Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 56
TVÖ VERK ÞÓRUNNAR GRÉTU FRUMFLUTT Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2015 „Textinn í forgrunni“ TÓNSKÁLDIÐ ÞÓRUNN GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR SPYR ÁVALLT HLJÓÐFÆRALEIKARA OG SÖNGVARA SEM HÚN VINNUR MEÐ HVAR STYRKLEIKAR ÞEIRRA LIGGJA OG VINNUR SÉRSTAKLEGA MEÐ ÞAÐ Í TÓNSMÍÐUM SÍNUM. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Steingrímur Eyfjörð opnar sýningu á verkum sínum í Kunstschlagerstofu í dag, laugardag, kl. 14 og stendur sýningin til 4. júní. „Kunstschlager hefur komist á snoðir um splunkuný verk Steingríms Eyfjörðs eða öllu heldur gömul verk sem öðlast hafa nýtt líf. Líkt og í fyrri verkum sínum færir Stein- grímur persónulega reynslu sér í nyt og til verða verk sem nátengd eru aðstæðum og hugarástandi listamannsins hverju sinni,“ seg- ir m.a. í tilkynningu. Í dag tekur Kunstschlag- er jafnframt við D-sal Hafnarhússins og verður með sex sýningar þar í sumar. Fyrsta sýningin verður opnuð í dag kl. 14 og stend- ur til 6. júní en hver sýning stendur í tvær vikur. Listamenn sem sýna verk sín að þessu sinni eru þeir Baldvin Einarsson, Guðmundur Thoroddsen og Örn Alexander Ámundason. KUNSTSCHLAGER ÖÐLAST NÝTT LÍF Myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð færir persónulega reynslu sér í nyt í verkum sínum. Kórinn Graduale Futuri í stuði á Húsavík. Graduale Futuri, Unglingakór Esajakirkju og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju halda tón- leika saman í Hafnarfjarðarkirkju í dag, laug- ardag, kl. 13.30 og er aðgangur ókeypis. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju fór í fyrra að heimsækja Unglingakór Esajakirkju til Kaupmannahafnar. Nú um þessar mundir er danski kórinn að heimsækja hafnfirska ung- lingakórinn. Síðar í sumar, eða 17.júní, halda svo Unglingakór Esajakirkju og Graduale Fut- uri í Langholtskirkju saman tónleika í Kaup- mannahöfn. Stjórnandi Graduale Futuri er Rósa Jóhannesdóttir, stjóranndi Unglinga- kórs Esajakirkju í Kaupmannahöfn er Sigríð- ur Eyþórsdóttir og Unglingakór Hafnarfjarð- arkirkju stjórnar Helga Loftsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA ÞRÍR KÓRAR Kór North Dakota State University (NDSU) í Fargo syngur á tónleikum í Nes- kirkju í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 17 undir stjórn Jo Ann Miller. Þar syngur einnig Háskólakór- inn undir stjórn Gunn- steins Ólafssonar. NDSU er talinn í fremstu röð háskólakóra í Bandaríkjunum, en með kórnum syngja rúmlega 40 háskóla- stúdentar. Aðalstjórnandi kórsins er prófess- or Jo Ann Miller sem er hálfíslensk. Hún og Loretta Bernhoft, ræðismaður Íslands í Norður-Dakóta, eru systradætur. Innan raða aðalkórsins er minni hópur, svonefndir Madrigal Singers sem eru undir stjórn Mich- aels Webers prófessors. Eftir Íslandsdvölina fer kórinn til tónleikahalds í Skotlandi. ÍSLANDSHEIMSÓKN NDSU HÁSKÓLAKÓRAR Jo Ann Miller Menning „KOK er mjög sérstakt verk og í raun ólíkt öllu öðru sem ég hef gert áður,“ segir Krist- inn Sigmundsson og bætir við: „Það er mjög spennandi að fást við þetta verk. Textinn er mjög hvass og óhugnanlegur á köflum. Ég reyni mitt besta til að magna upp þennan óhugnað.“ Eins og fram kemur í viðtali við tónskáldið hér að ofan samdi Þórunn Gréta verkið fyrir bassa, fiðlu og hörpu. „Verkið krefst þess á stundum að leikið sé á hljóð- færin tvö með öðrum hætti en oft heyrist.“ Í ljósi þess að Kristinn gæti hæglega ein- beitt sér að því að syngja frægustu óperu- hlutverk tónbókmenntanna víðs vegar um heiminn vekur athygli að hann leggi sig fram um að frumflytja nýja íslenska tónlist. Þegar þetta er borið undir hann svarar Kristinn: „Það seinkar elliglöpunum að takast á við glænýtt efni þar sem blekið er varla enn þornað. Ég hef alltaf reynt að koma sem víð- ast við í prógrömmum mínum og geri það „Það seinkar elliglöpunum“ Kristinn Sigmundsson leggur metnað sinn í að frumflytja nýja íslenska tónlist. Ljósmynd/Rafael Pinho KRISTINN SIGMUNDSSON FRUM- FLYTUR NÝ TÓNVERK EFTIR JOHN SPEIGHT OG ÞÓRUNNI GRÉTU. Þórunn Gréta Sigurðardóttir stundaði píanó- og tónsmíðanám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk burtfar- arprófi í tónsmíðum árið 2008, B.A. gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Ís- lands 2011 og M.Mus. gráðu frá Hochschule für Musik und Theater í Hamborg 2014. Á undanförnum árum hefur hún unnið mikið á mörkum tón- listar og leiklistar og eru mörg verka hennar eins konar tónleikhúsverk. Á mörkum tón- listar og leiklistarO g þökk sé margri morg- unbjartri svipstund“ er yf- irskrift tónleika í Norður- ljósasal Hörpu sunnudaginn 31. maí kl. 20 þar sem Krist- inn Sigmundsson frumflytur ný tónverk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurð- ardóttur. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík. John hefur valið ljóð eftir Þorstein frá Hamri í Cantus IV en Þórunn Gréta sem- ur við ljóðabókina KOK eftir Kristínu Eiríks- dóttur. Auk Kristins flytja tónlistina þau El- ísabet Waage á hörpu, Laufey Sigurðardóttur á fiðlu og Páll Eyjólfsson á gítar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Þórunn Ósk Marinós- dóttir og Svava Bernharðsdóttir á víólu og Bryndís Björgvinsdóttir og Júlía Mogensen á selló, en stjórnandi er Einar Jóhannesson. „Bók Kristínar var ekki komin út þegar ég skrifaði undir samning við Listahátíð, en ég vissi að hún væri væntanleg,“ segir tónskáldið Þórunn Gréta Sigurðardóttur þegar hún er beðin að rifja upp tilurð tónverks síns. „Ég sagði strax já þegar ég var beðin að semja fyrir Listahátíð,“ segir Þórunn og tekur fram að sér hafi strax þótt mjög spennandi að semja verk fyrir bassa, fiðlu og hörpu. Að- spurð segist Þórunn viðurkenna það fúslega að sér hafi fundist það áskorun að semja fyrir stórstjörnu á borð við Kristin. „Mér finnst alltaf mjög gaman þegar ég fæ tækifæri til að semja fyrir tiltekna flytjendur. Ég hef haft fyrir vana að spyrja hljóðfæraleikara og söngvara sem ég vinn með hvar þeirra styrk- leikar liggja og vinn sérstaklega með það í tónsmíðum mínum,“ segir Þórunn og tekur fram að eitt af því sem sé svo spennandi við Kristin sem söngvara sé hversu einstakt næmi hann hafi fyrir texta. „Ég ákvað að vinna út frá því. Textinn er í miklum for- grunni í verkinu og það koma kaflar þar sem Kristinn þarf að tala mjög hratt. Það reynir því tæknilega vel á talfærin. Ég leyfði mér því að taka ákveðnar áhættur í ljósi þess hversu góða tilfinningu Kristinn hefur fyrir textaflutningi.“ Spurð hvers vegna ljóð Kristínar hafi orðið fyrir valinu segir Þórunn að hún hafi heyrt ljóðskáldið lesa upp úr verki sínu þegar Rit- höfundalestin lagði leið sína á Austurland þar sem Þórunn býr og starfar. „Ég var búin að vera að leita mér að texta til að semja við, en fann ekkert. Þegar ég heyrði Kristínu lesa ljóðlínuna: „En svo stóð ég upp allt í einu, þess vegna brá þér“ vissi ég strax að þarna væri textinn kominn og fór beint út í búð og keypti ljóðabókina,“ segir Þórunn og tekur fram að sér hafi þótt mikilvægt að textinn væri í sterkum tengslum við þema Listahátíð- ar í ár sem tengist 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna. Ekki markmiðið að búa til fallega dramatíska harmóníu „Ljóðabókin er ekki sungin frá upphafi til enda. Bókin er þrískipt og ég vel texta úr öll- um hlutum og púsla þeim saman, en ég breytti engu,“ segir Þórunn og tekur fram að hún heillist mjög af hrynjandinni í texta Kristínar. „Ég heillaðist strax af þessum tæknilegu eiginleikum textans sem birtast í hrynjandinni og endurtekningunni. Ég er mjög hrifin af klifuninni sem stílbragði bæði í texta og tónlist. Ég leitaðist allan tímann við að endurspegla í tónlistinni þessa tæknilegu eiginleika textans,“ segir Þórunn og tekur fram að hún fylgi texta Kristínar algjörlega þegar komi að endurtekningunni. „Þegar ég hef unnið með ljóð áður í verkum mínum hef ég stundum stolist til að bæta við endurtekn- ingu, en í þessu tilviki lét ég texta Kristínar stjórna endurtekningunni.“ Að sögn Þórunnar var markmið hennar með tónverkinu að búa til hljóðheim fremur en lagrænar melódíur. „Markmið mitt var ekki að búa til fallega dramatíska harmóníu heldur fyrst og fremst að fanga anda textans og spegla hann.“ Í ljósi þess að ljóðmælandi bókarinnar er kvenkyns liggur beint við að spyrja hvort það hafi vafist fyrir tónskáldinu að leggja orðin í munn karlkyns söngvara. „Ég velti þessu nokkuð fyrir mér, en komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri rétt. Þarna erum við að fjalla um samband sem getur verið hvers eðlis sem er. Það er ekki bara samband karls og konu heldur líka samfélag með sín gildi sem er verið að ógna á ein- hverjum tímapunkti,“ segir Þórunn og tekur fram að bassinn bjóði upp á spennandi jarð- tengingu. „Auðvitað býr harpan yfir breiðu tónsviði, en ég valdi að nýta bæði hörpuna og fiðluna á efra tónsviðinu sem mótvægi við bassann,“ segir Þórunn og bætir við: „Verkið er skrifað fyrir bassasöngvara. Ég hlustaði á mikið af bassaaríum þegar ég var að undirbúa verkið. Ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að tónflytja bassalínuna upp um áttund og láta konu syngja þetta. Ég var með eiginleika bassa- söngvarans í huga þegar ég samdi verkið.“ Semur fyrir Sinfó á næsta ári Þórunn á ekki bara eitt verk á Listahátíð heldur tvö því sunnudaginn 31. maí kl. 14 og 16 frumflytur Berglind María Tómasdóttir á tónleikum á Árbæjarsafni nýjar tónsmíðar eftir sjálfa sig, Þórunni og Karólínu Eiríks- dóttur sem samdar voru fyrir hljóðfæri sem nefnist lokkur. „Þetta hljóðfæri er afsprengi rokks og langspils sem hún smíðaði. Berglind gerir mjög skemmtilegar tilraunir í sambandi við tónlist og konseptvinnu. Þetta býður upp á skemmtilegar pælingar um þjóðernishyggju og tengsl við gamla tímann,“ segir Þórunn sem hyggst láta Berglindi kveða ljóð eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.