Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 15
ir sér. Fúkyrðum, svívirðingum og jafnvel hótunum rigndi yfir ráð- herrann á samfélagsmiðlunum. Það er svo sem ekkert nýtt að int- ernetið sé notað til að hreyta ónot- um í stjórnmálamenn, en það sem kom á óvart við mál Heinisch- Hosek var magn og umfang um- ræðunnar, en fjölmiðlasérfræðingar telja að sjaldan eða aldrei hafi slíkt stafrænt moldviðri verið magnað upp í austurrískri pólitík. Mold- viðrið náði að endingu langt út fyr- ir internetið, blöðin fylltust af les- endabréfum, blásið var til hringborðsumræðna og svo mætti lengi telja. Kjarninn í gagnrýninni á ráðherrann kom frá hinum íhaldssama, kaþólska hluta Austur- ríkis, sem krafðist þess að þjóð- söngurinn yrði færður í sitt upp- runalega horf og fannst frjálslyndi og pólitísk rétthugsun nútímans gengin of langt. Á milli línanna mátti lesa að mörgum fannst líkt og einhver hluti sjálfsmyndar þeirra væri að hverfa og þeim væri ógnað. Ímynd Conchitu kom síend- urtekið fram í umræðunum og þá sem táknmynd um endalok sam- félagsgerðar sem margir vildu verja með kjafti og klóm. Conchita var hins vegar með sigri sínum og vinsældum bæði innanlands og ut- an, orðin nær ósnertanleg og því utan við skotlínu þeirra sem fannst hún ögra íhaldssömum og kaþ- ólskum gildum. Heinisch-Hosek var aftur á móti ósköp venjulegur póli- tíkus og því prýðilegt skotmark fyrir þá sem vildu veita reiði sinni og ótta útrás. Hins vegar lítur út fyrir það að andstæðingar Conchitu og málsvarar íhaldssemi þurfi litlar áhyggjur að hafa. Þrátt fyrir há- stemmdar yfirlýsingar stjórnmála- manna um hið nýja Austurríki í kjölfar sigursins í fyrra, hefur lítið breyst. Launamunur kynjanna er ennþá einn sá mesti í Evrópu og lítið hefur þokast í réttindabaráttu hinsegin fólks á þessu ári sem liðið er. Hjónabönd samkynja para eru ekki leyfileg, ættleiðingar nánast ómögulegar og fátt sem bendir til þess að vilji sé til að gera miklar lagabætur. Vinsældirnar ná út fyrir átakalínur samfélagsins Á sama tíma og Vínarborg klæðir sig í sparifötin fyrir Söngvakeppn- ina og vill halda á lofti boðskap Conchitu um umburðarlyndi og fjölbreytileika, m.a. með því að skipta hefðbundnum fígúrum á um- ferðarljósum út fyrir myndir af samkynja pörum á völdum stöðum í borginni, er það staðreynd að tæp- lega helmingur af hinsegin fólki í Vínarborg þorir ekki að koma út úr skápnum á vinnustað og líkams- árásir á hinsegin fólk gerast að meðaltali vikulega á götum úti, samkvæmt nýlegri rannsókn. Hins vegar hefur Conchita ýtt Austurríki út á braut sem hinum íhaldssamari armi mun veitast erfitt að snúa þjóðinni af. Því þrátt fyrir að vera umdeild nýtur hún jafnframt gríð- arlegra vinsælda og ótrúlegt nokk eru þær vinsældir ekki bundnar við einn samfélagshóp heldur ná út fyrir flestar átakalínur samfélags- ins. Einn af þeim fyrstu til að óska Conchitu til hamingju með sigurinn var sjálfur kóngurinn Udo Jürgens, sem sagði hana vera frábæran listamann. Þetta kom nokkuð á óvart þar sem hann hafði ekki ver- ið talinn sá allra frjálslyndasti. Blaðamenn götublaðanna héldu margir hverjir að þeir gætu komist í feitt með því að veiða eitthvað uppúr Udo Jürgens sem gæti bætt á togstreituna milli gamalla hefða og nýrra hugmynda og þar með stillt Udo upp sem fulltrúa hins gamla, einsleita og þjóðern- issinnaða Austurríkis á móti Conc- hitu sem væri þá boðberi al- þjóðahyggju, frjálslyndis og fjölbreytileika. En gamli maðurinn stóð í lappirnar og lét ekki afvega- leiða sig. Austurríki hefði alið af sér bæði syni og dætur og því væri sjálfsagt að allra væri getið í þjóð- söngnum en ennfremur hefði Conc- hita gullfallega rödd og landi og þjóð til sóma. Hann sagðist meira að segja vel geta hugsað sér að syngja dúett með henni, jafnvel á keppninni sjálfri. Til þess mun þó ekki koma því Udo Jürgens lést seint á síðasta ári, áttræður að aldri. Það mun teljast líklegt að hans verði minnst á einhvern hátt á stóra sviðinu á laugardaginn og væri það ekki á einhvern hátt fal- lega táknrænt ef dívan sjálf, arf- takinn, myndi taka eitt af lögunum hans og þar með loka hringnum? Höfundur er sagnfræðingur og býr í Vínarborg. Áhrif Conchitu Wurst á austurrískt samfélag eru mikil og vinsældirnar virðast ná langt út fyrir átakalínur. * Á sama tíma og Vínarborg klæðir sigí sparifötin fyrir Söngvakeppnina ogvill halda á lofti boðskapi Conchitu um umburðarlyndi og fjölbreytileika, m.a. með því að skipta hefðbundnum fígúrum á um- ferðarljósum út fyrir myndir af samkynja pörum á völdum stöðum í borginni, er það staðreynd að tæplega helmingur af hinsegin fólki í Vínarborg þorir ekki að koma út úr skápnum á vinnustað og líkamsárásir á hinsegin fólk gerast að meðaltali vikulega á götum úti, samkvæmt nýlegri rannsókn. 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.