Morgunblaðið - 18.05.2015, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2015
ÍSLENSKT TAL
POWERSÝNING
KL. 10:30
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
Opnunarsviðsverk Listahátíðar var verkiðSvartar fjaðrir eftir Sigríði SoffíuNíelsdóttur og var miklu tjaldað til.Sigríður fékk til liðs við sig stóran hóp
listamanna úr ólíkum listgreinum og ekki var
annað að sjá en að valinn maður væri í hverju
rúmi.
Nafn sýningarinnar vísar til samnefndrar bók-
ar ljóðskáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi, en sýningin byggist á ljóðum Davíðs. Upp-
setningin er kaflaskipt. Hver kafli byggist á
einstöku ljóði eða þema úr textum Davíðs. Hug-
myndafræðin við vinnslu verksins er nokkuð
áhugaverð. Gerð er tilraun til þess að nálgast
ljóðin úr ólíkum áttum. Þannig er ekki einungis
notast við túlkun hins ritaða máls, heldur er upp-
spretta hreyfiformsins fengin frá bragarháttum.
Hrynjandi ljóðsins er þannig nýtt sem taktur eða
ryþmi og tónlistin sem fyrirfinnst innan ljóðsins
flutt í dansi. Þessi heillandi hugmynd skilaði sér
þó ekki til fulls þar sem dansasmíðinni sjálfri var
að sumu leyti ábótavant, auk þess sem hefði mátt
fá fleiri sterka dansara á sviðið.
Verkið hófst á magnþrunginn hátt með ein-
leiksdansi Hannesar Egilssonar, þar sem bún-
ingar og önnur umgjörð gerðu mikið fyrir heild-
arupplifunina. Framvindan varð þó fljótlega
nokkuð klisjukennd sem gerði það að verkum að
áhorfendur misstu áhugann. Það er þó ekki annað
að sjá en að mikil vinna hafi legið að baki þessa
verks, þar sem öll umgjörð þess leit út fyrir að
vera þaulhugsuð niður í minnstu smáatriði. Gall-
inn var þó sá að það vantaði töluvert upp á sjálft
innihaldið auk þess sem aðferðir dans og leikhúss
runnu ekki nógu ljúflega saman. Má þar nefna
magnþrunginn leiklestur Ingvars E. Sigurðs-
sonar sem endaði með klaufalegum línudansi og
hópsenur þar sem dansinn gekk ekki upp. Kafla-
skipting verksins ýtti enn frekar undir sundur-
leitni, þar sem nokkur atriði voru vel heppnuð, en
önnur síður. Í sumum atriðum leið uppbyggingin,
sem annars var vel hugsuð, fyrir slakan dans eða
máttlausan söng. Það skrifast á að þátttakendur í
sýningunni þurftu að gera allt og það segir sig
sjálft að hver og einn veldur best sinni sérgrein
og varð útkoman því nokkuð misjöfn.
Umgjörð verksins var unnin af miklum metn-
aði, tónlistin þjónaði verkinu nokkuð vel og dýpk-
aði heildarupplifun þess. Þó var söngurinn heldur
kraftlítill. Búningar Hildar Yeoman voru mjög vel
gerðir sem og ljós og sviðsmynd þar sem meðal
annars voru notaðar lifandi dúfur. Verkið hefði
mátt vera styttra og þéttar uppbyggt. Sú hug-
mynd að fella saman ljóð, leikhús og dans er frá-
bær, en sennilega hefði kostað meiri yfirlegu að
tefla saman þessum listgreinum þannig að út-
koman hefði skapað eina sterka heildarmynd þar
sem sameiginleg áhrif þessara listgreina hefjast
upp í nýja vídd.
Metnaðarfull og oft falleg og áhrifamikil sýning
með ágætis sprettum, en nokkuð sundurlaus með
ýmsum bláþráðum sem spilla nokkuð fyrir upplif-
uninni.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Ágætis sprettir „Metnaðarfull og oft falleg og áhrifamikil sýning með ágætis sprettum, en nokkuð sundurlaus,“ segir m.a. í dómnum um Svartar fjaðrir.
Þjóðleikhúsið
Svartar fjaðrir bbbnn
Opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík. Frumsýn-
ing, 13. maí 2015. Danshöfundur og listrænn stjórn-
andi Sigríður Soffía Níelsdóttir.
Dansarar og leikendur: Atli Rafn Sigurðarson, Dóra Jó-
hannsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egils-
son, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður
Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson.
Tónlist: Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson.
Búningar: Hildur Yeoman.
Leikmynd: Daniel Björnsson og Helgi Már Kristinsson.
Texti: Davíð Stefánsson.
Sýningarstjórn: María Dís Cilia.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
Sinfóníuhljómsveitin í Minneapolis
kom fram á tónleikum í Havana í
Kúbu á föstudagskvöldið, undir
stjórn Osmo Vänskä, aðal-gesta-
stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands, og varð þar með fyrsta slíka
sveitin frá Bandaríkjunum til að
kom þar fram eftir að bandarísk
stjórnvöld slökuðu á ferða- og við-
skiptaþvingunum gagnvart Kúbu í
desember. Á efnisskrá tónleikanna
var Eroica-sinfónía Beethovens, sem
hljómsveitin lék síðast þegar hún
var í Havana, fyrir 85 árum.
Fjallað var um ferð hljómsveitar-
innar í The New York Times og
fylgst með því þegar hljóðfæraleik-
ararnir heimsóttu tónlistarskóla í
Havana, léku fyrir nemendur,
hlýddu á þá leika og veittu tilsögn.
Sinfóníuhljómsveitin í Chicago
hafði stefnt að því að vera sú fyrsta
sem kæmi nú fram á Kúbu en
Vänskä og hans fólk varð á undan.
Stjórnandinn Osmo Vänskä leiddi sitt
fólk frá Minnesota á tónleikum á Kúbu.
Minnesota-hljóm-
sveitin á Kúbu
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen
sagði á kvikmyndahátíðinni í Cannes
að hann gefði gert afdrifarík mistök
þegar hann tók að sér að skrifa og
leikstýra sjónvarpsþáttaröð fyrir
Amazon.
Allen, sem er orðinn 79 ára gam-
all, tók að sér að skapa sex þátta röð.
„Ég er að gera mitt besta en hefði
aldrei átt að fallast á þetta,“ sagði
hann, sýnilega argur. „Ég hélt að
sex hálftímar væri auðvelt en sú er
alls ekki raunin. Þetta er mjög erf-
itt.“
Leikstjórinn Woody Allen í Cannes.
Sjónvarpsformið
erfitt fyrir Allen
» Á föstudags-kvöld var
slegið upp fjör-
ugu frumsýning-
arpartíi að lok-
inni sýningu
kvikmyndarinn-
ar Hrútar, sem
vakti mikla
lukku í Cannes.
Bændur Ráðherrann Ragnheiður Elín og
Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta, sprella.
Hressir Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleiðendum mynd-
arinnar, ásamt Árna Samúelssyni sem kenndur er við Sambíóin.
Heillandi hugmynd en vantaði innihaldið