Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 1

Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  136. tölublað  103. árgangur  BRESKIR HER- MENN FARAST Í KOLGRAFAFIRÐI 100 BRJÓSTAKERTI LOGA VERÐA FYRIR AÐKASTI OG HÓTUNUM GJÖRNINGUR HÖRPU OG ELÍNAR 40 JAFNRÉTTISMÁL Í DANMÖRKU 38ÍSLENSK HEIMILDARMYND 41 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðlenda Mikil uppbygging í ferðaþjón- ustu í Kerlingarfjöllum er fyrirhuguð.  „Hrunamannahreppur mun ekki fara í neinar framkvæmdir þarna á eigin vegum heldur semur við Fannborg um þau verkefni sem fé- lagið tekur að sér,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hruna- mannahrepps, en hreppurinn er að ganga frá lóðar- og verksamn- ingum við Fannborg vegna upp- byggingar ferðaþjónustu og há- lendismiðstöðvar í Kerlingar- fjöllum. Lóðarsamningurinn mun vera sá fyrsti sem sveitarfélag ger- ir vegna lóðar í þjóðlendu. Samn- ingurinn er háður samþykki for- sætisráðuneytisins. Sambærilegir samningar eru í bí- gerð hjá fleiri sveitarfélögum vegna afnota ferðaþjónustufyrir- tækja af þjóðlendum. »4 Hrunamenn semja um lóðarleigu í Kerlingarfjöllum Agnes Bragadóttir Benedikt Bóas Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um í gærkvöldi að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 1. júlí verkfallsaðgerðum einstakra aðildar- félaga Bandalags háskólamanna (BHM) og Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga (FÍH). Eftir átök á milli oddvita ríkis- stjórnarflokkanna um hvaða ráð- herra ætti að flytja frumvarpið varð niðurstaðan sú, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra sagði að Sigurður Ingi Jó- hannsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, myndi flytja frumvarpið á Alþingi. Frumvarpið verður sent þing- flokkum ríkisstjórnarflokkanna til umfjöllunar og er ráðgert að leggja það fram á Alþingi eins skjótt og unnt er. Þingfundur sem hefjast átti um hádegi hefur verið færður fram og hefst kl. 10. Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna voru settir inn í málið í gær. Í frumvarpinu er verkfallsaðgerð- um frestað til 1. júlí næstkomandi og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná samkomulagi á farsælan hátt, ella fari kjaradeilan í gerðardóm. Ástandið óþolandi Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi segir m.a. að ljóst sé að við óbreytt ástand verði ekki búið enda þyki sýnt að núverandi aðstæður skapi verulega ógn við öryggi sjúk- linga. „Í ljósi þeirra gagna sem Emb- ætti landlæknis hefur aflað sér frá heilbrigðisstofnunum og frá ein- stökum sjúklingum er ljóst að alvar- leiki málsins er mikill gagnvart ör- yggi sjúklinga. Í minnisblaði Embættis landlæknis til ríkisstjórn- arinnar segir: „Verkföllum verður að ljúka tafarlaust ef ekki á illa að fara. Það ástand sem hefur skapast er óþolandi og kemur til með að valda óbætanlegu tjóni fyrir fjölda sjúk- linga og skaða heilbrigðisþjónustuna bæði til skamms tíma og til lengri tíma litið. Stjórnvöld bera nú ábyrgð á því að ljúka þessu ástandi með ein- um eða öðrum hætti,““ segir í til- kynningunni. Þá segir einnig að deilan hafi valdið nokkrum atvinnugreinum miklu tjóni og að óbreytt ástand muni valda miklum skaða. „Verkfallsaðgerðir hjá sýslumannsembættum og dýra- læknum koma niður á réttindum ann- arra og hafa neikvæð áhrif á ráðstöf- un eigna, viðskipti og framleiðslu svo fátt eitt sé nefnt.“ Enginn ráðherra vildi tjá sig við fréttamenn þegar þeir komu út af ríkisstjórnarfundinum í gærkvöldi. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld standi frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inn í kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun sé ekki léttvæg. „Til grundvallar þeirri ákvörðun liggur það mat deiluaðila og ríkissáttasemjara að ekki séu for- sendur fyrir samningum eða frekari fundahöldum eins og málin standa nú og lausn sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til samninga.“ MLangt frá því að vera »22 Verkföllum frestað með lagasetningu  Sigurður Ingi flytur frumvarpið  Deilan til gerðardóms ef ekki semst fyrir 1. júlí Útflutningsverðmæti þorsks og ýsu af Íslandsmiðum gæti hækkað um allt að 16 milljarða kr. á næsta fiskveiðiári. Þá er miðað við að farið verði að ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í gær. Þetta er að því gefnu að markaðsverð og aðstæður haldist svipaðar og nú. Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskafli verði 239.000 tonn sem er aukning um 21.000 tonn. Þá verði leyft að veiða 36.400 tonn af ýsu sem er aukning um 6.000 tonn frá yfirstand- andi fiskveiðiári. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa áætlað að FOB-verðmæti þorskafurða geti aukist um rúmlega 14,8 milljarða kr. og að verðmæti ýsu- afurða geti aukist um tæplega 1,2 milljarða kr. á næsta fiskveiðiári. Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, segir stöðuna á nokkrum grunn- stofnum vera mjög góða. „Fréttirnar eru mjög jákvæðar og gefa tilefni til bjartsýni. Við vonum að þetta verði viðvarandi og aukningin verði meiri í framtíðinni,“ segir hann og bætir við að staða stofnana byggist á ábyrgum veiðum síðastliðinn áratug. »12 Verðmæti gæti aukist um 16 milljarða kr.  71 skaðabóta- krafa hefur verið gerð í ábyrgðar- tryggingu Reykjavíkur það sem af er ári sem er tæplega þre- földun frá fyrra ári, þegar kröf- urnar voru 24. Kröfurnar má rekja til slæms ástands vega innan borgarmarka og segir Hjálmar Sveinsson, for- maður skipulagsnefndar, að vitað sé að vegirnir séu ekki í nógu góðu lagi. „Unnið er að því að auka fjár- magn og að bæta ástand vega.“ Skaðabótakröfur þrefaldast á milli ára í borginni Bætur 71 krafa hef- ur borist árið 2015. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra, umkringdur fréttamönnum á tröppum Stjórnarráðsins. Hann sat lengst ráðherra inni með for- sætisráðherra á ríkisstjórnarfundinum í gærkvöldi en boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara. Sigurður, líkt og aðrir ráðherrar, vildi ekki veita fréttamönnum viðtal þegar eftir því var leitað. Hann mun skv. heimildum Morgunblaðsins leggja frum- varpið fyrir Alþingi. Þingflokksfundir eru boðaðir kl. 9 í dag þar sem fjalla á um málið fyrir þingfund kl 10. Morgunblaðið/Eggert Ríkisstjórnarfundur boðaður með hraði Kínverskir aðilar eru tilbúnir að skoða uppbyggingu álvers við Haf- ursstaði í Skagabyggð. Þetta segir Valgarður Hilmarsson, forseti sveit- arstjórnar Blönduósbæjar. Staðfestir hann það sem fram kom á vef Húnahornsins, fréttavef Hún- vetninga, en í gær var þar greint frá því að Arnar Þór Sævarsson, bæjar- stjóri á Blönduósi, hafi kynnt hug- myndir um uppbyggingu álvers við Hafursstaði í Skagabyggð. Um er að ræða heildarfjárfestingu upp á 78 milljarða króna í fyrsta áfanga. Þar segir að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri og fyr- irtækið sem kæmi að slíkri uppbygg- ingu sé kínverska fyrirtækið NFC. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í kynningu Arnars verður fram- leiðslugeta álversins 120 þúsund tonn af áli en möguleiki er að stækka það síðar þannig að afkastagetan yrði 120 þúsund tonn til viðbótar. Starfsmenn yrðu um 240, önnur 200 störf yrðu í þjónustustörfum tengdum álverinu og áætluð orkuþörf er um 206 MW í fyrsta áfanga. ash@mbl.is 78 milljarða fjárfesting  Kínverskir aðilar skoða uppbyggingu álvers í Skagabyggð Tölvumynd/Arkþing (af vef huni.is) Álver Tölvuteiknað álver við Haf- ursstaði sem er í Skagabyggð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.