Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Hrunamannahreppur er langt kom-
inn með lóðar- og verksamninga við
félagið Fannborg ehf. vegna upp-
byggingar ferðaþjónustu og hálendis-
miðstöðvar í Kerlingarfjöllum. Sveit-
arstjórnin samþykkti samningana á
fundi sínum sl. miðvikudag og fól
sveitarstjóra að undirrita þá.
Lóðarsamningurinn mun vera sá
fyrsti sem sveitarfélag gengur frá
vegna lóðar í þjóðlendu, en hann er
gerður með samþykki forsætisráðu-
neytisins. Fleiri sambærilegir samn-
ingar eru í bígerð hjá sveitarfélögum
vegna afnota ferðaþjónustufyrir-
tækja og annarra aðila af þjóðlendum,
m.a. hjá Rangárþingi ytra og Sveitar-
félaginu Hornafirði.
Sjá um eftirlit og landvörslu
Samið er um leigu á 6,14 hektara
lóð undir hálendismiðstöð í
Kerlingarfjöllum til næstu 25 ára.
Greiðir Fannborg ehf. rúmar 5 millj-
ónir króna á ári til Hrunamanna-
hrepps en einnig er gerður uppgjörs-
og verksamningur vegna verkefna
Fannborgar við eftirlit og landvörslu í
Kerlingarfjöllum.
Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri
Hrunamannahrepps, segir þessa
samninga unna samkvæmt þjóð-
lendulögum. Samkvæmt þeim lögum
eiga sveitarfélögin að gera samninga
um not af landi og mannvirkjum inn-
an þjóðlendna, að undanskildum
samningum um auðlindir og vatns- og
jarðhitaréttindi. Nái frumvarp for-
sætisráðherra um breytingu á þjóð-
lendulögum fram að ganga bætist
nýting vindorku og náttúrumyndana
við réttindi ríkisins.
Áform um uppbyggingu
Hrunamannahreppur auglýsti eftir
tilboðum í landnýtingu í Kerlingar-
fjöllum og skilaði Fannborg eitt inn
umsókn, enda sami aðili og hefur rek-
ið starfsemi á svæðinu á undanförn-
um árum. Hefur félagið uppi margs
konar áform um uppbyggingu á þess-
um slóðum.
„Hrunamannahreppur mun ekki
fara í neinar framkvæmdir þarna á
eigin vegum heldur semur við Fann-
borg um þau verkefni sem félagið tek-
ur að sér,“ segir Jón og nefnir sem
dæmi að rekstraraðilar geti ekki rek-
ið þetta sem einkalóð og -fram-
kvæmd, heldur séu þeir skuldbundnir
til að taka á móti því fólk sem fer um
svæðið. Fannborg hafi ákveðnum
skyldum að gegna.
Samið um nýtingu Kerlingarfjalla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kerlingarfjöll Náttúruperla innan þjóðlendu sem semja þarf um afnot á.
Hrunamannahreppur gerir samninga við félagið Fannborg Fyrstu samningar sem sveitarfélag
klárar vegna lóðar í þjóðlendu Samið til 25 ára með ríflega 5 milljóna greiðslu á ári til hreppsins
Mikið stuð hefur verið innan vallar sem utan á
Pæjumóti ÍBV sem haldið er í samvinnu við TM.
Fótbolti er spilaður í þrjá daga frá morgni til
kvölds en einnig er bátsferð, rútuferð, kvöld-
vaka, diskósund og landsleikur svo eitthvað sé
nefnt. Veðrið lék við keppendur og gesti í gær
með góðum skammti af sólskini og hreyfði varla
vind. Mörg falleg tilþrif hafa sést á mótinu en hér
eru það Þróttarar og Víkingar sem etja kappi.
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Tilþrif í
sól og blíðu
Pæjumót TM í Vestmannaeyjum fer vel af stað
Viðræðum Fé-
lags leiðsögu-
manna og SA hjá
ríkissáttasemj-
ara var slitið í
gær og hefur
ekki verið boðað
til nýs fundar.
„Það ber tölu-
vert á milli. Það
eru ákveðnir
þættir sem við
erum að vinna í sem ný stétt innan
SA. Það vantar aðeins upp á skiln-
ing hjá SA um eðli starfsins og að
við séum komin út úr því að vera
áhugamenn í það að vera vel
menntaðir 150-200 starfsmenn sem
vinna ekki við neitt annað,“ segir
Snorri Ingason, formaður Félags
leiðsögumanna. Hann segir að
starfið sé alls ekki nógu vel launað
og það sé komið að því að leið-
sögumenn fái bita af kökunni.
Samninganefnd Blaðamanna-
félags Íslands og viðsemjendur þess
mættu einnig til sáttasemjara í gær
og hefur annar fundur verið boð-
aður í næstu viku. Í dag eru mjólk-
urfræðingar boðaðir á fund.
Leiðsögu-
menn á
leiðarenda
Ekki boðað til nýs
fundar í kjaradeilu
Ferðalangar Leið-
sögumenn við störf.
Óbyggðanefnd hefur lokið
málsmeðferð á 76% af landinu
öllu og 92% af miðhálendinu.
Eftir er að úrskurða á fjórum
svæðum, þ.e. Austfjörðum,
Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í
Dölum og í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu. Næstu úrskurða
er að vænta á síðasttalda
svæðinu. Þar sem þjóðlendur
liggja fyrir á Suður- og
Norðurlandi eru sum sveitar-
félög farin að semja um lóðar-
leigu og landnýtingu við þá
aðila sem hyggjast reka ein-
hverja starfsemi innan þjóð-
lendu. Þannig er Hornafjörður
með samning í bígerð um nýt-
ingu Fjallsárlóns.
4 svæði eftir
ÓBYGGÐANEFND
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ellefu ára gamall flyt ég í Borgarnes
en hann flytur á Hvanneyri ári síðar
svo við bjuggum nú aldrei þarna á
sama tíma,“ segir Benedikt Gíslason,
ráðgjafi efnahags- og viðskiptaráð-
herra, og vísar til Sigurðar Hann-
essonar, varaformanns fram-
kvæmdahóps um losun fjármagns-
hafta. Þeir kynntu saman áætlunina
um losun haftanna á blaðamannafundi
sl. mánudag.
Heimamenn á Hvanneyri hafa að
undanförnu vakið athygli á því að
Benedikt, sem einnig er varaformaður
framkvæmdahópsins, og Sigurður
hafi báðir hafið skólagöngu sína í
Andakílsskóla þar í bæ.
Leiðir þeirra beggja lágu þó ekki
saman fyrr en árið 2008 þegar þeir
störfuðu báðir hjá Straumi Fjárfest-
ingarbanka. „Við Benedikt höfum
lengi unnið saman. Fyrst vorum við
hjá Straumi, svo MP banka og nú í
þessu,“ segir Sigurður og vísar þar til
framkvæmdahóps fjármála- og efna-
hagsráðuneytisins um losun fjár-
magnshafta.
Spurður hvort þeir hafi sótt saman
gamla þorpið sitt heim kveður Sig-
urður já við. „Fyrir nokkrum árum
skelltum við okkur saman í bíltúr að
Hvanneyri. Fengum alveg stórfínt
veður, skoðuðum okkur um og kíktum
á Frúargarðinn.“
Sá sem leiddi skólastarfið í Anda-
kílsskóla á þessum tíma var Gyða
Bergþórsdóttir frá Fljótstungu, systir
Páls fyrrverandi veðurstofustjóra. Er
hún lét af störfum sem skólastjóri var
það faðir Sigurðar, Hannes Baldurs-
son, sem tók við keflinu og sinnti þar
einnig almennri kennslu.
Mikilvæg menntastofnun
Andakílsskóli var árið 2005 samein-
aður Grunnskóla Borgarfjarðar og
eru nú uppi hugmyndir um að leggja
af grunnskólastarf á Hvanneyri.
Myndu nemendur þá fara í aðra skóla.
Spurður hvort þjóðin megi við því að
missa þessa gömlu menntastofnun
þeirra félaga svarar Sigurður: „Það
held ég að blasi við hverjum manni að
þjóðin má ekki sjá af þessum skóla.“
Aðspurðir sögðu Benedikt og Sig-
urður fleiri þekkta menn koma úr
sömu sveit. Nefndu þeir Hjálmar
Gíslason, stofnanda Datamarket, og
hönnuðinn Leif Welding. „Svo er
þetta líka einn veðursælasti staður
landsins,“ segir Sigurður.
Grunnurinn var lagður í Andakílsskóla
Heimamenn á Hvanneyri státa sig af
tveimur lykilmönnum við afnám hafta
Morgunblaðið/Golli
Höft Sigurður Hannesson (t.v.) og Benedikt Gíslason (t.h.) kynna aðgerðir.