Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 19

Morgunblaðið - 18.05.2015, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 ✝ Hörður Sverr-isson fæddist á Ólafsfirði 28. ágúst 1940 og lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 3. maí 2015. Foreldrar hans voru Sverrir Árna- son, f. 22.7. 1920, d. 4.7. 2001, og Andrea Gíslína Jónsdóttir, f. 29.8. 1923, d. 4.7. 1991. Fóstur- foreldrar voru foreldrar Sverr- is: Ágústa Gunnlaugsdóttir, f. 1.8. 1895, d. 13.11. 1995 og Árni Valdimarsson, f. 2.9. 1896, d. 2.9. 1980. Systkini Harðar eru: 1) Ingólfur, f. 1943, 2) Árni, f. 1944, 3) Ágústa, f. 1946, 4) Ragnar, f. 1949, 5) Ólafur, f. 1951, 6) Gunn- laugur, f. 1952 og 7) Guðný, f. 1956. Eiginkona Harð- ar var Sigríður Jónsdóttir lækna- ritari og ættleiddu þau tvo drengi: Jón Halldór, f. 4.10. 1969, d. 16.3. 2006 og Hjörleif, f. 26.3. 1972. Hörður og Sigríður slitu sam- vistum. Hörður lauk sveinsprófi í raf- virkjun og starfaði lengi í þeirri iðngrein auk þess að starfa í skíðalöndunum í Bláfjöllum, Oddsskarði og Hlíðarfjalli. Úför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. maí 2015, og hefst kl. 13.30. Hörður var elstur okkar systkina og fæddist í Ólafsfirði daginn áður en móðir okkar, Andrea Gíslína, náði 17 ára aldri. Þá stóð faðir okkar, Sverrir, á tvítugu og lítill drengur kominn í heiminn en þau höfðu þá ekki stofnað heimili. Því tóku afi og amma í Ólafsfirði Hörð í fóstur. Þar naut hann mikillar um- hyggju og taldi sig einlægt vera Ólafsfirðing enda undi hann hag sínum vel á þeim fallega stað tíu fyrstu æviárin en þá fluttu afi og amma til Akureyrar. Á Akureyri bjuggu þau fyrstu árin í Ránargötu 10 en við hin systkinin sjö og foreldrar í sömu götu númer 16. Að loknu gagn- fræðaprófi fór Hörður í siglingar á Fellunum. Hann sagði okkur frá miklum ævintýrum í hafnar- borgum meginlandsins og enn er í minni frásögn hans af breskri hljómsveit í Hamborg sem spil- aði að mestu eigin lög. Þeir köll- uðu sig Beatles og bróðir fullyrti að þeir yrðu frægir í fyllingu tímans. Hann reyndist sannspár. Síðan lauk Hörður sveinsprófi í rafvirkjun og starfaði við iðnina á Akureyri þar sem hann kvænt- ist Sigríði Jónsdóttur og stofn- uðu þau saman myndarlegt heimili. Þau ættleiddu tvo drengi, Jón Halldór og Hjörleif. Sá fyrrnefndi lést árið 2006. Þau Sigríður slitu samvistir og Hörð- ur hélt suður og starfaði þar í nokkur ár við iðn sína og á skíða- svæðum Bláfjalla. Þá flutti hann að Hvammi við Reyðarfjörð þar sem hann undi sér við ræktun og veiðar í firð- inum auk þess að starfa við raf- virkjun á Eskifirði. Sambýlis- kona Harðar í Hvammi lengst af var Gunnhildur S. Ásmundsdótt- ir. Hann stundaði þar fjölbreytt ræktunarstarf og var hugmynda- flug hans og atorka með miklum ólíkindum. Sjórinn fyrir framan fullur af fiski, alifuglarækt, svínaeldi í smáum stíl auk rækt- unar blóma og nytjajurta. Þarna var Hörður kóngur í ríki sínu og líf hans í hádegisstað. Á vetrum kenndi hann ungu fólki á skíði í Oddsskarði en hann þótti ein- stakur á því sviði. Í Hvammi hélt hann upp á fimmtugsafmæli sitt og veitti af mikilli rausn og eingöngu afurðir af búinu og úr sjónum. Gamla hlaðan var gerð upp og skreytt með amboðum, netum og veið- arfærum. Var svo dansað fram á nótt við dynjandi harmoníkuspil. Engin önnur afmælishátíð þolir samjöfnuð við þessa. Eftir Hvammsárin starfaði Hörður árum saman við skíða- svæðið í Hlíðarfjalli. Hann lét þess oft getið hin síðari ár að nauðsynlegt væri að reisa mynd- arlega vörðu á brún Hlíðarfjalls til að laða fólk þangað upp. Hún myndi auk þess kallast á við Menntaskólavörðuna uppi á Vaðlaheiði og saman yrðu þær vökuvörður bæjarins. Síðan var þessari hugmynd fylgt eftir og hlaðin fimm metra há grjótvarða sem fékk nafnið Harðarvarða. Hún er nú þegar orðin eitt af kennileitum við Akureyri og tog- ar til sín göngufólk eins og stefnt var að. Hörður var góður sagnamaður og þegar hann komst á flug var oft hlegið svo mikið að biðja þurfti um hlé á frásögninni til að fólk næði andanum. Hann gaf út tvo bæklinga með nokkrum þess- ara sagna og hafa þeir víða farið. Síðustu árin átti bróðir við mikla vanheilsu að stríða. Þótt hann gerði sér glögga grein fyrir alvöru veikindanna hvarflaði aldrei að honum að láta undan síga; þvert á móti efldist hann við hverja raun og hló hugur í brjósti að koma hugmyndum sín- um í framkvæmd. Nú er stóri bróðir okkar fallinn frá og við sitjum eftir hljóð og minnumst góðs drengs með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Ingólfur Sverrisson. Nú er elsku stóri Hörður far- inn í sumarlandið. Þar hittir hann alla farna ættingja og vini. Það var alltaf gaman að hitta st. Hörð þegar við fórum á Hængsmót, við heimsóttum hann og stundum bauð hann okkur í bíltúr um Akureyri og næsta nágrenni. Þegar hann kom á Skagann þá hittum við hann. Við þökkum honum hjartan- lega fyrir alla vináttuna, um- hyggjuna og góðsemina í okkar garð. Við munum aldrei gleyma honum, hann á stað í hjarta okk- ar. Blessuð sé minning góðs vin- ar og frænda. Ég bið þig, góði Jesús, að vera hjá mér í nótt, gef ég heyri orð þín: Vinur, sofðu rótt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Emma Rakel og Guð- mundur Örn (Addi). Hörður Sverrisson ✝ ValgerðurStefánsdóttir fæddist á Akureyri 4. febrúar 1934. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 7. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stefán Árnason og Helga Stephensen. Bróðir Valgerðar er Ólafur Stefáns- son, f. 1932. Valgerður giftist 1955 Vil- hjálmi Árnasyni frá Vopnafirði, f. 20. apríl 1933. Þau eignuðust Helgu, f. 1956, og tóku í fóstur Gunnar Snorra Valdimarsson, f. 1966. Helga er gift Sigurjóni Gunnarssyni og eiga þau þrjá frá Bandaríkjunum. Valgerður eyddi æskuárum á Akureyri í foreldrahúsum en árið 1958 fluttu þau Vilhjálmur til Reykjavíkur og rúmum áratug síðar í Kópavog, þar sem þau bjuggu næstu 36 árin. Síðustu árin bjuggu Valgerður og Vil- hjálmur í Sóleyjarima 3 í Reykjavík, þar til nú nýverið að þau fluttust á hjúkrunar- heimilið Eir í Grafarvogi. Framan af var Valgerður heimavinnandi en haustið 1979 hóf hún störf á skrifstofu Kennaraháskóla Íslands þar sem hún vann í 18 ár. Val- gerður var listakona í hönd- unum og liggur eftir hana mik- ið af fallegum hlutum; útsaumur, glerlist, skartgripir o.fl. Hún naut þess einnig að ferðast, bæði innanlands og ut- an, í góðum félagsskap fjöl- skyldu og vina. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 18. maí 2015, kl. 13. syni: 1) Vilhjálmur, f. 1974, giftur Agnesi B. Bergs- dóttur. Börn þeirra eru Bergur Þorgils og Hulda Valgerður. 2) Gunnar Ásgeir, f. 1975, giftur Vig- dísi Þórisdóttur. Synir þeirra eru Pálmi Hrafn og Árni Valur. Synir Gunnars og Kolbrúnar Smára- dóttur eru Daði Már og Daníel Breki. Dóttir Vigdísar er Sig- rún Amina Wone. 3) Stefán, f. 1983, giftur Hönnuh O’Connor frá Bandaríkjunum. Þau eru búsett í Boston. Unnusta Gunn- ars Snorra er Jill Marie Gideon Ég er ein þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast Valgerði Stefánsdóttur, eða ömmu Lölu eins og hún var kölluð af fjölskyldu sinni. Stuttu eftir að ég kynntist Gunnari manninum mínum kynnti hann mig fyrir ömmu sinni. Ég fann að honum þótti mikið til hennar koma. Val- gerður hafði verið heilsuveil alveg frá barnsaldri en lét veikindin aldrei stoppa sig. Já, hún var kjarnakona sem gafst aldrei upp. Þrátt fyrir að hún væri sárlasin oft á tíðum og alveg uppgefin þá lét hún það ekki stöðva sig, vildi alltaf vera með og var hrókur alls fagn- aðar á mannamótum. Mér er minnisstætt eitt skipti þegar hún kom í afmæli til sonar okkar. Við búum á þriðju hæð í blokk og upp skyldi hún komast þótt hún ætti erfitt með gang. Pálmi sonur okkar hljóp með stól á móti henni svo hún gæti sest nið- ur á milli skrefa. Uppgjöf var ekki inni í myndinni, hún ætlaði upp til að fagna afmælinu með fjölskyld- unni. Amma Lala var stolt af fjöl- skyldu sinni og vissi fátt skemmti- legra en að hitta hópinn sinn. Í síð- asta skiptið sem við heimsóttum hana á Eir sagði hún við starfs- mann sem var að stússast inni hjá henni „sjáðu hvað ég er rík“ og benti á barnabörnin sín. Stoltið skein úr augum hennar og vænt- umþykjan var svo augljós. Börnin mín fundu þessa væntumþykju hennar og þeim leið vel í návist hennar. Við áttum góða stund með henni þennan dag, borðuðum súkkulaði og hún spurði út í dag- legt líf okkar og barnanna. Þegar við kvöddumst göntuðumst við og hún hafði að vanda eitthvað fallegt að segja við mann og um mann. Mér leið vel þegar ég kvaddi ömmu Lölu þennan dag og þótt hún væri mikið veik óraði mig ekki fyrir því að hún myndi svo skjótt kveðja þennan heim. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu Lölu. Ég mun ávallt minnast hennar með væntumþykju, virðingu og hlý- hug. Blessuð sé minning þessarar einstöku konu. Vigdís Þórisdóttir. Amma mín er dáin, eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér að myndi nokkurn tíma gerast. Hún sem var búin að vera mikið veik nánast alla sína ævi og alltaf staðið upp úr veikindum sínum með bros á vör þrátt fyrir að útlitið hafi oft verið svart. Hún fór í gegnum öll sín veikindi á þrjóskunni einni saman, og er óhætt að segja að hún hafi komist nokkuð langt á henni. Amma sinnti sínu hlutverki af alúð og við barnabörnin fengum algjöra toppþjónustu og fé- lagsskap frá ömmu. Mér hefur alla tíð þótt mikið til ömmu koma og það var víst svo þegar ég var á leikskólanum að leikskólakennar- arnir vildu fá að hitta þessa mann- eskju sem þeir höfðu heyrt svo mikið um. Ekki hafa börnin mín fengið verri móttökur og þau sakna hennar mikið. Ég á margar góðar minningar um ömmu sem ég ylja mér við núna þegar hún er farin frá okkur. Allar helgarnar sem við vorum hjá þeim afa og ömmu þegar við bjuggum í Borgarnesi og ég tala nú ekki um heimsóknirnar þeirra til okkar, eftirvæntinguna þegar við biðum eftir að sjá bílinn þeirra koma inn götuna okkar og skemmtilegu jóla- og páskafríin sem við eyddum saman. Mér er þakklæti efst í huga og þakka fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga hana ömmu Lölu að í næstum 40 ár og hversu vel hún hefur reynst mér og fjölskyldu minni. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Gunnar Sigurjónsson. Valgerður Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma, þú varst svo góð við okkur og við söknum þín. Það verður skrýtið að heimsækja afa og þú verð- ur ekki þar. Pálmi Hrafn og Árni Valur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BERGS V. JÓNSSONAR verslunarmanns, Skildinganesi 54, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Sælubæ á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir einstaka alúð og umhyggju. . Rut Árnadóttir, Kári Bergsson, Kolbrún Bergsdóttir, Rakel Hlín Bergsdóttir, Þórir Júlíusson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, Svöluhöfða 22, Mosfellsbæ, lést mánudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 13. . Valur Oddsson, Ingibjörg Valsdóttir, Þorsteinn Hallgrímsson, Ásdís Valsdóttir, Úlfar Þorgeirsson, Sigurjón Stefánsson, Hjördís Anna Hall, Kristín María, Valur, Ragna Sif, Saga og Egill Orri. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Syðsta-Mó í Fljótum, lést sunnudaginn 10. maí á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls hennar. . Svana Zophoníasdóttir, Hallgrímur Valsson, Hilmar Þ. Zophoníasson, Svanfríður Pétursdóttir, Sveinn H. Zophoníasson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Gunnar Valur Zophoníasson, Harpa Zophoníasdóttir, Páll Jónsson, Hlynur Örn Zophoníasson, Helga Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG HEIÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Vallholti 17, Ólafsvík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. maí. . Jón Guðmundsson, Jóhanna Sólrún Jónsdóttir, Guðjón Harðarson, Fjóla Björk Jónsdóttir, Hjördís Úlfarsdóttir, Sóley Jónsdóttir, Þröstur Albertsson, Heiðar Arnberg Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, ÁSA (LILLA) JÓNA JÓNSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Mörk, Reykjavík, lést föstudaginn 15. maí. Jarðarförin auglýst síðar. . Jón Friðrik Jóhannsson Guðrún Geirsdóttir Gunnlaugur Helgi Jóhannsson Áslaug Einarsdóttir Gunnar Einar Jóhannsson Linda Björk Bentsdóttir Ingi Valur Jóhannsson Ragnheiður Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA JÓNSDÓTTIR frá Gunnlaugsstöðum, Stafholtstungum, lést að hjúkrunarheimilinu Seljahlíð miðvikudaginn 13. maí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 22. maí kl. 13. . Skúli Guðmundsson, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Sonja Guðmundsdóttir, Jón Hjaltalín Guðmundsson, Lilja Guðmundsdóttir, Reynir Kristinsson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.