Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 53
Geirmundur Valtýsson, hljómlistarmaður
á Sauðárkróki, ekur um á jeppa með
skráningarnúmerinu K - 80. Það númer
var lengi á bílum Guðmundar Valdimars-
sonar, bifvélavirkja á Króknum, sem var
eiginmaður frænku Geirmundar og góður
vinur hans. Í tímans rás hafa Guðmundur
og vinnufélagi hans, Jón heitinn Stefásson,
komið fram á miðilsfundum sem Geir-
mundur hefur sótt og sagst vaka yfir hon-
um.
„Já, ég er á þessum hljómsveitarferðum
fram og til baka um landið og oft hálfsof-
andi undir stýri. En það hefur aldrei neitt
komið fyrir og það þakka ég þessum vin-
um mínum,“ segir Geirmundur sem þótti
því við hæfi að fá á bíl sinn sem einka-
merki hið gamla bílnúmer Guðmundar.
Fyrr á tíð, meðan gamla kerfið var við
lýði, átti sveiflukóngurinn skagfirski ann-
ars bílnúmerið K - 3000 sem margir
tengdu við manninn eins og vera ber.
Skilaboð af miðilsfundi
Geirmundur Valtýsson við jeppann sinn sem er með einkamerki og
að sjálfsögðu K- númerið góða, sem er tæplega af þessum heimi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
GEIRMUNDUR VALTÝSSON HEFUR EINKAMERKIÐ K - 80
Tveir amerískir gæðingar standa á
hlaðinu á bænum Innri-Fagradal á Skarðs-
strönd í Dalasýslu. Annar þeirra er
Chervrolet árgerð 184 og hinn Ford F-100
árgerð 1976. Reyndar eru báðir smíði
bóndans Guðmundar Gíslasonar, sem hef-
ur yndi af bílamixi. Honum fannst kúnst-
verk sitt ekki fullkomnað nema hann fengi
D-númer á bílana, sem Fornbílaklúbbur Ís-
lands útvegar samkvæmt ákveðnum skil-
yrðum.
„Númerið D-8 var lengi á bílum hér á
bæ og það var fyrsti valkostur okkar. Því
miður var þó einhver búinn að ná því núm-
eri og þá var niðurstaðan að fá D-bíla með
númerunum 464 og 711,“ segir Guð-
mundur sem hefur búið í Dölunum í meira
en þrjátíu ár. „Þegar ég flutti í sveitina
lærði maður fljótt hvaða númer tilheyrðu
bæjunum – og vissi því alltaf til dæmis í
Reykjavíkurumferðinni hver væri á ferð
sæist þar bíll með D-númeri. Því fannst
mér svolítil eftirsjá að gamla kerfinu.“
Þekkti Dalabílana í Reykjavík
Bílabóndinn Guðmundur í Innri Fagradal á Skarðsströnd við trukkana
tvo sem báðir eru með D-númerum, sem var einkennisstafur Dalasýslu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
GÆÐINGAR Í D-FLOKKI Á SKARÐSSTRÖNDINNI
Guðfinnur Einarsson úr
Bolungarvík við bíl á núm-
eri sem lengi hefur tilheyrt
ættboga hans fyrir vestan.
vinsæl í Reykjavík. Sveitavargur
sögðu óþolinmóðir ökumenn í borg-
inni og lögðust á flautuna þegar
þeim þóttu ökumenn á bílum með
landsbyggðarnúmerum vera hikandi
á rauðu ljósi eða fara sér hægt á
götunum. Og úti á landi hló fólki
hugur í brjósti þegar fólk á
Reykjavíkurnúmeri rataði í ógöngur
á malarvegum og í torfærum. En nú
eru númerin alls staðar eins; enginn
flautar lengur á landsbyggðarlubba
og þeir sem eiga góðu verald-
argengi að fagna flagga því með
öðrum hætti.
Í dag eru enn á götunni, sam-
kvæmt upplýsingum frá Umferð-
arstofu, um 1.512 bílar 25 ára sem
eru enn á gömlu númeraplötunum.
24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Reykjavík
R-9 Númerið fræga úr söngleiknum
Deleríum Búbónis. Var lengi á sendibíl
Alþýðubrauðgerðarinnar.
R-10 Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS og
bankastjóri. Seinna átti númerið sonur
hans, Örn Þór lögmaður.
R-16 Helgi Bergs, forstjóri Sláturfélags
Suðurlands.
R-24 Sigfús Bjarnason í Heklu.
R-25 Hermann Jónasson forsætisráð-
herra.
R-29 Jónas Jónsson frá Hriflu. Var lengi á
Packard en síðar VW bjöllu.
R-32 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og
forsætisráðherra.
R-34 Hörður Bjarnason húsameistari
ríkisins.
R-46 Ólafur Thors forsætisráðherra.
R-52 Ingileif Hallgrímsdóttir, stjórn-
arformaður Nóa-Síríus.(Bíllinn er nú í
eigu sonar hennar, Gunnars Snorra
Gunnarssonar sendiherra.)
R-69 Eimskipafélag Íslands – forstjórabíll.
R-78 Hákon Bjarnson skógræktarstjóri.
R-92 Björn Hallgrímsson, forstjóri Skelj-
ungs.
R-15015 Biskupinn yfir Íslandi.
Hafnarfjörður
G-1 Einar Ingimundarson sýslumaður.
G-2 Árni Grétar Finnsson lögmaður.
G-13 Emil Jónsson ráðherra.
G-222 Matthías Á. Mathiesen ráðherra.
G-1149 Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra í Garðabæ.
Akureyri
A-1 Kristján Kristjánsson bílakóngur.
A-4 Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri
á Akureyri.
A-10 Kristján Jónsson, bakari (Kristjáns-
bakarí)
A-25 Steindór Steindórsson skólameist-
ari frá Hlöðum
A-41 Jón G. Sólnes, bankastjóri og síðar
alþingismaður.
A-103 Valur Arnþórsson kaupfélags-
stjóri á Akureyri.
Árnessýsla
X-1 Lögreglan í Árnessýslu (Einnig X-2,
X-4, X-7, X-9 og X-19)
X-6 Ágúst Þorvaldsson alþingismaður
(Nú einkanúmer á bíl sonar Ágústs,
Guðna fv. ráðherra).
X-21 Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri
á Selfossi.
X-29 Ólafur Ketilsson að Laugarvatni
(Einnig X-48, X-78, X-388.)
X-40 Sigfús Kristinsson, byggingameist-
ari á Selfossi.
X-50 Jón I. Guðmundsson yfirlög-
regluþjónn á Selfossi.
X-62 Þorkell Bjarnason, ráðunautur að
Laugarvatni.
X-69 Vigfús Guðmundsson bílstjóri
(Einnig X 89)
Borgarfjörður
M-5 Sæmundur Sigmundsson sérleyf-
ishafi í Borgarnesi.
M-66 Halldór E. Sigurðsson ráðherra.
M-22 Sigvaldi Arason verktaki (átti einn-
ig M-144).
Ísafjarðarsýslur
Í-1 Pétur Kr. Hafstein sýslumaður
Í-3 Einar Guðfinnsson eldri, útgerð-
armaður í Bolungarvík.
Í 133 Finnbogi Hermannsson útvarps-
maður í Hnífsdal
Í 147 Matthías Bjarnason ráðherra
Í 17 Sr. Sigurður Kristjánsson sókn-
arprestur á Ísafirði.
Í 2300 Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á
Guðbjörgu ÍS.
Nokkur þekkt
bílnúmer úr
sögunni
Ford Bronco á Hellu á Rangárvöllum með L-númer, bókstaf Rangæinga.
Land Rover í Borgarfirði. Svona bílar voru lengi þarfasti þjónn bændanna
Subaro Skaftfellingsins sást á förnum vegi í Kópavogi fyrir nokkrum dögum.
Lada Sport voru og eru landbúnaðartæki og hafa nýst vel í Árnessýslu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi