Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 17
Kallað hefur verið eftir meirifjölbreytni leikfanga meðherferðinni „Toy Like Me“ eða „Dúkka eins og ég“. Aðstand- endur hennar tóku eftir því að ekki eitt einasta leikfang var í hjólastól, eða með heyrnartæki, gekk við staf eða var með nokkra aðra fötlun. Í Bretlandi fékk átakið góðar undirtektir en þar eru 770.000 börn með fötlun af einhverju tagi og um 150 milljón börn á heims- vísu. Nauðsynlegt þykir fyrir þenn- an hóp að hafa leikföng sem end- urspegla þeirra veruleika og sömuleiðis gera fötlun að eðlilegum hlut sem þarf ekki að fela. Rebecca Atkinson er ein þeirra sem standa að herferðinni. Henni fannst leikfangafyrirtækin mis- muna börnum og hafði samband við tvær vinkonur sem eiga börn með fötlun. Þær stofnuðu Face- book-síðu og fóru á Twitter og byrjuðu að nota #toylikeme. Þær báðu fólk um að taka myndir af dúkkum og dóti sem sýndu fötlun á jákvæðan hátt. Þær fóru sjálfar að breyta leikföngum barna sinna á sama hátt og settu á netið. Minni leikfangaframleiðendur hafa tekið við sér og svarað kalli herferðarinnar. Arklu, skapari Lot- tie-dúkkanna, framleiðir 25% þeirra með gleraugu og hefur fall- ist á að leita leiða til að láta nýjar dúkkur vera fulltrúa fjölbreyttari hópa. Atkinson spyr í grein sinni í Gu- ardian: „Hvað með stóru nöfnin í leikfangaiðnaðinum, Lego, Mattel, Playmobil? Við erum búin að senda þeim Twitter-skilaboð, við erum búin að tagga þau, tala um þau og bjóða þeim til leiks. En þau eru ekki enn komin um borð.“ Þrívíddarprentaðir fylgihlutir Makies, sem framleiðir þrívíddar- prentuð leikföng, hefur hafið fram- leiðslu á fylgihlutum sem fatlað fólk getur þurft á að halda, aðeins tveim- ur vikum eftir að Atkinson og fé- lagar höfðu samband við fyrirtækið. Makies segist hafa tekið áskor- uninni og farið að framleiða dúkk- ur sem ganga við staf, eru með heyrnartæki og valbrá. „Við frestuðum öðrum hlutum til þess að fara að hanna heyrnartæki, göngustafi og prófa okkur áfram með að gera valbrá framan í dúkk- urnar,“ segir fyrirtækið á vefsíðu sinni, en það er líka að vinna að gerð leikfangahjólastóls. Fyrirtækið skorar á Twitter á Mattel, Hasbro & MGA að fylgja í kjölfarið. Þrívíddarprentunin er ástæða þess að Makies getur brugðist svona hratt við. Dúkkurnar þeirra eru líka framleiddar eftir pöntun og hefur fyrirtækið fengið fjölda fyr- irspurna frá fólki sem vill eignast dúkkur með sömu fötlun og barn þess og brugðist vel við þeim öllum. Það skoðar allt og virðist fjölbreyti- leikinn því ætla að verða meiri í þessum heimi, í það minnsta ef þró- unin heldur svona áfram. 150 MILLJÓN BÖRN MEÐ FÖTLUN AF EINHVERJU TAGI „Dúkka eins og ég“ Leikföng sem aðstandendur herferðarinnar breyttu til að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins. Mynd/BethMoseleyPhotography.co.uk KALLAÐ ER EFTIR FJÖLBREYTNI Í LEIKFANGAHEIMINUM OG HAFA SUM LEIKFANGAFYRIRTÆKI BRUGÐIST VIÐ OG FRAM- LEIÐA NÚ DÚKKUR MEÐ FÖTLUN AF EINHVERJU TAGI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dúkkur frá Ma- kies ganga við staf, eru með heyrn- artæki og valbrá. Mynd/Makies Hoppukastalar hafa mikið aðdrátt- arafl fyrir börn. Morgunblaðið/Árni Torfason Carole Middleton, móðir Kate, birti nýlega fyrsta dálk sinn sem hún skrifar fyrir tímaritið Little London. Hún skrifar þar um barnaafmæli, efni sem hún ætti að vita eitthvað um. Hún rekur nefnilega fyrirtæki, með eiginmanni sínum, Michael, sem selur allt mögulegt tengt veislum. Í þessum nýja pistli gefur hún nokk- ur ráð um hvernig eigi að halda barna- afmæli sem allir verði ánægðir með: ● Vertu með afmælið úti. Það er frá- bært að fara í allskyns íþróttaleiki, ekkert er betra til að brenna upp alla þessa orku. ● Ekki hræðast að gera þetta svolít- ið flott, hoppukastalar hafa alveg sérstakt aðdráttarafl fyrir börn. ● Ekki reyna að finna upp hjólið. Kakan ætti að vera miðpunktur veislunnar. Víst er að margir muni hlýða ráð- um hennar enda er hún prinsa- og prinsessuamma. Það er hins vegar eftir að koma í ljós hvort Elísabetu drottningu þyki hoppukastalar passa vel við hlið hefðbundinna kastala. AFMÆLISVEISLUR BARNA Veisluráð Middleton 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Leikhópurinn Lotta kíkir í heimsókn á Kexið sunnudaginn 24. maí klukkan 13 með brot úr glænýju verki. Sýning sumarsins er Litla gula hænan, blanda að hætti Lottu úr samnefndu ævintýri og Jóa og baunagrasinu. Verkið verður frumsýnt 27. maí í Elliðaárdalnum. Litla gula hænan að hætti Lottu*Brosið er stysta leiðin millimanna. Victor Borge Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. KEFLAVÍK-FYLKIR Á NETTÓVELLINUM 25. MAÍ KL. 19:15 Fyrstu 50 áskrifendurnir fá tvo miða á leikinn. Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA MOGGAKLÚBBURINN BÝÐUR Á VÖLLINN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.