Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 2
Hvert er aðalhneykslið í ár? Mesta hneykslið hingað til er stigagjöfin. Þegar talið var upp hvaða lönd færu áfram í fyrri undanúrslitariðlinum voru aust- urrísku sjónvarpsmennirnir dálítið fallnir á tíma þannig að það var ekki dvalið við eitt einasta land og við kynnarnir gátum varla þýtt það sem var að koma upp úr kassanum, öll spenna fór úr þessu stærsta augnabliki kvöldsins. Það varð allt vitlaust á kynnafund- inum daginn eftir, menn voru svo reiðir. Það var mesta hneykslið, að eyðileggja stærsta augnablikið í þættinum sem er þegar tilkynnt er hvaða tíu lönd voru kosin áfram. Hvaða keppendur eru skemmtilegastir? Þeir eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Litháíska parið og norska par- ið, þau eru alveg frábær bæði tvö, Kjetil Mørland og Debrah Scarlett, mér líkar mjög vel við þau. Og svo auðvitað María Ólafs. En dramatískastir? Það er georgíski keppandinn Nina Sublatti. Það er grátur og gnístran tanna. Hún til dæmis átti að syngja í Vínaróperunni ásamt nokkrum lista- mönnum á sunnudaginn en auðvitað missti hún röddina, það var ekki við öðru að búast. Ég hefði ekki verið til í að vera í sama herbergi og hún þeg- ar ákvörðunin um að hún fengi ekki að syngja var tekin. Er eitthvert atriði í sérstöku uppáhaldi hjá þér? Norska atriðið. Svo er ég orðinn mjög hrifinn af atriði sem ég er ekkert viss um að fari í gegn en það er lettneska atriðið. Hvaða atriði heldur þú að sé sigurstranglegast? Ég held að veðbankarnir hafi alveg hárrétt fyrir sér. Þetta verður á milli Svíþjóðar, Rússlands, Ástralíu og Ítalíu. Ég veðja ennþá á Ítalíu. Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur komið upp á í ferðinni enn sem komið er? Það var að koma niður í morgunmat, fyrsta morguninn, og hann Tony Välitalo, trommarinn í finnska atriðinu, heilsaði mér með virktum og með þvílíku sólskinsbrosi að ég gleymi því aldrei. Það var eft- irminnilegast. FELIX BERGSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Morgunblaðið/Gunnar Dofri Margir kallaðir en fáir útvaldir Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 1. Ítalía 2. Svíþjóð 3. Ástralía Edda Ottósdóttir 1. Rússland 2. Noregur 3. Svíþjóð Aðalsteinn Jón Bergdal 1. Rússland 2. Svíþjóð 3. Kýpur Danfríður Árnadóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR: HVAÐA LÖND VERÐA Í EFSTU ÞREMUR SÆTUNUM Í EUROVISION? 1. Svíþjóð 2. Ástralía 3. Ísrael Viktoría Hinriksdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Iðkendur í Spörtu heilsu- rækt og Training for Warriors Reykjavík (TFW) munu hlaupa úr Kópavogi og á Blönduós, alls 244 kílómetra leið, en lagt verður af stað föstudaginn 29. maí. Þeir safna áheitum sem renna til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Heilsa 24 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Halldór Kolbeins í Cannes Halldóra Sif Guðlaugsdóttir fatahönnuður er með flottan stíl. Halldóra velur sér vandaðan fatnað og finnst mikilvægt að vita hvaðan varan kemur og hvaða efni er í henni. Tíska 40 Brynja Þóra Guðnadóttir segir garðyrkju vera góða fyrir fjölskylduna til að stunda saman. Hún er umsjónarmaður samfélagsrekna matjurtagarðsins Laugargarðs í Laugardalnum. Fjölskyldan 16 Rétturinn til letinnar eftir Paul Lafargue var lengi eitt helsta áróð- ursrit kommúnista en er lítt þekkt nú á tímum. Þó að verstu tímabil iðnbylt- ingarinnar séu að baki á boðskapurinn enn erindi við launamenn. Íslensk þýðing var að koma út. Bækur 58 Útvarpsmaðurinn Felix Bergsson er nú staddur í Vínarborg þar sem Eurovision-söngvakeppnin er haldin í ár. Þaðan kynnir hann fyrir okkur Íslendingum Eurovision-keppnina í beinni útsendingu á RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.