Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 16

Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Konur verða áberandi í bæjar- félaginu næstu daga og vel við hæfi, í tilefni þess að 100 ár eru brátt síð- an þær öðluðust kosningarétt hér á landi. Og á auðvitað ekki að þurfa sérstök tilefni til …    Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti lýðræðislegi kvenforseti í heimi, verður heiðursgestur á brautskrán- ingu Háskólans á Akureyri á morg- un og ávarpar samkomuna.    Athöfnin fer fram í húsakynn- um skólans í annað sinn, en fór áður fram í íþróttahöllinni. Brautskrán- ing verður í fyrsta sinn í sögu skól- ans í beinni útsendingu á sjónvarps- stöðinni N4 og hefst kl. 11.00. Dagskrárstjóri N4 er Hilda Jana Gísladóttir!    Brautskráningin er söguleg þar sem konur munu gegna hlut- verki sviðsforsetanna þriggja en slíkt hefur ekki gerst áður.    Árún K. Sigurðardóttir er for- seti heilbrigðisvísindasviðs, Sigrún Stefánsdóttir fer fyrir hug- og fé- lagsvísindasviði og Rannveig Björnsdóttir er staðgengill Ög- mundar Knútssonar, fyrir við- skipta- og raunvísindasvið. Þetta er fyrsta brautskráning í rektorstíð Eyjólfs Guðmundssonar.    Skipulögð dagskrá verður á Akureyri 19. júní í tilefni þess að þá verða 100 ár liðin frá þeim merk- isdegi að konur fengu kosningarétt. Dr. Sigrún Stefánsdóttir, staðgeng- ill rektors og forseti hug- og fé- lagsvísindasviðs, flytur þá ávarp.    Guðrún Þórsdóttir er verk- efnastjóri Listasumars á Akureyri sem hefst í dag og stendur til 6. september. Listasumar var um- gjörð fyrir listviðburði í bænum í tæpa tvo áratugi og er nú endur- vakið með svipuðum áherslum. Það hefst með pomp og prakt í dag kl. 17 með ávarpi Hlyns Hallssona, safnstjóra Listasafnsins á Akur- eyri. Margvíslegt handverk kvenna prýðir nú Listagilið.    Í framhaldinu verða tvennir tónleikar, annars vegar mun Þjóð- listahátíðin Vaka bjóða upp á síð- degistóna í Deiglunni og hins vegar er gestum og gangandi boðið að taka þátt í Tilraunakenndum sólar- hring undir merkjum tón- og myndlistarhátíðarinnar Yms, sem stendur frá kl. 18 í dag til kl. 18 á morgun.    Margrét Jónsdóttir leirlista- kona verður með sýninguna Kjör- klefinn í Flóru við Hafnarstræti frá 16. júní til 16. ágúst. Kjörklef- inn er innsetning sem gerð er til að heiðra minningu Vilhelminu Lever sem kaus fyrst kvenna hér á landi 1863, 52 árum áður en kosninga- réttur kvenna var lögleiddur á Ís- landi.    Opnuð hefur verið sýning á Amtsbókasafninu, vegna marg- nefnds afmælis, á vegum Héraðs- skjalasafnsins. Sýningin ber heitið, Heill þér mæta merka kona og er sótt í ljóð sem Elísabet Geir- mundsdóttir, Listakonan í Fjör- unni, orti til Elísabetar Eiríks- dóttur, kennara og bæjarfulltrúa, sextugrar.    Sýningin byggist á skjölum sem varðveitt eru í Héraðsskjalasafn- inu, m.a. frumskjöl sem varða kosn- ingar, kvennabaráttu, kvenfélög, kvennaklúbba. Minnst er sér- staklega Vilhelmínu Lever sem fyrst kvenna á Íslandi kaus til bæj- arstjórnar 1863.    Þriggja kvenna, sem fyrstar tóku sæti í bæjarstjórn Akureyrar, er einnig minnst. Það eru Kristín Eggertsdóttir kjörin 1911 og sat í 3 ár, Halldóra Bjarnadóttir árið 1921 og sat í 1 ár og áðurnefnd Elísabet Eiríksdóttir, sem tók þar sæti 1927 og sat alls í 19 ár.    100 ára afmæli íþróttafélagsins Þórs var fagnað síðasta laugardag, á sjálfan afmælisdaginn. Margar konur eru í Þór (!) eins og karlarnir og börnin, og fjölmennti alls kyns fólk á félagssvæðið í sól og fínu veðri, naut skemmtiatriða, leik- tækja og matar. Síðadegis var há- tíðarkvöldverður þar sem konur voru heiðraðar fyrir störf sín – og karlar reyndar ekki síður.    Bjarni Fannberg Jónasson var gerður að heiðursfélaga í Þór á af- mælisdaginn.    Þorvaldur Helgi Auðunsson er hættur sem slökkviliðsstjóri á Akureyri. Ólafur Stefánsson, sem tók við af Þorvaldi 1. júní, var að- stoðarslökkviliðsstjóri.    Þorvaldur, sem hafði aðeins gegnt starfinu í hálft annað ár, hafði lagt fram kvörtun gagnvart yfir- mönnum sínum á bæjarskrifstof- unum og eftir að málið fór í rann- sóknarferli var niðurstaðan sú að starfslokasamningur verður gerður við hann.    Menntaskólanum á Akureyri verður slitið með athöfn í Íþrótta- höllinni 17. júní að vanda. Að þessu sinni verða brautskráðir 154 stúd- entar. Í tilefni 110 ára afmælis Gamla skóla verður sett upp sögu- skilti um hús skólans við gamla gangstíginn að innganginum í gamla skólahúsið. Þar eru myndir af skólahúsunum, teikning af svæð- inu og örstuttar frásagnir um hvert hús.    Gamlir nemendur koma hundr- uðum saman til Akureyrar til að fagna stúdentsafmælum sem standa á heilum tug og hálfum og setja svip á bæjarlífið dagana 14., 15. og 16. júní. Upphafsmenn hinn- ar árlegu MA-hátíðar, að kvöldi 16. júní, eru þeir sem í þetta sinn eru 50 ára stúdentar, en hverju sinni er hátíðinni stjórnað af 25 ára stúd- entum.    Hollenska hljómsveitin Focus verður með tónleika á Græna hatt- inum annað kvöld en í kvöld leikur sveitin í Hafnarfirði. „Ég á varla eftir að toppa þetta,“ sagði Haukur vert á Græna hattinum í blaðinu í gær, en hann flytur sveitina inn. Focus er heimsþekkt band.    Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson flytja efni af vöggu- ljóðaplötunni Draumahöll, sem Lára sendi frá sér nýverið, í Ketil- húsinu á laugardaginn kl. 14 og 16.30 í tengslum við sýninguna Sköpun bernskunnar sem stendur þar yfir. Konur um konur frá konum til … karla Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölmennt Mikill fjöldi fólks leit við á félagssvæði Þórs á afmælisdaginn. Sumar Listasumar á Akureyri hefst í dag. Ekki hefur verið sérlega hlýtt í veðri, svo ekki sé meira sagt, en Gilið er a.m.k. kosti orðið grænt að hluta … Upphafið Aron Einar Gunnarsson og Árni Óðinsson, formaður Þórs, við skjöldinn sem landsliðsfyrirliðinn afhjúpaði á Strandgötu 45. Heiður Bjarni Fannberg Jónasson varð gerður að heiðursfélaga í Þór. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn - nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 6.390 m2 Hæstiréttur sak- felldi í gær þrjár konur, tvær á þrítugsaldri og eina á tvítugs- aldri, fyrir lík- amsárás á kvennaklósetti á skemmtistað í Reykjavík. Tveimur þeirra var gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað skilorðs- bundið í tvö ár. Ákvörðun refsingar þeirrar þriðju var frestað skilorðs- bundið í tvö ár þar sem ekki yrði annað ráðið en að atlagan inni á kvennaklósettinu hefði verið unnin í átökum á milli hennar og fórnar- lambsins. Alls voru fjórar konur dæmdar í héraði en ein þeirra áfrýjaði ekki til Hæstaréttar. Henni var gert, ásamt tveimur sakfelldu, að greiða fórnarlambinu sameigin- lega 500 þúsund kr. í skaðabætur. Dæmdar fyrir lík- amsárás á skemmti- stað í Reykjavík Dómur Gerendur í málinu voru fjórir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.