Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.05.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Steinar Steinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi skólameist- ari Iðnskólans í Hafn- arfirði, lést á Landspít- alanum í Fossvogi 16. maí sl. á 89. aldursári. Steinar fæddist í Reykjavík 14. október 1926. Foreldrar hans voru Esther Judith Löfstedt Steinsson húsfreyja og Jóhann Torfi Steinsson vél- stjóri. Steinar lauk vél- stjóraprófi frá Vélskól- anum í Reykjavík árið 1948 og út- skrifaðist sem tæknifræðingur frá Odense Maskinbygnings Teknikum í Danmörku 1951. Steinar dvaldi áfram í Danmörku við nám og störf til 1953 en kom þá heim og vann á teiknistofu Vélsmiðj- unnar Héðins og kenndi við Vélskóla Íslands 1954-56. Hann var fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja rík- isins á Raufarhöfn 1957-64 og Vél- smiðjunnar Norma 1965-72 en jafnframt kennari við Iðnskóla Hafnarfjarðar 1958-74 og skóla- meistari þar frá 1974-94. Steinar var um skeið formaður fræðslunefnda í plötu- og ketilsmíði, blikksmíði, málmsteypu og eldsmíði. Hann var í samstarfshópi véltækni- iðnaðar á Norðurlöndum um fræðslu- og iðnþróun- armál 1975-87. Á þeim tíma samdi hann og þýddi margvíslegt námsefni fyrir málm- iðnaðarmenn. Steinar sat um ára- bil í skólanefnd Kópa- vogs og í skólanefnd Tækniskóla Íslands. Hann átti í mörg ár sæti í Iðnfræðsluráði og í vatnsveitu- og hitaveitunefndum Kópavogs, var formað- ur Tæknifræðinga- félags Íslands í þrjú ár og formaður í Lífeyrissjóði þess fé- lags, sat í stjórn Meistarafélags járniðnaðarmanna og í varastjórn Landssambands iðnaðarmanna og í ýmsum nefndum þess. Steinar var félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar í þrjá áratugi og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, meðal annars sem forseti hans. Eftir formleg starfslok stofnaði Steinar fyrirtækið Steinco og vann þar allt til dauðadags að hönnun, þróun og framleiðslu vélbúnaðar til að flokka og flytja lifandi fisk og fiskseiði. Steinar lætur eftir sig eiginkonu, Guðbjörgu Jónsdóttur, og þrjú upp- komin börn, sjö barnabörn og sautján barnabarnabörn. Andlát Steinar Steinsson Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Ólafur Ólafsson hefur sótt um hjá endurupptökunefnd að hæstaréttar- mál nr. 145/2014, hið svonefnda Al Thani-mál, verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Í tilkynningu frá Ólafi og lög- manni hans kemur fram að helsta ástæðan fyrir beiðninni er sú að í dómi Hæstaréttar voru sönnunar- gögn í málinu ranglega metin. Það hafði veigamikil áhrif á niðurstöðu dómsins sem dæmdi Ólaf til fjög- urra og hálfs árs fangelsisvistar fyr- ir markaðsmisnotkun, segir í til- kynningunni. „Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti við- skiptanna sem málið tók til. Í vitn- isburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunar- gögnum málsins kemur skýrt fram að þarna var átt við Ólaf Arinbjörn Sig- urðsson lögmann. Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynn- ingunni. Símtalið ekki úrslitaatriði Björn Þorvaldsson, saksóknari í Al Thani-málinu, hefur áður sagt við mbl.is að málið standi ekki og falli með þessu símtali. Klárlega sé samt um Ólaf Ólafsson að ræða í um- ræddu símtali. Hann kveðst ekkert hafa um endurupptökubeiðni Ólafs að segja á þessu stigi. „Beiðnin fer bara í sitt ferli,“ segir Björn. Ólafur Ólafsson vill endurupptöku máls  Segir sönnunargögn ranglega metin Ólafur Ólafsson Landsvalan er árviss flækingur á Íslandi. Jóhann Óli Hilmarsson, fugla- fræðingur, sá 25 landsvölur á Stokkseyri. Hefur hann aldrei séð svo stóran hóp hérlendis. Jóhann segir landsvölur flækjast hingað með veðrum þegar farflugið stendur yfir hjá þeim í Evrópu. Þá sá hann einnig bæjasvölu en þær eru sjaldséðari hérlendis en landsvölur. Landsvölur á ferð og flugi Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Hannes Hlífar Stefánssonhefur náð eins vinningsforystu í landsliðsflokkiá Skákþingi Íslands sem nú stendur yfir í sal Hörpunnar, Háuloftum. Hannes hefur hlotið 3 ½ vinning en næstir koma Hjörvar Steinn Grétarsson, Héðinn Stein- grímsson og Henrik Danielsen með 2 ½ vinning. Baráttan hefur verið af- ar frískleg og jafnteflishlutfall lágt eða 33% en reglur keppninnar leyfa ekki að samið sé um jafntefli eftir innan við 30 leiki. Hjörvar Steinn Grétarsson, sem vann Jóhann Hjart- arson með góðri taflmennsku í 2. umferð, gat náð efsta sætinu þegar hann tefldi við Lenku Ptacnikovu í 3. umferð en lék af sér hrók í vænlegri stöðu og tapaði. Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Jón L. Árna- son, sem tefldu á Íslandsþinginu síð- ast á tíunda áratug síðustu aldar, unnu báðir í gær og eru með 2 vinn- inga hvor. Æfingaleysi hefur lítil- lega gert vart við sig hjá þeim báð- um; þannig missti Jóhann vinnings- stöðu niður í tap í skák sinni við Braga Þorfinnsson í 3. umferð en eins og sakir standa eru þeir til alls líklegir á lokasprettinum. Kepp- endur eru 12 talsins og tefla allir við alla. Skák Héðins og Hannesar Hlífars í 3. umferð var fyrirfram talin geta haft mikil áhrif á það hvernig bar- áttan um Íslandsmeistaratitilinn þróast. Á Íslandsþinginu fyrir ári vann Héðinn innbyrðis viðureign þeirra en nú snerist taflið við, Hann- es tefldi af miklum krafti og vann sannfærandi sigur: Skákþing Íslands 2015; 3. umferð: Héðinn Steingrímsson – Hannes Hífar Stefánsson Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b5 7. cxb5 a6!? Peðsfórnin í 6. leik er vel þekkt en svartur fygir henni yfirleitt eftir með því að leika 7. … c6. Leikurinn virtist ekki koma Héðni mikið á óvart því hann svaraði að bragði. 8. f3 Rd5 9. Dd2 f5 10. e3 f4 11. e4? Óákvæmur leikur. Eftir 11. exf4! Rxf4 12. Df2 er hæpið að svartur hafi nægar bætur fyrir peðið. 11. … Re3! 12. Df2 Rxf1 13. Dxf1 d5 14. e5 axb5 15. b4 15. … c5! 16. dxc5 Rc6 17. Bb2 Hf5 18. Re2 Rxe5 19. Rxf4 Rc4 20. Rd3 e5! Hótar 21. ... e4. Þungu fallstykki hvíts standa nú öll uppi í borði. 21. g4 Hf8 21. … e4!? var freistandi en þessi leikur er öruggari þar sem hvítur getur varist með 22. gxf5 exd3 23. O- O-O! o.s.frv. 22. Bxe5 Rxe5 23. Rxe5 Dg5 24. Rd3 Bxg4 25. f4 Dh6 Góður reitur fyrir drottninguna sem hefur auga með f4-peðinu en 25. … Hfe8+ 26. Kd2 Df5! vinnur strax því 27. He1 er svarað með 27. … He4! o.s.frv. 26. Kd2 Bf5 27. h4 d4 28. Df3 Had8 29. Hhf1? Meira viðnám veitti 29. Hae1. 29. … Hfe8! Og hvítur á enga vörn við hót- uninni 30. … He3. 30. Df2 He3 31. Rc1 De6 32. Hg1 He8 33. Df1 De4 34. Ha2 Hc3 35. Re2 Dd3 36. Dd3+ - og gafst upp um leið. Fimmta umferð hefst kl. 17 í Hörpu í dag og þá teflir Jóhann Hjartarson við Hannes Hlífar, Hjörvar Steinn við Braga Þorfinns- son, Héðinn við Sigurð Daða, Einar Hjalti við Henrik Danielsen, Jón L. við Guðmund Kjartansson og Lenka við Björn Þorfinnsson. Hannes Hlífar með vinnings forskot – teflir við Jóhann í dag Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.