskarði og
talað saman og í síma þess á milli.
Þegar ég var ekki lengur í sveit,
og bara kom í heimsókn einu sinni
til tvisvar á ári, sváfum við í sama
herbergi til að geta náð að tala
sem mest saman og töluðum við
langt fram á nótt þangað til önnur
okkar lognaðist út af.
Við áttum alltaf mjög líkan
húmor og það var æði oft sem við
hlógum að einhverju saman.
Ninný var mjög góð að sjá það
fyndna í aðstæðum og atferli
manna og dýra. Hún var svo góð
að segja frá og orða hlutina á
sprenghlægilegan og lifandi hátt.
Þrátt fyrir sín alvarlegu veikindi
og þjáningar gat hún enn fengið
mig til að hlæja þegar ég talaði
við hana í síma í síðasta sinn í
þessu lífi, einungis tíu dögum áð-
ur en hún lést.
Það sem ávallt hefur fylgt mér,
og mun alltaf gera, er sú um-
hyggja sem Ninný, og Bala-
skarðsfólkið, hafði fyrir hverju
einstöku dýri. Ef einhver skepna
veiktist var allt gert til að reyna
að bjarga henni. Þrátt fyrir að
kindurnar væru vel yfir hundrað
talsins áttu þær hver og ein sitt
nafn. Hundurinn Skuggi átti sér-
stakan sess hjá okkur öllum.
Ninný skrifaði niður fyrir mig
ferskeytlu sem Signý amma
hennar hafði ort árið 1985 um
hann, sem líka er gott dæmi um
húmorinn sem oft ríkti og sem
mig langar því að láta fylgja með
hér:
Forlög eru feikna römm
en fyrst mér þættu undur,
ef yrðirðu um síðir Skuggi skömm
skemmtilegur hundur.
(Signý)
Eftir að Ninný fluttist að
Syðra-Hóli fyrir nokkrum árum
og ég eignaðist elstu dóttur mína
gat liðið aðeins lengra á milli sam-
tala okkar, eins og gengur. Þrátt
fyrir það var alltaf eins og við
værum nýbúnar að hittast þegar
við töluðum saman á ný.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast Ninný
og mun alltaf minnast hennar fyr-
ir manngæsku, hlýju og góðan
húmor.
Mig dreymdi hana örfáum dög-
um eftir að hún lést. Hún sat og
var að greiða á sér síða, fallega
hárið. Henni leið vel og var mikil
ró yfir henni. Þannig kýs ég að
trúa að hún hafi það núna. Ég
sakna hennar ólýsanlega mikið en
trúi því að við munum hittast aft-
ur.
Elsku Gilla, Magnús, Björn
Elvar og Stefanía Dúfa, ég sam-
hryggist ykkur innilega. Megi
Guð styrkja ykkur í sorginni. Ég
vil skila innilegum samúðarkveðj-
um frá litlu fjölskyldunni minni,
foreldrum mínum Steingrími og
Jóhönnu, ásamt systkinum mín-
um.
Gunnþóra Steingrímsdóttir.
Við Signý höfum þekkst frá því
að ég man eftir mér. Það má eig-
inlega segja að við höfum erft vin-
skapinn, því að vinskapur hefur
verið á milli fjölskyldna okkar í
margar kynslóðir. Þessa vináttu
má rekja fram í Blöndudal, þar
sem pabbi minn og amma hennar
ólust upp. Nú vantar aðeins þrjú
ár upp á það að pabbi verði
hundrað ára, á meðan Signý náði
ekki að halda upp á 50 ára afmæl-
ið sitt. Bróðir minn og góður vin-
ur Signýjar dó úr sama sjúkdómi
og hún, aðeins 25 ára gamall. Það
er eitthvað svo öfugsnúið að
hugsa dæmið svona, enda erfitt
að sætta sig við að ungt fólk
kveðji ástvini sína og lífið sjálft
löngu áður en nokkur er tilbúinn
til þess.
Það er með sorg í hjarta sem
ég kveð þessa góðu vinkonu mína
sem hefur verið hluti af lífi mínu
svo lengi. Trygglyndi og óbilandi
sterk tengsl við fjölskyldu sína og
átthagana er það sem einkenndi
Signýju framar öðru. Hún ólst
upp í sannkölluðu kvennaríki á
Balaskarði í Laxárdal í Vestur-
Húnavatnssýslu, þar sem hún bjó
ásamt ömmu sinni, mömmu og
móðursystur. Á Balaskarði þótti
sjálfsagt að konur gætu sinnt bú-
skapnum, líka við aðstæður sem
voru tíðum mjög erfiðar, sökum
þess hversu afskekkt sveitin var
og oft illfært. Síðustu árin á Bala-
skarði bjó Signý ein, sem sýndi
betur en nokkuð annað þann óbil-
andi kjark, áræði og dugnað sem
hún bjó yfir.
Stóru kaflaskilin í lífi Signýjar
urðu þegar hún um fertugt tók
saman við Magnús Jóhann
Björnsson, bónda á Syðra-Hóli,
og fékk tvö yndisleg stjúpbörn í
bónus. Flutningurinn að Syðra-
Hóli gerði henni engu að síður
kleift að sinna áfram um húsið og
jörðina á Balaskarði. Það veit ég
að skipti hana miklu máli. Magn-
ús og Signý voru samhent í bú-
skapnum, enda bæði drifin áfram
af ótrúlegum dugnaði og elju-
semi. Þau deildu líka óþrjótandi
áhuga sínum á mannlífinu í hinu
stóra og smáa samhengi, bæði í
sögu og samtíð.
Eftir að Signý veiktist og
þurfti að koma suður til lækninga
urðu samskipti okkar meiri en áð-
ur. Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með því hvernig hún tókst af
æðruleysi á við þann illvíga sjúk-
dóm sem að lokum dró hana til
dauða. Hún var þakklát fyrir
þann góða tíma sem hún átti á
meðan meinið lá í dvala, en sárast
var henni að missa sjónina undir
það síðasta og geta ekki séð fólkið
sitt og sveitina sína út um
gluggann.
Nú er þetta stríð á enda. Signý
barðist eins og hetja og naut í
þeirri baráttu fyrst og fremst
stuðnings Magnúsar, en einnig
fjölskyldu og ástvina. Missir
Magnúsar er mikill og sömuleiðis
barnanna þeirra tveggja, Björns
Elvars og Stefaníu Dúfu, og Geir-
laugar, móður Signýjar. Fjöl-
skyldan mín öll hefur misst góða
vinkonu. Við vottum fjölskyldu
hennar samúð og biðjum Guð að
umvefja þau kærleika sínum. Guð
geymi Signýju og blessi minningu
hennar.
Arnfríður Guðmundsdóttir.
Hér vil ég kveðja vinkonu,
gestgjafa og bóndann á Bala-
skarði í Austur- Húnavatnssýslu,
Signýju Gunnlaugsdóttur, eða
Ninný eins og við kölluðum hana.
Undanfarna áratugi hef ég ver-
ið svo heppinn að fá að veiða rjúp-
ur í landi Balaskarðs þegar snjól-
ína fer að síga niður í miðjar
hlíðar að hausti, og þar sem fjöllin
virðast verða brattari á fótinn
með hverju árinu sem líður.
Þegar ég kom fyrst að Bala-
skarði, bjuggu þar þrjár kynslóð-
ir bænda; Signý Benediktsdóttir
amma Ninnýar, tvíburasysturnar
Elsa og Geirlaug Ingvarsdætur
og Ninný dóttir Geirlaugar.
Morgnarnir í eldhúsinu eru minn-
isstæðir. Suðið í Sóló-eldavélinni,
Signý amma sitjandi við vélina
með köttinn Gulbrand í fanginu,
yngri konurnar að gera sig klárar
í fjósið; brúsar, fötur og sigti
þvegin, Ninný að flétta sitt langa,
gullna hár og hundurinn Skuggi
að fylgjast með öllu úr dyragætt-
inni.
Með árunum fækkaði smátt og
smátt í hópnum, og að síðustu
flutti yngsti bóndinn að Syðra-
Hóli, og hóf búskap með Magnúsi
Björnssyni. Eftir stóð húsið að
Balaskarði með búslóð og yndis-
legu bókasafni, minnisvarði um
búskap þessara þriggja kynslóða
kvenna.
Nú hófust komur okkar
rjúpnaskyttna í dalinn með kvöld-
kaffi og ekta mjólkurdrykkju á
Syðri-Hóli. Það var auðsjánan-
legt að þau Ninný og Magnús
voru samhent og stolt af fyrir-
myndarbúi sínu, en þar er fjöldi
kúa í fjósi og fríðar kindur í túni.
Ég vil þakka Ninný fyrir gest-
risnina og ógleymanlegar stundir
að Balaskarði, og sendi Geir-
laugu, Magnúsi og börnum inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigurður Reynir Gíslason.
Signý
Gunnlaugsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR LOVÍSA
RÖGNVALDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
laugardaginn 2. maí.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Starfsfólki Skógarbæjar þökkum við góða umönnun.
.
Ragnhildur Ólafsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Eiríkur Ólafsson, Margrét Hjörleifsdóttir,
Anna Dóra og Halldór,
Ólafur og Lena,
Anna Lilja og Andri,
Guðrún og Friðrik,
langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA MARGRÉT FREDERIKSEN,
dvalarheimilinu Grund,
áður til heimilis Laufskógum 8,
Hveragerði,
sem lést föstudaginn 8. maí á Landspítalanum í Fossvogi,
verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi
föstudaginn 22. maí kl. 14.
.
Grétar Páll Ólafsson, Gyða Ingunn Kristófersdóttir,
Halldór Þórður Ólafsson, Guðmunda Sigfúsdóttir,
Reynir Ólafsson, Jónína Sigmarsdóttir,
Klara Stephensen, Ólafur Stephensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
HREFNA G. B. ÞÓRARINS,
lést sunnudaginn 10. maí á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 21. maí kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á líknarstofnanir og Krabbameinsfélagið.
.
Gerða Óskarsdóttir, Gústaf Hrafn Gústafsson,
Rakel Gústafsdóttir,
Margrét Gústafsdóttir, Aron Þór Jóhannsson,
ömmubörn og systkini.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SNÆBJÖRN HJALTASON ARNLJÓTS
læknir,
Hovslagarbacken 2G,
Svärtinge, Svíþjóð,
lést á Vrinnevisjukhuset í Norrköping í Svíþjóð
fimmtudaginn 30. apríl.
Útförin fer fram fimmtudaginn 28. maí kl. 14 frá Östra Eneby
Kyrka í Norrköping.
Minningarathöfn fer fram á Íslandi í lok júlí og verður auglýst
síðar.
.
Kanitta Arnljóts,
Anna María S. Arnljóts,
Arnljótur S. Arnljóts, Lina Arnljóts,
Björn S. Arnljóts, Kristina Arnljóts,
David Arnljóts, Maria Arnljóts,
Egill S. Arnljóts, Rebeka Nagy,
Guðm. Karl Snæbjörnsson, Laufey I. Gunnarsdóttir,
Hjalti S. Arnljóts, Birgitta Johansson,
Þorsteinn S. Arnljóts,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og
vinarhug við fráfall
BÖÐVARS ÞORVALDSSONAR
frá Akurbrekku í Hrútafirði,
er lést 23. apríl.
.
Kristín Jóhannsdóttir
og fjölskylda.
Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir,
systir og amma,
ANNA MARGRETHE KLEIN,
lést 30. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Minningarsjóð líknardeildarinnar í Kópavogi.
.
Björn Reynir Alfreðsson,
Elín Klein,
Þorsteinn H. Þorsteinsson, Kristín B. Þorleifsdóttir,
Elín Hafsteinsdóttir, Aðalsteinn L. Aðalsteinss.,
Jens Hafsteinsson Klein, Ásta Wience,
Íris Hafsteinsdóttir Klein, Hjálmur Gunnarsson,
Óli Jóhann Klein
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
RAGNAR GUÐNI GUNNARSSON,
Einigrund 7,
Akranesi,
lést á Höfða, hjúkrunar- og
dvalarheimili Akranesi, sunnudaginn 3. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða, hjúkrunar- og
dvalarheimili.
.
Petra Jónsdóttir,
Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Rósa Ragnarsdóttir, Sigurður Valur Sigurðsson,
Björn Ragnarsson, Þuríður Þórðardóttir,
Gunnar Ragnarsson,
Elísabet Ragnarsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Lilja Ragnarsdóttir, Ívar Agnar Rudolfsson,
Erna Gunnarsdóttir
og afabörn.