Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Golli „Við viljum að fólkið sem mætir fái rými til að móta þetta,“ segir Brynja um starf Laugargarðs. Samfélagslegi matjurtagarð-urinn Laugargarður verður íLaugardalnum annað sum- arið í röð en hann er við hlið Fjöl- skyldugarðsins. En hvernig tókst til í fyrra? „Við fengum fín viðbrögð og meiri athygli eftir því sem leið á sumarið. Það tók tíma að fá at- hygli,“ segir Brynja Þóra Guðna- dóttir, umsjónarmaður garðsins. Hún segir að aðstandendur verk- efnisins hafi fengið að vita um stað- setningu garðsins í byrjun júní og það hafi verið heldur seint. „Ef það á að koma svona sam- félagslegu verkefni í gang þarf að gera það með fólkinu og við höfðum ekki tækifæri til þess. Í fyrra gekk þetta mikið út á rannsóknir og við- töl, að halda viðburði og vera sýni- leg. Sífellt fleira fólk mætti og í lok sumars vorum við með bænda- markað sem áreiðanlega um 300 manns mættu á.“ Hvernig sérðu sumarið fyrir þér núna? „Núna sé ég fyrir mér að við náum að mynda kjarnahóp, sem er til í að taka þetta lengra, skipu- leggja sumarið og næstu skref, hvernig garðurinn getur þróast áfram.“ Stendur og fellur með fólkinu Í fyrra var verkefnið styrkt af Ný- sköpunarmiðstöð en svo er ekki lengur. „Garðurinn stendur og fell- ur með fólkinu sem tekur þátt. Við vitum að þetta tekur tíma og við sem stóðum að þessu í fyrra erum með eldmóð fyrir borgarbúskap og því að þetta takist. Svo dæmið virki þarf að hafa einhvern sem heldur utan um hlutina. Við fundum það í fyrra að í byrjun var borgin skept- ísk en í lok sumars mjög ánægð og kannski er hún tilbúin að veita okk- ur meiri aðstöðu núna.“ Allir mega taka þátt í starfi garðsins. „Það verður reglulega fólk í garðinum þannig að það er hægt að hoppa inn til að vera með.“ Dalheimar verða með Brynja er spennt fyrir því að frí- stundaheimilið Dalheimar ætli að taka þátt í starfinu í sumar. „Mér finnst það æðislegt. Okkur langar að fá skólana og leikskólana með okkur og skoðuðum þetta í fyrra. Dalheimar eru með græna stefnu og langar að fara að rækta og nýta svæðið þarna í kring,“ segir hún en skólar starfa ekki á sumrin svo frístundaheimili er góður kostur til að ná til fjölskyldna í hverfinu. „Þarna myndast vonandi tenging við hverfisbúana í leiðinni,“ segir Brynja og bætir við að þetta sé í raun ný tegund af skólagörðum. Stuðningurinn er samt meiri en að vera sjálfur með einn lítinn reit. „Hugmyndin með þessu er að þetta sé ræktunarsamfélag þar sem við miðlum þekkingu, um það hvernig sé best að rækta. Ég var sjálf alltaf í skólagörðunum, ræktaði rófur og kartöflur og einhver blóm til að skreyta. Núna er komin heildrænni pæling í ræktun. Það er hægt að gera ýmislegt til að efla ræktun á Íslandi, til dæmis að blanda saman plöntum sem vinna saman og hugsa garðinn meira heildrænt þannig að þetta verði í rauninni minni vinna á endanum,“ segir hún. Þekking og stuðningur Þeir sem heimsóttu garðinn síðasta sumar hafa áreiðanlega séð að þarna væri eitthvað öðruvísi á ferð- inni. Til dæmis var ræktað upp á við í alls kyns heimagerðum ílátum. Í Laugargarði er því hægt að nálg- ast ýmsa þekkingu, sem er hvetj- andi við ræktunina. Brynja segir að fólk á Íslandi gefist fyrst og fremst upp á ræktun út af veðrinu og líka út af því að það hafi ekki stuðning og þekkingu. „Hér er hægt að læra ýmislegt og taka með sér þekkingu heim sem er líka hluti af hugmyndafræði Laugargarðs.“ Ekki er búið að skipuleggja í þaula hvernig samstarfið við Dal- heima verður eða aðra íbúa í hverfinu því þetta fer fyrst og fremst eftir áhuga og framlagi hvers og eins. „Við leyfum þessu að þróast. Við viljum ekki skipu- leggja of mikið. Við viljum að fólk- ið sem mætir fái rými til að móta þetta.“ Sumir mæta kannski í garðinn vegna þess að þeir hafa sjálfir ekki pláss til að rækta heima hjá sér en aðrir eru bæði í görðunum heima og mæta í Laugargarð til að fá fé- lagsskap. Hún segir garðyrkju skemmti- lega fyrir alla fjölskylduna til að stunda saman. „Mér fannst æð- islegt að vera svona mikið með syni mínum í garðinum í fyrra.“ BORGARBÚSKAPUR Í LAUGARDALNUM 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Fjölskyldan Hönd í hönd (hondihond.is) stendur reglulega fyrir fæðingarundirbún-ingsnámskeiðum fyrir pör. Farið er yfir einfaldar slökunaræfingar og góð- ar stellingar og stöður. Til dæmis er farið yfir hvernig er hægt að nota re- bozo-sjal til slökunar. Næsta námskeið er laugardaginn 23. maí frá 12-15. Fæðingin undirbúin Vistræktarvinnustofa Laug- argarðs verður haldin núna um helgina í samstarfi við frístunda- heimilið Dalheima. Markmiðið með vinnustofunni er að koma af stað starfsemi fyr- ir sumarið, skipuleggja fyrstu skrefin í ræktuninni og gera framtíðaráætlanir. Á vistræktarvinnustofunni verður hugmyndafræði vistrækt- ar kynnt, skoðaðar verða ýmsar ræktunarlausnir og ýmsum hug- myndum velt upp um heildræna hönnun á garði. Brynja Þóra Guðnadóttir, um- sjónarmaður Laugargarðs, Guð- rún Hulda Pálsdóttir og Sigurður Unuson standa að vinnustofunni. Sigurður og Guðrún stýra fræðsluþætti stofunnar. Þau eru vistræktendur, eru með PCD gráðu í vistrækt og hafa meðal annars numið vistrækt á Írlandi. Lilja Sigrún Jónsdóttir, stofnandi fyrstu grenndargarða í Reykja- vík, mun halda stutt erindi um þau jákvæðu áhrif og þann hvatningamátt sem gott grennd- arsamfélag hefur á ræktendur. Á laugardag verður kynning á starfsemi Laugargarðs síðasta sumar og fræðsla um vistrækt. Eftir fræðslu og umræður koma þátttakendur með tillögur að hönnun Laugargarðs sem verða kynntar í lok fyrsta dags. Á sunnudaginn verður farið út í Laugargarð og grunnur lagður að ræktun sumarsins. „Á nám- skeiðinu verðum við með for- sánar plöntur en við hvetjum þá sem hafa áhuga á að taka þátt í Laugargarði að byrja að forsá og koma með plöntur til að setja niður,“ segir í tilkynningu. Fyrri daginn verða veitingar í boði. Námskeiðið kostar ekkert en frjáls framlög eru vel þegin og mun ágóðinn renna í uppbygg- ingu Laugargarðs. Námskeiðið verður haldið á Holtavegi 32, laugardag milli 10 og 16 og sunnudag milli 10 og 14. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Laugargarðs. VISTRÆKTARVINNUSTOFA UM HELGINA Fyrstu skrefin og heildræn hönnun Úlfur sonur Brynju í að störfum í garðinum í fyrra. Brynja er byrjuð að undirbúa rækt- unarsumarið í glugganum heima. Ýmis heimagerð ílát voru notuð til ræktunar eins og þetta úr pallettum. Ný tegund af skólagörðum BRYNJA ÞÓRA GUÐNADÓTTIR SEGIR GARÐYRKJU VERA GÓÐA FYRIR FJÖLSKYLDUNA TIL AÐ STUNDA SAMAN. HÚN ER UMSJÓNARMAÐUR SAMFÉLAGSREKNA MATJURTAGARÐSINS LAUGARGARÐS Í LAUGARDALNUM SEM ER NÚ STARFRÆKTUR Í ANNAÐ SINN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Hér er hægt aðlæra ýmislegt ogtaka með sér þekk- ingu heim sem er líka hluti af hugmynda- fræði Laugargarðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.