Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 33
mauk, þessu blandað sam- an og kryddað til með sjáv- arsalti og pipar. Hitið olíuna í stórri pönnu/ potti, blandið saman lauk og salti í olíuna og mýkið á miðl- ungshita í olíunni í um 10 mín eða þar til laukurinn hefur tek- ið gylltan lit. Bætið þá við hvít- lauk og cuminfræjum og eldið áfram í um tvær mín. Bætið þá saman við rauðrófunum og kartöflunni og blandið vel sam- an á pönnunni. Hellið þá vatn- inu á pönnuna og látið sjóða varlega í ca. 15 mín eða þar til rauðrófurnar og kartaflan eru mjúkar. Hellið þá öllu í matvinnsluvél, það gæti þurft að gera það í tveim skömmtum, og maukið þar til mjúkt og slétt. Hellið þá aftur á pönnuna og setjið rauð- vínsedikið saman við ásamt helmingnum af steinseljunni og kryddið með salti og pipar. Ef súpan er sýrumikil er gott að bæta við salti. Setjið í skálar og setjið tólf matskeiðar af jógúrt- blöndunni ofan á súpuna ásamt steinseljunni og nokkrum drop- um af góðri ólívuolíu. Polina Gagarina er mikil stjarna í heimalandinu og er ekki að- eins fræg sem söngkona heldur líka sem leikkona. Ekki er ólík- legt að hún borði mikið af rauðrófum þar sem hún hefur sérstaklega heilbrigt og fallegt útlit og henni til heiðurs er birt hér uppskrift að rauðrófusúpu. Súpan er frá vinotek.is og gefa cuminfræin henni öðruvísi blæ. 4 tsk. ólívuolía ½ stór laukur 2 hvítlauksrif 1 góð tsk. cuminfræ 1 kg rauðrófur, skornar í teninga 1 stór kartafla, skorin í ten- inga 1,25 lítrar vatn 3 tsk. úrvals rauðvínsedik (einnig er hægt að nota rauðvín blandað með góðu balsamic ) 1 lúka steinselja, helst flöt og gróft skorin JÓGÚRTBLANDA 100 g grísk jógúrt þynnt með mjólk og eitt hvít- lauksrif pressað með hnífs- blaði þannig að úr verði Rauðrófusúpa með cumin Polina Gagarina vakti mikla athygli á fyrra undanúrslitakvöldinu. AFP RÚSSLAND Ljósmynd/vinotek.is 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 AFP Sænskar pönnukökur Svava Gunnarsdóttir er með hið skemmtilega matarblogg ljufmeti.com og hún leyfði blaðinu að fá uppskrift að sænskum pönnukökum til heiðurs hinum sykursæta Måns Zelmerlöw. Måns er fjölhæfur; fyrir utan að vera vinsæll tónlistarmaður vann hann Let’s Dance í heimalandinu, hann hefur farið með aðal- hlutverk í Grease og Rómeó og Júlíu og stjórnað sjónvarpsþáttum. Sænskar pönnukökur eru þykkari en ís- lenskar og segir Svava auðveldara að steikja þær. „Ég virðist svakalega flink þegar ég sný þeim, með að henda þeim í loftið og grípa aft- ur með pönnukökupönnunni en það er þó ástæða fyrir þeim stælum. Ég næ ómögulega að snúa þeim öðruvísi án þess að rífa þær með spaðanum! Það er svo einfalt að gera þetta svona, þegar pönnukakan er orðin laus frá pönnunni þá er tímabært að snúa henni. Þegar seinni hliðin losnar þá er pönnukakan tilbúin,“ skrifar Svava á bloggið. Pönnukök- urnar eru þá brotnar saman og bornar fram með sultu og rjóma.Uppskriftin kemur upp- runalega frá Kokaihop. 2,5 dl hveiti 1/2 tsk salt smá vanillusykur 6 dl mjólk 4 egg 1 msk sýrður rjómi 3 msk smjör til að steikja upp úr (Svava notar mun meira) Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið mjólk og sýrðum rjóma saman við og hrærið vel saman. Hrærið að lokum eggjunum í blönd- una. Steikið upp úr smjöri. Måns Zelmer- löw er söngvari og leikari. SVÍÞJÓÐ Ljósmynd/Ljúfmeti og lekkerheit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.