Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 V agga lýðræðisins er oftar til um- ræðu nú en stundum endranær. Efnahagsþrengingar Grikkja ráða mestu um það. Því á þeirra bletti í Evrópu stóð vaggan sú segir mannkynssagan. Lýðræðið munaðarlaust Ekki er þó hægt að halda líkingunni áfram og segja að eftir vögguvist í Aþenu hafi lýðræðið skriðið af stað, svo staðið hikandi á fætur, stutt sig við pils- falda heimspekinganna og svo staulast um, uns því voru allir vegir færir. Öll varð sú þróun með lengri hléum en almennt gerist er barn þroskast úr vöggu til þess að standa á eigin fótum og loks að ráða sinni för. Langstærsti hluti fastalands jarðarkringlunnar hefur aldrei litið þessa vöggu augum. Og þar sem lýðræðið hefur skotið fastast rótum og mest er um það talað er ekki víst að allt sé sem sýnist. Í heimi gerviefnanna er gervilýðræðið jafn haganlega gert og hin og fæstir sjá mun, fyrr en of seint. Heims- hornið, þar sem lýðræðið hefur helst þrifist um sinn stutta líftíma, og kristni heimurinn hafa seinasta kastið átt allgóða samleið. Þó væri ofsagt að halda því fram að kristni væri forsenda eða trygging lýð- ræðis eða lýðræðið kristninnar. Sumir fagna minnkandi kirkjusókn víða og að trú- uðum, a.m.k. kristnum, fari fækkandi. Nýjar tölur, t.d. frá Bandaríkjunum, benda til þess. Rúmlega sjö- tíu prósent Bandaríkjamanna líta á sig sem kristna menn og hefur þeim fækkað verulega síðustu ára- tugina. Guðleysingjum hefur fjölgað, en af trúar- hópum sem bæta við sig hefur múslímum fjölgað mest vestra. Ekki hefur bréfritari rekist á sambærilega könnun þar sem spurt er, hvort menn telji sig lýðræðissinna eða ekki. En vísast eru slíkar kannanir til því fátt er ekki kannað. Engu að síður má ætla að mikill meiri- hluti fólks í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástr- alíu og Japan, svo dæmi séu nefnd, myndi svara í könnunum að hann væri lýðræðissinni. Þekkt er að kirkjusókn er mun dræmari en fjöldi kristinna gæti gefið til kynna og er hið sama að segja um kjörsókn þeirra lýðræðissinnuðu. Eins og kirkjusókn fer kjörsókn víða minnkandi og sums staðar mjög hratt. Bandaríkjamenn úða fé í framboð flokka og próf- kjör einstaklinga og sjást slíkar summur ekki ann- ars staðar. Þeir, sem fylgjast með stærstu sjónvarpskeðj- unum þar í landi, myndu ætla að almenningur væri að farast úr spennu fyrir flokkum og frambjóð- endum miðað við síbylju frétta af slíku efni. Engu er líkara en baráttan fyrir forsetakosningar í nóvember 2016 sé komin á fleygiferð. En þrátt fyrir öll þessi hróp í mánuði og ár fyrir kjördag og fjáraustur eiga Bandaríkjamenn fullt í fangi með að fá kjósendur til að mæta á kjörstað. Það þykir bærilegt ef liðugur helmingur þeirra gerir það. Sumir telja að lausnin sé póstkosningar og svo raf- rænar kosningar dugi pósturinn ekki. Æði verður þessi dýrmæti réttur orðinn hversdagslegur þegar hann verður kominn á par við að setja „like“ við ein- hverja fráleita fullyrðingu eða níðhögg, eins og menn gera margir frá morgni til kvölds. Menn láta sig hafa það, án þess að mögla, að hólk- ast daglega með kerruna í kjörbúðunum eftir korn- fleksi og klósettrúllu, en samt er sú ályktun dregin, að það standi í vegi fyrir lýðræðinu að þurfa að mæta á kjörstað í fimm til tíu mínútur fjórða hvert ár. Hver er ástæðan? En hvernig stendur á þessari þróun? Kjósendur svara sífellt oftar að kosningar skipti engu. Það sé sami rassinn undir öllum nú orðið. Stefnan sé sami grautur í sömu skál. Lítum okkur nær. Nú eru tvö ár síðan kjósendur hentu Jóhönnustjórninni öfugri út úr stjórnarráðinu. En þeir sem tóku við telja enn, að höfuðsynd væri að breyta einhverju sem sú stjórn asnaðist út í. Og það botnar enginn í þeirri afstöðu. Kjósendur benda á að kannanir sýni að stjórn- málamenn njóti æ minni virðingar. Ekki þurfi lengi að horfa á útsendingu frá Alþingi til að hætta að efast um þá mælingu. Þetta þýði að úrtakið, sem gefi kost á sér til framboðs, sé slakt. Slíkt tal og fleira í þeim dúr er ekki alltaf sanngjarnt. En það er mikið alvörumál, ef sú skoðun breytist í „sannleik“ að stjórnmálamenn standi ekki fyrir neitt lengur. Ekki er hægt að horfa framhjá því sem gerðist í höfuðborginni eftir kosningarnar 2010. Öllu var slegið upp í skrípó og maður kosinn borgarstjóri sem stóð ekki fyrir annað en einmitt það og bak- tjaldamenn, sem kjósendur höfðu hafnað, svindluðu sér inn bakdyramegin og fóru með völdin í trássi við þá. Flestir fjölmiðlanna tóku sér stöðu eins og klappstýrur í revíunni. Gróinn flokkur, eins og Sjálf- stæðisflokkurinn, sem á glæsta sögu í borginni, hélt að það væri til vinsælda fallið að klappa með. Fjór- um árum síðar mættu aðeins 60 prósent borgarbúa á kjörstað. Það er algert einsdæmi í sögu höfuðborg- arinnar. Upplausnartíminn hefur skaðað borgina. Innri „strúktúr“ hennar er tekinn að grotna niður. Þjón- ustustigið og þjónustuviljinn hafa hrapað. Skilvirkt skipulag á verklegum framkvæmdum, sem borgin var fræg fyrir, er komið út og suður og fólkið veit ekki hvert það á að leita til að fá svör og loks þegar það kemst í gegnum ranghalana skynjar það að lítill áhugi er á því að veita fólkinu svör, hvað þá sjálf- sagða þjónustu. Ágreiningur í borgarstjórninni er einungis um tittlingaskít og þó að nóbelsskáldið segði að Íslend- ingum hentaði best að þrasa um hann dugar það ekki til. Fyrir þá sem drattast á kjörstað af gömlum vana þyrfti að hafa krónupening í klefanum auk blý- antsins svo henda megi upp á það hvar skuli krossa við. Ekki bara hér En svo sanngirni sé gætt, jafnvel umfram ástæður, má benda á að kjörsókn hefur einnig dalað víðast í Evrópu. Þar hefur það auðvitað smám saman síast inn í þau ríki að meira en helmingur allrar löggjafar landanna kemur frá gráleitri, skattlausri yfirstétt í Brussel, sem er án allrar lýðræðislegrar tengingar. Að vísu er látið eins og 751 þingmaður á Evrópu- þingi hafi einhver áhrif, en það kaupa fáir, og enginn sem hefur kynnt sér þá starfsemi. (En mikið gætu þessir 751 rætt lengi um fundarstjórn forseta ef þeir bara nenntu því.) Almenningur í ESB-löndunum lætur ekki blekkj- Allt er þá þrennt er, sagði ráðherrann Farið er fé þá fennt er, svaraði kerlingin *Öllu var slegið upp í skrípóog maður kosinn borgar-stjóri sem stóð ekki fyrir annað en einmitt það og baktjaldamenn, sem kjósendur höfðu hafnað, svindluðu sér inn bakdyramegin og fóru með völdin í trássi við þá. Reykjavíkurbréf 22.05.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.