Fréttablaðið - 09.07.2015, Side 24

Fréttablaðið - 09.07.2015, Side 24
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BERG GUNNARSSON prentari, Skessugili 21, Akureyri, lést 17. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan þakkar þann mikla hlýhug sem henni hefur verið sýndur vegna andláts Gunnars og Ástu eiginkonu hans er lést fyrir þremur mánuðum. Gunnar Berg Gunnarsson Elín Björg Ingólfsdóttir Björn Berg Gunnarsson Zhanna Suprun barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓR VIGNIR STEINGRÍMSSON fv. yfirvélstjóri hjá Landhelgisgæslunni, Hlíðarhúsum 3, áður Arahólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 12. júní. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 15.00. Kristín Þórsdóttir Rannveig Þórsdóttir Þorsteinn Ólafs Lára Kristjánsdóttir Ólafur Kristinn Ólafs Soffía G. Jóhannesdóttir Andri Már Bjarnason Daníel Þór Valdimarsson, Rebekka Rún Hjartardóttir Þór Steinar Ólafs, Björg Magnea Ólafs, Kristján Már Ólafs Halldóra Sigurlaug Ólafs, Magnea Jónína Ólafs og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGÞÓR PÉTURSSON Kotárgerði 15, sem lést 4. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Colleen Mary Pétursson Katrín Mary Sigþórsd. Faulkes Anna Sigþórsdóttir Coughlin Okkar ástkæra ARNDÍS HANNESDÓTTIR Álftamýri 32, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Fjölskylda hinnar látnu. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG ERLINGSDÓTTIR frá Ásbyrgi, Lundi 1, Kópavogi, lést á heimili sínu þann 6. júlí. Jarðarför verður auglýst síðar. Sigrún Jónasdóttir Björn E. Johannessen Helga Jónasdóttir Tómas Þór Tómasson Jón Erlingur Jónasson Védís Jónsdóttir Úlfhildur Jónasdóttir Þorsteinn S. Karlsson og barnabörn. Kær frændi okkar og vinur, BJARNI VALTÝR GUÐJÓNSSON organisti frá Svarfhóli á Mýrum, er látinn. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 11. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður á Ökrum. Fyrir hönd aðstandenda, Þórólfur Árnason MERKISATBURÐIR 1357 Hornsteinn er lagður að Karlsbrúnni í Prag. 1816 Argentína lýsir yfir sjálfstæði. 1916 Vopnaður enskur togari tekur farþegaskipið Flóru á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar með 100 farþega innanborðs og er því siglt til Bretlands. Farþegarnir voru sendir heim með öðru skipi síðar í sama mánuði. 1940 Mikið haglél í Hrunamannahreppi og stíflast lækir af aur- burði. 1946 Skemmtigarðurinn Tívolí í Reykjavík er opnaður. Þar eru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísarhjól og dans- pallur. 1976 Hitamet í Reykjavík, 24,3°C. 2011 Suður-Súdan fær sjálfstæði frá Súdan. Skemmtistaðnum Dolly verður lokað á sunnudag og í tilefni þess ætla aðstand- endur að halda kistulagningu í kvöld. Á morgun verður jarðarför og erfi- drykkjan er á laugardaginn. Alls munu 20 plötusnúðar þeyta skífum á staðnum um helgina. Húsið verður opnað fyrr en vanalega um helgina og mikið af til- boðum á barnum. Það munu eflaust margir sakna Dolly en hann var opnaður fyrir tæpum þremur árum og hefur alltaf verið vinsæll. Nú er þó komið að enda- lokum og munu nýir rekstraraðilar taka við og breyta staðnum. Eignar- haldið helst óbreytt. Þura Stína hefur verið rekstrarstjóri Dolly seinasta árið en hefur þó unnið þar frá upphafi. „Maður á auðvitað eftir að sakna Dolly en það sem kemur í framhald- inu í húsinu er mjög spennandi. Það er ekki hægt að segja frá því að svo stöddu. Ég er bara ánægðust með að húsið mun hýsa svipaða starfsemi og er núna í gangi sem er mikill léttir í ljósi þess sem hefur verið í gangi í nágrenninu.“ Það kom fram í vikunni að skemmti- staðirnir Húrra og Gaukurinn munu hugsanlega þurfa að víkja fyrir versl- unum fyrir ferðamenn. Húsið sem hýsir Dolly er gamalt en það stendur í Hafnarstrætinu á besta stað. Ýmis starfsemi hefur verið starfrækt í hús- inu seinustu ár. Breytingar fara strax af stað eftir lokun Dolly. Jón Gunnar Geirdal er einn af þeim sem koma að rekstri nýrr- ar starfsemi í húsinu. „Ég veit að þeir eru að stefna á að opna nýja staðinn í ágúst. En við ætlum að nýta helgina vel og við eigum von á fullt af fólki. Það verður tekið vel á móti öllum á þessari kveðjustund og það verður auðvitað frítt inn, eins og það hefur alltaf verið.“ gunnhildur@frettabladid.is Seinasta helgi Dolly haldin hátíðlega Skemmtistaðurinn Dolly skellir í lás á sunnudaginn og munu næstu dagar fara í það að halda upp á seinustu helgina. Alls munu 20 plötusnúðar spila og húsið verður opið lengur. ÞURA STÍNA Hefur unnið á Dolly frá upphafi, síðasta árið sem rekstrarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI Ég er bara ánægðust með að húsið mun hýsa svipaða starfsemi þar og er núna í gangi í ljósi þess sem hefur verið í gangi í nágrenninu. Mikill spenna var fyrir úrslita- leik Ítalíu og Frakklands á HM. Heimsmeistarakeppnin var haldin í Þýskalandi og úrslita- leikurinn fór fram á Ólympíu- leikvanginum í Berlín. Þetta var einnig seinasti leikur Zinedine Zidane sem var einn öflugasti leikmaður franska landsliðsins. Eins og frægt er var Zidane rekinn af velli eftir að hafa skallað ítalska leikmanninn Marco Materazzi í bringuna eftir að hann kallaði að honum blótsyrði. Því hefur verið haldið fram að Materazzi hafi kallað móður Zidane ljótum nöfnum og þess vegna hafi hann brugðist svona við. Móðir hans var mjög veik á þessum tíma og því hefur það verið viðkvæmt málefni. Eftir venjulegan uppbótar- tíma stóð leikurinn í 1-1. Ítalía sigraði í vítaspyrnukeppni 5-3. Sagt er að markvörður Ítala, Gianluigi Buffon, hafi bjargað leiknum með því að verja mjög margar erfiðar vítaspyrnur. Úrslitaleikurinn er talinn einn af þeim dramatískustu á síðari árum. ÞETTA GERÐIST: 9. JÚLÍ 2006 Ítalia sigraði Frakkland í úrslitaleik HM 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -5 D 0 C 1 7 5 7 -5 B D 0 1 7 5 7 -5 A 9 4 1 7 5 7 -5 9 5 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.