Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 18
G
ranada í Andalúsíu á Suður-Spáni
er við rætur Sierra Nevada-
fjallanna, á milli tveggja hæða og
áin Darro rennur í gegnum miðju
borgarinnar. Borgin var árið 711 hertekin af
Márum sem svo ríktu á svæðinu í 800 ár. Af
þeim sökum er Granada sú borg Spánar þar
sem arabísk áhrif eru einna mest. Það má
sjá af byggingum, minnismerkjum og lit-
arhafti íbúanna. Borgin er hugsuð fyrir
gangandi vegfarendur enda alsett litlum göt-
um, torgum og gosbrunnum. Þá er gott að
setjast inn á bar og fá sér glas af Alhambra
Mezquita, sem er bruggaður á svæðinu. Eins
og á flestum stöðum í Andalúsíu fylgir lítill
tapasréttur glasinu.
Undirrituð heimsótti Granada í maí 2013
þegar ég var í skiptinámi í Madrid. Þá tók
ég hraðlest til Sevilla og tók svo rútu til
Granada. Íslenskur samferðamaður minn í
Sevilla hafði ekki áhuga á að koma með mér
til Granada en ég vildi ólm fara. Fór því svo
að Ricardo nokkur frá Hong Kong, sem ég
hitti á Couch Surfing hittingi í Sevilla,
bauðst til að fara með mér og ég ákvað að
slá til.
Á einum og hálfum degi náðum við að
skoða Alhambra-márahöllina, fara á fla-
menco-sýningu inni í helli, fara á sígauna-
markað, ganga um allt Albacín-hverfið,
ganga upp heilaga fjallið, Sacro Monte, og
skoða klaustur að utan.
Almennt er torsótt að fá miða í Alhambra-
márahöllina, heimili soldána Nasrid-veldisins.
Af þeim sökum er sniðugt að kaupa miðana
fyrirfram. Márahöllin stóð fyllilega undir
væntingum. Herbergin voru hvert öðru stór-
fenglegra, márísk mynstur, gullslegnir ljóna-
brunnar og risavaxinn rósagarður glöddu
augað. Engan skal undra að höllin sé á
heimsminjaskrá UNESCO.
Albaicín-hverfið, Mára-hverfi borgarinnar
er sönn veisla fyrir augað. Þar er fjöldinn
allur af löngum, þröngum götum og litlum
verslunum. Þá er hægt að koma sér fyrir á
markaði og kaupa handverk eftir afkom-
endur Máranna. Alls staðar er útsýni fyrir
Alhambra og fjallið helga, Sacro Monte.
Auðvelt er að ganga upp fjallið og uppi á því
er fornt klaustur sem er vert að skoða.
Á umferðarmiðstöð borgarinnar er hægt
að kaupa miða á flestalla atburði, m.a. á fla-
menco-sýningar. Venta El Gallo er sögð sú
besta en hún á sér stað inni í helli. Þar er
stundaður Zambra flamenco, sem yfirleitt er
dansaður í brúðkaupum sígauna. Sýningar
þar eru tilfinningaþrungnar, dansaranir voru
löðrandi af svita og einbeittir á svip. Á með-
an syngur kona gamla flamenco-söngva og
karl spilar á gítar. Alveg mögnuð upplifun.
Stutta ferðin til Granada var dásamleg í
alla staði og ég mun hiklaust koma þangað
aftur, syngjandi Al Andalus með hjartaknús-
aranum David Brisbal.
Getty Images/iStockphoto
Á handverksmarkaði í Albaícin-hverfinu. Undirrituð fór heim
með forláta armband úr silfri.
MÁRABORGIN
Sígaunaflamenco
og arabísk áhrif
GRANADA BER ÞESS MERKI AÐ HAFA VERIÐ UNDIR YFIRRÁÐUM
MÁRA ÖLDUM SAMAN OG ER ÞVÍ SKEMMTILEG SAMBLANDA
SPÆNSKRA OG ARABÍSKRA ÁHRIFA.
Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is
Ferðalög
og flakk
Getty Images
Þú getur boðið fram sófann
þinn eða óskað eftir slíkum. *Fyrir þá sem tíma ekki að greiða fyrir hótel-herbergi eða vilja ekki deila herbergi með öðr-um á hosteli, er kjörið að óska eftir gistingu ásófanum hjá heimamönnum, í gegnum heima-síðuna CouchSurfing.com. Notendur geta boðið ókeypis gistingu, fé-lagsskap sinn eða leiðsögn um svæðið. Er þetta
kjörin leið til að kynnast fólki og fá öðruvísi sýn
á borgina sem maður heimsækir.
Ódýrt að gista á sófanum
Auðveldasta leiðin til að
komast til Granada frá Ís-
landi er að fljúga til
Barcelona með Wow air
eða Icelandair og taka
svo tengiflug, ef til vill
með Iberia airlines eða
Vueling, til Granada.
Ferðaskrifstofan Transatl-
antic býðir einnig upp á
ferðir til Granada í haust,
ýmist frá Keflavík eða Ak-
ureyri. Einnig er hægt að
kaupa ódýr flug með
Ryanair innanlands til
Granada eða þá taka lest
eða rútu, svo sem frá Se-
villa eða Málaga.
Alhambra merkir „sú
rauða“ eða „rauða
húsið“ á arabísku.
Flamenco-dansararnir dansa af mikilli innlifun undir seiðandi söng og undirleik.
Ljósmynd/Tripadvisor
MÁRABORGIN
Ein milli-
lending