Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 53
Geirmundur Valtýsson, hljómlistarmaður á Sauðárkróki, ekur um á jeppa með skráningarnúmerinu K - 80. Það númer var lengi á bílum Guðmundar Valdimars- sonar, bifvélavirkja á Króknum, sem var eiginmaður frænku Geirmundar og góður vinur hans. Í tímans rás hafa Guðmundur og vinnufélagi hans, Jón heitinn Stefásson, komið fram á miðilsfundum sem Geir- mundur hefur sótt og sagst vaka yfir hon- um. „Já, ég er á þessum hljómsveitarferðum fram og til baka um landið og oft hálfsof- andi undir stýri. En það hefur aldrei neitt komið fyrir og það þakka ég þessum vin- um mínum,“ segir Geirmundur sem þótti því við hæfi að fá á bíl sinn sem einka- merki hið gamla bílnúmer Guðmundar. Fyrr á tíð, meðan gamla kerfið var við lýði, átti sveiflukóngurinn skagfirski ann- ars bílnúmerið K - 3000 sem margir tengdu við manninn eins og vera ber. Skilaboð af miðilsfundi Geirmundur Valtýsson við jeppann sinn sem er með einkamerki og að sjálfsögðu K- númerið góða, sem er tæplega af þessum heimi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi GEIRMUNDUR VALTÝSSON HEFUR EINKAMERKIÐ K - 80 Tveir amerískir gæðingar standa á hlaðinu á bænum Innri-Fagradal á Skarðs- strönd í Dalasýslu. Annar þeirra er Chervrolet árgerð 184 og hinn Ford F-100 árgerð 1976. Reyndar eru báðir smíði bóndans Guðmundar Gíslasonar, sem hef- ur yndi af bílamixi. Honum fannst kúnst- verk sitt ekki fullkomnað nema hann fengi D-númer á bílana, sem Fornbílaklúbbur Ís- lands útvegar samkvæmt ákveðnum skil- yrðum. „Númerið D-8 var lengi á bílum hér á bæ og það var fyrsti valkostur okkar. Því miður var þó einhver búinn að ná því núm- eri og þá var niðurstaðan að fá D-bíla með númerunum 464 og 711,“ segir Guð- mundur sem hefur búið í Dölunum í meira en þrjátíu ár. „Þegar ég flutti í sveitina lærði maður fljótt hvaða númer tilheyrðu bæjunum – og vissi því alltaf til dæmis í Reykjavíkurumferðinni hver væri á ferð sæist þar bíll með D-númeri. Því fannst mér svolítil eftirsjá að gamla kerfinu.“ Þekkti Dalabílana í Reykjavík Bílabóndinn Guðmundur í Innri Fagradal á Skarðsströnd við trukkana tvo sem báðir eru með D-númerum, sem var einkennisstafur Dalasýslu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi GÆÐINGAR Í D-FLOKKI Á SKARÐSSTRÖNDINNI Guðfinnur Einarsson úr Bolungarvík við bíl á núm- eri sem lengi hefur tilheyrt ættboga hans fyrir vestan. vinsæl í Reykjavík. Sveitavargur sögðu óþolinmóðir ökumenn í borg- inni og lögðust á flautuna þegar þeim þóttu ökumenn á bílum með landsbyggðarnúmerum vera hikandi á rauðu ljósi eða fara sér hægt á götunum. Og úti á landi hló fólki hugur í brjósti þegar fólk á Reykjavíkurnúmeri rataði í ógöngur á malarvegum og í torfærum. En nú eru númerin alls staðar eins; enginn flautar lengur á landsbyggðarlubba og þeir sem eiga góðu verald- argengi að fagna flagga því með öðrum hætti. Í dag eru enn á götunni, sam- kvæmt upplýsingum frá Umferð- arstofu, um 1.512 bílar 25 ára sem eru enn á gömlu númeraplötunum. 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Reykjavík R-9 Númerið fræga úr söngleiknum Deleríum Búbónis. Var lengi á sendibíl Alþýðubrauðgerðarinnar. R-10 Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS og bankastjóri. Seinna átti númerið sonur hans, Örn Þór lögmaður. R-16 Helgi Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. R-24 Sigfús Bjarnason í Heklu. R-25 Hermann Jónasson forsætisráð- herra. R-29 Jónas Jónsson frá Hriflu. Var lengi á Packard en síðar VW bjöllu. R-32 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og forsætisráðherra. R-34 Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins. R-46 Ólafur Thors forsætisráðherra. R-52 Ingileif Hallgrímsdóttir, stjórn- arformaður Nóa-Síríus.(Bíllinn er nú í eigu sonar hennar, Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra.) R-69 Eimskipafélag Íslands – forstjórabíll. R-78 Hákon Bjarnson skógræktarstjóri. R-92 Björn Hallgrímsson, forstjóri Skelj- ungs. R-15015 Biskupinn yfir Íslandi. Hafnarfjörður G-1 Einar Ingimundarson sýslumaður. G-2 Árni Grétar Finnsson lögmaður. G-13 Emil Jónsson ráðherra. G-222 Matthías Á. Mathiesen ráðherra. G-1149 Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í Garðabæ. Akureyri A-1 Kristján Kristjánsson bílakóngur. A-4 Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri á Akureyri. A-10 Kristján Jónsson, bakari (Kristjáns- bakarí) A-25 Steindór Steindórsson skólameist- ari frá Hlöðum A-41 Jón G. Sólnes, bankastjóri og síðar alþingismaður. A-103 Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri á Akureyri. Árnessýsla X-1 Lögreglan í Árnessýslu (Einnig X-2, X-4, X-7, X-9 og X-19) X-6 Ágúst Þorvaldsson alþingismaður (Nú einkanúmer á bíl sonar Ágústs, Guðna fv. ráðherra). X-21 Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Selfossi. X-29 Ólafur Ketilsson að Laugarvatni (Einnig X-48, X-78, X-388.) X-40 Sigfús Kristinsson, byggingameist- ari á Selfossi. X-50 Jón I. Guðmundsson yfirlög- regluþjónn á Selfossi. X-62 Þorkell Bjarnason, ráðunautur að Laugarvatni. X-69 Vigfús Guðmundsson bílstjóri (Einnig X 89) Borgarfjörður M-5 Sæmundur Sigmundsson sérleyf- ishafi í Borgarnesi. M-66 Halldór E. Sigurðsson ráðherra. M-22 Sigvaldi Arason verktaki (átti einn- ig M-144). Ísafjarðarsýslur Í-1 Pétur Kr. Hafstein sýslumaður Í-3 Einar Guðfinnsson eldri, útgerð- armaður í Bolungarvík. Í 133 Finnbogi Hermannsson útvarps- maður í Hnífsdal Í 147 Matthías Bjarnason ráðherra Í 17 Sr. Sigurður Kristjánsson sókn- arprestur á Ísafirði. Í 2300 Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjörgu ÍS. Nokkur þekkt bílnúmer úr sögunni Ford Bronco á Hellu á Rangárvöllum með L-númer, bókstaf Rangæinga. Land Rover í Borgarfirði. Svona bílar voru lengi þarfasti þjónn bændanna Subaro Skaftfellingsins sást á förnum vegi í Kópavogi fyrir nokkrum dögum. Lada Sport voru og eru landbúnaðartæki og hafa nýst vel í Árnessýslu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.