Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Vinsælt að gifta sig á Íslandi Ég set mér þá vinnureglu aðhafa ekki fleiri en eitt brúð-kaup á dag, svo að stemn- ingin verði ekki eins og í Las Ve- gas. Ef ekki er haldið í hátíðleikann í kringum athöfnina er hætta á því að þetta verði eins konar færiband,“ segir séra Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur í Staðastað- arprestakalli, sem Búðakirkja til- heyrir. Hægt sé að halda þrjú til fjögur brúðkaup á dag en þannig vilji hann ekki vinna, og þurfi hann því vikulega að hliðra til brúð- kaupum. Hann segist finna fyrir gríðarlegri fjölgun erlendra ferða- manna sem koma til Íslands til að ganga í hjónaband, og annasömustu mánuðina, sem ná frá júlí til og með október, komi hann til með að gifta á nánast hverjum degi. Bókanir hafa þegar borist til ársins 2017. Kristján Valur Ingólfsson, vígslu- biskup Skálholtsumdæmis, tekur í sama streng og segir mikla ásókn í að ganga í hjónaband hér á landi, víðar en á Snæfellsnesi. „Það er al- veg ljóst að þeim fjölgar sem koma hingað til lands að láta gifta sig, bæði kirkjulega og borgaralega. Það hefur fjölgað mikið síðustu tíu árin en verulega mikið síðustu fimm ár- in.“ Sýslumaðurinn á Vesturlandi staðfestir að mikið sé um hjóna- vígslur ferðamanna á svæðinu. Það sem af er ári hafi útgáfa könnunar- vottorða vegna giftinga á Snæfells- nesi verið mjög mikil, en embættið gefur út slík vottorð þegar a.m.k. annar aðilinn er ekki hérlendur rík- isborgari. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir hjá embættinu, né hjá Hagstofu. Upplifa sig ein í heiminum „Á Snæfellsnesi ertu með nánast allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þú ert með jökulinn, hraunið, hvíta og svarta strönd, dásamlegar fjallalengjur, fossa og fleira til,“ segir Páll. Hann segir að síðan hann byrjaði að vinna fyrir vestan fyrir rúmu ári hafi fjöldi ferðamanna sem hann giftir meira en tvöfaldast. „Fyrsta árið var ég með fjörutíu og núna er ég með fleiri en áttatíu brúðkaup bókuð, og það í maí. Það átta sig ekki allir á að lang- fæstir ferðamenn sem koma til landsins gera sér ferð út á Snæ- fellsnes, þannig að þegar fólk kem- ur hingað til að gifta sig upplifa hjónin sig næstum því ein í heim- inum.“ Meðal fleiri vinsælla áfangastaða nefnir Páll Skógafoss, Seljafoss, Þingvelli og Þórsmörk. Margföldunaráhrif internetsins Á alnetinu má finna ófáa lista yfir rómantískustu áfangastaði heims. „Snæfellsnes var valið einn af tíu rómantískustu stöðum til að gifta sig á í heiminum, þetta var einhver erlendur listi sem ég frétti af.“ Meðal erlendra fjölmiðla sem hafa bent á Snæfellsnes sem rómantískan áfangastað er The Guardian, og er Búðakirkja þá sér- staklega nefnd. „Síðan spila marg- földunaráhrif internetsins gríðar- legan þátt í þessu. Það þarf ekki nema tvö eða þrjú brúðkaup á svona framandi stað og myndir af þeim á netið. Svo flettir ef til vill einhver upp „spennandi brúðkaup“ eða einhverju þess háttar og fær á skjáinn myndir af norðurljósum frá Búðum. Þannig vindur þetta upp á sig.“ Páll segir flesta erlenda ferða- menn sem gifta sig í Búðakirkju vera úr röðum Breta, Bandaríkja- manna og Kínverja. Hagstæðara að gifta sig á Íslandi Samkvæmt áðurnefndum lista The Guardian kosta brúðkaup á Bret- landi um 21 þúsund pund að meðal- tali, eða rúmar 4,8 milljónir ís- lenskra króna. „Verðlagið hérlendis skemmir heldur ekki fyrir. Fólk getur boðið allri fjölskyldunni sinni til Íslands og leigt Hótel Búðir yfir eina helgi en borgað samt töluvert minna en í heimalandi sínu,“ segir Páll. „Síðan finnst fólki kannski spenn- andi að geta gift sig í hvaða kirkju sem er, þar sem í Bretlandi, til dæmis, má bara gifta sig á ákveðnum brúðkaupsstöðum.“ Náin athöfn og eigin heit Páll segir skemmtilegt að taka eftir ólíkum venjum Íslendinga og er- lendra ferðamanna þegar kemur að hjónavígslum. „Mér finnst mjög skemmtileg sú hefð, sem er víða erlendis, að fara með sín eigin heit, en ekki bara svara spurningum prestsins. Oft er líka engin áhersla á tónlist, heldur meiri áhersla á upplifun þeirra tveggja, sem gerir þetta svo náið.“ Brúðkaupsþjónusta á Íslandi getur verið hagstæður kostur. Ljósmyndir/Úr einkasafni PRESTAR FINNA FYRIR GRÍÐARLEGRI AUKNINGU Á ÞVÍ HVERSU MARGIR ERLENDIR FERÐAMENN KJÓSA AÐ LÁTA GIFTA SIG Á ÍSLANDI. BÚÐAKIRKJA Á SNÆFELLSNESI ER SÉRSTAKLEGA VINSÆLL KOSTUR, EN KIRKJUNNI HAFA ÞEGAR BORIST BÓKANIR FRAM TIL ÁRSINS 2017. Lukkuleg. Hjónum finnst mikil upp- lifun að gifta sig á Snæfellsnesi. „Ég komst að því sjálf þegar ég var að gifta mig að það er rosalegt púsluspil að raða sam- an öllu sem þarf til að halda brúðkaup. Þegar mér varð hugsað til ferðamanna sem hingað koma hugsaði ég að þetta hlyti að vera ennþá flókn- ara fyrir þá,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, eiginkona Páls, sem rekur vefinn Wedding.is. Eftir að þau hjónin fluttu vestur á Snæfellsnes hafi Páli borist fjölmargar fyrirspurnir um blómsala, tónlistarmenn og fleira. „Það er náttúruelga langt utan míns verksviðs,“ Segir Páll. „Síðan ég tók við vefnum um áramótin hef ég tekið þá stefnu að breyta síðunni í upplýs- ingaveitu um allt mögulegt sem viðkemur brúðkaupum á Ís- landi,“ segir Karen, og segir fyrirspurnum hafa fjölgað mikið síðan þá. „Mörg fyrirtæki hafa til dæm- is engar upplýsingar um sína starfsemi á ensku. Síðan vita ekki allir um Þjóðkirkjuna, sýslumann eða alla þá papp- írsvinnu sem þarf að vinna í kringum brúðkaupið. Þetta get- ur orðið ruglingslegt.“ Vildu Búðakirkju á Instagram Karen segir ólíkt hvað brúð- hjónin vilji hjálp við hverju sinni. „Núna er ég til dæmis að hjálpa brúðhjónum sem vilja halda sérstakt Instagram- brúðkaup. Þá eru hjónin með mjög marga áskrifendur á In- stagram og birta ævintýramynd- ir af sjálfum sér hér og þar í heiminum. Þau vildu endilega hafa myndir úr litlu svörtu kirkjunni á Búðum á Instagram- síðunni sinni og auðvitað reyn- um við að hjálpa þeim með það.“ Karen segir marga sem leita til sín hafa frétt af Búða- kirkju í gegnum samfélagsmiðla á borð við Instagram. Litla svarta kirkjan að Búðum hefur slegið í gegn á alnetinu. Púsluspil að halda brúðkaup * Búðakirkja er vinsæl hjá erlendum gestum sem vilja látagifta sig hér á landi. Þar fer fram hjónavígsla á hverjumeinasta degi vikunnar í allt sumar og fram á haust. ÞjóðmálMATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.