Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands
krefst þess að allur mjólkuriðnaður-
inn, frá framleiðendum til smásölu-
dreifingar, verði felldur undir
ákvæði samkeppnislaga og lúti sömu
reglum og önnur atvinnustarfsemi.
ASÍ og BSRB tilkynntu í gær að
samtökin myndu ekki tilnefna oftar
fulltrúa í verðlagsnefnd búvara.
Verðlagsnefnd búvara verðleggur
búvörur í heildsölu og einnig lág-
marksverð til bænda ef þess er sér-
staklega óskað. Hún er skipuð sex
fulltrúum. ASÍ og BSRB hafa það
hlutverk samkvæmt lögum að til-
nefna fulltrúa launþega. Á móti eru
fulltrúar bænda og afurðastöðva og
formaður tilnefndur af landbúnaðar-
ráðherra. Fulltrúar ASÍ og BSRB
nefndu ekki fulltrúa sína á síðasta
ári, vildu bíða eftir heildarúttekt á
framleiðslukerfinu. Nú liggur
skýrsla Hagfræðistofnunar Íslands
fyrir og tilkynntu samtökin þá að
þau myndu ekki tilnefna fulltrúa
framar. Samkvæmt lögum ber land-
búnaðarráðherra að sjá til þess að
nefndin sé fullskipuð og skipar þá
fulltrúa án tilnefningar, ef þörf er á.
Endurskoða þarf kerfið
Í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og
BSRB kemur fram það álit að óhjá-
kvæmilegt sé að endurskoða allt
skipulag mjólkurframleiðslunnar,
þar með talda verðlagninguna. Vísað
er til ályktunar kúabænda um að
hverfa frá núverandi kvótakerfi og
opinberri verðlagningu á mjólkuraf-
urðum verði hætt.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
ítrekar að ASÍ sé á móti núverandi
kerfi í mjólkurframleiðslunni. Alltaf
talið að það leiði til óhagræðis og fá-
keppni og skili ekki neytendum og
mjólkurframleiðendum nauðsynleg-
um ábata. Hann nefnir sérstaklega
undanþágur sem Alþingi veitti
mjólkuriðnaðinum frá samkeppnis-
lögum. Það hafi leitt til einokunar.
„Við teljum affarasælla að stýra
þessu með samkeppnislöggjöfinni.
Krefst ASÍ þess að mjólkurgreinin
verði að öllu leyti felld undir ákvæði
samkeppnislaga,“ segir Gylfi.
Í ályktun miðstjórnar er bent á að
aðhald í formi erlendrar samkeppni
sé á sama tíma í algeru lágmarki og í
reynd nánast ekkert. „Við teljum að
brjóta þurfi upp þetta fyrirkomulag
og endurskoða,“ segir Gylfi og nefnir
reynsluna að breytingum á starfs-
umhverfi garðyrkjunnar þar sem
innflutningur var gefinn frjáls og
tollar lækkaðir. „Þá héldu menn að
við myndum hætta að framleiða
grænmeti. Reynslan varð önnur. Það
urðu til nýjar afurðir með vöruþró-
un, gæði jukust, framleiðslan hefur
tvöfaldast og verð lækkað. Jafn-
framt er afkoma bænda miklu betri
en hún var,“ segir Gylfi.
Mjólkin verði felld
undir samkeppnislög
ASÍ og BSRB draga fulltrúa sína úr verðlagsnefnd búvara
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Færiband Landbúnaðarráðherra þarf að skipa fulltrúa í verðlagsnefnd bú-
vara, í stað fulltrúa launþega sem ASÍ og BSRB eru hætt að tilnefna.
Bandaríska hjólreiðakonan Katie
Comtpon er komin til landsins til að
taka þátt í Bláa lóns hjólreiðakeppn-
inni á laugardag. Comtpon er marg-
faldur heimsmeistari kvenna í Cyc-
locross.
Í Cyclocross eru hjólaðir nokkrir
hringir um 2,5 til 3,5 km langa braut.
Hindranir eru á brautinni og þurfa
hjólreiðamennirnir því að fara reglu-
lega af hjóli sínu og bera það yfir
hindranirnar.
Keppnisveður fyrir Compton
Þó svo að Íslendingar bíði eftir
fyrstu hitabylgju sumarsins er
Compton mjög ánægð með veð-
urskilyrðin þar sem nú stendur yfir
undirbúningstímabil í Cyclocross en
keppnistímabilið sjálft er frá sept-
ember til febrúar. Íslenska sum-
arveðrið er því kjörið fyrir und-
irbúninginn þar sem veður er svipað
á keppnistímanum.
„Ég athugaði með veðrið áður en
ég kom hingað og það minnti mig á
veðrið á keppnistímabilinu í Cycloc-
ross. Ég kann betur við kalt veður,
helst 10 gráður eða minna,“ sagði
hún í samtali við mbl.is í gær, en
bætti við að hún vonaðist til þess að
það færi ekki að rigna.
Vill bara eiga góða stund
Compton er hógværðin uppmáluð
ef marka má það sem fram kom í við-
tali hennar við mbl. Þegar blaðamað-
ur spurði hana í hvaða sæti hún héldi
að hún myndi lenda, svaraði hún um
hæl: „Ég hef ekki hugmynd um það.
Ég vil bara njóta keppninnar og
vona að hún verði skemmtileg.“
Meistari Katie Compton er margfaldur heimsmeistari kvenna í Cyclocross.
Margfaldur heims-
meistari tekur þátt
Katie Compton í Bláa lóns þrautinni