Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 57
„Ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að tónflytja bassalínuna upp um áttund og láta konu syngja þetta. Ég var með eiginleika bassasöngvarans í huga þegar ég samdi verkið,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir um verkið KOK sem samið var við samnefnda ljóðabók. Morgunblaðið/Árni Sæberg 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna Saga – Þegar myndir tala á morgun, sunnudag kl. 14. Á sýning- unni eru verk fjölda íslenskra sam- tímamyndlistarmanna auk nokkurra erlendra, er endurspegla frásagnar- þáttinn í íslenskri sjónmenningu. 2 Anna Júlía Friðbjörnsdóttir verður með sýningarstjóra- spjall um sýninguna Formið endurheimt í i8 í dag, laug- ardag, kl. 14. Á sýningunni er teflt saman verkum þriggja listamanna, þeirra Alexöndru Navratil, Erin Shir- reff og Löru Viana, sem eiga það sam- eiginlegt að byggja á uppbroti og end- urbyggingu arkíva og minninga. 4 Tvíeykið Plaiper heldur djasstónleika í Tjarnarbíói á morgun, sunnudag, kl. 18.30 og er aðgangur ókeypis. Hljómsveitarmeðlimir lýsa tónlist sinni sem spuna, slapstick-gríni og „free jazz“, en þeir leika órafmagnað. Þeir hyggja á útgáfu fyrstu plötu sinn- ar síðar á þessu ári. 5 Jo Strømgren Kompani sýnir Eldhúsið í Tjarnarbíói í dag, laugardaginn, kl. 14. Verkið segir frá eldri manni og lítilli stelpu sem finna autt hús sem þau vilja bæði búa í og upphefst þá galsa- fullur leikur um það hver á réttinn til að búa í húsinu. Geta þau mögulega búið þar bæði? Með hlutverk manns- ins fer Ívar Sverrisson. Sýningin hentar fyrir aldurinn 5-12 ára. 3 Listasafn Árnesinga býður til umræðudagskár í dag, laug- ardag, milli kl. 13.00-14.30. Í pallborði verða Árni Blandon, kennari við FSU, Ólöf K. Sigurð- ardóttir listfræðingur og Sirra Sigrún Sigurðardóttir myndlistarmaður, en útgangspunktur umræðnanna er sýn- ing hennar sem nefnist Geymar. MÆLT MEÐ 1 mest fyrir sjálfan mig. Mér finnst gaman að fjölbreytninni og svo er það ákveðin áskorun að fást við eitthvað sem gerir kröfur.“ Í ljósi þess að ljóðmælandinn í ljóðabókinni KOK virðist kvenkyns liggur beint við að spyrja hvernig Kristinn nálgist það. „Ég set ekki á mig hárkollu,“ segir Kristinn kíminn. „Ég reyni að sneiða hjá þessu, því óhugnað- urinn getur alveg eins verið í körlum og kon- um. Efnið er það abstrakt að kyn ljóðmæl- anda truflar mig ekki neitt. Þegar ég er farinn af stað þá eru það fyrst og fremst til- finningarnar í textanum sem ráða för.“ Syngur í fyrsta sinn við hörpuleik Kristinn syngur í tveimur tónverkum eftir John Speight, annars vegar frumflytur hann nýja gerð af Cantus IV við sjö ljóð eftir Þorstein frá Hamri og hins vegar flytur hann Gesänge des Harfners við ljóð eftir Goethe. „Cantus IV söng ég fyrir nokkrum árum með Jónasi Ingimund- arsyni, þá útfært fyrir píanó og bassa og til- einkað okkur Jónasi. Í millitíðinni er John bú- inn að umrita verkið fyrir strengjasveit og hörpu, sem gefur verkinu allt annað yfirbragð,“ segir Kristinn og tekur fram að stórkostlegt sé að fá tækifæri til að koma aftur að verkinu. „Þetta er afskaplega fallegt verk og dramatískt á köflum. Þetta er mjög tilfinningaríkt verk.“ Kristinn lýsir lögunum þremur sem John samdi við Gesänge des Harfners eftir Goethe sem innhverfum og fallegum. „Lögin þrjú eru nánast eins og maður sé að tala við sjálfan sig,“ segir Kristinn og tekur fram að þetta verði í fyrsta sinn sem hann syngi lög aðeins við hörpuundirleik. „Báðar tónsmíðarnar bera mjög sterk ein- kenni tónskáldsins. John kann þá list að skrifa fyrir söngvara, enda söngvari sjálfur. Ég söng nokkrum sinnum með honum á sviði í denn og hann er stórskemmtilegur söngvari og jafn- skemmtilegur leikari.“ Spurður hvað sé framundan hjá honum nefnir Kristinn afmælistónleika í Hofi á Ak- ureyri 6. júní nk. til heiðurs Jóni Hlöðveri Ás- kelssyni tónskáldi. „Þar mun ég frumflytja tólf lög eftir Jón Hlöðver við undurfalleg ljóð Böðvars Guðmundssonar. Það er eitt ljóð og lag fyrir hvern mánuð í árinu. Þetta er afskaplega skemmtilegt viðfangsefni og mjög nútímaleg músík þar sem söngurinn hefur ekki alltaf mikinn stuðning frá píanóinu,“ seg- ir Kristinn og tekur fram að hann komist í langþráð sumarfrí að tónleikum loknum. „Í haust verð ég síðan í hlutverki yfirdóm- ara rannsóknarréttarins í Don Carlo eftir Verdi í Hamborg í haust og syng þá hlut- verkið í fyrsta sinn á frönsku. Eftir áramót syng ég, í Hamborg líka, Melchtal í William Tell eftir Rossini. Einnig er á döfinni mánaðar tónleikaferðalag um Evrópu með Sinfón- íuhljómsveitinni í Houston.“ * Ég reyni mitt bestatil að magna uppþennan óhugnað. Tónskáldið John Speight hóf feril sinn sem söngvari og þekkir því mannsröddina vel. Morgunblaðið/RAX Jakobínu Sigurðardóttur með aðstoð hljóð- færisins. Tónleikarnir verða endurteknir sunnudaginn 7. júní kl. 14 og 16. Innt eftir því hvað sé framundan hjá sér segist Þórunn munu taka þátt í Cycle music and art festival sem fram fer hérlendis dag- ana 13.-16. ágúst. „Þetta er hátíð sem varð til sem afsprengi af Tónlistarhátíð unga fólksins sem ávallt er haldin í ágúst. Ég verð þar með nýtt verk fyrir Adapter Ensemble. Síðan er- um við Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari að vinna saman auk þess sem ég er í Jaðarber- hópnum, en lokatónleikar starfsársins verða í Hafnarborg mánudaginn 8. júní til heiðurs tónskáldinu Charles Ross sem fagnaði fimm- tugsafmæli sínu fyrr í ár,“ segir Þórunn og ljóstrar upp um spennandi verkefni á kom- andi ári. „Fyrr í vikunni var mér tilkynnt að ég hefði verið valin til þátttöku í Yrkju- verkefninu ásamt þeim Halldóri Smárasyni og Gunnari Karel Mássyni,“ segir Þórunn en þar er um að ræða tónskáldasmiðju á vegum Tón- verkamiðstöðvar og Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands undir forystu Daníels Bjarnasonar. „Vinnan byrjar í september og nær út vet- urinn, en við munum öll semja ný verk fyrir Sinfóníuna sem flutt verða að ári ásamt því að fá aðstoð við að koma okkur á framfæri sem tónskáld.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.