Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015 VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslandssaga frá abbadís til Örlygs- staðabardaga eða Íslandssaga A-Ö eftir sagnfræðingana Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason er komin út og segir Pétur undirbúninginn eiga sér hálfrar aldar sögu. „Undirbúningurinn að gerð þessa rits hófst fyrir hálfri öld, þ.e. árið 1965 þegar hin sáluga Bókaútgáfa Menningarsjóðs byrjaði að leggja drög að samningu íslenkrar alfræði- bókar,“ segir hann. „Þá voru sagn- fræðingarnir Björn Þorsteinsson og Einar Laxness fengnir til að taka saman Íslandssöguhluta þessa al- fræðirits en það verkefni dagaði hins vegar uppi vegna fjársveltis.“ Níu árum síðar var ákveðið að ráð- ast í útgáfu uppflettirita um afmörk- uð efni, t.d. tónlist, bókmenntir og sögu Íslands, sem Einari Laxness var falið að taka saman að sögn Pét- urs. „Afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós 1974 þegar fyrra bindið, Íslandssaga a-k, kom út og þremur árum síðar birtist l-ö. Bókaútgáfa Menningarsjóðs lagði síðan end- anlega upp laupana 1992 en þá var einmitt farið að huga að endurútgáfu Íslandssögu a-ö. Það er ekki fyrr en árið 1995 sem hún er svo rækilega endurskoðuð og gefin út á ný í þrem- ur hlutum á vegum Vöku-Helgafells með um 600 uppflettigreinum um fjölbreytt efni tengt sögu Íslands. Svo 20 árum síðar er ráðist á ný í heildarendurskoðun verksins á veg- um Forlagsins. Ég, sem sagnfræð- ingur, var fenginn til þess í samstarfi við Einar eftir að hafa unnið að nokkrum bókum um söguleg efni, þ.á m. á vegum Forlagsins. Varð úr að ég sá um grunnvinnuna, þ.e. til- lögur um nýjar uppflettigreinar og að uppfæra hinar eldri. Einar fylgd- ist svo með þessu ferli, las yfir og gerði sínar eigin tillögur.“ Fróðlegt og skemmtilegt rit Lesendur þurfa ekki að vera grúskarar um sögu lands og þjóðar til að hafa gaman af ritinu. Það er ólíkt hefðbundnum sagnfræðiritum að því leyti að um uppflettirit er að ræða og auðveldlega hægt að týna sér í ritinu enda margt fróðlegt þar að finna. „Íslandssaga a-ö er frábrugðin hefðbundnum sögubókum að því leyti að hún fjallar ekki um afmarkað efni og fylgir því eftir í samfelldu máli frá upphafi til enda,“ segir Pét- ur. „Hér er öll Íslandssagan til um- fjöllunar og hún gerð lesanda að- gengileg með því að framreiða efnið í afmörkuðum greinum eða flettum eins og það heitir í orðabókar- fræðum. Hvað var fjörbaugsgarður? Hvenær var algengt að þéra fólk? Hver var Vísi-Gísli? Hvers vegna gengust Íslendingar undir Gamla sáttmála? Hverjir voru fríbýtarar? Hvenær var EES-samningurinn undirritaður? Hvenær byggðist Vík í Mýrdal? Bókin veitir svör við öllum þessum spurningum og ótal fleiri í þeim u.þ.b. 2.000 flettum sem þessi nýjasta útgáfa verksins hefur að geyma.“ Nauðsyn á nýjum tíma? Með tilkomu netsins má spyrja sig hvort uppflettirit sem þetta sé ekki hluti af gamalli tíð. Varla líður sá dagur að landsmenn leiti sér ekki fróðleiks með hjálp Google, Wiki- pediu eða á öðrum krókum og kim- um netsins. „Þetta er auðvitað sígild spurning sem bókaútgefendur spyrja sig þeg- ar þeir leiða hugann að útgáfu sem þessari,“ segir hann. „Já, sannarlega er þörf fyrir uppflettirit á sviði Ís- landssögu. Margar þjóðir eiga veg- lega gagnabanka yfir sögulegan fróðleik á netinu, en ekki við Íslend- ingar. Jú, vissulega eru til nokkrar færslur yfir sögu Íslands á Wikipe- diu en þær eru hvergi nærri tæm- andi og mjög misjafnar að gæðum, svo ekki sé dýpra kveðið. Nemandi sem lærir sögu þarf að geta aflað sér upplýsinga hratt og treyst heimild- inni. Fræðimaður verður oft að leita uppi staðreyndir, til að sannreyna eigin minni eða bæta við fyrri þekk- ingu. Og svo lengi sem við látum okkur sögu landsins varða er bók sem þessi mikið þarfaþing.“ Pétur bendir einnig á að nauðsyn- legt sé að kunna grunnatriði í Ís- landssögu og ritið sé bæði aðgengi- legt og þægilegt í notkun. „Sérhverjum einstaklingi er nauðsyn að þekkja grunnatriði Íslandssög- unnar til að geta tekið þátt í og skilið samtímaumræðu. Sagan er þannig síkvik, löngu liðnir atburðir dúkka upp þegar þeir eru bornir saman við hið nýliðna, t.d. Gamla sáttmála við Icesave og rannsóknir á efnahags- brotum við Guðmundar- og Geir- finnsmálið. Þessi bók gerir kleift að kryfja slíkan samanburð til mergjar og meta þá hvort í sumum tilfellum sé verið að bera saman epli og app- elsínur. Þá hefur þessi útgáfa þann augljósa kost umfram hinar fyrri að vera í einu bindi í stað tveggja og þriggja áður. Þetta var eiginlega lyk- ilatriði í okkar undirbúningi, því við erum í raun að keppa við upplýsinga- miðlun sem fer fram með hraða handarhreyfinga á lyklaborði og að smella fingri á tölvumús. Í því sam- hengi var nauðsynlegt að koma öll- um textanum fyrir í einu bindi þann- ig að lesandinn þarf ekki að leggja frá sér eitt bindi og ná í annað til að leita uppi tvær mismunandi flettur.“ Efnistökin fjölbreyttari Pétur segir vinnuna við verkið hafa verið tvíþætta. „Í fyrsta lagi var farið yfir og uppfærðar fyrri flettur. Þannig hefur svo margt gerst á þeim 20 árum sem eru liðin frá síð- ustu útgáfu að ýmsar upplýsingar voru orðnar úreltar, fjöldi sýslu- manna hefur t.d. breyst og þá hefur margt gerst – og þó ekki gerst – í stjórnarskrármálum. Fyrsta vers þessarar vinnu var að elta uppi hvers kyns úreltar upplýsingar á borð við þessar. Þá unnum við dálít- ið með gömlu fletturnar og skiptum þeim lengstu upp í fleiri styttri og afmarkaðri. Síðari hluti þessarar endurskoðunar var svo að koma með nýtt efni. Í fyrsta lagi var um að ræða margar nýjar flettur byggðar á þeim atburðum sem hafa átt sér stað síðustu tvo áratugina, bankahrun, búsáhaldabylting og Icesave kemur þar kannski fyrst í hugann. “ Þótt unnið hafi verið á gömlum grunni var miklu bætt við og ný nálgun tekin upp og unnið eftir að sögn Péturs. „Í samráði við útgefanda var svo ákveðið að gera úr garði nokkurn veginn nýtt rit sem vissulega hvíldi á gömlum grunni. Þannig þróuðum við með okkur þá hugmynd að breikka þá skírskotun sem Íslandssaga a-ö hefur haft, þ.e. að gera efnistökin fjölbreyttari þannig að ritið nýtist við enn margvíslegri störf. Þá var m.a. bætt við efnisþáttum úr forn- leifafræði og jarðsögu Íslands, sögu daganna og ýmiss konar fróðleik úr íslenskri þjóðtrú, vita menn t.d. að baggalútur er ekki eingöngu heiti hljómsveitar heldur upprunalega ævafornt lækningatæki? Lang- stærsta viðbótin er þó persónusaga, þ.e. nú er hægt að fletta upp og fá stutt æviágrip lykilpersóna Íslands- sögunnar, allt frá landnámskonunni Undirbúningur í hálfa  Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason hafa skrifað Íslandssöguna frá A til Ö  Í bókinni er að finna 2000 flettur um persónur, atvik og allra- handa viðburði í sögu lands og þjóðar E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Retro borð með stálkanti Verð frá kr. 96.000 Fáanlegt í mismunandi stærðum. E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.