Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 11
eina í bókaröð sinni um gönguleiðir hér á landi. Reyndist hann þó ekki heppinn með veður á meðan hann vann efnið í bókina en síðustu tvö sumur hafa einkennst af mikilli rigningu. „Það lá við að ég hlypi á milli skúranna til að ná myndum,“ segir hann en samtals tók það hann um sex mánuði að klára bókina um Þingvallasvæðið. Í þetta sinn var hann ekki einn á ferð í könnunarleiðöngrum sínum um Þingvelli en göngufélagi hans og leiðsögumaður til margra ára, Sig- urður Kristjánsson, gekk honum til samlætis. „Ég var kominn með gangráð og skynsemin sagði mér að vera ekki að þvælast þetta einn. Göngufélagi minn, Sigurður, tók því að sér að passa upp á mig,“ segir Reynir léttur í bragði. „Það er svo líka þannig að betur sjá augu en auga.“ Myrk saga Þingvalla skoðuð Aðspurður hvaða leið fólk ætti alls ekki láta fram hjá sér fara af þeim 25 leið- um sem kynntar eru til leiks, segir Reynir það vera gönguleið númer átta, sem ber heitið Aftökustaðir á Þingvöllum. „Við höfum gott af því að kynnast líka myrkri sögu Þingvalla en þarna er hægt að ganga á milli staða þar sem fólki var ýmist drekkt, það hengt, hálshoggið eða brennt.“ Gangan er stutt, eða rúm- lega tveir kílómetrar. Spjöld sögunnar geyma gjarnan atburði á Þingvöll- um eins og stofnun Alþingis, kristnitökuna, lagasetningu þjóðveldis og ótal aðra merka atburði. Minna er skráð um hinar dimmu mið- aldir þar sem þessar fjórar tegundir dauðarefsinga voru við lýði. Örnefn- in sem verða á veginum bera þess einnig glögglega merki. „Konum var drekkt í Drekkingarhyl, eins og flestir þekkja, síðan voru Gálga- klettar þar sem þjófar voru gjarnan hengdir fyrir glæpi sína. Í Brennigjá var fólk brennt, aðallega þegar það var sakað um galdra. Á Höggstokks- eyri voru hæst settu afbrotamenn- irnir í afbrotaheiminum svo háls- hoggnir,“ segir Reynir. Allar leiðirnar eru áhugaverðar í sögulegu samhengi og erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það er nú bara þannig að maður verður hug- fanginn af þeirri leið sem maður er að skoða og ganga hverju sinni. Þeg- ar henni sleppir þá fer maður næstu leið og sagan endurtekur sig.“ „Komast burt úr hávaðanum“ „Þetta land er svo einstakt og fjölbreytt að þú finnur hvergi annars staðar í heiminum sambærilegt svæði,“ segir Reynir og það séu hrein forréttindi að fá að vinna svona verkefni og skoða land sitt, ganga um og sjá í sífellu eitthvað nýtt. Þingvallasvæðið sé fremst í flokki yfir náttúruperlur Íslands en þar er meðal annars að finna Þing- vallavatn sem er með merkilegustu vötnum í heimi. „Vatnakerfið þar er alveg ótrúlegt. Það er sáralítið yf- irborðsvatn sem fellur í Þingvallavatn, heldur streymir vatn neðanjarðar eftir sprungum. Hluti þess vatns er úrkoma sem fallið hefur á Langjökul fyrir um 5-600 árum og hefur á öll- um þeim tíma seytlað niður í gegnum jökulinn, undir hraunið og rennur svo tært og hreinsað í Þingvalla- vatn. Algjört einsdæmi.“ Segir hann því fulla ástæðu fyrir fólk að ganga þarna um enda sjái maður ekki bara til botns í kristaltæru Þingvallavatni heldur sé víðsýnin á svæðinu öllu mjög áhrifamikil. „Galdurinn við að fara út í náttúruna er að komast burt úr þéttbýlinu, hávað- anum og stressinu. Þú finn- ur að það slaknar á öllu og stressið er skilið eftir fyrir utan,“ segir hann. Ekki þurfi svo að mikla fyrir sér að taka fyrsta skrefið í góðum göngutúr því það þurfi bara að opna útidyrnar og stíga út. Kristaltært Hellugjá á innanverðum Lambhaga. Ljósmynd/Kristján Pétursson Göngur Reynir Ingibjartsson t.v. gekk ótrauður um Þingvallasvæðið í um 6 mánuði og kortlagði 25 nýjar göngu- leiðir ásamt Sigurði Kristjánssyni göngufélaga sínum og leiðsögumanni til margra ára. „Betur sjá augu en auga.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Ólöf Nordal opnar myndlistarsýningu sína, Musée Islandique, í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði í dag kl. 17.00. Í sýningunni er tekist á við tengsl vísinda og lista þar sem mál- efni eins og kynþáttahyggja, ný- lendustefna, þekkingarfræði og merkingargildi arkívsins koma við sögu. Listakonan verður með sýningarleiðsögn á opnunardaginn. Á sýningunni í Bryggjusal eru tvær ljósmyndaraðir, Musée Islandique og Das Experiment Island, og er umfjöll- unarefnið mannmælingafræði tveggja tíma. Í Musée Islandique eru fyrirmyndirnar gifsafsteypur af Ís- lendingum sem varðveittar eru í Mannfræðisafninu í París, en í Das Experiment Island eru myndir af vís- indagögnum sem Jens Pálsson mannfræðingur safnaði á seinni hluta 20. aldrar. Bryggjusalurinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði Morgunblaðið/Golli Listakonan Ólöf Nordal spyr ýmissa áleitinna spurninga í verkum sínum. Tekist á við tengsl vísinda og lista Oft er fyndið hvernig tilfinn-ingarnar leika á okkur, einsóvæntar og þær geta veriðóþægilegar. Raunar hef ég alltaf talist til stöðuglyndari manna, jafnvel svo furðu þykir sæta ef ég læt í ljós hina minnstu geðshræringu. Þess vegna er þessi forláta fjölskylduferð í IKEA, sem nú skal rakin, í frásögur færandi, en ég lít á hana sem ákveðinn vendipunkt í lífi mínu. Uppgjör við æsku og uppruna, fortíð jafnt sem framtíð. Kynslóðin sem nú er farin að láta á sér kræla er kölluð mörgum mis- skemmtilegum nöfnum. Klámkynslóðin er kannski hið þekktasta, tölvukynslóðin er annað, Þjóðverjar kalla okkur „generation maybe“ sökum meints framtaks- og dugleysis og svo mætti lengi telja. Það nýjasta sem ég heyrði okkur uppnefnd var „kjallarakynslóðin,“ sem vísar til ákveðins trega til að flytja úr Hótel mömmu og breiða út vængina, en það nafn á kannski best við þessa sögu. Þarna vorum við sem sagt komin saman, foreldrarnir, örverpið systir mín og ég, kjallarabarnið, í þeim tilgangi að púsla saman hinu fullkomna eldhúsi. Ferðin var einn liður af mörgum í að skilja loksins að vistarverur mínar og hjónanna á efri hæðinni. Þann- ig stendur til að gera mig að sjálfstæðum búanda og kenna mér á torvelt líf hinna fullorðnu, en á sama tíma forða mér frá blóðsjúgandi víg- tönnum leigu- markaðarins með niðurgreitt leiguverð að vopni. Það sér hver í hendi sér að þetta er gott plan. Allir græða. Þess vegna fannst mér geðshræringarnar, sem ég fann móta fyrir innra með mér strax þegar við vorum byrjuð að skoða eldhúsplöturnar, svo óskiljanlegar. Ég reyndi að bæla þessar óvel- komnu tilfinningar niður en þær ágerðust bara enn frekar þegar konan í búðinni sýndi okkur allar ólíku skápa- hurðirnar, og loks þegar ofnarnir blöstu við okkur varð ég að forða mér. Hefði ég getað komist strax heim í rúmið mitt eða inn í bíl, einn míns liðs, hefði ég kannski getað náð áttum og sloppið við að brotna gjörsamlega nið- ur í einni fjölförnustu húsgagnaversl- un landsins, en allt kom fyrir ekki. Fullkomlega innréttuð eldhús í öllum stærðum og gerðum tóku þess í stað á móti mér, hamingjusöm pör að skoða glansandi spaneldavélar og alls staðar dundi þessi óumflýjanlega Eurovision- tónlist. IKEA gaf mér hvergi grið. Veröld mín hrundi. Að sjálfsögðu var fjölskyldan ekki lengi að koma ríðandi á hvítum hesti mér til huggunar, og í vel völdum sófa gat ég snökt- andi reynt að útskýra hvað lá mér á hjarta, sem þó var illút- skýranlegt. Þegar ég lít til baka sé ég að ég stóð á tímamótum. Ég gekk inn í IKEA barn sem hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi að innrétta sitt eigið eldhús, en þegar við sátum í mötuneyt- inu með fullan munn af sænskum bollum var ég annar, fullorðn- ari maður. »Alls staðar dundi þessióumflýjanlega Eurovis- iontónlist. IKEA gaf mér hvergi grið. Veröld mín hrundi. Heimur Matthíasar Tryggva Matthías T. Haraldsson mth@mbl.is www.lyfja.is Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Lyfjaauglýsing 20% afsláttur af 100g og 150gVoltarenGel í júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.