Morgunblaðið - 18.05.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 18.05.2015, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skemmtilegt síðdegi er í vændum með vinum og fjölskyldu. Njóttu líðandi stundar betur og ekki reyna að halda í neitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að troða sem fæstum um tær. Hafðu augun opin fyrir nýjum tækifærum og gættu þess bara að vera ekki of vandlátur. Gefðu þér tíma til að kynnast öllum mála- vöxtum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að þú lendir í deil- um við vini þína eða hóp fólks í dag. Leyfðu listhneigð þinni að njóta sín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sambönd þarfnast sinnar athygli núna. Ef þú neitar hjálpinni mun það koma í veg fyrir möguleika þessarar persónu að láta gott af sér leiða. Hugsun þín er ekki traust. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Við sönkum svo oft að okkur ýmsum hlutum sem við höfum enga raunverulega þörf fyrir. En það er ekkert að óttast, ekki láta ímyndaraflið hlaupa með þig í gönur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ábyrgð þín á börnum liggur þungt á þér enda er einhver svartsýni að angra þig í dag. Stundum fara hugmyndir þínar ekki saman við raunveruleikann. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn og ætla að breyta hlutum sem eru löngu liðin tíð. Farðu þér hægt því tækifærin hlaupa ekkert frá þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert eitthvað viðkvæmur og þarft umfram allt að halda sjálfsstjórn innan um aðra. Ræddu við yfirmenn eða aðra yfir- boðara um hvernig þú getur bætt vinnuað- stöðuna og hagnast á vinnunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er góður dagur til að fegra heimilið. Að minnsta kosti er fjör, ánægja og skemmtanir í spilunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samskipti við ástvini eru eilítið fjarlæg og stirð í dag og tjáskipti dálítið þvinguð. Láttu hann njóta vafans, því enginn er sekur uns sekt hans er ljós. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að leggja sérstaka áherslu á að bæta útlit þitt og framkomu við aðra, ekki síst á vinnustað þínum. Vítamínrík fæða og andríkar tilvitnanir hjálpa þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur stórbrotnar áætlanir varð- andi heimilið á prjónunum. Reyndu að fara fram af varkárni. Njóttu þess að leika þér við börnin og vera með skemmtilegu fólki. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-aði í Leirinn fyrir helgi; „Sjón- varpið stendur sig vel um þessar mundir og er í örri þróun. Það sýnir ljósmóðurþættina þar sem börnin spýtast í heiminn eins og fiskar af færibandi og nú á að sýna sauðburð- inn í beinni útsendingu í sólarhring. Þeir sýna burð hjá konum og hjá kindum og keppast við að ná sem bestum myndum og fyrr en varir fara menn að góna á fengitíma í kró og rúmi hjóna.“ Þetta eru skemmtilegar vangavelt- ur hjá Hallmundi Kristinssyni á Boðnarmiði: „Það sakar ekki að geta þess að eftirfarandi vísukorn er upp- fullt af táknrænum gildum og mynd- líkingum og úttroðið af mein- ingum….. Trauðlega rennandi strauminn við stíflum á staðnum hvar beljan skeit. í mólendi þar sem er mikið af fíflum er mjög gjarna léleg beit. ………..eða þannig.“ Kristján Ólason var meðal snjöll- ustu hagyrðinga, fædddur í Kílakoti, af ætt Hallbjarnarstaða-Sveins og frændi Kristjáns Fjallaskálds og Nonna. Hér eru nokkrar vísur eftir hann, sem Karl Kristjánsson birti í Dvöl. Fyrst „Andinn og holdið“: Þess hef ég einatt orðið vís, og alvarlega stundum goldið, eina leið að ekki kýs andinn skyggn og fávíst holdið. Tekið er í og togazt á, — tölum ekki hér um fleira, — verður oft að vægir sá, er vitið hefur fengið meira. Til sláttumanns: Heldur urðu hey þín smá hér í þessu lífi; eins og þú barst þó lipran ljá í lyga og bragða þýfi. Ættlerinn. Sjúkleg þrá að svíkjast frá sóknar-áreynslunni, gerði hann ávallt öðrum hjá eins og strá í runni. Orðsins list. Ekki er bjart, ef þurrt og þyrst þrumir svartaskar á kveiknum. Eins er margt um orðsins list eftir að hjartað skerst úr leiknum. Þegar líður á daginn. Lífið sína líknsemd ber: Ljúfi happafengur, þú ert ekki orðinn mér ómissandi lengur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sjónvarpstíðindi og vísur að norðan Í klípu „ÞAÐ ER MIKIL ÓVISSA ÞARNA ÚTI ÞESSA DAGANA. EÐA EKKI. HVER VEIT?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERS VEGNA VILTU VIKUFRÍ? ÞÚ HEFUR NÆGAN TÍMA TIL AÐ GIFTA ÞIG OG FARA Í BRÚÐKAUPSFERÐ Í EINNI AF KAFFIPÁSUNUM ÞÍNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem hjálpar lyfinu að fara niður. Í ALVÖRUNNI?... ÞÚ MUNT? ÞETTA ERU ENDALOK ALHEIMSINS EINS OG VIÐ ÞEKKJUM HANN! ÉG ER AÐ FARA Á STEEFNUMÓÓT!! STANS! HVER FER ÞAR? VINUR EÐA ÓVINUR?! ERTU VOPNAÐUR? ÞÁ ER ÉG VINUR ÞINN! JÁ, SVO SANNARLEGA!! Vandamál hins daglega lífs semVíkverji hefur verið að brjóta heilann um síðustu daga þurfti að leysa. Ákvarðanir þær sem taka þarf eru sannarlega ekki flóknar, en svo röðin sé rétt og ekki rekist hvað á annars horn þarf þokkalega skýra mynd af málum. Hvernig er best að stilla af lántöku vegna bílakaupa? Hvert á að fara í sumarfríinu? Hvern- ig mun börnunum vegna á vorprófum og hvernig er best að hjálpa þeim við undirbúning? Með þessar pælingar í kollinum sá Víkverji ekki önnur ráð í stöðunni en að binda á sig göngu- skóna og halda til fjalla. x x x Í frægri barnabók segir frá Pallasem var einn í heiminum, það er framandi veröld sem var draumur einn. Gönguferðin síðastliðið laugar- dagskvöld hefði svo getað leitt af sér fínan bókartitil, Víkverji var einn á fjallinu. Sá var léttur í spori og tók hverja brekkuna á fætur annarri með góðu tilhlaupi. Náði á rúmum hálf- tíma upp á efstu bungu Úlfarsfells og hvergi er betra útsýni yfir eyjarnar á Kollafirði, Grafarvogshverfi; Sunda- höfn, Laugarnestanga, Örfirisey og Gróttu á Seltjarnarnesi sem er ysti tanginn. Veðrið var yndislegt og allt niðri á jafnsléttunni friðsælt að sjá. Umferðargnýrinn hljóðnaður, en far- fuglarnir sungu og sól gyllti sundin blá. Á þessari stund sannfærðist Vík- verji um að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hefði haft ýmislegt til síns mál þegar hann orti svo eftir- minnilega að ekkert væri fegurra en vorkvöld í Reykjavík. x x x Rigningarklakkar sem komu úrsuðri sögðu að ekki væri til set- unnar boðið. Blýgrá ský færðust nær og nær, þau bar við Kópavog, því næst Breiðholtið og ekki leið á löngu uns dropar fóru að detta á nefbrodda göngugarps. Sá var þá farinn að nálg- ast jafnsléttuna, enda alltaf auðveld- ara að fara niður brekkurnar en upp í mót. Og eftir góðan göngutúr var Víkverji búinn að hreinsa huga sinn, leysa öll vandamál og forma í huga sér þennan stutta pistil. víkverji@mbl.is Víkverji Sjá, Guð er hjálp mín, ég er öruggur og óttast ekki. Því að Drottinn er vörn mín og lofsöngur, hann kom mér til hjálpar. Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jesaja 12:2)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.