Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is www.veislulist.is Skútan PINNAMATUR Pinnamatur Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar Pinnaborðin fyrirútskriftinaeruöllafgreiddá einnota veislufötumtilbúiðbeintáborðið. Val er umnokkrar útfærslur á pinnaborðum sem hægt er að sko ða á heimasíðu okkar ásamt útskriftartertum . FYRIR ÚTSKRIFTINA Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvað a tíma dags veislan er og hversu lengi hún á að standa. Vinsælt fy ri útskriftarveisluna er tíu eininga pinnaborð og fá útskriftartertum eð. „Það er merkilegt að þessar fram- kvæmdir séu farnar af stað því Vals- menn geta ekki verið í góðri trú með þessar framkvæmdir,“ segir Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir Vals- mönnum kunnugt um skipulags- reglur Reykjavíkurflugvallar frá 2009 sem eru í gildi og þar er skýrt kveðið á um að ekki megi byggja á hindrunarfleti flugvallarins. „Í öðru lagi er áhættumatsferlinu ekki lokið og einn af þeim sem var hent út úr nefndinni hefur sent alvarlega ábendingu um málsmeðferðina til innanríkisráðuneytisins og í þriðja lagi hefur Rögnunefndin ekki lokið störfum. Það voru skýr fyrirmæli frá innanríkisráðuneytinu til ISAVIA að ekkert yrði gert sem myndi hrófla við neyðarbrautinni fyrr en nefndin hefur lokið störfum og ákvarðanir teknar í framhaldi af tillögum nefnd- arinnar,“ segir hann. Brynjar Harðarson, fram- kvæmdastjóri Valsmanna, segir framkvæmdir á áætlun og er verið að leggja framkvæmdaveg sem er aðkoma að öllum byggingarlóðum á Hlíðarenda og skiptir í sundur íþróttasvæði Vals og uppbygging- arsvæðinu. Áætluð verklok á fram- kvæmdaveginum eru 15. nóvember næstkomandi og hefst vinna við lóðir á svæðinu hugsanlega í sumar, segir hann en byrjað verður á svæðinu sem hefur ekkert með flugvöllinn að gera, segir Brynjar og á við svæðið sem er næst Hlíðarenda. Valsmenn leggja framkvæmdaveg  Mögulega hafist handa við lóðafram- kvæmdir í sumar Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Rangá og annar formanna Hjartans í Vatnsmýrinni, segir ótrúlegt að framkvæmdir séu hafnar á Hlíðarenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.