Fréttablaðið - 09.07.2015, Page 54
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
SUMARDRYKKURINN
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson
hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ
SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan
Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar
Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
„Mig hefur alltaf langað til að verða
módel, en fengið endalaus nei alls
staðar, svo það er mjög gaman að
vera í fyrsta sætinu,“ segir Aníta
Ingibjörg Davíðsdóttir, sem keppir
í norsku gleraugnafyrirsætukeppn-
inni Årets brillemodell 2015 og
vermir þar efsta sætið.
Er keppnin haldin í níunda skipt-
ið í ár, og er hún á vegum gler-
augnarisans Specsavers Optikk
þar í landi, sem heldur úti sjötíu
og fjórum gleraugnaverslunum um
gjörvallan Noreg.
„Ég var alveg í sjokki þegar ég
sá að ég var komin efst,“ útskýrir
Aníta Ingibjörg en hana grunar að
íslenskar kynsystur hennar hafi
haft þar mikil áhrif.
„Vinkona mín stakk upp á að
ég myndi deila þessu inn í hópinn
Beauty tips og sjá hvort þær væru
ekki til í að hjálpa mér að komast
ofarlega.“ Ekki stóð á viðbrögðum
því það næsta sem Aníta vissi var að
hún var komin á toppinn. Þess ber
að geta að hópurinn inniheldur hátt
í þrjátíu þúsund meðlimi. „Nú þarf
ég bara að halda mér þar og fá fólk
til að kjósa mig, en sú sem er næst á
eftir mér hefur tekið rosa kipp und-
anfarið,“ bendir hún á og er sérlega
ánægð með árangurinn. Aníta Ingi-
björg tók einnig þátt í fyrra en gekk
ekki nærri jafn vel.
Er til mikils að vinna, en sig-
urvegarinn hlýtur titilinn glæsi-
lega Gleraugnamódel ársins ásamt
myndatöku hjá einhverjum þekkt-
asta ljósmyndara Noregs, Lars
Evanger. Verða myndirnar birtar í
hinu nafntogaða tískutímariti Cost-
ume. Þá mun gleraugnamódelið
ferðast til Tansaníu í Afríku á næsta
ári þar sem viðkomandi mun beita
sér fyrir að mæla sjón innfæddra
og útvega svo gleraugu handa þeim
sem þurfa.
„Það yrði ofboðslega gaman, og
mig langar mikið að komast í það.
Svo held ég að sigurinn gæti opnað
fyrir mér dyr í fyrirsætubransan-
um, sem mig hefur alltaf langað að
vera partur af,“ bendir Aníta ein-
læg á.
Munu úrslitin kunngjörð þann
11. ágúst næstkomandi svo Aníta
óskar eftir stuðningi sem flestra til
að þessi draumur verði að veruleika.
Til að kjósa Anítu þarf að fara inn
á síðuna specsavers.no/brillemod-
ell2015.
gudrun@frettabladid.is
Ætlar að verða gler-
augnamódel Noregs
Aníta Ingibjörg Davíðsdóttir situr í fyrsta sæti í gleraugnafyrirsætukeppni
Noregs. Hún segist alveg steinhissa á velgengninni en ætlar sér að sigra.
GLÆSILEG Aníta hefur mikinn áhuga á fyrirsætustörfum og dauðlangar að verða gleraugnafyrirsæta Noregs 2015. MYND/AÐSEND
Vinkona mín stakk
upp á að ég myndi deila
þessu inn í hópinn Beauty
tips og sjá hvort þær
væru ekki til í að hjálpa
mér að komast ofarlega.
Sævar Karl Ólason, sem var um árabil einn
ástsælasti verslunarmaður miðbæjarins,
opnar myndlistasýningu í Norr11 í dag. Þetta
er í fyrsta skiptið sem Sævar setur upp sýn-
ingu inni í verslun.
„Þetta er engin venjuleg myndlistarsýn-
ing. Það er svolítið skemmtilegt að sjá verk-
in njóta sín eins og þau séu inni á heimili,“
segir Sævar sem nú er búsettur í München í
Þýskalandi þar sem hann sinnir myndlistinni
af fullum krafti.
„Ég og Erla konan mín seldum verslunina
okkar árið 2007 og eftir það sneri ég mér alveg
að myndlistinni. Þetta er alveg nýtt líf enda
hefur þetta alltaf verið ástríðan mín.“ Verk
Sævars hafa verið sýnd víðsvegar um Evrópu.
„Það er auðvitað mjög skemmtilegt og gríðar-
lega mikill heiður að fá að sýna verkin mín
svona víða. Þau voru á sýningu í Feneyjum í
maí og júní og þau verk fara síðan til München
í september þar sem þau verða sýnd í Gold-
berg Studios.“
Verkin á nýjustu sýningu Sævars eru öll í
abstraktstíl og mjög litrík. „Allt sem ég mála
kemur frá hjartanu. Þegar maður er að tjá sig
með listinni er ekki hægt að mála eitthvað sem
öllum líkar við. Þetta snýst fyrst og fremst um
það að mála það sem þig sjálfan langar.“ - gj
Nýtt líf eft ir að ég sneri mér að myndlistinni
Sævar Karl Ólason rak, ásamt konu sinni, verslun í miðbænum um árabil. Hann sneri sér að myndlistinni
eft ir að búðin var seld og nú hefur hann sett upp sýningu á Íslandi en hann er nýbúinn að sýna í Feneyjum.
MYNDLISTIN LENGI VERIÐ ÁSTRÍÐA Sævar Karl
hefur sýnt verk sín víðsvegar um Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
7. - 11. JÚLÍ Í FAXA
FENI 7
FYRSTUR
KEMUR
FYRSTUR
FÆR!
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN
FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200
VERSLAÐU Á
WWW.GÁP.IS
ALLT AÐ50%
AFSLÁTTUR
AÐEINS Í NOKKRA D
AGA!
GÁMA-
SALA
FULLUR GÁMUR AF
MONGOOSE HJÓLUM
SEM VIÐ ÞURFUM A
Ð LOSNA VIÐ - STR
AX!
SÖLUMENN OKKA
R VERÐA Í SAMNIN
GSSTUÐI!
„Mix. Jafn mikið íslenskt sumar og
pikknikk-stráin. Lengi vel trúði ég
að pabbi félaga míns hefði fundið
upp drykkinn en það reyndist lygi.“
Jóhann Alfreð Kristinsson, grínisti og
gleðigjafi
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
6
-3
9
B
C
1
7
5
6
-3
8
8
0
1
7
5
6
-3
7
4
4
1
7
5
6
-3
6
0
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K