Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 45
24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
ast af þessu brúðuleikhúsi og því er áhuginn á kosn-
ingum til ESB-þingsins sá alminnsti af litlum áhuga
almennt og þykir gott ef 30 prósent kjósenda láta
enn fífla sig til að mæta á kjörstað þeirra vegna.
Heppnast bragðið
Í Bretlandi hefur kerfi einmenningskjördæma auð-
veldað kosningu hreinna flokksstjórna. Íhaldsflokk-
urinn, undir forystu Davids Camerons, marði óvænt
slíkan sigur í byrjun þessa mánaðar. Þá hafði sá
flokkur, annar af stórflokkunum tveimur, ekki unnið
hreinan meirihluta í 23 ár. Sigurinn, sem Íhalds-
flokkurinn vann 1992, minnir um margt á þennan
síðasta. Þá var því að vísu spáð að Íhaldsflokkurinn
yrði stærstur flokka, en tapaði sínum hreina meiri-
hluta. Nú virtust stóru flokkarnir tveir vera hníf-
jafnir og í þeim fáu könnunum þar sem munaði hafði
Verkmannaflokkurinn vinninginn.
En John Major, leiðtogi Íhaldsflokksins, vann
óvæntan sigur 1992 og með drýgri meirihluta en
Cameron nú. En sá meirihluti reyndist ótryggur
leiðtoganum og einkum voru þingmenn, sem tor-
tryggnir voru í garð ESB, honum þungir í taumi.
Cameron hafði 24 ára gamall farið að starfa í höf-
uðstöðvum Íhaldsflokksins árið 1990, sem eins konar
almannatengill. Hann vakti athygli þar innanhúss og
þótti snjall. Forsætisráðherrann rak augun í hann
og Cameron var fljótlega kominn í innsta hring
þeirra sem undirbjuggu ráðherrann fyrir hið
óvænta, hvort sem það voru óundirbúnar fyr-
irspurnir eða skyndifréttir fjölmiðla. Var til þess
tekið hvað ungi maðurinn var séður og ráðagóður í
þessu hlutverki.
Árið 1997 var Cameron settur í þingframboð. Þá
var sveiflan til Blairs og Verkamannaflokksins af-
gerandi og Cameron náði ekki kjöri. Hann bauð sig
fram undir merkjum andstæðinga ESB í flokknum
(Eurosceptics) og var harður andstæðingur þess að
Bretar tækju upp evru.
Varðandi fyrra atriðið hefur Cameron „þroskast“,
eins og það er kallað þegar stjórnmálamenn verða
afhuga hugsjónum sínum.
Nú segist hann ætla að semja eitthvað af fullveld-
istapi Breta í þeirra hendur á ný. Þegar hann hafi
unnið sigur í þeim samningum efni hann til þjóðar-
atkvæðis um það, hvort Bretar eigi að vera áfram í
ESB eða fara. Hann geti í krafti sinna sigursamn-
inga barist fyrir áframhaldandi aðild.
Fyrstu samningshugmyndir forsætisráðherrans
voru örlítið bitastæðar, en eftir viðbrögð við þeim í
Brussel þynnti hann þær kröfur snarlega út í von
um að geta sýnt fram á „sigur“.
John Major vann marga sigra af því tagi. Hann
kom þá heim frá Brussel þar sem búrókratar höfðu
sett fram ýtrustu kröfur og breski forsætisráð-
herrann fengið 5% afslátt af þeim. Í næstu lotu voru
aftur settar fram ýtrustu kröfur og Major vann enn
stórsigur og fékk 5% afslátt af þeim og var þá búinn
að gefa eftir meira en 50% til viðbótar þeim kröfum
sem hann fékk 5% aflátt af í fyrri sigrinum. Þessa
fullveldissneiðingu kalla menn agúrkuaðferðina.
Sneiðarnar eru vissulega flestar þunnar en áður en
við er litið er agúrkan öll komin í hús í Brussel.
Mikið undir
Almannatengillinn bráðþroska veðjar á að hann
komist í gegnum þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og
eftir hana verði andstæðingar ESB í flokknum að
láta allt yfir sig ganga um hríð. Hann hefur þegar
tekið áhættu í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum. Sú
fyrsta var um einmenningskjördæmin eða hlutfalls-
kerfi. Þá urðu þeir Heródes og Pílatus vinir, Cam-
eron og Miliband, og það dugði. Næsta þjóðar-
atkvæðið var í Skotlandi. Þar sameinuðust allir
flokkarnir þrír og unnu skoska þjóðernissinna 55%-
45%.
Þjóðernissinnar hefndu sín grimmilega á Miliband
og Verkamannaflokknum í þingkosningunum sem í
hönd fóru. Cameron taldi að með því að samþykkja
þetta þjóðaratkvæði væri hann búinn að ýta sjálf-
stæðismálinu út af borðinu í áratugi. Því ekki er
hægt að heimta nýtt þjóðaratkvæði allt þar til að
maður fær já, nema þegar ESB heldur þjóðar-
atkvæði.
Cameron veðjar á það nú, að samstaða flokkanna
þriggja, hans eigin, Verkamannaflokksins og Frjáls-
lyndra, muni duga honum í þjóðaratkvæðinu um
ESB. Þess utan er Breska ríkisútvarpið frægt fyrir
pólitíska misnotkun. Þótt hún beinist að jafnaði
gegn Íhaldsflokknum, þá er BBC að auki fræg ESB-
hækja og þar sem Verkamannaflokkurinn verður
um borð þarf ekki að efast hvað þá stofnun varðar.
Að auki mun hræðsluáróður vinnuveitenda, iðn-
rekenda og verkalýðsrekenda verða mjög öflugur og
allt þetta samanlagt mun tryggja hvert áróðurspen-
ingarnir munu renna. Þá ætlar Cameron sér að
tryggja að Evrópumenn starfandi í Bretlandi fái að
kjósa í þessum kosningum. Þar með telur hann aug-
ljóst að almenningur hafi ekki roð við ofureflinu.
Það má vel vera að almannatengillinn ungi, sem
heillaði alla með frumleika sínum og snilld upp úr
1990, meti þetta allt saman rétt. Það er raunar mjög
líklegt.
En auðvitað eru dæmin til þar sem líkindareikn-
ingarnir skjóta óvænt fram hjá markinu.
Á meðan vísindaheiti er ekki til yfir þau ólíkinda-
tilvik er rétt að kalla þau „icesave-syndrómið“ til
einföldunar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg